Morgunblaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010
Eyrún Magnúsdóttir, Hlynur Sigurðsson, Jón
Pétur Jónsson og Una Sighvatsdóttir
„Ég er bara þakklátur fyrir þennan stuðning
og fyllist von fyrir hönd borgarinnar,“ segir
Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins sem sam-
kvæmt könnun Morgunblaðsins hefur afger-
andi forskot á aðra flokka í Reykjavík og nær
sjö mönnum inn í borgarstjórn.
Jón segir Besta flokkinn vera til í að vinna
með öllum sem vilja leggja hönd á plóg í borg-
inni og hann geri því ekki greinarmun á milli
flokka. „Við erum að koma þarna inn til að vera
til gagns, til að hjálpa. Þetta er fólk sem vill
laga hlutina og er tilbúið að leggja sig fram.
Þetta er mikil vinna og fólk fer ekki í svona
baráttu nema það hafi brennandi áhuga á og
ástríðu fyrir borginni.“ Jón segir Besta flokk-
inn hafa unnið heimavinnuna sína og sé
reiðubúinn að takast á við stóru málin.
„Stærsta vandamálið sem við þurfum að tak-
ast á við eftir kosningar er málefni Orkuveitu
Reykjavíkur […] Það er mál sem verður að
leysa í mjög nánu samstarfi við starfsfólk
Reykjavíkurborgar. Þar er reynsla og þar er
kunnátta til að leysa þetta eins farsællega og
hægt er. Orkuveitan er gullkálfurinn okkar.
Hann er fárveikur og nú þarf að hjúkra honum
og reyna að koma honum aftur til heilsu. Það
krefst skapandi hugsunar og vinnu,“ segir Jón.
Lokaspretturinn barátta á milli S og D
Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm menn
kjörna og Samfylkingin tvo, samkvæmt könn-
uninni. Flokkarnir gætu því myndað minni-
hlutastjórn hefðu þeir stuðning Vinstri
grænna.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri
og oddviti sjálfstæðismanna, segir flokkinn,
sem nær fimm kjörnum fulltrúum inn sam-
kvæmt könnuninni, vera opinn fyrir samstarfi
um góð mál í borginni með hverjum sem er.
„Ég útiloka ekki samstarf við neinn, ég hef áð-
ur sagt að ég tel að ég geti unnið með öllu þessu
fólki og ég tel að okkur beri skylda til þess að
reyna eins og við getum að vinna saman og
tryggja það að góð verkefni fái góða niðurstöðu
fyrir Reykvíkinga. Við hljótum að reyna að
taka öll höndum saman og gera góða hluti.“
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylking-
arinnar, segir hins vegar „ótrúlega langsótt“
að Samfylkingin gangi til samstarfs við Sjálf-
stæðisflokkinn. „Mér finnst Sjálfstæðisflokk-
urinn hafa nýtt tækifærin sem hann fékk eftir
síðustu borgarstjórnarkosningar illa. Það hef-
ur margt misfarist á þessu kjörtímabili og mín
skoðun er sú að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að
fá frí. Ég held að næstu dagar í kosningabar-
áttunni snúist ekki um Besta flokkinn, það er
augljóst að hann mun fá sterka kosningu.
Lokaspretturinn snýst um það hvort Samfylk-
ingin eða Sjálfstæðisflokkurinn fær sterkari
stöðu.“
Áhugi á kosningunum að aukast
Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna í
borgarstjórn, tekur niðurstöðum könnunar-
innar ekki sem endanlegum, en samkvæmt
þeim fær VG 6,3% fylgi og einn mann inn.
„Við Vinstri græn höfum bæði toppað og
botnað á hinum ýmsu stöðum í könnunum,“
segir Sóley. „Við ætlum að vera dugleg þessa
síðustu daga að kynna okkar stefnu fyrir borg-
arbúum og þá er ég alveg viss um að við fáum
meira fylgi en þetta.“
Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokks-
ins í Reykjavík, segist þrátt fyrir allt jákvæður
gagnvart því að fylgi flokksins sé aftur á leið-
inni upp, en samkvæmt könnuninni fær Fram-
sókn ekki mann í borgarstjórn.
„Miðað við hversu margir eru óákveðnir þá
getur mjög mikið gerst fram að kjördegi. Við
ætlum að halda áfram af fullum krafti og finn-
um fyrir góðum hljómgrunni. Við erum öll að
koma ný inn á lista og ég er viss um að fólk vill
endurnýjun.“ Einar telur áhuga borgarbúa á
kosningunum vera að aukast.
Feimni við að ræða málefnin
Reykjavíkurframboðið mælist með 0,6%
fylgi og fær ekki mann í borgarstjórn sam-
kvæmt könnuninni. Oddviti listans, Baldvin
Jónsson, segist þrátt fyrir það enn gera sér von
um að ná inn manni eða jafnvel tveimur. „Við
gerum okkur grein fyrir að við stigum mjög
seint fram þannig að við lítum á þetta sem
kapphlaup fram á síðustu stundu.
Það eru margir sem vita ekki af okkur ennþá
og það fer því miður lítið fyrir málefnalegri
umræðu. Okkur finnst gjarnan að stóru flokk-
arnir séu feimnir við að ræða málefnin af ótta
við að því verði snúið upp í grín.“
Ólafur F. Magnússon, oddviti H-listans, seg-
ist ekki taka mark á könnuninni, samkvæmt
henni mælist hann með 0% stuðning en hann
telur sig eiga mikið inni. „Ég er heimilislæknir
hátt á annað þúsund Reykvíkinga og ég veit
það frá fyrstu hendi að verulegur meirihluti
þeirra, og ýmsir þeim tengdir, hafa ávallt kosið
mig og munu gera það áfram.“
Frjálslyndi flokkurinn nær heldur ekki inn
manni í borgarstjórn skv. könnuninni. Helga
Þórðardóttir, oddviti hans, segist þó ekki hafa
trú á því að það verði niðurstaða kosninganna.
„Við erum að koma mjög seint inn og ég held
að okkar málflutningur eigi eftir að komast
betur til fólksins. Það er engan bilbug á mér að
finna enda geri ég þetta vegna hugsjónanna.“
Jón Gnarr „Þetta
hefur vissulega kom-
ið mörgum á óvart.
En ekki sjálfum mér,
ég hef frá upphafi
talið þetta raunhæft.
Hanna Birna
„Ég útiloka ekki
samstarf við neinn.
Ég tel að ég geti unn-
ið með öllu þessu
fólki.“
Dagur B. Eggertsson
„Það þyrfti mjög
mikið að ganga á til
að við færum að
vinna með Sjálfstæð-
isflokknum.“
Sóley Tómasdóttir
„Við Vinstri græn
höfum toppað og
botnað á hinum ýmsu
stöðum í könnunum.“
Einar Skúlason
„Það er ekki hægt að
kjósa eftir á, það er
ekki hægt að slíta
borgarstjórn og
kjósa aftur.“
Baldvin Jónsson
„Við höfum [skilning
á þessari stemningu]
en menn verða líka
að koma fram með
einhverjar lausnir.“
Ólafur Magnússon
„Ef einhver sker sig
frá í borgarstjórn er
það ég en ekki aula-
og mútuþægnifram-
boð Jóns Gnarr.“
Helga Þórðardóttir
„Mér hefur þó fund-
ist sorglegt að upp-
lifa hvað þetta á allt
að vera mikið grín og
djók.“
Breytt landslag í borginni
Frambjóðendur Besta flokksins með „ástríðu fyrir borginni“ Samstarf S og D „ótrúlega langsótt“
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Ofbeldi gagnvart börnum fyrir-
finnst í öllum löndum heims. Ofbeld-
ið tekur hins vegar á sig ýmsar birt-
ingarmyndir í hinum ólíku
menningarsamfélögum,“ segir
Jasmine Whitbread, framkvæmda-
stjóra alþjóðasamtakanna Save the
Children. Spurð hvað skýri ofbeldið
segir hún ljóst að börn séu viðkvæm-
asti þjóðfélagshópurinn, búi ekki yf-
ir miklum völdum og eigi sér ekki
marga málsvara, auk þess sem þau
þori oft ekki að kvarta undan því of-
beldi sem þau verða fyrir af ótta við
að þeim verði hegnt fyrir það. Sök-
um þessa sé aðeins tilkynnt um
brotabrot þess ofbeldis sem í reynd
eigi sér stað.
Whitbread hefur starfað fyrir
Save the Children sl. fimm ár, en
samtökin eiga sér 91 árs sögu. Í dag
starfa um 15 þúsund manns á vegum
samtakanna í 120 löndum auk fjölda
sjálfboðaliða og árlega hafa þau, að
sögn Whitbread, jákvæð áhrif á líf
80 milljóna barna. Að sögn Whit-
bread snúa verkefni samtakanna að
því að stöðva ofbeldi gagnvart börn-
um, hindra ótímabæran dauðdaga
barna vegna m.a. vannæringar og
skorts á bólusetningum og ekki síst
að veita þeim tækifæri til grunn-
menntunar.
Setja þarf málin á dagskrá
„Á degi hverjum deyja 24 þúsund
börn áður en þau ná eins árs aldri og
árlega deyja 8,8 milljónir barna áður
en þau ná fimm ára aldri. Í flestum
tilvikum kostar sáralítið að bæta lífs-
skilyrði þessara barna,“ segir Whit-
bread og bendir á að samtökin beiti
sér m.a. fyrir því að ríkisstjórnir
heims setji málið á dagskrá. Tekur
hún fram að til þess að ríkisstjórnir
geri það sé hins vegar nauðsynlegt
að almenningur krefjist úrbóta.
Spurð hvað hinn almenni borgari
á Íslandi geti gert til að styðja starf
samtakanna bendir Whitbread að
ein auðveldasta leiðin sé að gerast
fjárhagslegur stuðningsaðili Barna-
heilla á Íslandi. „Auk þess hvetjum
við almenning til þess að vera með-
vitaður um það ofbeldi sem börn
geta orðið og verða fyrir og þora að
varpa ljósi á það,“ segir Whitbread
og leggur áherslu á að þó ofbeldi
gegn börnum finnist víða þá sé ger-
legt að útrýma því og bendir í því
samhengi á að opinberar tölur sýni
að baráttan hafi skilað árangri á sl.
áratugum.
Börnin þurfa málsvara
Ofbeldið á sér ýmis birtingarform
Horfast þarf í augu við vandann
Okkar ábyrgð Jasmine Whitbread berst gegn ofbeldi gagnvart börnum á
heimsvísu og hvetur fólk til þess að vera meðvitað um vandann.
24.000
börn deyja á degi hverjum
áður en þau ná eins árs aldri
30%
þeirra deyja vegna vannæringar
70.000.000
börn eru án grunnmenntunar
í heiminum í dag
15.000
starfsmenn vinna á vegum
Save the Children á heimsvísu
í 120 löndum
‹ VANDI BARNA ›
»
Mikil endurnýjun er í vændum í stjórn
Reykjavíkurborgar ef marka má skoðana-
könnunina sem unnin var fyrir Morgun-
blaðið dagana 20. til 24. maí.
Niðurstöðurnar benda til þess að allir
þeir flokkar sem einnig buðu fram í síð-
ustu borgarstjórnarkosningum, vorið
2006, tapi miklu fylgi á meðan Besti
flokkurinn vinnur kosningasigur.
Þannig missa bæði Sjálfstæðisflokk-
urinn og Samfylking tvo fulltrúa í borg-
arstjórn, Vinstri grænir missa einn og
Framsókn einnig einn.
Framsóknarflokkurinn nær þannig eng-
um manni inn í borgarstjórn á næsta kjör-
tímabili verði niðurstöður kosninganna í
samræmi við skoðanakönnunina. Hvor-
ugur flokkanna sem frambjóðendur Frjáls-
lyndra og óháðra eru nú í fær mann í borg-
arstjórn og hið nýja Reykjavíkurframboð
ekki heldur.
Hinsvegar fær Besti flokkurinn sam-
kvæmt könnuninni 43,1% atkvæða og sjö
fulltrúa í borgarstjórn, er einum
borgarfulltrúa frá því að ná
hreinum meirihluta.
Alls tóku 517 manns á aldr-
inum 18-75 ára þátt í könnun-
inni, sem unnin var af Miðlun
fyrir Morgunblaðið. 61,9%
tóku afstöðu.
Ótvírætt forskot
á aðra flokka
Sveitarstjórnarkosningar