Morgunblaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2010 ✝ Guðrún AnnaGunnarsson fæddist í Kaup- mannahöfn 4. maí 1923. Hún lést á heimili sínu 25. maí sl. Móðir Guðrúnar Önnu var Anna Krist- ín Gunnarsdóttir, f. 1898 að Eyri við Skötufjörð, d. 1928 en Guðrún ólst upp hjá fósturforeldrum sínum, móðurbróð- urnum Bjarna Gunn- arssyni, f. 1891 að Eyri við Skötu- fjörð, d. 1978 og konu hans Elínu Þuríði Jónatansdóttur, f. 1894 að Smáhömrum í Steingrímsfirði, d. 1976. Hálfsystur Guðrúnar eru Helga, f. 1925, Katrín, f. 1926, og Kristín Ólöf, f. 1928, d. 2000. Guð- rún gekk árið 1950 í hjónaband með Þorsteini Magnússyni, hús- gagnasmið í Vestmannaeyjum f. 1919, d. 1983. Foreldrar hans voru Magnús Ísleifsson frá Kanastöðum í Landeyjum, f. 1875, d. 1949 og Herdís Magnússína Guðmunds- dóttir frá London í Vestmanna- eyjum, f. 1874, d. 1944. Þau Guð- Önnu og Atla Helgasonar: Guðrún Anna. Barnabarnabörn Guðrúnar Önnu Gunnarsson eru sjö að tölu. Guðrún flutti með móður sinni frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur sem ungabarn fyrir atbeina og með stuðningi Hedvig Blöndal sem þær bjuggu hjá fyrst um sinn. Anna Kristín, móðir Guðrúnar, giftist Ólafi Kristni Steinssyni og fluttu þau að Keldu í Mjóafirði. Eftir andlát móður sinnar fer Guð- rún til fósturforeldra sinna á Ísa- firði, þeirra Elínar og Bjarna. Þar gekk Guðrún í barna- og gagn- fræðaskóla. Frekara nám stundaði hún svo við Húsmæðraskólann Laugalandi. Guðrún vann í Lands- bankanum á Ísafirði, á læknastofu í Reykjavík og við fleiri störf. Þar kynntist hún Þorsteini og gengu þau í hjónaband 1950. Árið eftir fluttu þau til Vestmannaeyja þar sem þau bjuggu fram að gosi 1973. Þá fluttu þau upp á land og settust að í Kópavogi. Þorsteinn stundaði húsasmíðar en Guðrún tók að sér húsmóðurhlutverkið eins og al- gengt var í þá daga. Eftir lát Þor- steins vann hún sem húsvörður í Snælandsskóla í um tuttugu ár. Guðrún tók virkan þátt í fé- lagsmálum, gekk í Oddfellowregl- una 1965 og var einn stofnenda stúkunnar Þorgerðar 1977 þar sem hún var heiðursfélagi. Útför Guðrúnar fer fram frá Nesskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. rún og Þorsteinn eignuðust fimm börn en fyrir átti Guðrún Bjarna Gunnar f. 1946 með Sveini Ás- geirssyni, hagfræð- ingi f. 1925, d. 2002. Þorsteinn gekk Bjarna í föðurstað. Bjarni Gunnar er í sambúð með Júlíu Leví. Börn Bjarna Gunnars og Unnar Helgadóttur: Þor- steinn Gunnar og Helgi. Börn Guð- rúnar og Þorsteins eru: 1) Elín Kristín, f. 1951, d. 2007, eftirlif- andi maki Ásmundur Sigvaldason. Börn Elínar og Sæmundar Vil- hjálmssonar: Bjarni og Styrmir. Barn Elínar og Ásmundar: Harpa Rún. 2) Magnús Gunnar, f. 1954, maki Kristín Sigurðardóttir. Börn: Sæunn, Sædís, Katrín Helena og Díana Dögg. 3) Sigurður Gunnar, f. 1956, maki Aldís Gunnarsdóttir. Börn: Gunnar og Vignir. 4) Herdís, f. 1961, maki Finnur Kristinsson. Börn: Gunnsteinn og Hekla. 5) Anna Hedvig, f. 1968, í sambúð með Gunnari Svavarssyni. Barn Ég vissi að það kæmi að því; samt kom það á óvart. Ég var ekki viðbú- in. Kannski voru fæturnir og augun farin að gefa eftir, en hún mamma var svo lifandi í öllu sem hún gerði, skörp í hugsun, ræðin og félagslynd fram á síðasta dag að mér fannst tími hennar ekki kominn. Við ræddum oft saman í síma á kvöldin rétt um háttatímann. Um- ræðuefnin voru margvísleg en oftar en ekki barst nafna hennar, hún Guðrún Anna mín, í tal. Við mamma áttum það sameiginlegt að vera ótrúlega montnar af henni og gát- um rætt endalaust um hvað hún var að fást við og hvernig henni gekk í því sem hún tók sér fyrir hendur. Mamma var fasti punkturinn í lífi mínu og sú sem ég gat ávallt leitað til. Líklega hef ég verið mikið mömmubarn. Ég var yngst og ekki nema 15 ára þegar pabbi dó, ég uppivöðslusamur unglingurinn og mamma saman. Ég held samt að ég hafi alltaf farið eftir því sem mamma sagði; maður sá að það sem hún lagði til málanna var skynsam- legt. Þannig var hún fram á síðasta dag, fylgdist vel með öllu sem gerð- ist í kringum hana, hvort heldur var í fjölskyldunni, vinahópi eða þjóð- málunum og hún hafði ákveðnar skoðanir á málefnum. En hún hafði líka húmorinn í lagi, svolítið hrjúfan eins og Vestfirðingum er lagið en allt vel meint og aldrei meiðandi. Mamma var ankerið í fjölskyld- unni og fréttaveita. Hjá henni gat maður alltaf fengið fréttir af ætt- ingjum, systkinum, börnum þeirra og barnabörnum. Hún hélt góðu sambandi við ættingja sína og fjöl- marga vini alla tíð. Það er ekki lengra síðan en um síðustu jól að mamma hélt hina hefðbundnu skötuveislu fyrir stóran hóp manna þótt hún væri komin hátt á níræð- isaldurinn. Ég er þakklát fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Við sátum oft og iðulega og spjöll- uðum lengi saman við eldhúsborðið í Litlahjallanum. Löngu síðar héld- um við áfram að spjalla í símann fyrir svefninn fram á síðasta dag. Svo sofnaði mamma. Eftir sitja fal- legar minningarnar um mömmu sem ég kveð með þessum fáu orð- um. Ég mun ætíð sakna þín. Anna Hedvig. Hún Gunna Gunn tengdamóðir mín er farin. Hún kvaddi okkar til- verustig nokkuð óvænt þó svo að hún væri komin á aldur eins og hún orðaði það stundum sjálf, nýlega orðin 87 ára. Gunna var ótrúlega þrautseig og dugleg fram á síðustu stund. Þrátt fyrir ýmis áföll bæði andleg og lík- amleg hefur hún alltaf staðið upp keik og sterk. Síðasta slysið var beinbrot í vetur. Hún var á Odd- fellow-balli. Við vorum á leiðinni út og hún studdi sig við mig. Gunnu skrikaði fótur og féll í gólfið og brákaði bein í ökklanum. Eftir á stríddi hún mér á því að það hefði verið lítið á þessum stuðningi að græða, síðan hló hún og sagði um hæl: „O, hvað þetta er ljótt af mér að segja þetta“. Þegar Gunna var að jafna sig eft- ir þetta brot, var það mikilvægasta takmark hennar að ná að komast af eigin rammleik út undir bert loft og að ganga niður í Elliðaárdal. Gunna var alla tíð mikil útivistar- kona og skildi mikilvægi þess að hreyfa sig reglulega og þá helst úti undir beru lofti. Gunna var kominn vel af stað og var farin að fara í sína göngutúra eftir því sem veður leyfði. Útivistarkonan og náttúruunn- andinn Gunna Gunn fór í nokkrar útilegur og fjallaferðir með okkur. Í einni ferðinni vorum við með nýtt „tengdamömmubox“ á þaki bílsins. Talaði hún oft um það í ferðinni að hún yrði að haga sér vel svo hún yrði ekki sett í boxið. Það var ekki mikil hætta á því að við þyrftum að nota boxið, enda alltaf gaman að ferðast með Gunnu. Ef ekki voru skemmtisögur eða fróðleikur, átti hún það til að fara með vísu eða hluta úr kvæði og spyrja okkur eft- ir hvern það væri. Fljótlega átt- uðum við okkur á því að vinsælustu skáldin voru Einar Ben. og Davíð Stefánsson. Þannig að oft var hægt að bjarga sér með því að nefna annan hvorn þeirra. Ég hitti Gunnu fyrst fyrir rétt- um 24 árum, þegar við Herdís kom- um óvænt heim í stutta heimsókn frá Danmörku. Tók hún mér strax eins og ég hefði alla tíð verið hluti af fjölskyldunni. Þegar við vorum á Íslandi þessa daga voru tveir til- vonandi tengdasynir kynntir í fjöl- skyldunni sama kvöldið. Einhverj- um hefði þótt nóg um, en við Ási erum ennþá hluti af fjölskyldunni, enda lærðum við fljótt að tala ekki hærra en þeir sem fyrir voru. Það var aldrei lognmolla í kringum Gunnu, alltaf skemmtilegar og fjör- ugar umræður, enda bjó Gunna yf- ir ótrúlegum hæfileikum þegar kom að mannlegum samskiptum. Sagði sína skoðun, var létt og skemmtileg, hrein og bein. Hún var einnig orðheppin og átti auðvelt með að svara fyrir sig á skemmti- legan hátt. Það er sárt að horfa á eftir góð- um vini og ömmu barnanna sinna. Og ég mun ætíð minnast hennar með hlýju í hjarta. Finnur Kristinsson. Mikil heiðurskona hefur kvatt þennan heim. Ég kynntist Gunnu Gunn, eins og Guðrún var ávallt kölluð, þegar ég kom til Vestmannaeyja í fyrsta sinn fyrir 34 árum og Sigurður yngsti sonur hennar kynnti mig fyrir henni og Steina í London. Síðan þá höfum við átt góða samleið og ætíð verið mjög góðar vinkonur. Hún var mikil náttúru- og útivist- arkona, stundaði skíði og fjallgöng- ur á fyrri árum, gönguferðir allt til dánardags. Gunna var ákveðin og víðsýn á menn og málefni, ljóðelsk, fróð, glettin og skemmtileg heim að sækja. Í hvert sinn fór ég út frá henni með meiri visku og mildi í hjarta í farteskinu. Henni var mikið í mun að halda fjölskyldunni saman og greiða götu hvers og eins, ef hún mögulega gat, ávallt tilbúin að hlusta. Hún orðaði það svo, að ekkert mál er að standa saman og með sínum þegar vel gengur, mikilvægara er og fyrst reynir á að standa saman þegar brýtur á og illa gengur. Ég þakka þér fyrir elsku, Gunna mín, allar okkar samverustundir er ég geymi hjá mér, ég veit í hjarta mínu að þú ert sátt þar sem þú ert stödd í dag. Ég kveð þig eins og þú kvaddir mig eftir síðasta símtalið okkar og lofa að vera góð við hann Sigurð þinn og hann Sigga minn, þú veist mitt svar. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Höf. ók.) Hafðu þökk fyrir samfylgdina. Hvíl í friði. Þín tengdadóttir, Aldís. Elsku amma mín, nú ertu horfin á braut. Ég á eftir að sakna þess að geta komið í heimsókn til þín líkt og síðasta vetur. Þær stundir sem við áttum saman einkenndust af gleði, hlátri og alls konar spjalli og þegar við vorum ekki sammála hlógum við hvor að annarri. Þú varst líka alltaf svo ljúf og þegar eitthvað bjátaði á þurfti engin orð, þú skildir mig og opnaðir faðminn. Þú varst líka alltaf að hrósa okkur og það þurfti lítið til að gera þig stolta. Elsku amma. Þú átt eftir að skilja eftir þig stórt skarð í fjölskyldunni sem aldrei verður fyllt. En við get- um þó geymt allar „ömmusögurn- ar“ sem alltaf er hægt að brosa að og þær rifja upp góðar minningar. Þú ertu nú vonandi komin á betri stað þar sem öllum veikindum og þyngslum er aflétt. Elsku amma. Þín verður sárt saknað og ég á alltaf eftir að geyma þig í hjarta mínu. Þín Sædís. Elsku amma. Eins mikið og ég sakna þín, þá ætla ég ekki að kveðja þig með tár- um heldur einungis með bros á vör enda einkennir það samband okkar tveggja. Því alltaf þegar við hitt- umst og vorum saman þá var mikil vinátta og kærleikur og mikið um hlátur og gleði. Fáa get ég nefnt sem hafa veitt mér jafn mikla visku og sögur eins og þú. Ég gat leitað til þín þegar eitt- hvað bjátaði á hjá mér og alltaf varst þú mér til halds og trausts. Já, amma, þú ert langbesta amma sem hægt er að hugsa sér. Ég þakka fyrir allt sem þú hefur gefið mér, hvíl þú í friði þangað til leiðir okkar mætast á ný. Þinn angurgapi, Vignir Sigurðsson. Elsku amma, nú hefur þú kvatt þennan heim. Ég er þakklát fyrir allar stundirnar sem við áttum sam- an og eftir sitja góðar minningar. Þú stóðst við hlið mér sem klettur í gegnum súrt og sætt. Gast alltaf fengið mig til að brosa í gegnum tárin með hnitmiðuðum húmor þín- um. Við Gunnsteinn vorum oft í pössun hjá þér þegar við vorum yngri og lærðum margt af þér. Ég gleymi því seint þegar þú varst í eldhúsinu að elda og flauta lag. Um leið og ég kom inn til þín greipst þú um mig og byrjaðir að dansa. Eftir því sem við barnabörnin döfnuðum kunnum við alltaf meira og meira að meta þig. Oft reyndum við að slá þig út af laginu með alls kyns óvið- eigandi hlutum en þú áttir alltaf góð svör sem slógu okkur út. Mér er minnisstætt þegar við keyrðum saman út á land, þú dáðist að nátt- úrunni og söngnum sem ég söng fyrir þig þrátt fyrir að vera afar laglaus. Ég fór í heimsókn til þín þann 9. maí og við áttum langt og gott samtal. Mikið náðum við vel saman, amma. Eitt af því síðasta sem þú sagðir við mig var: „Guðrún mín, þú ert með svo þurrar varir. Þú þarft að fara að láta einhvern strák kyssa þær fyrir þig.“ Þetta sástu, amma mín, þrátt fyrir dapra sjón. Þú sást það sem þú vildir sjá. Enda mikill dugnaðarforkur. Þegar ég kom að þér látinni í rúminu vissi ég ekki hvaða tilfinningar ég átti að tjá. Stóð þarna yfir ömmu minni sem hafði gefið mér svo margt og hrópaði á þig: „Vaknaðu, amma.“ Auðvitað gastu ekki vaknað. Þú varst búin að yfirgefa þennan heim. Engu að síður er ég mjög þakklát fyrir að hafa komið að þér og fengið að kveðja þig. Mér er mjög minn- isstætt þegar ég var 10 ára gömul og amma Lilja dó, þá sagðir þú: „Guðrún mín, ég vil ekki að þú grát- ir mig þegar ég yfirgef heiminn því það er gott að fá að fara þegar mað- ur er gamall.“ Ég reyni eins og ég get, amma mín, að gráta ekki en missirinn er mikill og ég er viss um að allir séu sammála mér. Rétt eftir aðkomuna fór ég að skoða í bóka- hillur þínar og fann þar ljóðabók. Ljóðið sem var ætlað dánardegi þínum fannst mér fremur lýsandi fyrir daginn. Þetta er ljóðið: Og þögnin, þögnin hvíslar hálfum orðum. Hugurinn minnist söngs sem löngu er dáinn. Ó, sál mín, sál mín! svona komu forðum sumrin öll, sem horfin eru í bláinn. (Tómas Guðmundsson) Ég er ánægð með að hafa fengið að erfa nafnið þitt sem var þér svo dýrmætt. Ég mun halda uppi heiðri nafnsins og er stolt að fá heita það sama þú, amma. Þín verður sárt saknað. Guðrún Anna Atladóttir. Vinkona mín og frænka, Gunna Gunn, er gengin fyrir ætternisstap- ann. Hún var nákomnari fjölskyld- unni á Svalbarði í Ögurvík en aðrir venslamenn, enda taldi hún sig sjálf gjarnan tilheyra þeirri fjölskyldu. Vorið 1960 heimsótti undirritaður Vestmannaeyjar í pólitískum erind- um og gisti þá hjá Guðrúnu frænku og ágætum eiginmanni hennar, Þorsteini Magnússyni. Móðir mín og móðir Guðrúnar voru systur, dætur Kristínar Önnu Haraldsdóttur og Gunnars Sigurðs- sonar á Eyri í Skötufirði. Móðir þeirra dó þegar Salome var þriggja ára en Kristín Anna nýfædd, enda andaðist móðir þeirra úr sjúkdómi, sem þá var kallaður barnsfararsótt, en litla stúlkan skírð í höfuð henn- ar. Í Vestmannaeyjadvölinni sagði Guðrún frá högum móður sinnar, þegar hún var sjálf í heiminn borin og framhaldi þess. Kristín Anna hafði kynnzt ungum menntamanni og varð barnshafandi af hans völd- um. Hún var þá send til Kaup- mannahafnar að ala barnið, sem þá var mikill siður, enda fordæmið að- eins rúmlega ársgamalt frá því sem systir hennar, Elísabet, var af landsfrægum athafnamanni þangað send til barnsburðar. Við þeim syni gekkst athafnamaðurinn síðar. En Kristín Anna lenti í stökustu erfiðleikum með Guðrúnu sína, ein og með öllu yfirgefin og ráðalaus. Þá kom til sögunnar Hjálmar Blön- dal, sem var hagfræðingur Reykja- víkurborgar á sínum tíma. Guðrún tók svo djúpt í árinni að hann hefði bjargað lífi þeirra mæðgna; greiddi för þeirra til Íslands og á heimili móður hans í Reykjavík var alin önn fyrir mæðgunum um hríð. Og heim komst Kristín Anna með Guðrúnu sína að Djúpi. Þar tók bróðir Kristínar, Bjarni og kona hans Elín Jónatansdóttir, við Guð- rúnu og ólu hana upp sem sína eigin dóttur, í nokkru eftirlæti kannski, en af mikilli alúð. Kristín Anna giftist Ólafi Kristni Steinssyni að Keldu í Mjóafirði og átti með honum Kristínu Ólöfu, en andaðist sjálf hinn 5. ágúst 1928. Sögu sinni af þeim mæðgum lauk Guðrún með því að lesa upp nokkur bréf, sem faðir hennar hafði sent Kristínu Önnu á sínum tíma. Spurði svo að lestri loknum: „Á ég ekki að brenna þessi bréf?“ Það slumaði í mér í fyrstu við svo erfiðri spurningu, en játti síðan af því sem ég fann að hún vildi fá það svar. Var gott að þau bréf urðu eldi að bráð. Þau hefðu aldrei orðið neinum til gleði eða góðs, en bréf- ritara ef til vill til álitshnekkis. Gunna Gunn kom í heimsókn inn að Svalbarði í Ögurvík ung að árum. Hún var gustmikill unglingur. Sal- ome móðir mín og móðursystir hennar hafði á henni mikið dálæti og einnig faðir minn Hermann og var þó frábitinn því að flíka tilfinn- ingum sínum. Guðrún Gunnars var myndar- kona og um hana lék gerðarþokki. Sorgin sótti hana heim sem verður þeim sem lengi lifa; andlát eigin- manns fyrir margt löngu og elztu dóttur síðar. Það bar hún með reisn þeirrar manneskju, sem er mikil af sjálfri sér og ekki fisjað saman. Ég kveð þessa mína kæru frænku með þakklæti og virðingu. Hún þurfti að færast mikið í fang um æv- ina og hverfur nú frá vel unnu verki „meira að starfa Guðs um geim“. En sviðið verður eyðilegra eftir að hin einarða kona hefir kvatt. Sverrir Hermannsson. Það er sárt að sjá á eftir vinkonu minni Gunnu Gunn. Hvern hefði grunað þegar hún hringdi í mig kvöldið áður en hún kvaddi að það yrði síðasta samtal okkar. Við töl- uðum um heima og geima, en þó að- allega um barnabörnin því þá voru tvö í gistingu hjá mér. Síðan barst talið að ferðalögum okkar sem við vorum duglegar að stunda, bæði innanlands og utan. Kynni okkar byrjuðu 17. júní fyr- ir 35 árum í miðbæ Reykjavíkur, þar sem eiginmaður minn, Guð- mundur Þór, kynnti mig fyrir Gunnu og Steina, eiginmanni henn- ar. Þeir höfðu kynnst nokkru áður í Vestmannaeyjum þegar bygging sjúkrahússins stóð yfir. Þorsteinn vann við bygginguna sem yfirsmið- Guðrún Anna Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.