Morgunblaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Ernir Leiðtogar Dadi Gulzar og Jayanti Kirpalani í heimsókn sinni í Lótushús. skildi ekki orð af því sem hún sagði, Kirpalani sá um að þýða. Guizar sagði að dvölin á Íslandi hefði verið mjög góð. „Það virðist vera almenn vitund um það hér að hlutir geta verið mjög dramatískir og að þeir geta breyst mjög snögglega, svo menn verða að vera andlega við- búnir og hafa mikinn innri styrk til að geta tekist á við slíkar utanaðkom- andi aðstæður,“ sagði Guizar. Hún var vel meðvituð um banka- hrunið og náttúruhamfarirnar sem Íslendingar hafa gengið í gegnum að undanförnu en sagðist þrátt fyrir það ekki hafa orðið vör við mikla nei- kvæðni í heimsókn sinni hér. „Ég skynjaði ekki neikvæðar tilfinningar hjá fólkinu sem við höfum verið að hitta, en ég finn samt að það er ákveðin vitund um að það er eitthvað að gerast og það þarf að gera eitt- hvað en það er enginn alveg viss um hvað þarf að gerast. Fólk virðist vera að leita að svörum um hvað næsta skref eigi að vera,“ sagði Guizar og hvatti fólk til að leita í hugleiðsluna. Í henni gæti það þróað sinn eigin styrk og ró og átt í kjölfarið auðveldara með að takast á við umheiminn. „Að hugleiða er ákvörðun sem hver og einn getur tekið fyrir sjálfan sig og hugleiðslan fær fólk til að gera eitt- hvað og skapa sér betra líf.“ Eins og lótusblóm Spurðar hvort það sé ekki erfitt að hugleiða í öllu áreiti nútíma- samfélagsins svarar Guizar að hug- leiðsla feli ekki í sér að loka á um- heiminn. „Hugleiðsla snýst frekar um hvernig á að lifa í veröldinni og gefa af sér til hennar. Falleg samlík- ing er lótusblómið, blómið er í vatn- inu en samt stakt og vatnið heldur blóminu uppi, lótusblað er með vax- kennt yfirborð og ef vatnið lendir á því rennur það af og skaðar það ekki. Við þurfum að vera í þessum heimi á svipaðan hátt og lótusblómið er í vatninu. Með því að finna innri sann- leika og fegurð getum við séð til þess að neikvæðnin snerti okkur ekki en við gefum samt jákvætt framlag til heimsins. Leiðin að því að geta hugleitt er að skilja hvernig á að nota orku hug- ans á jákvæðan hátt. Taka síðan yfir stjórnina og þjálfa hugann til að hald- ast á réttri braut og til að skapa rétt- ar hugsanir. Þá getur maður tengst við innri friðinn,“ sagði Guizar. Hún hélt af landi brott með Kirpalani stuttu eftir að ég ræddi við þær enda þarf að dreifa boðskapnum víða. Stærstan hluta ársins dvelur Guizar í höfuðstöðvum Braham Kumaris- skólans á Indlandi en ferðast nokkra mánuði á ári utan Indlands og dreifir andlegum boðskap. Kirpalani býr í London en ferðast átta til níu mánuði á ári um heiminn, ein og með Guizar. Að spjallinu loknu afhenti Guiz- ar mér lítið viskukorn og litla köku sem þær baka sjálfar og gefa þeim sem koma að hlýða á þær. „Fræið að velgengni þinni í lífinu er djúp innri sátt,“ sagði viskukornið og hefði ekki getað verið viturlegra. Reuters Delhi Hugleiðsluhefðin er löng í Indlandi, landi Gulzar og Kirpalani. Við þurfum að vera í þessum heimi á svip- aðan hátt og lótusblóm- ið er í vatninu www.lotushus.is MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2010 950.000.000 ÞÚ TALDIR RÉTT: 950 MILLJÓNIR 220.000.000 +730.000.000 Tvöfaldur fyrsti vinningur stefnir í 220 milljónir og Ofurpotturinn stefnir í 730 milljónir. Ekki gleyma að vera með, fáðu þér miða fyrir klukkan fjögur í dag á næsta sölustað eða á lotto.is Tvöfald ur 1. vinni ngur F í t o n / S Í A ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM! MIÐINN GILDIR 30. JÚNÍ 2010 A. 12 14 17 21 41 48 B. 05 16 23 36 37 38 C. 07 09 13 22 34 38 D. 03 06 19 24 25 31 E. 11 19 21 25 38 42 F. 01 25 35 36 39 46 G. 18 19 20 23 28 46 H. 22 27 29 39 40 42 Daglegt líf 11 „Uppáhalds- matjurtin mín er grænkál. Af því það er svo hollt fyrir kroppinn,“ segir Sólveig Ei- ríksdóttir mat- gæðingur. „Margir halda að grænkál sé ekkert spenn- andi en það leynir á sér. Það er mjög auðvelt í ræktun, hægt að forrækta það inni og skella svo í kassa úti í garði eða í pott á svalirnar. Og þetta kál er ekkert að erfa það við mann þó maður gleymi aðeins að hugsa um það, það er svo harðgert. Restin af grænkálinu mínu frá því í fyrra tók að lifna við í sumar og var bara prýði- legt. Ég hef lært inn á grænkálið og er að þróa grænkálssnakk sem er geggjað.“ Uppáhaldsblómið hennar Sollu er íslensk fjóla. „Þessi litla og smá- gerða, hún er svo falleg. Svo má líka nota blómin af henni út á salat. Fjólu- blómin eru með góðum sætukeim en þau gleðja fyrst og fremst augu þeirra sem borða salatið.“ Uppáhaldsjurtir Sólveigar Eiríksdóttur Fjólan fegrar salatið Að vera með rétta viðhorfið er betri leið að árangri í starfi en greindar- vísitala, menntun og flestir aðrir þættir. Dr. Martin Seligman hefur fundið út að jákvæðar manneskjur eru heilbrigðari, í betri samböndum og ná lengra á vinnumarkaðinum en aðrir. Jákvætt fólk vinnur sér líka inn meiri peninga segir á Msn.com. Allir geta tileinkað sér rétta viðhorfið sama hvaðan þeir koma eða hversu mikla hæfileika þeir hafa og það get- ur skipt sköpum í starfsframanum. Hér eru tíu ráð til að tileinka sér viðhorf jákvæða starfskraftsins. Hugsaðu: 1. Ég ræð örlögum mínum. 2. Allt er mögulegt. 3. Ekkert er of lítið eða ómerkilegt til að gera það vel. 4. Koma vel fram við alla. 5. Ég var gerð/ur fyrir þetta starf og stöðuna fyrir ofan mig. 6. Þetta snýst ekki bara um það sem ég veit heldur líka hverja ég þekki. 7. Hvað get ég gert meira og betur? 8. Allir gera mistök og það á að tak- ast á við þau og halda áfram. 9. Ég er minn stærsti aðdáandi. 10. Mig þyrstir í tækifæri og leita þeirra stöðugt. Vinna Reuters Kátar Betra að brosa og vera hress. Jákvætt viðhorf mikilvægast til að koma sér áfram í starfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.