Morgunblaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 19
Minningar 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2010
✝ Ingveldur VilborgÓskarsdóttir
Thorsteinson fæddist í
Reykjavík 4. júlí 1923.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Skóg-
arbæ 20. júní síðastlið-
inn. Foreldrar hennar
voru Óskar Jónasson,
kafari, f. 11. janúar
1898 í Reykjavík, d.
23. janúar 1971, og
kona hans Margrét
Björnsdóttir, f. 12.
janúar 1897 á Brekku
í Seyluhreppi í Skaga-
firði, d. 27. maí 1988. Systkini Ingv-
eldar eru: 1) Anna Björg, f. 10. mars
1921, d. 29. janúar 1997, gift Krist-
jáni Júlíussyni, loftskeytamanni (lát-
inn). 2) Björn Andrés, f. 1. febrúar
1925, kvæntur Lísbet S. Davíðs-
dóttur (látin). 3) Gunnlaugur Briem,
f. 28. febrúar 1930, kvæntur Erlu
Guðmundsdóttur (látin). Kjördóttir
Hulda, f. 12. júlí 1937, gift Gísla E.
Sigurhanssyni og eiga þau tvö börn,
þau skildu. Seinni maður Huldu var
Will H.K. Perry (látinn).
Inga giftist 15.10. 1942 Steingrími
Harry Thorsteinson prentara, f.
15.10. 1920, d. 11.8. 2002. Hann var
kennari, f. 25.8. 1957, gift Magnúsi
G. Benediktssyni, viðskiptafræðingi
og löggiltum endurskoðanda, f. 15.1.
1958, og eiga þau tvö börn og tvö
barnabörn, 6) Steingrímur Árni,
rennismiður og vélvirki, f. 29.7.
1966, kvæntur Ástu Kristínu Svav-
arsdóttur leikskólakennara, f. 5.4.
1972, og eiga þau fimm börn.
Inga ólst upp í Reykjavík. Hún
lauk námi í Kvennaskólanum í
Reykjavík 1940. Hún starfaði í Nora
Magasin og síðar hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur. Inga og Steingrímur
stofnuðu heimili sitt að Brekkustíg
3a, en bjuggu lengst af í Skipholti 16
í Reykjavík. Inga helgaði sig hús-
móðurstörfum frá 1950-1972, en þá
hóf hún störf hjá Ríkisútvarpinu,
auglýsingadeild og starfaði þar til
starfsloka. Inga starfaði mikið og
sat í stjórn í kvenfélagsins Eddu, fé-
lagi eiginkvenna prentara sem hafði
þann tilgang að auka kynni og fé-
lagslíf meðal prentarakvenna og
vinna að framförum og menningar-
málum prentara og fjölskyldna
þeirra. Hún tók einnig virkan þátt í
starfi nemendasambands Kvenna-
skólans í Reykjavík um margra ára
skeið. Loks voru þau hjónin virkir
þátttakendur í starfi Parkinson-
samtakanna á meðan heilsa þeirra
leyfði. Árið 1997 fluttust þau á
hjúkrunarheimilið Skógarbæ í
Reykjavík.
Útför Ingu fer fram frá Fossvogs-
kirkju í dag, 30. júní 2010, og hefst
athöfnin kl. 13.
sonur Axels Thor-
steinson, rithöfundar
og fréttamanns í
Reykjavík, f. 5.3. 1895,
d. 3.12. 1984, og konu
hans Jeanne Barthe-
lemy Fafin Thorstein-
son, f. 21.5. 1901 í
Liége, Belgíu, d. 29.6.
1984 í Reykjavík.
Börn þeirra eru: 1)
Margrét Fafin, rann-
sóknarmaður, f. 23.2.
1943, gift Páli Svav-
arssyni kerfisfræð-
ingi, f. 28.1. 1949, og
eiga þau þrjár dætur og sex barna-
börn, 2) Steinunn, ljósmóðir, f. 12.1.
1950, gift Magnúsi Á. Torfasyni raf-
vélavirkja, f. 3.4. 1945, d. 8.5. 2006,
og eiga þau tvö börn, og þrjú barna-
börn, 3) Jóhanna, grunnskólakenn-
ari og leikskólastjóri, f. 15.11. 1952,
gift Helga Jónssyni, f. 1.12. 1949,
þau skildu. Í sambúð með Bergi
Bergssyni, f. 6.10. 1955, og á hún
þrjú börn og tíu barnabörn, 4) Anna
Björg, leikskólakennari, f. 11.3.
1954, gift Sigursteini Sævari Ein-
arssyni deildarstjóra, f. 20.6. 1953,
og eiga þau fjögur börn og sjö
barnabörn, 5) Birgitta grunnskóla-
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Þetta ljóð eftir Valdimar Briem
er vel við hæfi þegar við kveðjum
hana ömmu okkar í hinsta sinn.
Í dag þegar við kveðjum okkar
ástkæru ömmu sem við höfum
þekkt í yfir 40 ár er margs að minn-
ast.
Amma var stolt af börnunum sín-
um og afkomendum þeirra og talaði
hún um það í hvert skipti sem við
heimsóttum hana. Það var alltaf
gaman að heimsækja ömmu þar
sem hún gaf sér tíma til að spjalla
við okkur og ræða um heima og
geima, því hún var svo fróð um
menn og málefni og vildi miðla af
reynslu sinni. Ekki má gleyma því
að alltaf var dúkað borð með heima-
bökuðu kræsingunum hennar.
Við vorum svo heppnar að ná í
lokin á gamla tímanum þegar við
vorum með ömmu og afa á Laug-
arvatni. Þar áttu þau sinn sumarbú-
stað sem þau fóru oft í. Fyrstu
minningarnar þaðan eru þegar við
erum 5-6 ára gamlar. Þar var ekk-
ert rafmagn, salerni eða rennandi
vatn. Á kvöldin þegar dimmt var
orðið var kveikt á olíulampa, spilað,
lesið og hafðar kvöldvökur. Það sem
var mest spennandi í okkar augum
var að fara með ömmu að sækja
mjólkina sem geymd var í brúsa út í
læk.
Margar góðar minningar koma
upp í hugann úr Skipholtinu þar
sem amma og afi bjuggu lengst af.
Þar fengum við bestu kakósúpu og
brauðsúpu og ekki má gleyma næt-
ursöltuðu ýsunni sem amma kenndi
okkur að borða af bestu lyst.
Síðan eru öll jólaboðin sem haldin
voru, þar sem stórfjölskyldan kom
saman og borðaði hangikjöt með
öllu tilheyrandi og frómas í eftirrétt.
Þar var sungið og dansað í kringum
jólatréð. Í dag þykja það ekki stór
tíðindi að horfa á litasjónvarp en við
sáum í fyrsta skipti litasjónvarp á
Íslandi hjá ömmu og afa þegar við
horfðum á Prúðuleikarana.
Síðustu 12 ár dvaldi amma á
Hjúkrunarheimilinu í Skógarbæ og
var hún alla tíð þakklát fyrir þá
umönnun sem hún fékk þar.
Að lokum þökkum við þér elsku
amma fyrir þann tíma sem þú gafst
okkur og fyrir að vera sú amma sem
reyndist okkur vel.
Elsku amma, takk fyrir öll hlýju
orðin, umhyggjuna, jákvæðnina og
hvatninguna í gegnum árin. Þegar
ég, Inga, lá á Borgarspítalanum 8
ára gömul var ég svo heppin að þú
lást í næsta rúmi við mig, mér leið
illa því þú varst svo lengi að vakna
eftir svæfinguna og ég var alltaf að
kalla: Amma, vaknaðu. Nú, 40 árum
seinna, þegar ég kom og kvaddi þig
eftir stutt en erfið veikindi vissi ég
að þú myndir ekki vakna aftur en þú
opnaðir augun og brostir til mín
þegar ég sagði: „Amma, heyrir þú í
mér.“ Nú ertu farin og þér líður vel
og ég veit að hvíldin er þér kærkom-
in og nú ertu komin til afa sem var
þér svo kær.
Guð geymi þig, elsku amma.
Inga og Hulda Óskarsdætur.
Elsku amma mín. Mér finnst
næstum ótrúlegt að ég sé að kveðja
þig í hinsta sinn. Í mínum augum
varstu algjörlega ódauðleg, enda sú
kona sem hefur alltaf verið klett-
urinn í lífi mínu. Nýfædd kom ég
ásamt móður minni fyrst inn á
heimili ykkar afa í Skipholtinu og
aðeins nokkurra daga gömul fórum
við öll í sumarbústaðinn á Laug-
arvatni sem átti svo sannarlega eftir
að verða okkar uppáhaldsstaður í
lífinu. Á ykkar heimili voru tvö
yngstu systkini móður minnar sem
urðu sjálfkrafa mín eldri systkini.
Það voru svo þessar síðustu vikur
sem ég virkilega fann hvað sterkast
að í raun átti ég fimm eldri systkini
og móður í barnahópnum ykkar afa.
Ég naut þeirrar gæfu, eitt barna-
barna ykkar, að fá að búa hjá ykkur
afa og þar með bindast órjúfanleg-
um böndum sem hafa haldist fram á
síðasta dag. Þú hafðir endalausan
tíma, eiginlega allan tímann í heim-
inum. Eftir að ég flutti með mínum
foreldrum var samt ekkert sem
stoppaði mig. Sex ára gömul tók ég
strætó niður í bæ og skottaðist um
Laugaveginn þar til þú varst búin í
vinnunni en þá varst þú að vinna hjá
útvarpinu á Skúlagötunni. Þangað
var ég komin rétt fyrir fjögur og
fylgdist með þér gera upp kassann
og saman trítluðum við niður stig-
ann og út í bíl til afa sem beið fyrir
utan. Eftir kvöldmatinn fékk ég svo
alltaf ásamt Árna og Birgittu að
setjast í betri stofuna og horfa þar á
sjónvarpið og afi hafði þá gjarnan
keypt kók og Síríus-súkkulaði. Það
var sko ekki sjálfgefið að fá að fara í
betri stofuna þar sem hún var
gjarnan lokuð þegar barnabörnin
mættu í heimsókn. Það var líka um
þetta leyti sem ég uppgötvaði að
amma mín væri „ein af fegurstu
konum í heimi“ eins og auglýsingin
sagði, því hún notaði Lúx-sápu. Í
mínum huga er sumarbústaðurinn
sem þið afi byggðuð í Miðdalnum á
Laugarvatni nafli alheimsins enda
áttum við okkar bestu stundir þar.
Á ferðum okkar þangað kenndir þú
mér að þekkja hvern einasta hól og
fjall en sjálf hef ég lagt áherslu á að
kenna mínum eigin börnum um alla
staðhætti á leiðinni á Laugarvatn.
Meðan afi smíðaði, málaði og dedú-
aði við bústaðinn skottuðumst við
saman út um meli og móa, upp í gil
og efra hverfi. Þú kenndir mér að
þekkja allar plönturnar sem vaxa í
dalnum, allt frá illgresiselftingunni
upp í alaskaaspir sem í dag tróna
við himin.
Nú síðustu ár þegar ég hef heim-
sótt þig á Skógarbæ varstu alltaf
svo glöð og tókst vel á móti mér.
Stoltið leyndi sér aldrei og sagðir þú
öllum sem heyra vildu að hér væri á
ferðinni ljósmóðir líkt og hún Stein-
unn. Ég var því afar stolt þegar ég
sagði þér fyrir stuttu að loksins
væri ég nú að hefja ljósmóðurnámið
í haust. Þú brostir til mín og kreistir
hönd mína. Ég þakka fyrir allar þær
stundir sem við höfum átt í lífinu og
ekki síst þessar síðustu vikur og sól-
arhringa sem ég gat vart vikið frá
rúmi þínu. Ég þakka fyrir nánd og
ást „stóru systkina“ minna sem hef-
ur verið einstök á þessum tíma. Nú
ert þú, elsku amma, komin í faðm
afa sem hefur beðið eftir þér eins og
hann gerði forðum. Máttur Guðs er
hjá okkur og styrkir okkur í sorg-
inni.
Edda Sveinsdóttir.
Elskuleg systir mín, Inga, hefur
kvatt þetta líf. Þó að tregi fylgi and-
láti náins ættingja er dauðinn
stundum lausn. Inga hafði glímt við
Alzheimers-sjúkdóminn frá því að
hún var um sjötugt, en heilablæðing
nýlega varð henni að aldurtila. Þeg-
ar ég kom til hennar í Skógarbæ,
þar sem hún hafði dvalið í um 13 ár,
átti hún í miklum erfiðleikum með
að tjá sig. Hún brosti til mín og
sagði nafnið mitt og leit svo á dóttur
mína sem stóð við rúm hennar og
nefndi hana líka mínu nafni. Þarna
kvöddum við Ingu í síðasta sinn.
Inga og Harry, maður hennar,
hófu búskap á Brekkustíg 3A í
Reykjavík, en þar hafði faðir okkar
byggt fjölskyldunni hús þegar Inga
var um þriggja ára gömul. Ungu
hjónin höfðu þar eina stofu og ekki
var innbúið stórt, en allt var þar fínt
og fágað, enda bæði hjónin einstak-
lega snyrtileg í allri umgengni.
Ég á mjög góðar minningar frá
heimsóknum í stofuna þeirra á
Brekkustígnum, en þær hafa líklega
verið daglegur viðburður. Veturinn
1942-3 var Inga heima og beið fæð-
ingar frumburðar síns seint í febr-
úar. Hún var alltaf að prjóna litlar
flíkur sem áttu að vera á barnið sem
von var á. Þegar ég sat hjá henni
var hún að kenna mér að þekkja
stafina í gömlu stafrófskveri með
skrýtnum stöfum, að því er mér
fannst. Af og til tók hún prjóninn og
benti mér á stafina sem ég átti að
læra. Þegar þetta var var ég fimm
ára gömul og ég man ekki hvort
mér þótti gaman að læra stafina, en
mér fannst alltaf gaman að vera hjá
Ingu systur. Ég vissi ekki þá að
Inga var í raun móðursystir mín, en
það breytti heldur engu seinna. Mér
fannst Inga alltaf góð og skemmti-
leg systir.
Inga var glæsileg kona, fé-
lagslynd og naut sín vel á manna-
mótum. Hún hafði góða söngrödd og
hafði gaman af að syngja.
Inga og Harry eignuðust stóra
fjölskyldu og þurfti bæði dugnað og
fyrirhyggju við að sjá fyrir öllum.
Það tókst þeim og nú kveður Ingu
hópur mannvænlegra afkomenda
sem öllum hefur farnast vel.
Ég þakka Ingu minni öll árin sem
við áttum saman og bið Guð að
geyma hana í nýjum heimkynnum.
Hulda Óskarsdóttir Perry.
Mér er í barnsminni þegar ung og
falleg hjón knúðu dyra að æsku-
heimilinu suður í Skerjafirði. Þarna
voru þau komin, Inga frænka,
Harrý, maðurinn hennar og Mar-
grét litla dóttir þeirra.
Mannlíf blómstraði þrátt fyrir
styrjöld, fólk kom gangandi yfir
Vatnsmýrina í heimsóknir í þá daga.
Það var spjallað um stjórnmál og
gang heimsins. Líka var slegið á
léttari stengi – og mikið gaf Inga
frænka af sér. Hún var hress og
skemmtileg kona, fróð um bæinn
sinn og þekkti marga. Á síðari árum
gat undirritaður hringt í frænku
sína ef upplýsingar um horfna
Reykjavík vantaði í litla blaðagrein
– Inga leysti úr því.
Harrý varð vinur okkar, hann
kunni ýmislegt fyrir sér, t.d. kom
hann upp myrkraherbergi í húsinu
okkar þar sem hann og ungir menn í
fjölskyldunni lærðu að framkalla
filmur og stækka ljósmyndir. Og
hann tók fermingarmyndirnar.
Þau Inga og Harrý áttu skjól í
Skógarbæ árum saman. Harrý dó
úr parkinsonsveiki 2002 en Inga
þjáðist lengi af Alzheimer. Nú er
hún horfin af sviðinu og fallegur
hlátur hennar hljóðnaður. Ég fagna
því að hafa átt Ingu að sem
skemmtilega og gefandi frænku og
sendi hennar afkomendum samúð-
arkveðjur nú þegar góð kona er bor-
in til moldar.
Jón Birgir Pétursson.
Ingveldur V. Óskars-
dóttir Thorsteinson
✝ Arnheiður HelgaGuðmundsdóttir
fæddist í Ásakoti í
Sandvíkurhreppi 26.
desember 1936. Hún
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suðurlands,
Selfossi, 24. maí 2010.
Foreldrar hennar
voru Guðmundur Al-
exandersson, f. 3.3.
1912, d. 11.10. 2000,
og Anna Guðmunds-
dóttir, f. 31.12. 1911,
d. í apríl 1945. Systk-
ini Arnheiðar eru
Guðrún, f. 29.7. 1935, Valgerður, f.
19.5. 1938, Guðmann, f. 17.2.,1940,
Unnur, f. 12.2. 1943, d. 21.2. 2005,
og Gunnar, f. 13.10. 1948.
Árið 1956 giftist Arnheiður Jósef
Geir Zophoníassyni sjómanni, f.
24.5. 1936, d. 18.1. 1970. Börn
þeirra eru: 1) Anna, f. 27.8. 1955,
maki Ingibergur Magnússon, f.
25.7. 1950, þau eiga þrjú börn og
sjö barnabörn, 2) Guðmundur, f.
3.9. 1956, maki Elín Arndís Lár-
usdóttir, f. 3.10. 1956, þau eiga
þrjá syni, 3) Margrét,
f. 7.2. 1959, d. 14.8.
2009, maki Sigmund-
ur Sigurjónsson, f.
16.12. 1958, þau eiga
tvær dætur og eitt
barnabarn, 4) Ólafur,
f. 27.7. 1963, maki
Rósa Kristín Þor-
valdsdóttir, f. 14.5.
1963, þau eiga tvö
börn.
Arnheiður ólst upp
í Ásakoti til átta ára
aldurs, fór þá í fóstur
í Vestra-Íragerði á
Stokkseyri eftir að móðir hennar
lést. Arnheiður og Jósef Geir stofn-
uðu heimili á Stokkseyri og bjó
hún þar til ársins 2007 er hún flutti
á Selfoss og bjó þar, þar til hún
lést.
Arnheiður starfaði á Stokkseyri
í fiskvinnslu, við verslunarstörf og
við umönnun á Kumbaravogi til
nóvember 2008.
Útför Arnheiðar fór fram frá
ríkissal Votta Jehóva 2. júní 2010.
Jarðsett var á Stokkseyri.
Kæra amma. Nú hefur þú kvatt
þennan heim og finnst mér erfitt að
hugsa til þess að við eigum aldrei eft-
ir að tala saman aftur og ræða málin,
eins og við höfum gert svo oft í gegn-
um tíðina. Á móti kemur að ég er
mikið feginn yfir að hafa verið hjá
þér síðustu stundirnar í lífi þínu.
Ég á margar góðar minningar frá
samverustundum okkar og er ég af-
ar þakklátur fyrir að hafa átt þig að
allan þennan tíma.
Ein af þeim minningum sem sitja
mest eftir er þegar við heimsóttum
þig á Stokkseyri þegar þú varst að
baka pönnukökur. Þá fékk ég ávallt
að láta sykurinn á pönnukökurnar og
rúlla þeim svo upp, sem mér fannst
ákaflega gaman.
Þú hefur alltaf verið full af orku
svo lengi sem ég man eftir. Þú hefur
ferðast mikið og farið í ófáar fjall-
göngur. Ég man eftir því þegar við
fórum tvö saman upp á Ingólfsfjall
og röltum alla leiðina að Inghól. Þú
blést varla úr nös og hefðir örugg-
lega getað haldið áfram.
Eitt af því sem ég man eftir frá því
að ég var lítill var þegar þú fórst með
mig, Atla og Þórunni að heimsækja
langafa á elliheimilið á Eyrarbakka.
Þó að ég muni ekki eftir öllum smá-
atriðunum varðandi þessar heim-
sóknir, þá sitja þessar ferðir ávallt
eftir.
Ég mun ætíð sakna þín og þú
munt alltaf eiga öruggan stað í huga
mínum sem og hjarta. Þakka þér
kærlega fyrir allar stundirnar okkar
saman. Hvíl í friði.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Þitt barnabarn,
Bjarki Þór Guðmundsson.
Arnheiður Helga
Guðmundsdóttir