Morgunblaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2010 ódýrt og gott Chicago Town pizzur, Four cheese og Pepperoni 598kr.pk. Ráðningar standa nú yfir hjá embætti sérstaks saksóknara. Embættinu bár- ust 469 umsóknir eftir að auglýst var eftir starfsfólki 25. maí síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út 7. júní. Störfin eru fjölbreytt en flest gera þau ráð fyrir háskólamenntun eða annars konar sérþekkingu. Meðal annars var auglýst eftir lög- fræðimenntuðu fólki og reynslumikl- um lögreglumönnum. Einnig var aug- lýst eftir fólki með marktæka reynslu af fjármálastarfsemi og með sérþekk- ingu á flóknum fjármálagerningum. Sömuleiðis verða ráðnir sérfræð- ingar á sviði upplýsingatækni. Ekki hefur verið gefið upp hvenær gengið verður frá ráðningum en mikið álag er á embættinu. Stutt er síðan embætti sérstaks saksóknara var veitt aukafjárveiting upp á 470 milljónir króna. Morgunblaðið hefur áður greint frá því að heildarfjárveiting til embættis- ins í ár nemi 790 milljónum króna. Samkvæmt minnisblaði sem embætti sérstaks saksóknara sendi dóms- málaráðuneytinu er reiknað með að starfsmenn embættisins verði 80 tals- ins í lok árs 2010. Starfsmannafjöldinn mun haldast óbreyttur á árunum 2011 og 2012. Launakostnaður embættisins er áætlaður 10 milljónir á hvern starfs- mann á ári. hjaltigeir@mbl.is Sérstökum saksóknara bárust 469 starfsumsóknir Morgunblaðið/Kristinn Sérstakur Mikil vinna blasir við ef marka má fjölgun starfsmanna. Starfsmönnum fjölgar í 80 á árinu Ný störf » 469 manns sóttu um störf á vegum embættis sérstaks sak- sóknara. » Embættið fjölgar starfsfólki úr 19 í 80 á þessu ári. » Embættið auglýsti m.a. eftir lögfræðingum, lögreglumönn- um, viðskipta- og verkfræð- ingum. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Kjör Vigdísar Finnbogadóttur til forseta Íslands fyrir 30 árum hafði mikil áhrif á umheiminn. Vigdís var fyrsti kvenforseti í heiminum og því gríðarlega stórt skref stigið fyrir jafnréttisbaráttuna. Af því tilefni efndi Háskóli Íslands og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlend- um tungumálum til hátíðarfundar í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, í gær. Á fundinum hélt Laura Lis- wood, framkvæmdastjóri Council of Women World Leaders, fyrirlestur um kjör Vigdísar og þýðingu þess fyrir jafnréttisbaráttu kvenna víðs vegar um heiminn undir yfirskrift- inni „The Power of the Mirror“. Fundarstjóri var Kristín Ingólfs- dóttir, rektor Háskóla Íslands, og mættu margar konur á þennan áhugaverða fund. Liswood sló á létta strengi á fundinum við góðar undirtektir. Áhugaverð ræða hennar hefur einnig og að öllum líkindum náð til flestra í salnum en hún talaði um konur sem leiðtoga í heiminum í dag. „Heitt hjarta, kaldur haus“ væri það sem einkenndi góðan leið- toga, en til þess að geta orðið slíkur þyrfti að hafa hvort tveggja. Hún tók það fram að heimurinn hefði tekið miklum breytingum þegar Vigdís var kjörin forseti og finna þyrfti leið til þess að flýta sögunni á einhvern hátt, vegna þess að á þeim hraða sem við værum tæki önnur 200 ár að ná fram þeim breytingum sem orðið hefðu á síðustu 200 árum í þágu kvenna. Liswood sagði Ís- land ávallt vera í efsta sæti hvað varðar jafnrétti eða jöfnuð en þrátt fyrir það væri alltaf einhver kynja- munur, eins og alls staðar í heim- inum. Skemmtilegur kafli í fyrirlestri hennar var þegar hún sýndi brot úr gömlu viðtali við Vigdísi Finnboga- dóttur er hún gegndi embætti for- seta. Í viðtalsbrotinu sagði Vigdís – við mikinn hlátur gesta – að karl- menn ættu að vera þakklátir fyrir að vera jafngáfaðir og konur. En bætti við að það væri líka öfugt. Einnig nefndi Vigdís að konur væru umburðarlyndar í garð karla þegar þeir gerðu mistök en sagðist ekki vita um neitt samfélag sem hefði slíkt viðmót í garð kvenna. Að lokum þakkaði Kristín Liswood fyrir komuna og góðan fyrirlestur en á móti þakkaði Liswood Íslendingum fyrir að hafa fært sér Vigdísi. Morgunblaðið/Jakob Fannar Til fyrirmyndar Þessar ungu stúlkur voru á meðal gesta í Iðnó þar sem hrundið var af stað hvatningarátaki til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur. Þakkaði Íslandi fyrir Vigdísi  Þrjátíu ár liðin frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands  Heimurinn tók miklum breytingum við kjörið en hraða þarf sögunni Tveir karlar og tvær konur hafa játað kókaínsmygl samkvæmt ákæru rík- issaksóknara. Eru þau ákærð fyrir að hafa flutt til landsins 1,7 kg af kókaíni í þeim tilgangi að selja það hér á landi. Gerðar voru athugasemdir af hálfu ákærðu við orðalag ákærunnar en fólkið gekkst efnislega við sök- unum. Kókaínið var flutt til landsins í þremur ferðatöskum frá Spáni hinn 11. apríl síðastliðinn. Efnin fundust við leit á Keflavíkurflugvelli. Fólkið er einnig ákært fyrir vörslu fíkniefna en á heimilum þess fundust tæp hundrað grömm af kannabisefnum og 1,65 grömm amfetamíns. Fólkið er allt á þrítugsaldri en yngstur er maðurinn sem samkvæmt efni ákærunnar lagði á ráðin um smyglið. Hann fæddist 1988. Hann gerði athugasemd við það orðalag í ákæru að hann hefði „lagt á ráðin“ um smyglið og kveðst hafa verið milli- göngumaður um það. skulias@mbl.is Játuðu að hafa flutt inn kókaín Með kannabis og am- fetamín heima hjá sér Morgunblaðið/Júlíus Lögregla höfuð- borgarsvæðisins stöðvaði akstur níu ökumanna vegna ölvunar um liðna helgi. Einn ökumað- urinn lét sér ekki segjast og aðeins tæpar tvær klukkustundir voru liðnar frá því honum var sleppt úr haldi þar til hann var stöðvaður aftur á bif- reið sinni – jafn ölvaður og áður. Fimm ökumenn óku ölvaðir og án ökuréttinda. Tvívegis tek- inn ölvaður undir stýri Tékk Ástand öku- manns athugað. Fjölmargir lögðu leið sína í Iðnó í gær þar sem fólki gafst kostur á að setjast niður og skrifa bréf til fjölskyldu, vina, vinnustaða, fé- lagasamtaka eða annarra sem bréfritarar telja hafa verið til fyr- irmyndar á einn eða annan hátt. Um var að ræða hvatningar- átak tileinkað Vigdísi Finnboga- dóttur og íslensku þjóðinni. Til- efnið að sjálfsögðu að liðin eru 30 ár frá því að Íslendingar voru til fyrirmyndar með því að verða fyrstir þjóða til að kjósa konu sem forseta í lýðræðislegum kosningum. Vigdís til fyrirmyndar LANDSMENN SETTUST NIÐUR OG SKRIFUÐU BRÉF Morgunblaðið/Jakob Fannar Vinkonur Vigdís Finnbogadóttir ásamt Lauru Liswood sem hélt fyrirlestur um kjör Vigdísar og hvað það hafði mikil áhrif á heiminn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.