Morgunblaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2010 ✝ Sveinn Stef-ánsson, fyrrver- andi íþróttakennari og lögregluþjónn, fæddist á Mýrum í Skriðdal 30. október 1913. Hann lést að- faranótt 25. maí 2010 á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík. Foreldrar hans voru Stefán Þór- arinsson, bóndi og hreppstjóri á Mýrum í Skriðdal í S- Múlasýslu, f. 6. sept- ember 1871, d. 17. janúar 1951, og Jónína Salný Einarsdóttir, f. 4. maí 1877, d. 14. september 1917. Sveinn var áttundi í röð tíu alsystkina en síðar bættust fimm hálfsystkini í hópinn. Alsystkini Sveins voru Ein- þór, Einar, Þórarinn, Zophonías, Magnús, Methúsalem, Pálína Fann- ey, Ingibjörg og Jón. Þau eru nú öll látin. Hálfsystkinin voru Bergþóra (látin), Garðar, Svavar, Jón Björg- vin og Jónína Salný. Eftir lát móður sinnar var Sveinn tekinn í fóstur til föðursystur sinn- ar Sigríðar Þórarinsdóttur og manns hennar Sveins Guðmunds- þeirra eru a) Ásta María Hjaltadótt- ir f. 1958, gift Sverri Gestssyni og eru börn þeirra Eyrún, Hjalti, Ragna, Marta Kristín og Laufey. b) Ásthildur Hjaltadóttir f. 14. nóv- ember 1963, gift Erikjan Rutten og eru dætur þeirra Ásgerður, Fanney Thera og Janneke Sif. Sveinn lauk prófi við Héraðsskól- ann á Laugarvatni og síðan íþrótta- kennaraprófi frá Íþróttakennara- skólanum á Laugarvatni 1936. Eftir það hélt hann austur á land og var ráðinn kennari hjá íþróttafélaginu Huginn á Seyðisfirði. Ári seinna var hann ráðinn til íþróttafélagsins Þróttar á Neskaupsstað og kenndi þar þar til hann fluttist suður haustið 1938. Í Reykjavík kenndi hann hjá Jóni Þorsteinssyni íþrótta- kennara og æfði jafnframt fimleika hjá Glímufélaginu Ármanni. Hann fór með því félagi í fræga sýning- arferð til Svíþjóðar sumarið 1939. Um haustið hóf hann starf sem lög- reglumaður í Keflavík en gekk til liðs við lögregluna í Reykjavík haustið 1941. Hann var ráðinn í bif- hjólasveit lögreglunnar 1942 og var í þeirri sveit öll stríðsárin. Hann starfaði sem lögreglumaður í Reykjavík til starfsloka eða til árs- ins 1983. Útför Sveins verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag, 4. júní 2010 og hefst athöfnin kl. 13. sonar að Kirkjubóli í Norðfjarðarsveit þar sem hann ólst upp. Fóstursystkini hans voru Guðmundur, Þórarinn og Svava. Sveinn kvæntist Ástu Maríu Jónsdóttur 17. apríl 1946. Dóttir þeirra er Sigrún f. 2. október 1946, mynd- listarkennari og bók- safns- og upplýsinga- fræðingur. Eiginmaður hennar er Hannes Jónsson flugvirki f. 30. september 1945. Synir þeirra eru a) Sveinn Stefán f. 1971, kvæntur Helgu Krist- insdóttur og eru dætur þeirra Hild- ur og Sigrún. b) Arnar f. 1976, kvæntur Sigurlaugu Þorsteins- dóttur og eru dætur þeirra Agnes Engilráð, Embla María og Hrafn- tinna Margrét. c) Einar f. 1976, kvæntur Ásu Rún Björnsdóttur og eru synir þeirra Hannes Björn og Kristján Rúnar. Dóttir Ástu af fyrra hjónabandi er Eyrún Eiríks- dóttir f. 28. janúar 1933. Eig- inmaður hennar er Hjalti Jón Þor- grímsson f. 30. júlí 1926. Dætur Ég man vel fyrstu kynni okkar Sveins fyrir rúmum 40 árum. Hún Sigrún þín og ég vorum að kynnast og hún ákvað að óhætt væri að sýna mig fjölskyldu sinni. Við komum til ykkar í Hveragerði, sem þið Ásta voruð þá nýbúin að eignast. Eddý og Hjalti voru með þér að hreinsa út allt það ónýta áður en uppbyggingin gæti hafist. Og Hveró varð þitt stolt og þinn sælureitur. Stoltur varstu og máttir líka vera það af þínu mikla starfi, þegar þú fékkst viðurkenn- ingu frá bæjarfélaginu fyrir garðinn. Og nú þegar fjölskyldan hóf endur- byggingu á þessum sælureit tókst þú fullan þátt í þeim undirbúningi og hafðir skoðanir á flestu sem því við- kom. Þetta segir mikið um áhuga þinn, vilja og getu til að vera með okkur alveg fram á hinsta dag þótt þinn sterki líkami hafi verið að gefa eftir nú seinni árin og þá sérstaklega eftir erfitt lærbrot og sýkingar sem fylgdu. Þetta slys batt þig við hjóla- stól og ekki átti kyrrsetan vel við þig, hvorki líkamlega né sálarlega. En þínar sterku skoðanir og þinn sterki vilji var óskaddaður allt fram í lokin og þú ræddir heimsmálin fram á síð- asta dag. Vegna búsetu okkar Sigrúnar í Lúxemborg fyrstu árin okkar saman náðum við ekki að kynnast eins vel og ég hefði kosið en það breyttist fljótt eftir að við Sigrún fluttum heim og bjuggum fyrstu árin hér heima fyrir ofan ykkur Ástu á Haga- mel 29. Margar voru ferðirnar í Hveró þar sem við Sigrún og strák- arnir okkar þrír nutum samveru með ykkur Ástu og mikið voru synir okk- ar og þú sælir með hvorir aðra bæði þá og alla daga síðan. Margt var líka brallað í Hveró og þú varst vel á und- an þinni samtíð þegar við byggðum bæði gufubað og setlaug fyrir um 35 árum, langt á undan pottamenning- unni, og vel var að verki staðið því enn er setlaugin óskemmd. Ég náði ekki að kynnast þér sem íþrótta- manni og íþróttakennara en margar myndir hef ég séð og marga söguna hef ég heyrt frá þér og af ferli þínum í íþróttunum. Sérstaklega man ég eftir hversu ánægður þú varst með sýningarferð Glímufélagsins Ár- manns til Svíþjóðar 1939. Einnig af íþróttaþjálfun á Austfjörðum. En ég kynntist þér einnig vel sem einum reffilegasta lögregluþjóni í Reykjavík, alltaf vel til hafður og barst þig sérstaklega vel. Gaman var að myndum og sögum frá þeim tíma þegar þú varst meðal þeirra lög- regluþjóna sem fyrstir störfuðu við bifhjólasveit Lögreglunnar í Reykja- vík, en þú varst valinn í það starf vegna líkamsstyrks en það var ekki á allra færi að ráða við Harley David- son þeirra tíma og það á malarveg- um. Þær voru víst ófáar ferðirnar á bifhjólinu til Þingvalla næstu árin. Þú byrjaðir snemma að skrifa minningar og greinar í tímaritið Múlaþing og Lögreglublaðið sem þú ritstýrðir um tíma. Fyrir nokkrum árum tókuð þið Sigrún hluta þessara skrifa saman og gáfuð út bók sem er vel metin innan fjölskyldunnar. Með þessum minningum kveð ég og þakka þér mikinn og góðan stuðn- ing við mig og mína fjölskyldu og einnig margar og góðar samveru- stundir á árum okkar saman. Hannes Jónsson. Elsku afi, nú ertu farinn frá okkur. Þú varst alltaf svo rosalega góður við mig og alla sem ég þekki til. Það var sama hvað var, alltaf hvattir þú mann og hjálpaðir á allan þann hátt sem þú gast. Ég man ekki eftir að þú hafir nokkurn tímann orðið mér reiður (eða nokkrum ef út í það er farið). Þú sýndir mér svo sannarlega í verki hvað náungakærleikurinn er mikilvægur og mikils virði. Ég man eftir hversu skemmtileg- ar ferðirnar okkar til Hveragerðis voru þegar ég var lítill. Við fórum í sund, unnum í garðinum, gengum inn dalinn og þú sýndir mér fuglana og blómin í náttúrunni. Ég hef engan hitt sem þekkti jafn mikið af fuglum og blómum og þú. Ég trúi því ennþá að veðrið sé alltaf betra í Hveragerði eins og þú hélst fram, enda er næst- um alltaf sól í minningum þaðan. Það var ekki sú heimsókn þar eða á Hagamelnum sem ekki var boðið upp á eitthvað með rjóma, helst sykruðum, og það í stórum skömmt- um og haldið stíft að gestunum. Eftir að þú komst á Eir skiptir þú síðan yfir í koníak og súkkulaði, enda erfitt að vera að þeyta mikinn rjóma þar. Þú varst orðinn fjörgamall en ég held að þú hafir alls ekki verið búinn að fá nóg. Þú fylgdist fram á síðustu stundu alltaf vel með öllu sem var að gerast í kringum þig og í fréttunum. Þú hafðir skoðanir á því og oft komstu með nýja hlið á því sem var að gerast. Fram á síðustu dagana varstu að ræða olíuslysið í Mexíkó, pólitíkina hérna heima eða húsið í Hveragerði. Það var alltaf gaman að heimsækja þig á Eir og ég held að þér hafi liðið mjög vel þar. Mér finnst frábært að þú skyldir hafa skrifað og gefið út fyrir okkur æviminningarnar þínar og í raun al- veg stórmerkilegt fyrir hálftíræðan mann. Ég á eftir að lesa þær oft þeg- ar mér verður hugsað til þín og rifja upp þá góðu tíma sem við áttum sam- an. Elsku afi, þú varst einn af mínum bestu vinum og ég á eftir að sakna þín mjög mikið. Takk fyrir allt, Sveinn Stefán. Hann afi Sveinn var einstakur maður, sem vildi helst af öllu að fólki liði vel í kringum sig. Maður var varla kominn inn um dyrnar þegar farið var að stjana við mann og tryggja að maður hefði það sem best. Hann afi var mjög hlýr og einlægur, auk þess sem hann gaf sér alltaf tíma fyrir mann. Ég og Arnar vörðum mörgum helgum hjá afa Sveini og ömmu Ástu, bæði á Hagamelnum og í Hveragerði. Á hverjum morgni var farið í sund og á kvöldin voru þjóð- sögur og ævintýri alltaf lesin fyrir háttinn. Þess á milli var tímanum eytt utan dyra við að kanna Vest- urbæinn, klífa Hamarinn í Hvera- gerði eða hjálpa til við garðyrkjuna, sem var eitt helsta áhugamálið hans afa. Þessar stundir eru mér ómet- anlegar, en þær hafa kennt mér að væntumþykja og alúð vega stórar gjafir upp þúsundfalt. Hann afi sagði gjarnan sögur frá uppvaxtarárum sínum, sem ég hjálp- aði mömmu við að skrásetja á meðan ég var í Háskólanum. Það var gaman að sitja með honum á Hagamelnum og fara yfir sögurnar, en það var bor- in von að útskýra fyrir honum afa hvernig tölvan geymdi textann á milli skrifta. Sögurnar voru af ýms- um toga, en mér finnst, þegar ég rifja þær upp, að þær séu flestar gott dæmi um að jákvætt hugarfar og vinnusemi skili manni langt í lífinu. Mér finnst að þessir eiginleikar hafi leitt afa í gegnum lífið og gert hann að þeim manni, sem hafði einna mest áhrif á mig. Kærar þakkir fyrir allar góðu stundirnar, elsku afi, þær mun ég geyma ævilangt. Einar. Ég kynntist eiginmanni mínum, nafna Sveins og barnabarni, í háskól- anum vorið 1996. Fljótlega eftir að við fórum að draga okkur saman stakk Svenni upp á því eitthvert há- degið að við kíktum í hádegisverð til afa hans og ömmu sem byggju stutt frá háskólasvæðinu, hann langaði að kynna mig fyrir þeim. Mér fannst það heldur stórt skref á þessum tímapunkti, það þurfti því einhverjar fortölur áður en ég lét til leiðast. Þau hjónin Sveinn og Ásta bjuggu þá í fallegri íbúð á Hagamelnum. Ég man vel eftir þeim hlýju mót- tökum sem við fengum og mér varð strax ljóst að þeir nafnar væru nánir. Við settumst í eldhúskrókinn og veit- ingum var hlaðið á borðið, þar á með- al var hrært skyr með sykri og rjóma, sem ég held ég geti sagt að sé nokkurs konar fjölskylduréttur. Eft- ir matinn fór Svenni að finna fyrir þreytu, eins og stundum vill verða og því lagðist hann fyrir inni í bókaher- bergi. Mér varð aðeins um og ó þeg- ar ég áttaði mig á því að þarna sat ég ein með ömmu og afa ungs manns sem ég þekkti frekar takmarkað og á meðan svaf hann í næsta herbergi. Ótti minn var þó ástæðulaus, Sveinn og Ásta létu sér hvergi bregða og við áttum afslappað og gott spjall um heima og geima. Þannig voru mín fyrstu kynni af Sveini afa og ég fann strax að hann var einstakur maður, góðhjartaður, skynsamur og hlýr. Í framhaldinu fylgdu margar góð- ar stundir á Hagamelnum, í Hvera- gerði og nú síðustu árin á Eir. Ég er honum þakklát fyrir þessar góðu stundir og það hvað hann reyndist fjölskyldu minni einstaklega vel. Hann hafði einnig mikil áhrif á dæt- ur okkar og til marks um það má nefna að þegar eldri dóttir okkar átti að skrifa ritgerð í skólanum um fyrirmynd sína þá valdi hún að skrifa um langafa Svein. Hvíl í friði. Helga Kristinsdóttir. Sveinn föðurbróðir minn er lát- inn. Meira ljúfmenni hef ég varla kynnst um ævina. Sveinn fæddist á Mýrum í Skrið- dal þann 30. október 1913 í hóp sjö systkina en missti móður sína barn- ungur. Honum var komið í fóstur til föðursystur sinnar sem var hús- freyja á Kirkjubóli í Norðfirði. Þar ólst hann upp og uppeldisbróðir hans og frændi var Þórarinn Sveins- son, mikill eldhugi og íþróttafröm- uður á Austurlandi (f. 1907). Sveinn kynntist því íþróttalífi, eins og það var þá, frá blautu barnsbeini. Snemma bar á frækni hans, eink- anlega hve handsterkur hann var. Sjálfur rakti hann þetta til þess hversu oft hann hefði stokkið upp og hangið á dyrakarmi og gert ýmsar kúnstir hangandi á fingurgómunum. Að loknu námi við Héraðsskólann á Laugarvatni fór hann í íþrótta- skólann þar og útskrifaðist vorið 1936. Sama sumar gerðist hann íþróttakennari á Seyðisfirði. Þar þjálfaði hann fólk bæði í frjálsum íþróttum og fimleikum. Sveinn sá um og stjórnaði frjálsíþróttamóti um sumarið, sem var fyrst slíkra móta á Austurlandi. Ráðning hans rann út um áramót og Sveinn endaði með því að efna til fjölmennrar fim- leikasýningar með fjórum flokkum. Árið eftir var Sveinn endurráðinn og nú var þjálfað fyrir keppni milli Austfirðinga og Þingeyinga. Þetta var í fyrsta skipti, sem Austfirðing- ar kepptu út á við. Keppendur að austan voru flestir frá Seyðisfirði, þjálfaðir af Sveini, og þótt Sveinn yrði númer eitt í þrem greinum sigr- uðu Þingeyingar. Þar stóð íþrótta- iðkunin á eldri merg. Næsta ár kenndi Sveinn og þjálfaði á Nes- kaupstað og um tíma bæði á Eiðum og í Skriðdal. Haustið 1938 réðst Sveinn sem húsvörður og forfallakennari til Íþróttaskóla Jóns Þorsteinssonar í Reykjavík. Með þessari vinnu æfði hann fimleika með úrvalsflokki glímufélagsins Ármanns og fór á al- þjóðlegt fimleikamót í Stokkhólmi 1939. Fimleikaiðkun Sveins tók skjótan enda því honum bauðst starf lögregluþjóns í Keflavík. Á Suður- nesjum er Sveinn síðan í tvö ár og aðstaða til íþróttaiðkana mjög frum- stæð. Þó hélt hann sér í einhverri þjálfun og keppti í frjálsum á nokkr- um mótum. Var oft sigursæll. Segja má að þátttaka hans í íþróttum hafi endað með þessu, í dag teldist hún hafa endað áður en hún byrjaði. Þegar ég var smástrákur austur á Reyðarfirði var ég mjög stoltur af því að eiga frænda í löggunni í Reykjavík. Sjálfsagt hef ég notað það í útistöðum við félagana! En þessi frændi átti eftir að vera mér haukur í horni svo um munaði. Hann bjó þá með sinni góðu konu, Ástu Maríu Jónsdóttur á Ásvallagötu 15 og fékk ég að gista í stofunni hjá þeim þegar ég kom í fyrsta sinn til Reykjavíkur til að keppa í meistara- móti Íslands í frjálsum íþróttum. Þá hjálpaði hann mér og hvatti, fylgdi mér um bæinn og upp á Melavöll. Sumarið 1956 voru þau Ásta og Sveinn flutt að Hagamel 29 og leigði ég hjá þeim. Sem fyrr var Sveinn vakinn og sofinn að styðja mig og styrkja í sportinu. Í næsta húsi var þá Gerður Unndórsdóttir í foreldra- húsum, kona mín til 52 ára! Megi minningin um góðan dreng lengi lifa. Vilhjálmur Einarsson. Sveinn föðurbróðir minn hefur lokið langri og farsælli lífsgöngu sinni og mun hans ávallt verða minnst með hlýhug og þakklæti af þeim fjölmörgu ættingjum og vinum sem hafa notið gæsku hans og vel- vilja gegnum árin. Mér er minnisstætt þegar Sveinn kom í fyrsta sinn með Ástu konuefni sitt á æskuheimili mitt að Laugar- vatni sumarið 1945. Þau voru ung og ástfangin og þótti mér, 10 ára stráknum, spennandi að fylgjast með þeim þegar þau héldu sig vera ein í stofunni. Sveinn hafði þá nokkrum árum áður verið sinn hvorn veturinn í Héraðsskólanum og Íþróttaskólan- um á Laugarvatni og komu þau Ásta síðar lengi vel á hverju sumri og lágu 2-3 vikur í tjaldi við vatnið, þar sem hann veiddi í soðið og bakaði brauð í hvernum. Vísast hefur lífsviðhorf Sveins og þrautseigja að einhverju leyti mótast af æskuárunum. Fjögurra ára missir hann móður sína og var hann þá tek- inn í fóstur af föðursystur sinni í Norðfjarðarsveit, þar sem hann bjó uppvaxtarárin við heldur þröngan kost. Hann var aðeins tvo hálfa vetur í barnaskóla og var látinn fara að vinna 12 ára gamall utan heimilisins við uppskipun og fleira hjá kaup- mönnum á Norðfirði. Fyrir mér var Sveinn ímynd heil- brigði og hreysti, en hann stundaði alla tíð sund og aðra líkamsrækt og var ávallt vel á sig kominn. Eftir íþróttakennaraprófið vorið 1936 fór hann að kenna á Norðfirði, en tveim árum siðar við Íþróttaskóla Jóns Þorsteinssonar í Reykjavík og fór þá jafnframt að æfa með fimleikadeild Ármanns. Þótti hann mjög góður fimleikamaður og fór með Ármanni til margra Evrópulanda þar sem flokkurinn vakti mikla athygli. – Sveinn gekk til liðs við lögregluna 1939, fyrstu tvö árin í Keflavík, en síðan í Reykjavík þar sem hann starfaði allt til eftirlaunaaldurs. Sveinn var mjög farsæll í lögreglu- starfinu og leysti vel úr hverjum vanda af stakri lipurð og hógværð. Sveinn var fagurkeri á bókmennt- ir og listir og bar heimili þeirra hjóna þess augljóst vitni. Hann var ágæt- lega ritfær og skrifaði greinar í blöð og tímarit og var ritstjóri Lögreglu- blaðsins um tíma. Fyrir um þremur árum gaf hann út myndskreytta 250 blaðsíðna bók sem hann kallaði „Hættur en ekki hálfnaður“, bráð- skemmtileg og einkar fróðleg ævi- minningabrot sem hann gaf ættingj- um og vinum. – Sveinn og Ásta eignuðust sælureit í Hveragerði þar sem Sveinn fékk útrás fyrir atorku sína og sköpunargleði og hlaut að launum verðskuldaða viðurkenningu frá Hveragerðisbæ fyrir vel hirtan og fallegan garð. Þau tvö skipti sem Sveinn seldi húsnæði sitt við búsetuskipti, skip- uðust mál þannig að kaupendur voru úr minni nánustu fjölskyldu og í þeim viðskiptum ríkti gagnkvæmt traust og sanngirni. Aðeins nokkrar vikur eru síðan Sveinn kom í heim- sókn og áttum við ásamt Sigrúnu dóttur hans dagstund saman og nut- um þá sem fyrr fróðleiks hans og góðrar frásagnargáfu. Við Lára og fjölskylda okkar vott- um Sigrúnu, Eddý og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Genginn er góður maður sem ræktaði garðinn sinn í orði og verki. Blessuð sé minn- ing hans. Stefán G. Þórarinsson. Hávaxinn, hægur, glæsilegur og góður. Þetta er það fyrsta sem kem- ur upp í hugann þegar maður minn- ist Sveins Stefánssonar. Það var á Hagamel 29 sem Sveinn og Ásta, konan hans, reistu sér hús og bjuggu þau þar lengstan hluta ævinnar. Það var þar sem hann stóð og tók á móti nýjum íbúum til að bjóða þá velkomna af þeirri ljúf- mennsku og gestrisni sem einkenndi þau hjón. Þau voru mörg sporin sem gengin voru á milli hæða á Hagamelnum og ljúfar veigar þegnar hjá frumbyggj- unum Sveini og Ástu. Sveinn var víðlesinn og hafði ein- staklega skemmtilegan frásagnarstíl þar sem hann lifði sig inn í liðna at- burði og gerði þá svo ljóslifandi að Sveinn Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.