Morgunblaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.05.2010, Blaðsíða 22
22 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010 Tvær samdóma nið- urstöður um ólögmæti gengistryggingar lána hafa nýlega gengið í Héraðsdómi Reykja- víkur, andstætt einni eldri. Og nú sér fyrir endann á ólöglegri gengistryggingu lána í íslenskum krónum, með niðurstöðum Hæstaréttar í júní. Öll vel rökstudd lagarök í Héraðsdómi benda til að ólögmætið verði ofan á og sá hluti samninga sem tekur til gengistryggingar falli niður dauður og ógildur. Þá þarf ekki meira í gengistrygg- ingarmálunum, því réttur útreikn- ingur færi þá fram á stöðu höf- uðstóls lánanna, miðað við upphaflega fjárhæð og afborganir í krónum síðan. Þaðan í frá réttir vextir og afborganir. Lengst af þýddi ekkert að ræða við ráðherra, svo sem viðskiptaráð- herra, um að stjórnvöld reyndu með lagatúlkun að skera úr um ágreining og óvissu um ólögmæti gengistrygg- ingar lána almennt. Svarið var alltaf: „Þetta verður að útkljá fyrir dóm- stólum.“ Viðskiptaráðherra svaraði síðan spurningu um hvað yrði um bankana, ef gengistryggingin yrði dæmd ólögleg: Bankarnir ráða við þetta, af afskriftarreikningum sín- um. (Fundur Hagsmunasamtaka heimilanna í Iðnó, 17. sept. 2009). Félagsmálaráðherra hefur barist við bílalánafyrirtæki lengi og boðar nú enn einu sinni lagafrumvarp um leiðréttingu bílalánanna, stuttu fyrir niðurstöður Hæstaréttar. Hvers vegna, hvað vakir fyrir ráðherran- um? Hyggst hann kannski reyna að skipta ólöglegum gengistrygging- arákvæðum yfir í íslenska verð- tryggingu? Verði það gert verður fyrst allt vitlaust hér, engin sátt verður um slíka breytingu, enda í andstöðu við ákvæði samningalaga. Þar segir að teljist samningsákvæði ósanngjarnt eða andstætt góðri við- skiptavenju eigi það að falla niður en samningur geti að öðru leyti haldið gildi sínu. Ólögleg gengistrygging- arákvæði eru svo sannarlega ósann- gjörn og eiga því að falla niður án þess að annað komi í staðinn, samn- ingur á að öðru leyti að standa óbreyttur án gengistryggingar. Ráðherrann segir að lagasetning skapi ríkinu ekki skaðabótaskyldu? Hæstaréttardómar myndu alla vega mun síður gera það. En, kæri félagsmálaráðherra, ef hægt er með lagasetningu að grípa inn í gengistryggða bílalánasamn- inga, sem nú virðist óþarft, er þá ekki eðlilegra að snúa sér að verð- tryggðu lánunum og snúa til baka forsendubresti þeirra, frá ársbyrjun 2008? Þarft, mikilvægt verk sem snertir þúsundir fjölskyldna. Stökk- breytingin á höfuðstól lánanna er ekki eins svakaleg og á geng- istryggðu lánunum en lúmskari og hættulegri til lengri tíma litið. Vísi- tala neysluverðs hefur til dæmis hækkað um rúmlega 51% á fimm ár- um! Hækkunin nær vissulega ekki upp í 80-135% hækkun erlendra gjaldmiðla, en mismunurinn er að verðtryggingin íslenska gengur ekki til baka, hún sleppir aldrei því sem hún hefur náð. Með veikara gengi krónunnar, sem hrap- aði á meðan Seðlabank- inn hamaðist á stýri- vaxtastjórntækinu einu, stórhækkaði verðlag á Íslandi. Hækkunin fór beint inn í vísitöluna og reif viðstöðulaust upp stöðu allra verðtryggðu lánanna. Þegar stjórnvöld hækkuðu svo skatta á vímuvörum hækkaði verðið og sama hring- ekjan hófst. Ríkið átti þá bankana þrjá og þeir áttu lánin. Í sömu að- gerð hækkaði ríkið þannig skatt- tekjur sínar um hundruð milljóna og um leið skuldir einstaklinga. Tvö- faldur ávinningur ríkisins, leiddi til enn meiri eignaupptöku. Stjórn- arskrá, sanngirni og siðferði hvað? Eða er ekki hlutverk félagsmála- ráðherra að fást við verðtryggðu lánin? Eða hlutverk viðskiptaráð- herra? Hvernig er skipting hlut- verka á stjórnarráðsheimilinu? Er eitthvert ráðuneyti fjölskyldna eða heimila, einnar grunnstoðar sam- félagsins? Grunnstoðar sem nú er fórnardýr fjármálakerfis sem virðist hafa skotleyfi á fjárhag einstaklinga og heimila, óátalið af stjórnvöldum sem hugsa mest um að tryggja hag og stöðu ríkis og banka- og fjár- málakerfis, á kostnað einstaklinga og heimila. „Er ekki nóg að gert? Við erum búin að gera svo mikið fyrir ykkur, allt sem hægt er?“ Staðreyndin er að aðgerðir stjórn- valda og banka eru aumingjalegar bráðabirgðareddingar. Þær snúast um að minnka greiðslubyrði tíma- bundið, lengja í lánum og beina fólki í biðraðir eftir lítillækkandi og flókn- um lausnum. Allt snýst um að þurfa ekki að lækka stökkbreyttu lánin varanlega og ákveðið, því það skaði bankana. Almenningur þarf framtíðarsýn, að sjá einhvern eðlilegan raunveru- leika framundan. Fólk þarf að hafa vilja og getu til að halda áfram eðli- legu lífi; að vinna samfélaginu gagn með vinnu og launum, greiða skil- víslega af eðlilegri og sanngjarnri fjárhæð lána, taka þátt í neyslu og sköttum til ríkis og sveitarfélaga og mjaka þannig þjóðfélaginu áleiðis út úr kreppunni. Stjórnvöld, Alþingi og aðrir aðilar. Látið ekki ógegnsæi, vanrækslu, stjórn- og aðgerðaleysi verða að ís- lenskri hefð. Bregðist nú við og gangið í tafarlausa, raunhæfa og fullnægjandi leiðréttingu á verð- tryggðum lánum einstaklinga miðað við 1. janúar 2008. Og í beinu fram- haldi í að finna og koma varanlega á raunhæfum framtíðarlausnum varð- andi takmörkun og niðurfellingu á verðtryggingu á lánum einstaklinga. Leiðrétting lána – áskorun Eftir Arinbjörn Sigurgeirsson Arinbjörn Sigurgeirsson »En kæri félagsmála- ráðherra, ef hægt er að grípa inn í geng- istryggða bílalánasamn- inga, er þá ekki hægt að leiðrétta forsendubrest verðtryggðra lána? Höfundur er gæðastjóri og er ritari Hagsmunasamtaka heimilanna. Nýlega sat ég á þing- pöllum á Alþingi, þegar verið var að taka til um- ræðu skýrslu alþing- isnefndar um banka- hrunið. Benti þá einn ræðumanna á, að meg- inmáli skipti að svona lagað endurtæki sig ekki í framtíðinni. Og að til að svo mætti verða yrði frumkvæðið að koma frá almenningi í landinu. Ef almenningur leiddi ekki siðbótina í sjálfum sér, kæmu öll úrræði stjórn- valda í þessa átt að litlu gagni. Því virðist mér ómaksins vert að reyna að skýra hvaða hópa fólks gæti þar verið um að ræða, og hvaða leiðir þeir fara til að breyta ástandinu til hins betra: Ein leið sem verið er að fara, er að dómsvaldið tekur að sér að greina hverjir hafi gerst sekir um refsivert athæfi, og refsar þeim síðan með sektum, fangelsunum, eignaupp- tökum og mannorðsmissi. Hug- myndin er þá að aðrir slíkir stór- glæframenn á fjármálamarkaði muni þá skelfast frá því að rasa um ráð fram. Önnur leið er að skýra reglur um meðferð lánastofnana á sjóðum al- mennings. Þriðja leiðin er að búa til siðræn viðmið fyrir umsýslumenn fjármálageirans. Reikna má með að þar þurfi meira að koma til en sið- fræðingar úr heimspekideild háskóla; nefnilega að slíkur hófsemissmekkur í fjármálum fái stuðning neðanfrá; frá hinum breiða almenningi. Þá má auka eftirlitshlutverk umboðsmanna Al- þingis gagnvart opinberum embætt- ismönnum. Ekki er að vænta þess að siðræn áhrif frá trúarstofnunum geri neinn baggamun. Hvað þá blaðagreinar sem þessi hér. Fjöldamótmæli við stjórnarsetrin eru til nokkurs, með boðleið- um sínum til fjölmiðla, og þaðan til almennings og þannig til þingmann- anna. Stærsta vopn al- mennings er þó kosn- ingarétturinn; til Alþingis og sveit- arstjórna. Þetta vopn brást við að fyrirbyggja núverandi kreppu. Því kjörnu fulltrúar fólksins voru ekki leiðandi í að hafa frumkvæði um aðhald í fjár- málum. Við því eru nokkur ráð: Eitt, að endurnýja þingliðið með nýju fólki. Þá væri vonandi að það launaði umboð sitt með því að verða árvakrara en fyrirrennarar þess. Þessi leið hefur verið farin að hluta, en er í sjálfu sér ekki trygging fyrir varanleika. Annað er, að flokksbundna fólkið sem raðar þingmönnum á framboðs- lista, taki að sér að mynda samstöðu innan flokkanna um þær siðbót- arkröfur sem þeirra frambjóðendur þurfi að hafa hugfastar. Hér er kannski fundinn vænlegasti hópurinn til að halda utan um aukna siðbót. Ósérhæfðari almenningur en þetta tekur einna helst við sér er sprengjan lendir á eigin ranni. Þar má nefna þann stóra hóp sem hefur verið að missa húseignir sínar. Sá hefur myndað kröftugan þrýstihóp á ráð- herrana, en óljóst er hvort hann er nógu stór til að breyta miklu, í pen- ingaleysinu. Annar hópur er þeir sem hafa lent í langtímaatvinnuleysi. Þeir verka sem þrýstihópur með því einu að vera til, af því þeir eru orðnir baggi á þjóðfélaginu í stað þess að vera gild- ir skattgreiðendur. Vinstristjórnin reynir að passa að sjúklingar verði ekki fyrir barðinu á niðurskurðinum, þrátt fyrir ört vaxandi rándýr ný læknismeðul til að auka langlífið; enda gæti reiður sjúklingahópur orð- ið skæður. Lýðræðislegast væri, ef allir hinir í þjóðfélaginu myndu taka við sér og gerast postular aðhalds og eftirlits, við það eitt að verð á nauð- synjum hækkaði. En tormerki eru á að slíkt dugi til. Einnig er ekki líklegt að sá hópur sem er verulega aflögu- fær um peninga, muni vilja megra sinn hlut, í þágu ættjarðarástar og samstöðu með meirihlutanum. Það virðist séreinkenni á íslenska fjármálahruninu, að þrátt fyrir fleiri möguleika á aðhaldi með fjármála- embættum, í krafti kunningsskapar og frændsemi, virðist hafa þróast sér- stök viðleitni til að hrista bara af sér því meira þetta aðhaldseftirlit. Sagan segir okkur að ríkiskerfið okkar fékk ráðið við slíkar tilhneigingar á síðustu öld, og ríkið ætti því að geta end- urheimt þau tök sín. Þó er um leið vandamál, að hinn breiði almenn- ingur sjálfur var orðinn þátttakandi í þeirri óráðsíu sem hér er verið að ásaka hina hærra settu um, svosem með töku glæfralána og vafasömu verðbréfabraski. Þetta hefur verið vaxandi, og því að sama skapi óvíst um hvort gömul ráð dugi við því nýja ástandi. Vera má að efnahagshrun verði áfram fylgifiskur meiri fjár- málaumsvifa almennings; og að hag- kerfissveiflurnar verði því miklu meiri en við höfum átt að venjast áður fyrr. Meginniðurstaða mín er því þessi: Flokksbundnir áhugamenn um stjórnmál eru mikilvægasti hópurinn í þeirri siðbót sem verða þarf ef lýð- veldinu okkar á að verða borgið. Því hvet ég sem flesta til að taka þátt í innra starfi stjórnmálaflokkanna! Siðbótin þarf að koma neðan frá Eftir Tryggva V. Líndal » Flokksbundnir áhugamenn um stjórnmál eru mikilvæg- asti hópurinn í þeirri siðbót sem verða þarf ef lýðveldinu okkar á að verða borgið. Tryggvi V. Líndal Höfundur er þjóðfélagsfræðingur og skáld. Nú er stutt í kosn- ingar og mál að krefja frambjóðendur svara. Ég vil spyrja hvort borgaryfirvöld í Reykja- vík, með Sjálfstæð- isflokkinn í broddi fylk- ingar, hafi hug á því að byggja á markvissan hátt upp menntun lista- manna framtíðarinnar. Ef svarið er já, sam- ræmist það þá aðgerðum síðustu tveggja ára, þar sem niðurskurður til listnáms barna hefur verið 24-40 pró- sent? Á sama tíma var niðurskurður til íþrótta- og tómstundasviðs borg- arinnar einungis um 10 prósent. Sam- ræmist það stefnu Sjálfstæðisflokksins að listnám barna á Íslandi sé sjö til tíu sinnum dýrara en listnám annars stað- ar á Norðurlöndum, á meðan íþrótta- iðkun kostar svipað hér og hjá hinum Norðurlandaþjóðunum? Er listnám óþarfi? Eru fullyrðingar um að í list- og hönnunarnámi liggi einhverjir helstu vaxtarbroddar framtíðarinnar á Vesturlöndum orðin tóm? Það er að sjálfsögðu erfitt að alhæfa og bera saman kostnað í löndum þar sem skattkerfið er mismunandi og lág- markslaun ekki þau sömu en það tekur Íslending 59 stundir á lágmarks- launum að vinna fyrir listnámi barna sinna hálfan vetur en Dana átta stund- ir. Á Íslandi kostar fótboltaiðkun fyrir níu ára stúlku 15 þúsund fyrir fjóra mánuði – hálfur vetur í tónlistarnámi kostar um 50 þúsund. Í hugmyndum mennta- og menning- armálaráðherra um meginatriði í nám- skrá er skapandi nám skilgreint sem einn af grunnþáttum íslensks menntakerfis. Er alvara á bak við slíka skilgrein- ingu? Er stefna Reykja- víkurborgar í takt við stefnu ríkisvaldsins? Allir skilja að nú er nauðsynlegt að hagræða en það þarf að gera af sanngirni og framsýni. Síðla árs 2009 komu fram tvær mikilvægar skýrslur um listnám. Önnur er um list- nám á Íslandi, eftir hinn virta fræði- mann dr. Anne Bamford sem unnin var að ósk mennta- og menningar- málaráðuneytis, hin er skýrsla starfs- hóps um listnám í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Bamford bendir á að auka þurfi fjölbreytileika, tryggja aðgengi allra að listnámi og að auka þurfi samstarf almennt, þar á meðal milli listaskóla og almennra skóla. Einnig er sú staðreynd dregin fram að hér á landi eru nemendur sem eru lengra komnir í listnámi hlutfallslega um þriðjungi færri en í Bretlandi. Í skýrslu starfshópsins um listnám í Reykjavík koma fram ískyggilegar töl- ur: Í einu hverfa Reykjavíkur eru fjög- ur prósent grunnskólanemenda í list- námi utan skólans, á meðan allt að 40 prósent nemenda í öðru hverfi stunda slíkt nám. Hverju munar í möguleikum þessara nemenda þegar upp er staðið og annar hefur lokið tíu ára listnámi við lok grunnskólans en hinn því sem næst engu? Á síðustu árum voru sett af stað verkefni sem áttu að styrkja samtal grunnskóla og listaskóla; Músíkalskt par og Listbúðir. Þar var heilum ár- göngum grunnskóla boðið upp á list- nám, óháð búsetu og efnahag. Hvorugt verkefnið nýtur lengur stuðnings. Margt mætti tína til af því sem kalla má óljósa stefnu stjórnvalda hvað list- nám barna og unglinga varðar. Hversu miklu fé hefur til að mynda verið varið í uppbyggingu íþróttamannvirkja, gervigrasvalla og sparkvalla, fram- kvæmdir sem eru mörgum sveit- arfélögum dýrkeyptar? Hver hefur uppbyggingin verið í listaskólum á sama tímabili? Og bæta má við: Lista- skólar hafa verið krafðir um fast- eignagjöld – íþróttafélögin fá styrki til að mæta þessum kostnaði. Hvers vegna er þessi munur? Getur verið að hér eimi eftir af úrelt- um hugsunarhætti, eða hafa þessi mál ekki verið ígrunduð með markvissum hætti? Kristallast kannski í þessu stefnuleysi (eða ætti að kalla það atlögu að listnámi) sjónarmið sem ríktu í gamla bændasamfélaginu; að bókvitið verði ekki í askana látið. Á þessum tím- um, þegar íbúar Vesturlanda eru hvattir til að líta til lista og skapandi krafta í samfélaginu til að tryggja for- ystu og áframhaldandi velmegun, skýt- ur skökku við ef viðkvæðið hér á landi er að listir séu lúxus en ekki mik- ilvægur vaxtarbroddur sem hjálpar til við að fylla askana. Er menningin máttarstólpi eða marklaust skraut? Eftir Ingibjörgu Jó- hannsdóttur » Allir skilja að nú er nauðsynlegt að hag- ræða en það þarf að gera af sanngirni og framsýni. Ingibjörg Jóhannsdóttir Höfundur er skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík. Stórfréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.