Morgunblaðið - 27.05.2010, Page 27

Morgunblaðið - 27.05.2010, Page 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2010 ✝ Óskar Jakobssonfæddist 25. júlí 1977 í Reykjavík og lést á heimili sínu, Skarphéðinsgötu 2 í Reykjavík, laug- ardaginn 15. maí sl. Foreldrar hans voru Henny Arna Hovgaard, f. 18. maí 1944 í Lyngdal, Nor- egi , d. 29. júní 2000 í R.vík og Jakob Niku- lásson, f. 17. mars 1922 í Hov, Fær- eyjum, d. 29. júlí 2005 í R.vík. Systkin hans eru Davíð Jak- obsson, f. 25. júlí 1977 og Þórhildur Jakobsdóttir Høyland, f. 16. janúar 1980. Þórhildur er gift Kåre Høyl- and, f. 21. ágúst 1972 og eiga þau tvo syni, Hauk Torkel f. 2. apr- íl 2005 og Niklas Hug- in, f. 30. október 2007. Eftirlifandi unnusti Óskars er Björn Tóm- as Kjaran, f. 12. febr- úar 1981. Óskar var hjúkrunarnemi við Háskóla Íslands og starfaði á Landspít- alanum, en áður hafði hann unnið á gisti- heimili Hjálpræð- ishersins um árabil. Óskar tók virkan þátt í tónlistarlífi á Íslandi. Útför Óskars fer fram frá Dóm- kirkjunni 27. maí 2010 kl. 11. Skólafélagi, vinnufélagi og vinur er fallinn frá langt fyrir aldur fram. Stundum skilur maður ekki alveg hver tilgangur lífsins er en eitt er víst að lífið er ekki alltaf sanngjarnt. Ungum manni er kippt í burtu þegar hann á alla framtíðina og hamingjuna fyrir sér, það getur ekki talist sann- gjarnt. Við kynntumst Óskari fyrst þegar hann byrjaði með okkur í hjúkrunar- fræði haustið 2007, tókum eftir hon- um í Valsheimilinu þar sem við sátum í Clausus og sáum við strax að um hressan og skemmtilegan ungan mann væri að ræða. Það gekk eftir og áttum við oft skemmtilegt spjall við Óskar á göngum skólans næstu árin. Árið 2009 hóf Óskar störf á krabbameinslækningadeildinni þar sem við vorum að vinna og kynnt- umst við honum þá ennþá betur. Þar sá maður hversu vandaður, klár og góður maður hann var og var greini- legt að hann vildi öllum vel. Hann var duglegur í vinnu og vann öll verk af kostgæfni. Óskar var mikill húmor- isti og var gjarnan mikið hlegið þeg- ar hann var með okkur á vaktinni. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem.) Við munum minnast Óskars með söknuði og biðjum góðan Guð um að passa vel upp á hann. Við vottum Birni Tómasi og öðrum aðstandendum Óskars okkar innileg- ustu samúð. Garðar Örn Þórsson. Sandra Ósk Eysteinsdóttir. Kveðja frá Curator, félagi hjúkrunarfræðinema Kær skólafélagi okkar er fallinn frá allt of fljótt. Óskar hóf nám við Hjúkrunarfræðideild haustið 2007 og var því að ljúka þriðja námsári þegar hann lést. Óskar var talsvert virkur í félagslífinu og var ávallt hress og glaðlegur í fasi. Hann var mjög vel liðinn meðal samnemenda og verður hans sárt saknað. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Elsku Óskar, hvíl í friði. Aðstandendum Óskars vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum Guð um að styðja ykkur í þeirri miklu sorg sem þið eruð að takast á við. Fyrir hönd Curator, félags hjúkr- unarfræðinema, Garðar Örn Þórsson formaður. Mig langar fyrir hönd starfsfólks 11-E, krabbameinslækningadeildar Landspítalans að minnast Óskars vinnufélaga okkar, sem nú er látinn langt fyrir aldur fram. Óskar hóf störf á 11-E haustið ́09, þá langt kom- inn með nám sitt í hjúkrunarfræði. Hann var hlýr og natinn við sjúk- lingana og áhugasamur um sitt fram- tíðarstarf. Hann hafði víðtæka reynslu af lífinu sem hefði getað nýst honum vel í því erfiða starfi sem hjúkrun getur verið. Óskar var mikill listamaður og nutum við góðs af því þegar hann lék á píanó á aðventu- stund á vegum 11-E fyrir síðustu jól. Undanfarnar vikur hefur verið að vora og bjartir tímar framundan hjá flestum en því miður var það ekki svo hjá Óskari. Nú hefur hann kvatt okk- ur og munum við minnast hans sem viðkvæmrar sálar með töfrahendur sem ánægjulegt hefði verið að sjúk- lingar og píanó hefðu fengið að njóta lengur. Við sendum unnusta hans og systkinum okkar innilegustu samúð- arkveðjur og vonumst til að guð veiti þeim styrk á þessum erfiðu tímum. Halldóra Hálfdánardóttir. Elsku vinur og „bróðir“. Nú ert þú farinn frá okkur og eftir sit ég með spurninguna „Af hverju?“ Ég skil ekki alltaf lífið, en þá er gott að vita að við munum hittast aftur. Við ólumst upp saman og það er ynd- islegt að rifja upp allar góðu minn- ingarnar sem við eigum. Hjálpræð- isherinn var okkar „annað heimili“ og þar vorum við að leika frá því við vorum lítil kríli. Fórum í feluleiki á göngunum og héldum jól saman með þeim sem minna mega sín. Já hjartað mitt er fullt af minningum og albúm- in full af myndum af okkur í gegnum árin. Þegar ég byrjaði í menntaskóla breyttist vinátta okkar úr „góður vin- ur“ í „besti vinur“. Við hittumst nær á hverjum degi og ég gat sagt þér allt. Ég held að þú hafir aldrei vitað hvers mikilvæg vinátta þín var. Þó að við séum ekki „blóðskyld“ ertu eins og bróðir minn. Þú gafst mér svo mikið og hjálpaðir mér í gegnum svo margt. Þegar ég átti erfiðan dag gat ég hringt í þig dag sem nótt og þú varst alltaf tilbúinn að hitta mig. Við fórum annað hvort út að labba eða á rúntinn til þess að ræða málin. En í flestum tilfellum settist þú við píanó- ið og leyfðir mér að fá útrás í gegnum söng. Þú varst alltaf að hvetja mig áfram og í gegnum þig öðlaðist ég betri sjálfmynd og styrk. Þú varst alltaf að segja mér að syngja meir því ég hefði fallega rödd og hvattir mig áfram. Ég gæti verið í marga daga að skrifað niður minningar og góðar stundir sem við áttum saman, en þess er ekki þörf. Því minningarnar eru og munu alltaf lifa í mínu hjarta. Þín brottför skilur eftir stórt tóma- rúm í mínu hjarta og sorgin er mikil. En þá er gott að eiga trúna og viss- una að við munum hittast aftur. Ég veit að þú ert á góðum stað og hlakka mikið til að hitta þig aftur. Ég sé þig fyrir mér knúsa og kyssa mömmu þína og pabba aftur og hann Óskar afa minn, sem þú varst skírður í höf- uðið á. Himinninn hefur eignast frá- bæran tónlistarsnilling og píanista og ég get ekki beðið eftir að taka þátt í söngnum þegar við hittumst næst. Ég elska þig, kæri vinur og bróðir, og sakna þín sárt. Blessuð sé minn- ing þín. Þín Inger. Það er sérstaklega sárt að kveðja þá sem fara löngu áður en þeir fá tækifæri til að klára lífið. Að fá ekki að ganga veginn á enda og láta drauma sína rætast virðist svo óbærilega ranglátt og sú tilfinn- ing er ofarlega í huganum nú þegar Óskar Jakobsson kveður svo langt fyrir aldur fram. Samband nemanda og kennara í tónlistarnámi verður oft mjög per- sónulegt og innilegt og þannig var samband okkar Óskars. Það trúnað- artraust og vinátta sem við áttum voru mér dýrmæt og hann var nem- andi með einstaklega góða nærveru mýkt og hlýju sem einkenndu allt hans fas. Hann var aldrei langt undan þótt náminu væri lokið og við áttum alltaf góð og eftirminnileg samtöl. Fram- undan var svo margt gott þótt lífið færi ekki alltaf mildum höndum um Óskar. En einmitt þess vegna kunni hann að meta gleðina þegar hún gafst og nú síðast fyrir stuttu hringdi hann og bað mig að spila við brúð- kaupið sitt sem átti að verða í nóv- ember. Þá ætlaði hann að giftast lífs- förunaut sínum og kærasta og ég samgladdist honum innilega. Þetta var mikil tilhlökkun og við gleymdum okkur við að velja tónlistina, sem átti að verða óviðjafnanleg, að sjálfsögðu. Að leiðarlokum lifir minningin um einstakan dreng sem átti heilsteypt- an hug og stórt hjarta sem aldrei gleymist. Steinunn Birna. „Hjúpuð dulúð draumheima. Í návist hins yfirskilvitslega, heilaga. Þar sem spekin vill rökræða, fræða. Sviðinn óbæranlegur, frá logandi runna missis.“ (Íris Guðmundsdóttir) Ég kveð dýrmætan vin í dag. Vin sem skilur eftir varanlegt spor í mínu hjarta. Ég man eftir Óskari sem barni í Hjálpræðishernum, hlédræg- um að sjá, örlítið feiminn kannski. Ég kynntist honum svo persónulega fyr- ir nokkrum árum þegar við fórum að spila saman. Óskar var snilldarpíanó- leikari, hafði mikið næmi og tilfinn- ingu fyrir fegurð tónlistarinnar. Það var einstaklega gott að syngja við undirleik hans, svo mikil tilfinning og samhljómur okkar á milli. Þau Miri- am frænka fengu mig með sér í ógleymanlegt tónleikaferðalag hér um árið. Þar kynntist ég Óskari enn betur, þar náðum við einnig sam- hljómi sem vinir. Óskar uppgötvaði einstakt dálæti mitt á minstrels- súkkulaði í ferðinni góðu og oftar en ekki hafa samræður okkar síðan end- að á minstrels-brandara frá honum. Ef til vill var hann hlédrægur og feiminn þegar sá gállinn var á honum en sá Óskar sem ég kynntist var svo- lítill grallari. Hann var hláturmildur með smitandi hlátur, hann var stríð- inn, mjög ræðinn, svolítið spekings- legur, athugull, hreinskiptinn og hafði sterkar skoðanir. Hann var til- finninganæmur, einlægur, hlýr og með hjarta sem var nánast stærra en hann sjálfur. Óskar var ófeiminn við að segja mér hversu vænt honum þótti um mig, minnti mig á það í hverju samtali sem við áttum. Sú tjáning er ekki sjálfsögð í samskipt- um og er mér óendanlega dýrmæt í dag, einnig sem lexía. Fráfall hans var snöggt og óvænt, harmurinn mikill hjá þeim sem honum unnu. Hann varð bráðkvaddur aðeins 32 ára gamall. Hefði orðið 33 ára í júlí. Framtíðin blasti við, hann hafði fund- ið hamingjuna með Birni Tómasi. Þeir voru að skipuleggja brúðkaupið sitt. Óskar var svo hamingjusamur þegar hann tilkynnti mér um þau áform fyrir örfáum vikum síðan. Það er huggun harmi gegn að hann skuli hafa fengið að lifa síðustu árin sín umvafinn ástinni. Elsku Björn Tómas. Megi Guð gefa þér styrk og umvefja þig elsku sinni og huggun í þessari miklu sorg. Ég votta öðrum aðstandendum Ósk- ars einnig mína dýpstu samúð. „Leiktu fyrir mig lagið, þræddu nót- urnar hægt. Lát hvert tregatár berast til mín, þar til ég finn tóninn aftur. Samhljóminn.“ (Íris Guðmundsdóttir) Ég þakka Guði fyrir Óskar Hovga- ard Jakobsson. Líf mitt er ríkara vegna vináttu okkar, samstarfs og yndislegra minninga. Íris Guðmundsdóttir. Óskar Jakobsson Vegna mistaka við vinnslu var undir- skrift eftirfarandi greinar ekki rétt þegar hún var birt í Morgunblaðinu 19. maí sl. Er hún því birt aftur. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. Í dag kveðjum við Berglindi Bjarnadóttur sem fallin er frá langt fyrir aldur fram eftir hetjulega bar- áttu við erfið veikindi. Okkur langar að minnast Beggu, eins og við köll- uðum hana, hún var æskuvinkona og bekkjarsystir. Við kynntumst Beggu þegar hún flutti í Kópavog- inn 12 ára gömul. Þegar við minnumst skíða- og skátaferða á unglingsárum er okkur efst í huga hvað Begga var mikill fjörkálfur sem hreif okkur með sér, þar var alltaf fjör og mikið hlegið, Berglind Bjarnadóttir ✝ Berglind Bjarna-dóttir fæddist í Reykjavík 15. des- ember 1964. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, 9. maí síðastliðinn. Útför Berglindar fór fram frá Hvera- gerðiskirkju 21. maí 2010. hún hafði góða nær- veru og smitandi hlát- ur. Begga hafði mikla leiðtogahæfileika, hafði gaman af mönn- um og málefnum líð- andi stundar. Begga var til fyrir- myndar, enda komin frá góðu heimili og mikil pabbastelpa. Árin liðu og við vin- konurnar fórum hver í sína áttina, giftum okkur og stofnuðum heimili. Tengslin sem við mynduð- um sem unglingar voru sterk og í gegnum árin vissum við alltaf af Beggu okkar, við fylgdumst með úr fjarlægð hvernig fjölskyldurnar stækkuðu og döfnuðu hjá hver ann- arri. Begga átti greinilega góða að, þegar hún talaði um fólkið sitt fór það ekki fram hjá neinum hve ástrík fjölskylda hennar er. Fyrir nokkrum árum kom upp at- vik sem varð til þess að Begga bankaði upp á, skælbrosandi og fal- leg að vanda. Eftir það fór samband okkar aftur að styrkjast og við hitt- umst oftar og höfðum meira sam- band. En skjótt skipast veður í lofti, Begga greindist með illvígan sjúk- dóm, sem læknavísindin ráða enn ekki við, og hefur þessi vágestur enn náð að sigra. Æskuvinkona okk- ar kvartaði aldrei yfir veikindum sínum, heldur tókst á við þau af æðruleysi. Með þessum fátæklegu orðum viljum við koma á framfæri inni- legum samúðarkveðjum til ættingja Beggu, eiginmanns hennar, Sigurð- ar Blöndal, barna, móður hennar og systkina, hugur okkar er hjá þeim. Ó himins blíða hjartans tár er hjúpar sorg, þótt blæði sár, þín miskunn blíð, hún mildar barm, hún mýkir tregans sára harm. Þú ert það ljós, það lífsins mál, er ljúfur drottinn gefur sál. Nú hljóð er stund, svo helg og fríð, að hjarta kemur minning blíð. Hún sendir huga bros þitt bjart, blessar, þakkar, þakkar allt. Hún minnir sál á sorgaryl, sendir huggun hjartans til. (Steinunn Þ. Guðmundsdóttir.) Harpa Helgadóttir og Halla Sigurðardóttir. Fyrir meira en 30 árum vorum við Berglind á leið á dansleik á Þingeyri, snerum gamla rússneska útvarpið í botn og „Ég er á leiðinni“ ætlaði að sprengja hlustirnar á Hrönn mömmu hennar. Hávaðinn var svo ærandi í Haukadalnum að við vöktum Valda á Húsatúni af síð- degisblundinum. Svava systir Berg- lindar sat þarna hjá okkur saklaus og pen í gamla skólahúsinu og trommaði með fingrunum. Gott ef Bjarni Helga, pabbi Berglindar, tók ekki nokkra létta takta í kakíbux- unum. Bjarni skipherra hafði mynd úr gömlu glanstímariti í veskinu af kafteini í hvítum viðhafnarbúningi úr ameríska hernum, með glæsi- kvendi sér við hlið. Svo hagaði til að fólkið á myndinni var glettilega líkt honum og Hrönn. Bjarni var ótví- ræður aðdáandi fegurðarinnar. Og Berglind var að búa sig á ball- ið, svo fáránlega falleg, ég svo lítill og hvítur eins og fiskflak og krækl- óttur; með hvítan brúsk á kollinum sem minnti á hrafnslaup. Hún með mosagrænu augun og jarpa hárið síða og bros sem bræddi hjartað í hverjum einasta ljósvíkingi sem varð á vegi hennar. Ég allur á iði og með galgopalæti. Samt vildi hún hafa mig með sér því við áttum svo gott skap saman. Og Bjarni Helga kom til að skola á mér hárið því maður gat víst ekki farið nema þokkalega þveginn á sveitaball. Það var nú ekki vaskað daglega á okkur hárið í Haukadalnum eins og nú tíðkast með últrasjampóum og kondísjóner. Bjarni kom út úr skól- anum með gusugangi og skaftpott fullan af saltfisksoði og ætlaði að sturta yfir mig með látum til að skola burt grænsápuna. „Nei, takk kafteinn,“ hrópaði ég í örvæntingu og hafði ekki augun af pottinum. „Jæja góði,“ sagði hann með þjósti og skvetti úr pottinum yfir hlaðið framan við nefið á mér. „Jæja góði.“ Þetta er frasi sem ég heyrði Berglindi nota þegar við töl- uðum saman síðast og ég brosti og fann að fortíðin fer ekki langt. „Jæja góði,“ skrifaði hún mér svo fyrir stuttu, „vonandi líður ekki á löngu þar til við hittumst.“ Það verður víst að bíða eitthvað. Núna eru þau tvö, Berglind og Bjarni, aftur á sama staðnum. Það verður sjálfsagt fírað upp í alad- ínlampa eins og í den fyrir vestan og hlustað á þagnarsinfóníu í svarta- logninu. Þá helst loginn í lampanum en deyr ekki eins og hjá okkur forð- um þegar við sáum ekki handa skil í myrkrinu fyrir vestan og skulfum úr hræðslu. Dapurlegt hvað lífslog- inn varaði stutt hjá þeim báðum. Við Berglind höfðum hlegið að þessu saltfisksoði fimm þúsund sinnum og líka að gömlu glans- myndinni í veskinu hans Bjarna. Minningarnar eru líka ókeypis en samt með því verðmætasta sem manni hlotnast. Laxness sagði að auðæfi væru það sem aðrir næðu ekki af manni. Minningin um hana Berglindi, sem stappaði stálinu í aðra og sýndi fádæma æðruleysi og húmor í gegnum stríð sem var dæmt til að tapast; sú minning er af þeirri tegund sem aldrei verður frá neinum tekin. Jón Örn Guðbjartsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.