Morgunblaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.06.2010, Blaðsíða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2010 ✝ Þuríður Þor-björg Káradóttir fæddist í Reykjavík 18. ágúst 1947. Hún lést á heimili sínu 29. maí 2010. Þur- íður var elsta barn hjónanna Kára Hall- dórssonar og Höllu Þórhallsdóttur. Bræður hennar eru Þórhallur Kárason og Þórir Kristinn Kárason. Þuríður giftist eft- irlifandi eiginmanni sínum Geir Guðmundssyni, fædd- um 15. mars 1948, þann 10. sept- ember 1972. Börn þeirra eru: 1) Halla Kristín, f. 22. apríl 1967. 2) Guðmundur Karl, f. 20. sept- ember 1973, maki Elín Sigríður Grétarsdóttir, sonur hennar er Jóhann Jökull Salbergsson, barn þeirra: Katla Sóley, f. 8. mars 2009. 3) Kári, f. 7. október 1976, maki Gan Songkrant, barn þeirra: Kristjana, f. 14. ágúst 2007. Þuríður ólst upp við Langholtsveg og síðar við Álfheima, og gekk í Langholts- skóla. Þuríður fór ung út á vinnumark- aðinn og starfaði við skrifstofustörf og bókhald við góðan orðstír meðan heilsa leyfði. Áhugamálin voru mörg, garð- yrkja, útivist, skíðaiðkun, ferða- lög, sérstaklega í hópi góðra vina í F.H.U.R. Útför Þuríðar fer fram frá Nes- kirkju 4. júní 2010 og hefst at- höfnin kl. 15. Hún Bobba okkar sofnaði inn í sólskinið að morgni laugardagsins 29. maí. Andlátsfregnin kom ekki á óvart. Hún hafði lengi háð hetju- lega baráttu við skæðan og illvígan sjúkdóm. Þá baráttu háði hún af ótrúlegu æðruleysi og seiglu og lengi vel vonuðum við að hún myndi hafa betur. Það varð ekki og síðustu vikurnar var ljóst að hverju fór. Enginn má sköpum renna, segir í gamalli bók. Við það verðum við öll að sætta okkur, fyrr eða síðar. Við eigum engu að síður erfitt með að sætta okkur við að hún sé farin, að við fáum ekki oftar að heyra glaðan hlátur hennar, eiga við hana upp- örvandi og skemmtileg samtöl, njóta hlýju hennar, umhyggju og fölskvalausrar glaðværðar. Hún Bobba var einstök mann- eskja, ein af hetjum hversdagslífs- ins. Hún var glæsileg kona, hlý og hreinskiptin, margfróð og skörung- ur í öllu sem hún tók sér fyrir hend- ur. Hún var afar hjálpsöm, höfðingi heim að sækja og hafði alltaf óvænt og skemmtilegt sjónarhorn á lífið og tilveruna. Þess vegna voru samræð- ur við hana ávallt fjörugar, upplífg- andi og gefandi og oft var mikið hlegið þar sem hún nærstödd. Hún var tryggðatröll, hafði einkar góða nærveru og alltaf var hægt að leita til hennar og Geirs þegar á bjátaði. Jónas Hallgrímsson spurði eitt sinn í erfiljóði: „Hvað er langlífi?“ Því svaraði hann sjálfur í næstu ljóðlínu: „Lífsnautnin frjóa.“ Þau orð áttu vel við Bobbu. Hún lifði líf- inu lifandi, naut hverrar lífsstundar og reis hæst þegar á móti blés, ekki síst þegar vinir hennar áttu í erf- iðleikum og hún gat liðsinnt. Það þekktum við af eigin raun. Þess vegna lifði hún meira og betur en margur, sem fleiri ár hefur að baki. Við söknum hennar sárt en huggum okkur við að hún sé farin „til sóllanda fegri“. Við biðjum góðan Guð að styrkja Geir, Höllu, Gumma og Kára, Ellu Siggu, Gan, Jóhann Jökul og litlu ömmustelpurnar Kristjönu og Kötlu Sóley. Þau hafa öll misst mikið. Við kveðjum Bobbu þakklát fyrir að hafa fengið að vera henni samferða í lífinu. Hún skilur eftir sig ótal góðar minning- ar. Elín Guðmundsdóttir og Jón Þ. Þór. Þuríður Þorbjörg Káradóttir, eða Bobba eins og ég hef alltaf þekkt hana, er látin. Ekki get ég sagt að fréttin hafi verið óvænt enda hafði Bobba háð mjög langa og erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm og þótt ljóst hafi verið í hvað stefndi brá mér þegar fréttin barst. Bobba lét aldrei deigan síga í baráttunni við þennan vágest og innst inni átti maður allt eins von á því að hún myndi hafa betur. Þar er Bobbu rétt lýst. Hún bjó yfir miklu baráttuþreki og einstakri útgeislun; það var alveg sama hvar maður kom, ef Bobba var á staðnum þá tók maður fyrst eftir henni og ég minnist hennar fyrst og fremst sem lífsglaðrar og skemmtilegrar mann- eskju sem gat alltaf komið fólki í gott skap. Enginn gat verið lengi í fýlu þegar Bobba var á staðnum. Minningarnar hellast yfir þegar einhver kveður þetta jarðlíf og ég á fullt af minningum sem tengjast Bobbu, allar góðar. Heimsóknir í Hraunbæinn og Seiðakvíslina sem barn og mér verður alltaf minn- isstæð hlýjan og notalegheitin sem einkenndu heimili þeirra Bobbu og Geirs frænda. Heima hjá þeim leið manni strax vel. Ég mun heldur aldrei gleyma því hvað mér þótti það merkileg stað- reynd, þegar ég var yngri, að hún átti sama afmælisdag og sjálf Reykjavík. Þegar stór hluti borg- arbúa kom saman á Arnarhóli til þess að fagna 200 ára afmæli höf- uðborgarinnar árið 1986 fórum við fjölskyldan í Seiðakvíslina í heim- sókn til Bobbu. Við skemmtum okk- ur áreiðanlega betur en allir þeir sem hópuðust niðri í bæ. Bobba var gift Geir móðurbróður mínum og ég hef þekkt hana alla mína ævi. Fyrir það er ég þakklátur enda álít ég mig ríkari mann en ella. Elsku Geir, Halla Kristín, Gummi Kalli og Kári. Missir ykkar og ykk- ar fjölskyldna er mestur. Bobba var einstök manneskja en hún skilur eftir sig margar góðar minningar. Blessuð sé minning hennar. Guðmundur Sverrir Þór. Kær samstarfskona, Þuríður Þor- björg, er látin eftir langt veikinda- stríð. Það var mikið gæfuspor fyrir okkur þegar við réðum Þuríði sem bókara því hún var mjög hæf í því starfi og hafði sérstaklega mikinn metnað fyrir að inna starf sitt vel af hendi. Hún var upp á sitt besta í af- stemmingum og gaf hvergi eftir og fletti fram og til baka þangað til allt stemmdi upp á krónu. Hún hafði þann vana að tala við sjálfa sig þeg- ar hún var að vinna flókin verkefni og dró ekkert af. „Nei – hvað ert þú að hugsa, Þuríður Þorbjörg“ og: „Já – svona er þetta“ hljómaði úr skrif- stofunni þar sem hún sat ein við vinnu sína og voru ýmsar skondnar uppákomur þessum einræðum tengdar. En Þuríður var meira en hæfur bókari – hún var fyrsta flokks starfsmaður sem við gátum treyst. Samstarf okkar var langt og farsælt og var Þuríður mjög hraust og því kom það eins og reiðarslag þegar hún hætti snemma einn daginn í maí 2006 til að fara til læknis, að láta líta á útbrot og kom ekki aftur til starfa. Þuríður var jákvæð og skemmtileg og það kom fljótt í ljós að fjölskyldan var ljósið í lífi henn- ar. Hann „Geir minn“ var kletturinn í lífi hennar og voru þau mjög sam- hent hjón sem höfðu sömu áhuga- mál og gildi. Þeim var umhugað um að búa vel að börnum sínum og litlu ömmustelpurnar voru miklir gleði- gjafar í þessum erfiðu veikindum. Við þökkum Þuríði fyrir gott samstarf og vináttu og sendum samúðarkveðjur til Geirs og fjöl- skyldu. Áslaug og Oddur. Elsku Bobba okkar. Nú við leiðarlok þín viljum við samstarfs konur þínar í Nesti við Bíldshöfða rifja upp nokkrar sam- eiginlegar minningar frá okkar skemmtilegu árum. Sögusagnir voru um að þú sem skrifstofukona værir nokkuð hörð í horn að taka. Það reyndist ekki alveg svo. Við nánari kynni kom í ljós að þarna fór ein hin besta persóna sem við höf- um kynnst á ævinni. Þú elskaðir heiðarleika og stundvísi og helst af öllu að bros væri með. Sú okkar sem fyrst fór að vinna með þér var Kata sem reyndi að kenna þér að hlusta á tónlist unga fólksins. Næst kom í hópinn Jenný og nokkrum dögum síðar kom litla sæta konan, Ásta, á lagerinn. Sigga sænska kom sterk inn á sama tíma. Krissa var alltaf að reyna að kenna okkur hin- um góð vinnubrögð og að bera virð- ingu fyrir vinnunni. Í beinu fram- haldi kom eðal „mamman“ hún Helga okkar. Fjórir óharðnaðir unglingar og þrjár nokkuð þrosk- aðar konur, sem náðu svo ótrúleg vel saman og var þinn hlutur ekki sístur. Vinskapur okkar hélst æ síð- an. Síðast hittumst við hópurinn fyrir tveimur árum og að tíminn hefði lið- ið, ó nei, við vorum allar ennþá sömu skjáturnar, síbrosandi. Þessi kvöldstund markaði þá vináttu sem við höfðum átt í hartnær þrjátíu ár. Elsku Bobba okkar, þetta er bréf til þín í stað rósa. Takk fyrir að vera okkur öllum frábær uppeldisgjafi. Við munum allar geyma okkar góðu minningar um þig. Ástarkveðjur frá villingagenginu í Nesti! En Bobba mín, ekki lækka næst þegar kemur að „Red, Red Wine“ og „Heartbreaker“. Falleg minning um þig mun alltaf lifa meðal okkar. Við sendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur til Geirs og barna. Kveðja, Ásta, Helga, Katrín, Krist- rún, Jenný og Sigríður. Stundum finnst manni lífið svo hrikalega ósanngjarnt, sérstaklega þegar fólk fer úr þessu jarðlífi langt fyrir aldur fram. Dauðinn hefur aldrei spurt um aldur og gerir það heldur ekki nú. Í dag kveð ég elskulega vinkonu mína sem hefur staðið hjarta mínu næst í tæp 30 ár. Þegar sest er niður og hugurinn látinn reika til baka hrannast minn- ingarnar upp. Það er svo margt sem við höfum brallað og baukað saman. Það að fara hamförum, matarklúbb- urinn, veiðiferðirnar, útilegurnar, Lundúnaferðin, hrossahláturinn sem við gátum gefið frá okkur og smá-skepnuskapur. Það er líka svo dásamlegt að upp- lifa hjá annarri manneskju sorgum, vonbrigðum, gleði og von eins og það sé sjálfsagt í þessu lífi. Ala upp börn, unglinga og öll þau vandamál sem fylgja þessum dásamlegu manneskjum og horfa á þau komast til manns. Þuríður mín var kvenskörungur, hún bar höfuðið hátt, var ákveðin (á karlmannavísu) og hafði fastar skoðanir. Hún hefði alveg getað verið landnámskona … svona vík- ingur! Eftir að ég varð amma sýndi hún barnabörnum mínum alltaf áhuga. Það var því yndislegt að upplifa þá gleði sem varð hjá ömmu Þuríði og afa Geir þegar Kára og Gan fæddist lítil Kristjana árið 2007. Þetta sam- band sem myndaðist síðan á milli afa og ömmu og Kristjönu var ynd- islegt og dálítið einstakt. Svo kom annar sólargeisli inn í líf þeirra, lítil Katla Sóley hjá Gumma og Ellu Siggu árið 2009 og ekki varð gleðin minni en Geir og Þuríður voru líka svo heppin að fá hann Jó- hann Jökul með Ellu Siggu í kaup- bæti. Halla Kristín hefur komið sér vel fyrir og hefur verið að gera mjög góða hluti í Noregi. Hún hefur stað- ið sem stytta við hlið pabba síns í veikindum mömmu sinnar, sem al- gjör hetja, og ferðast hér á milli þessara landa. Þuríður greindist með sitt krabbamein árið 2006 og barðist sem hetja við meinið en varð að lok- um að láta undan. Elskulega vin- kona, ég kveð þig í bili, hvíl í friði. Elskulega fjölskylda, Geir, Halla, Gummi, Ella Sigga, Kári og Gan, Kristjana, Katla Sóley og Jóhann Jökull. Við Óli sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Eybjörg D. Sigurpálsdóttir. Þuríður Þorbjörg Káradóttir það var eins og maður væri staddur inni í miðju ævintýri liðinna ára. Austfirðirnir og þá Skriðdalurinn urðu oftar en ekki frásagnarefnið. Sveinn var líka vel pennafær og hafði gaman af að skrifa og eftir að brauð- stritinu lauk gafst meira næði til þess. Það var ekki algengt að karlmenn sem fæddir voru á öðrum áratug seinustu aldar sinntu heimilisstörf- um en þar var Sveinn sannarlega undantekningin sem sannaði regl- una. Eftir að heilsu Ástu fór að hraka tók hann til við eldamennsku og önnur heimilisstörf og leysti þau vel af hendi eins og annað sem hann gerði. Hann átti það til að færa okk- ur grönnunum eina og eina krukku af marmelaði eða heimabökuðu hafrakexi til að leyfa okkur að smakka á afrakstrinum. Hann reyndist Ástu sinni einstak- lega vel þegar tók að halla undan fæti og hjúkraði henni af alúð og um- hyggju. Einnig bar hann hag afkom- endanna fyrir brjósti og fylgdist með þeim í leik og starfi. Við vottum dætrunum og öðrum aðstandendum samúð okkar og kveðjum heiðursmanninn Svein Stefánsson með virðingu. Martha, Snorri, Bjarney og Guðmundur. Afi. Þá er komið að leiðarlokum hjá elsku afa, leiðarlokum á ferð sem var löng, stundum ansi ströng en þó að mestu leyti afar farsæl og ákaflega viðburðarík. Ég minnist afa með mikilli hlýju, enda var hann mjög góður afi og langafi. Mín fyrsta minning um afa og ömmu er af einhverjum ástæðum af næturgistingu á Hagamelnum og ég lá á dýnu undir snyrtiborðinu hennar ömmu! Ég man hvað mér fannst þetta ótrúlega kósí og mér fannst ég mjög örugg þarna. Það er ekki hægt að minnast afa án þess að minnast ömmu líka, enda voru þau ótrúlega samhent og gott „team“. Þær eru margar ferðirnar sem ég fór með þeim til Hveró og það að fá að snúllast með honum í garðinum var yndislegt. Seinna urðum við svo nágrannar á árunum sem við bjuggum í risinu á Hagamelnum. Mér fannst óskaplega notalegt að búa svona í návígi við þau og í dag dáist ég að þolinmæði þeirra yfir því þegar maður göslaðist heim með 6-7 vinkonur í eftirdragi og litla stigahúsið var hreinlega yfirfullt af skóm, úlpum og skólatöskum. Svo þótti mér nú ósköp gott að droppa inn til þeirra og þá bjó afi til rót- sterkt svart kínverskt te handa okk- ur tveimur og svo fórum við í Norð- urherbergið að spjalla. Lyktin af kínversku tei minnir mig alltaf á hann. Svo eftir að dæturnar bættust í hópinn tók hann þeim líka opnum örmum hvenær sem þau hittust og þeim þótti óskaplega vænt um hann langafa. Mér þykir mjög leitt að geta ekki verið með ykkur og fylgt honum síð- asta spölinn, en í hjarta mínu geymi ég minninguna um góðan mann sem mér þótti ofur vænt um. Hjartans kveðjur frá Ásthildi, Erikjan, Ásgerði, Fanneyju, Jan- neke og Wouter. Sigrún Sveinsdóttir. Nú kveð ég afa Svein í hinsta sinn. Ég á ótal góðar minningar tengd- ar honum afa. Of margar til að telja upp. Ég var – nei er – mjög stoltur af afa mínum. Hann var fyrrverandi lögreglumaður og mikill íþróttamað- ur. Einnig var hann vel lesinn og gat skrifað. Svo ekki sé minnst á hversu barngóður og hlýr hann var. Ég þakka fyrir á hverjum degi að hafa fengið að kynnast afa mínum. Góðmennska hans, hans sýn á líf- ið, hans æðruleysi, hversu hlýr hann var og ekki síst hversu léttur hann var í lund veitir mér ávallt innblást- ur. Hann veitti mér og okkur bræðr- unum gott veganesti. Ég á eftir að sakna afa míns meira en orð fá lýst. Arnar Hannesson. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF S. R. BRYNJÓLFSDÓTTIR, Heiði, Biskupstungum, semlést 27. maí á heilbrigðisstofnun Suðurlands verður jarðsungin frá Skálholtsdómkirkju laugardaginn 5. júní kl 14.00. Sigurður Þorsteinsson, Ágústa S. Sigurðardóttir, Gísli Þórarinsson, Þorsteinn Sigurðsson, Abigael Sörine Kaspersen, Guðmundur B. Sigurðsson, Guðríður Egilsdóttir, Brynjar S. Sigurðsson, Marta S. Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN SIGURÐSSON fyrrv. fulltrúi á Landspítalanum, Herjólfsgötu 38, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 2. júní. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 7. júní kl. 15.00. Dagmar Guðmundsdóttir, Elín Jónsdóttir, Ólafur Hallgrímsson, Anna S. Jónsdóttir, Jón Ólafur Ólafsson, Jörundur Jónsson, Sigrún E. Þorleifsdóttir, Þorbjörg Elenóra Jónsdóttir, Árni Gunnarsson, afabörn, langafabörn og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.