Morgunblaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Mynda meirihlutann í dag  Í Reykjavík stefnir ekki í annað en að Jón Gnarr verði næsti borgarstjóri Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Málefnasamningur nýs meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs verður kynntur með fréttatilkynningu í dag, að sögn Guðríðar Arnardóttur, oddvita Sam- fylkingarinnar. Viðræðurnar við VG, Lista Kópa- vogsbúa og Næstbesta flokkinn, hafa gengið mjög vel, að hennar sögn. Hún vill þó ekkert gefa upp um hver verður næsti bæjarstjóri, eða hvort hann verður ráðinn utan að. „Ég á ekki von á að neitt komi í veg fyrir að það verði alveg frágengið öðr- um hvorum megin við helgina,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti VG, um stöðuna. Nokkuð öruggt er orðið að Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, verður borgarstjóri í Reykjavík, ef samkomulag tekst við Samfylkinguna um myndun meirihluta, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. Ekki er þó búið að festa þetta niður endanlega og formlega. Viðræður flokkanna mjakast samkvæmt áætlun, að sögn Gauks Úlfarssonar. Gaukur var frambjóðandi Besta flokksins í kosningunum og hefur verið framarlega í viðræðunum. Í gærkvöldi sátu allir verðandi borgarfulltrúar flokkanna sam- an á fundi, ásamt helstu ráðgjöfum sínum. Á fund- inum var farið yfir niðurstöður síðustu daga. „Við erum að teikna upp svona allsherjarplan. Það lítur mjög vel út,“ segir Gaukur. Hann segir engin stór ágreiningsmál hafa komið upp, en vill ekki tala um einstök málefni fyrr en búið verður að handsala samstarfið. „Þá verðum við að vera búin að fara yfir öll mál,“ segir Gaukur. Í Hafnarfirði er að klárast málefnasamningur milli Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Odd- vitar flokkanna, Guðmundur Rúnar Árnason og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, funduðu í gær. Guðrún reiknar með að málefnin verði kláruð í dag og að um helgina verði útkljáð hver verður bæjarstjóri. Enn sé ekki farið að ræða um það embætti og ekki búið að ákveða hver það verður. „Það hefur gengið ljómandi vel. Það kemur niðurstaða í þetta á morgun,“ sagði Guðríður í gær. Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Hiti og selta í sjónum umhverfis landið eru yfir langtímameðaltali, eins og verið hefur undanfarin ár. Starfsmenn Hafrannsóknastofnun- arinnar luku nýverið vorleiðangri sínum á skipinu Bjarna Sæmunds- syni. Leiðangurinn er hluti af árs- fjórðungslegri vöktun Hafró á lífríki sjávar. Hiti í hlýsjónum suður og vestur af landinu var sex til níu gráður og seltan mikil líkt og und- anfarin tólf ár. Hiti í Austur-Ís- landsstraumi var hins vegar heldur lægri en síðustu ár en seltan mikil. Síðasta hlýskeið á Íslandsmiðum varði frá 1920 til 1965 og hafði ekki síst jákvæð áhrif á afkomu bolfisk- tegunda og síldar. Í leiðangrinum kom einnig í ljós að vorkoma gróð- urs hefði orðið snemma þetta ár- ið og hámark hennar var víða yfirstaðið í efsta lagi sjávar, næst landi, þegar mæl- ingar fóru fram. Mestur gróður var úti af Faxa- flóa og yfir land- grunninu norðan og austan lands- ins. Á heildina litið var magn átu í kringum landið um eða yfir meðal- tali. Á Norðurmiðum var hún hins vegar vel yfir meðaltali, mest í kalda sjónum djúpt norðaustur af landinu, þar sem stórar og hægvaxta kald- sjávartegundir voru algengastar. Fyrir Suðurlandi og á Selvogsbanka var rauðáta mjög áberandi í flestum sýnum. Jóhann Sigurjónsson, for- stjóri Hafró, segir að gögnin úr leið- angrinum sýni nokkuð greinilega að enn sé hlýskeiðsástand í sjónum í kringum landið. Spurður hvaða ályktanir megi draga af því um við- gang fiskistofnanna segir hann snú- ið að draga ályktanir um það. Sannarlega ekki neikvætt „Vegna þess að á vorin er mikill toppur í framleiðslu og það getur verið talsvert breytilegt hvar í þess- um toppi vorleiðangurinn lendir,“ segir Jóhann. „En sannarlega er þetta ekki neikvætt,“ bætir hann við. Á meðan ekki sé hafísástand norður af landinu sé ástandið þokkalegt. Í raun séu gögnin úr leið- angrinum þó aðeins mynd af einu augnabliki í sjónum á hverjum stað. Hafið enn hlýtt og nærandi  Vorgróðurinn í hafinu snemma á ferðinni þetta árið  Meiri áta en vorið 2009 og rauðáta áberandi sunnan til Jóhann Sigurjónsson Hollensk stjórn- völd bíða enn eft- ir tilboði eða við- brögðum frá Íslendingum við tilboði sem Bret- ar og Hollend- ingar lögðu fram í deilunni um Ice- save í vetur. Þetta var haft eftir fjármála- ráðherra Hollands, Jan Kees de Ja- ger, í fréttum Rúv í gær. Sagðist Ja- ger þar búast við niðurstöðu fljótlega eða á næstu mánuðum. Eft- ir væri að ræða málið nánar við nýj- an fjármálaráðherra Breta. Sagði hollenski ráðherrann að dómstólaleiðin kæmi til greina í deil- unni. Hún hefði þó í raun verið farin með niðurstöðu Eftirlitsstofnunar EFTA, sem hefði verið nokkurs kon- ar gerðardómur frá óháðri stofnun. Þar hefði sjónarmiðum Íslands verið hafnað og fallist á með Hollend- ingum og Bretum að Íslendingum bæri að greiða lágmarkstryggingar vegna Icesave að fullu. Bíða eftir tilboði frá Íslandi Jan Kees de Jager Enn deilt um Icesave Hæstiréttur dæmdi í gær Birki Arn- ar Jónsson í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í nóvember síðastliðnum. Hann var ákærður fyr- ir að hafa farið grímuklæddur og vopnaður hlaðinni haglabyssu að heimili manns í Þverárseli í Breið- holti, rekið byssuhlaup í enni hús- ráðanda þegar hann kom til dyra og síðan skotið fimm skotum úr hagla- byssunni á húsið eftir að húsráðandi skellti útidyrahurðinni aftur. Tvö skotanna hæfðu hurðina en þrjú fóru í gegnum rúðu við útidyrn- ar og skrámuðu andlit húsráðandans sem stóð fyrir innan. Hæstiréttur taldi verknað Birkis stórhættulegan og hafa beinst að lífi og heilsu hús- ráðandans en ekki yrði fullyrt að ásetningur Birkis hefði myndast fyrr en á þeirri stundu er húsráðandi skellti aftur hurðinni. Því mildaði Hæstiréttur dóm héraðsdóms úr sex árum í fimm. Auk fangelsisrefsing- arinnar var Birkir Arnar dæmdur til að greiða húsráðandanum 600 þús- und krónur í skaðabætur. Fimm ár fyrir drápstilraun Tískusýning til styrktar heimilislausum var haldin á Austurvelli í gær. Sýnd voru föt sem gefin hafa verið á fatamarkað Hjálpræðishersins og reyndu nokkrir þjóðþekktir einstaklingar fyrir sér á sýningarpallinum. Í tilefni dagsins var einnig haldinn risa-fatamarkaður í Herkastalanum. Hér má sjá mögulega næsta borgarstjóra Reykvíkinga, Jón Gnarr, og leikkonuna Eddu Björg Eyjólfsdóttur dilla sér á sýningarpallinum og leggja góðu málefni lið í leiðinni. Þeim til halds og trausts var ung og upp- rennandi sýningarstúlka, Sóldögg Móna. Björgvin Franz var kynnir. Dilluðu sér til styrktar heimilislausum Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.