Morgunblaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2010 Leiðir okkar óformlega hóps, Ljósberanna, sköruðust fyrir nærri tíu árum vegna starfa okkar allra. Við komum allar sín úr hverri átt- inni, sumar þekktust í gegnum störf okkar en aðrar ekki. Við áttum það sameiginlegt að vera að vinna að velferð barna, uppeldi og menntun á einhvern hátt. Fljótlega kom upp nafn Guðrúnar að vera hluti hópsins vegna hennar góðu þekkingar og reynslu á starfsvettvangi. Guðrúnu var fljótt falin forysta vegna hennar drifkrafts og einstakra hæfileika að sameina aðila í góðri vinnu. Allar höfðum við áhyggjur af þeirri nei- kvæðu þróun sem okkur fannst við sjá í ákveðnum þáttum í lífi og að- stæðum barna á Íslandi. Við vildum láta gott af okkur leiða til að hafa áhrif á þessa þróun og snúa henni við. Okkar trú er að nokkur árangur hafi náðst. Ekki bara fyrir atbeina okkar heldur vegna þess að hópnum tókst, í gegnum margvísleg verk- efni, að vekja umræður sem leiddu til hugarfarsbreytinga. Alltaf var Guðrún leiðtoginn, hugsjóna- og baráttukonan sem leiddi okkur áfram og saman fundum við leiðir í áhugaverðum verkefnum. Í hennar augum voru þau áskorun en ekki vandamál. Það var ekki í hennar eðli að gefast upp. Hún hafði lag á að fá fram sjónarmið og skoðanir hópsins og draga fram aðalatriðin. Hún var sannkallaður Ljósberi. Ekki leið á löngu þar til samstarf okkar þróað- ist í vináttu, við héldum áfram að hittast og ræða málin. Við höfum sótt hvatningu og upplyftingu í fé- lagsskap hver annarrar þessi ár. Í lok apríl höfðum við ákveðið að hitt- ast en fengum þá vitneskju um að Guðrún væri alvarlega veik en hún væri staðráðin í að berjast til þraut- ar. Þrátt fyrir hetjulega baráttu hef- ur okkar kæra vinkona þurft að lúta í lægra haldi fyrir þessu illvíga krabbameini. Við erum náðarlaust minnt á hverfulleika lífsins og eigum erfitt með að sætta okkur við að þurfa að kveðja Guðrúnu allt of snemma. Hópurinn mun halda áfram að vinna að sameiginlegum markmiðum okkar og heiðra þannig minningu Guðrúnar. Okkar innileg- ustu samúðarkveðjur sendum við Ólafi, börnum og fjölskyldu, því ykk- ar er missirinn mestur. Við kveðjum yndislega vinkonu og hugsjónakonu með kærri þökk fyrir þann tíma sem við fengum að eiga með henni. Guð blessi minningu Guðrúnar Þórsdótt- ur. Sigurlaug Hauksdóttir, Eyrún Jónsdóttir, Edda Ólafsdóttir, Bergþóra Valsdóttir, Anna El- ísabet Ólafsdóttir, Berglind Eyjólfsdóttir, Dagbjört Ás- björnsdóttir og Hólmfríður Ólafsdóttir. Kveðjuorð frá Borgarkórnum Guðrún Þórsdóttir var frum- kvöðull og formaður Borgarkórsins (áður Söngradda Reykjavíkur) og var ávallt vakin og sofin við að tryggja framgang og velgengni hans. Hún helgaði gjarnan krafta sína góðum málefnum sem bæta samfélagið og gagnast öðrum, eink- um börnunum í borginni. Guðrún var eins og norræn gyðja með hárið sitt ljósa og síða, geislandi af lífs- orku, gleði og hreysti. Hún var hreinskiptin, traust og sannur vinur. Grallaraleg kímni hennar gerði hana upplífgandi og skemmtilega. Hlátur hennar var hvellur og smitandi. Það var því oftast glatt á hjalla í kring- um hana. Skyndilegt fráfall hennar er okkur mikið áfall og hennar er sárt saknað. Við vottum fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð og biðj- um um andlegan styrk henni til handa. Þó Guðrún skilji eftir skarð í röðum Borgarkórsins sem ekki verður fyllt, höfum við einsett okkur að syngja ótrauð áfram í hennar góða anda. Fyrir hönd Borgarkórs- ins, Benedikt, Eggert, Grétar, Herdís, Ingibjörg og Jón. Guðrún Þórsdóttir var ötul og áhugasöm skógræktarkona. Hún unni öllum gróðri og virtist gleðjast sem barn þegar hún sá velheppn- aðan landgræðslureit eða nýsprott- inn skógarlund. Sem skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur hafði hún sérstaka ánægju af því að beina kröftum og athygli unga fólksins að skógræktarstarfinu. Það gladdi alla sem til heyrðu þegar hún hrósaði krökkunum fyrir alúð þeirra við gróðursetningu og nærgætna um- gengni við náttúruna. Guðrún sat tvívegis í stjórn Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur. Í fyrra skiptið á árunum 2000-2003, en í síðara sinnið frá vordögum 2007 til dauðadags. Hún var mjög áhuga- söm um málefni félagsins og eink- um samstarfið við Reykjavíkur- borg. Vandlega var hlustað á það sem hún hafði fram að færa. Við vissum öll sem var að afstaða henn- ar var engin uppgerð heldur kom hún frá einlægum áhuga og um- hyggju fyrir málefninu. Þegar fé- lagsstjórn gerði sér glaðan dag var hún hrókur alls fagnaðar. Hennar verður saknað. Um leið og stjórn Skógræktar- félags Reykjavíkur þakkar Guð- rúnu Þórsdóttur góð samskipti og trúmennsku, vottum við eftirlifandi eiginmanni hennar, börnum og barnabarni innilega samúð. Fyrir hönd Skógræktarfélags Reykjavíkur, Þröstur Ólafsson, formaður. Mikið hlýtur ástandið í eilífðinni að vera svart fyrst almættinu fannst kröftum kraftaverkakonunn- ar Guðrúnar Þórsdóttur betur varið þar en hér. Kyndilberinn og frum- kvöðullinn, fyrirmyndin og fallega, góða Guðrún sem sáði og sáði og sá til að allir hinir nytu uppskerunnar áður en hún settist sjálf til borðs. Hvatvís og blátt áfram, hvetjandi, hreinskiptin og hugulsöm, ekki bara við þá sem henni þótti vænt um. Hugsjónamanneska og emb- ættismaður í einum og sama pakk- anum. Sjaldséður hvítur hrafn. Eft- ir sitjum við, ringluð og sorgmædd og vitum ekki hvort við erum meira hissa eða fúl. Svo blasir framtíðin við okkur í áhyggjulausu brosi og hjali Guðrún- ar litlu, sem þó fékk nokkrar ómet- anlegar vikur með bestu og ánægð- ustu ömmu í heimi. Og í nýstúdentinum Frigga, sem leggur í ‘ann út í lífið í félagsskap vitring- anna þriggja; Óla, Þórs og Stebba, og Önnu systur í spánnýju móður- hlutverkinu. Magnað hvað lífið get- ur leikið á mann. Ég þakka Guðrúnu fyrir um- hyggjuna og hlýjuna. Fyrir vinátt- una við mömmu í blíðu og stríðu sem yfirfærðist svo eðlilega og sjálfsagt á annan og þriðja lið. Von- andi getum við svarað í sömu mynt. Tinna Jóhanns og Sigrúnar. Við vorum 14 kennararnir sem hófum störf við Hólabrekkuskóla haustið 1974 og var Guðrún í þeim hópi og reyndar fyrsti kennarinn sem ráðinn var að nýstofnuðum skóla í Breiðholtinu. Þetta voru áhugasamir og hörkuduglegir kennarar sem ekki létu á sig fá frumstæð vinnuskilyrði þar sem skólahúsið var enn í byggingu. Guðrún hafði áður kennt við Melaskólann en var á þessum tíma flutt í Breiðholtið sem sennilega hafði áhrif á það að hún réð sig að Hólabrekkuskóla. Guðrún var áhugasamur, úr- ræðagóður og framsækinn kennari. Hún sagði eitt sinn við mig að þessi fámenni en öflugi kennara- hópur mundi vissulega muna fyrstu starfsárin í skólanum alla ævi. Í fyrstu kenndi Guðrún barna- deildum og fórst henni það vel. Eitt sinn bauðst henni aðstoð sál- fræðings vegna erfiðra einstaklinga í bekknum, hún afþakkaði það kurt- eislega og sagði: „Við klárum það sjálf.“ Þannig var Guðrún. Starf Guðrúnar í skólanum færð- ist yfir í athvarfsiðju sem miðaði að því að skapa áhuga nemenda á nám- inu og koma þeim út úr neikvæðu viðhorfi. Síðar breyttist starf henn- ar í starfsfræðslu og námsráðgjöf. Guðrún náði miklum árangri í starfi sínu sem varð til þess að þá- verandi fræðslustjóri vildi nýta krafta hennar og réð hana sem kennsluráðgjafa á Fræðsluskrif- stofu Reykjavíkurumdæmis árið 1989. Þar sinnti hún starfi sínu af áhuga og dugnaði þar til hún var ráðin skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur. Þegar ég lét af störfum sem skólastjóri Hólabrekkuskóla átti Guðrún frumkvæði að því að hóa saman mörgum af þeim kennurum sem kenndu fyrsta skólaárið og var mér þar afhent gjöf sem mér er afar kær. Það kom mér mjög á óvart er ég frétti af veikindum Guðrúnar þar sem hún hafði alla tíð hugsað vel um heilsuna en illvígur sjúkdómur eirir engum. Við Ragnheiður kveðjum þig hinstu kveðju og vottum Ólafi og fjölskyldu okkar dýpstu samúð. Sigurjón Fjeldsted, fv. skólastjóri Hólabrekkuskóla. Einstök kona er horfin af sjón- arsviðinu langt fyrir aldur fram. Glæsileg kona stendur mér lifandi fyrir hugskotssjónum, er hún kom til mín í starfsviðtal á Fræðsluskrif- stofu Reykjavíkurumdæmis fyrir liðlega 20 árum. Eftir samtalið varð mér ljóst að þarna var á ferð sérlega frjór og hugmyndaríkur kennari. Ég ákvað strax að ráða hana til starfa sem kennsluráðgjafa. Guðrún Þórs- dóttir reyndist ekki aðeins rík að hugmyndum varðandi kennslumál, heldur kom á daginn að hún var óhemju framkvæmdasöm og lét ekki sitja við orðin tóm. Guðrún hófst þegar handa við að skipuleggja verkefni í samvinnu við skólana varðandi nýsköpunarsamkeppni. Hún leitaði m.a. til fyrirtækja, sem hún fékk til að taka þátt í verkefninu og styrkja það. Verkefnið efldist og margt ungmennið fékk notið sín við fjölbreytilegustu uppfinningar, en slíkt höfðaði stundum betur til sumra nemenda en hefðbundið nám. Guðrún var mikil útilífsmann- eskja og fékk landskika fyrir reyk- víska nemendur, þar sem einn ár- gangur hvers skóla var aðstoðaður við að planta trjám. Einnig skipu- lagði Guðrún í samvinnu við skólana hreinsun strandlengjunnar og leit- aðist þannig við að fá nemendur til bættrar umgegni um náttúruna. Að ótal fleiri nýbreytniverkefnum vann Guðrún, en það var sama hvar hún bar niður, hún hreif alla til starfa með sér. Guðrún var einkar glað- sinna, jákvæð og drífandi. Aldrei uxu henn verkefni í augum, þau voru til þess að leysa. Það var yndislegt að vinna með henni og hafa hana í návist sinni. Guðrún var hamingjusöm í lífi sínu og bar mikla umhyggju fyrir fjölskyldunni, en henni sinnti hún aðdáunar vel sem og öllu öðru. Guð- rún hugsaði mikið um heilnæmt mataræði og sinnti heilsurækt af kostgæfni. Hún fór í langa göngu- túra, hjólaði og synti. Nú síðast í nóvember, þegar við stöllurnar fimm af Fræðsluskrifstofunni hitt- umst, sagði hún okkur frá því að hún synti stundum í sjónum í Nauthóls- vík. Í mínum huga var hún ímynd hraustleika og heilbrigði og hún var alltaf jafn broshýr og heillandi og þegar hún kom í viðtalið forðum. Það var því reiðarslag þegar ég frétti fyrir rúmum mánuði að hún ætti við illvígan sjúkdóm að stríða, sem hafði á svo skömmum tíma yf- irhöndina. Guðrúnar er sárt saknað af mörgum, en sárastur er harmur kveðinn að eiginmanni hennar, Ólafi, börnunum fjórum og móður Guðrúnar. Fyrsta barnabarn sitt fékk hún að líta á spítalanum, þar sem dótturdóttirin var skírð Guð- rún. Megi góður guð styrkja fjölskyld- una og sefa sorg hennar við fallegar minningar um yndislega og gleði- ríka konu. Með þakklæti fyrir að hafa fengið að vera samstarfsmaður og félagi Guðrúnar. Blessuð sé minning hennar. Áslaug Brynjólfsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Guð- rúnu Þórsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Einu sinni sem oft- ar lagði ég leið mína á verkstæðið. Sýrus rennismiður var einn af tryggustu sam- starfsmönnum föður míns í áratugi en hann rak rafljósafyrirtækið Neon. Ég var rétt byrjaður í skóla og náði sæmilega upp fyrir verk- stæðisborðið þar sem Sýrus var að hnoða saman staf sem hann hafði beygt og sniðið til úr blikki af stakri fagmennsku og vandvirkni. Ég fylgdist með honum af mikilli at- hygli. Þegar hann var búinn þá Sýrus Guðvin Magnússon ✝ Sýrus GuðvinMagnússon fædd- ist 27. desember 1931 á Hellissandi. Hann lést á Landakoti 8. maí síðastliðinn. Útför hans fór fram frá Digraneskirkju í Kópavogi 20. maí 2010. reisti hann stafinn upp og spurði: „Hvaða stafur er þetta, Sig- hvatur?“ „Þetta er stafurinn minn, S“, sagði ég hróðugur. „Þetta er fallegur stafur“, sagði Sýrus. „Þú átt líka þennan staf,“ sagði ég og við hlógum báðir dátt. Á unglingsárum mínum settum við í samein- ingu stafinn upp á Hornafirði, á útibú Landsbankans, ásamt föður mínum þar sem Sýrus var sem fyrr gefandi á alla lund. Hér færi ég í stílinn en svona var Sýrus í minn garð frá barnæsku til unglingsára og fyrir það minnist ég hans með sérstöku þakklæti. Hann var glað- vær og skemmtilegur í minningunni, hafði gott eyra og hlýja og góða nærveru. Guð blessi minningu hans. Sighvatur Karlsson, Húsavík. Það var fyrir um það bil 60 árum að Jón Björnsson kom með konu sína Margréti Gunnlaugsdóttur til Íþöku í N.Y. fylki. Hún var svo falleg og norræn á svipinn. Hún lauk verslunarskólanáminu og húsmæðraskólanáminu og þá var hún tilbúin í hjónabandið! Allt var mjög notalegt í Íþöku. Mikil vinna alla virka daga í skól- anum, en um helgar þegar fór að vora, komu Íslendingarnir saman við Cayogavatn og þar nutum við lífsins. Kældum okkur í vatninu, tókum upp mat og gítar. Próf. Stef- án Einarsson spilaði á gítarinn öll ís- Margrét Gunnlaugsdóttir ✝ Margrét Gunn-laugsdóttir fædd- ist í Reykjavík 5. apríl 1927. Hún lést á Dval- ar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 10. maí síðastliðinn. Útför Margrétar fór fram frá Dóm- kirkjunni 20. maí 2010. lensku lögin og þýsk þjóðlög. Við sungum með. Stefán og Margrét kona hans komu alltaf til Íþöku á sumrin og leigðu sömu 3ja her- bergja íbúðina. Þau voru með heimagert íslenskt nesti. Það er að segja Stefán bjó til skyr, Margrét (fædd eistnesk) bjó til ís- lenskt brauð, tvíbökur og hafrakex og við Gréta komum svo með pönnukökur, jólakökur o.fl. Þetta var dýrðlegt líf og allir hamingju- samir. Gréta fór að vinna hjá Fé- lagsstofnun Cornell, Villard Stra- ight. Þar fór fram matsala og allt fé- lagsstarf. Hún byrjaði sem stúlka í sal, en eftir 2 ár var hún orðin yf- irgjaldkeri. Þannig vann hún fyrir þeim þessi 5 ár. Svo var hugsað til heimferðar og fjölskyldustækkunar. Þau dreymdi um skjólgarða og ræktun á Íslandi. Góða Íslandi. Herdís Jónsdóttir. Mig langar til að minnast Hadda bróður míns með nokkrum orðum. Í æsku var heimili okkar leyst upp og okkur komið fyrir í fóstur. Haraldur bróðir okkar var bara 2ja ára þegar honum var komið fyrir hjá góðu fólki í Vík. Hann er nú látinn. Okkar Hadda bróður var kom- ið fyrir á sitthvorum bænum í Álfta- veri eftir veikindi móður okkar. Ári síðar drukknaði faðir okkar. Mörgum árum seinna eignuðumst við tvö hálf- systkini, þau Helgu, og Jón sem nú er látinn. Sterk er minningin þegar var farið með okkur Hadda að Álftaveri, þá vorum við sótt á hestum upp að Skálm, og þegar kom að gatnamót- unum þar sem Haddi átti að fara að Holti og ég að Þykkvabæjarklaustri, þá henti hann sér af baki því hann Hálfdán Ágúst Jónsson ✝ Hálfdán ÁgústJónsson, fæddist í Vík í Mýrdal, 12. febr- úar 1933. Hann varð bráðkvaddur hinn 12. maí 2010. Hálfdán var jarð- sunginn frá Prests- bakkakirkju á Síðu 21. maí 2010. vildi fá að fara með mér. Þá vorum við nú bara 7 og 9 ára gömul. Samband okkar Hadda var alla tíð gott. Hann vildi allt fyrir alla gera og var þekktur fyrir góðvild. Handlag- inn var hann svo eftir var tekið. Þeir eru ófáir bílarnir sem hann hef- ur lagað fyrir ættingja og vini í gegnum árin. Minningarnar eru margar eins og veiði- ferðin okkar góða í Krossá á Ströndum og allar skemmti- legu stundirnar á Sogaveginum, svo fátt eitt sé nefnt. Mikið er ég líka þakklát fyrir þess- ar góðu stundir sem við áttum saman nokkrum dögum fyrir andlát þitt, þar sem þú sýndir okkur húsbílinn sem þú varst búinn að festa kaup á og gefa nafnið Álftveringur. Þú varst genginn í húsbílaklúbb og ætlaðir að koma í heimsókn til okkar Engla til eyja um leið og Bakkafjaran væri tilbúin. Vottum við hjónin börnum, barna- börnum og barna,-barnabörnum þín- um okkar innilegustu samúð um leið og við kveðjum góðan bróður og mág. Guðríður og Engilbert (Gauja systir og Engli).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.