Morgunblaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 15
Fréttir 15ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2010 Málsskjölin vegna saksóknar á hendur tíu meintum njósnurum Rússa í Bandaríkjunum minntu stundum á reyfara um njósnir í kalda stríðinu. Skjölin benda þó til þess að njósnararnir hafi ekki verið mjög færir á sínu sviði og ekki komist í hálfkvisti við söguhetjur á borð við James Bond. Bandarísk yfirvöld töldu jafnvel ekki ástæðu til að ákæra þá fyrir njósnir. Dómsmálaráðuneytið í Wash- ington skýrði frá því í fyrrakvöld að tíumenningarnir hefðu verið hand- teknir á sunnudag og ákærðir fyrir að vera leynilegir erindrekar er- lendra stjórnvalda, en það varðar allt að fimm ára fangelsisdómi. Níu þeirra voru ákærðir fyrir samsæri um peningaþvætti og sú ákæra varð- ar allt að 20 ára fangelsi. Njósnararnir eru sagðir hafa búið í bandarískum borgum í rúman ára- tug, undir fölskum nöfnum og lifað ósköp venjulegu lífi til að vekja ekki grunsemdir. Á meðal þeirra voru pör sem þóttust vera hjón. Ekki var skýrt frá því við hvað útsendararnir störfuðu en hermt var að þeir hefðu reynt að komast í vinfengi við menn sem hefðu upplýsingar um kjarna- vopn, stefnu Bandaríkjastjórnar í málefnum Írans, yfirmenn leyni- þjónustunnar CIA og fleiri mál. Njósnarar eru sagðir hafa beitt ýmiss konar hátæknibúnaði við njósnirnar, m.a. notað sérstakan hugbúnað til að fela texta í myndum sem settar voru á netið á vefsetrum sem opin eru almenningi. Rússneska leyniþjónustan SVR er síðan sögð hafa notað sama hugbúnað til að lesa úr leyniletrinu. Njósnararnir beittu einnig gamalkunnum aðferðum, grófu m.a. holur til að fela peninga í almenningsgörðum. Ef marka má málsskjölin virðast þó njósnararnir hafa haft lítið upp úr öllu krafsinu og hermt er að þeir hafi verið svo viðvaningslegir að banda- rískir gagnnjósnarar hafi getað fylgst með þeim í mörg ár. Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, neitaði ásökuninni um njósnir og krafðist skýringa á ákær- unum. Hann sagði tímasetningu handtökunnar undarlega og gaf til kynna að markmiðið með henni væri að grafa undan viðleitni til að bæta samskipti Bandaríkjanna og Rúss- lands. bogi@mbl.is Reuters Borgarafundur Medvedev Rússlandsforseti og Obama snæddu hamborgara á skyndibitastað í Virginíu þremur dögum fyrir handtöku njósnaranna. Njósnararnir höfðu lítið upp úr krafsinu  Rússneskur njósnahringur sagður hafa starfað í Banda- ríkjunum í mörg ár  Var þó ekki ákærður fyrir njósnir Undarleg tímasetning? » Njósnahringurinn var hand- tekinn þremur dögum eftir fund Dmítrís Medvedevs Rúss- landsforseta með Barack Obama Bandaríkjaforseta. » Fréttaskýrendur í Moskvu sögðu tímasetningu handtök- unnar grunsamlega, því svo virtist sem einhverjir í banda- ríska valdakerfinu væru and- vígir stefnu Obama og vildu senda honum þau skilaboð að hann gæti ekki treyst Rússum. Heimastjórnin á Grænlandi hefur krafist þess að tvö olíuvinnslufyrir- tæki, sem hafa fengið leyfi til að bora eftir olíu við strönd landsins, leggi fram tryggingu að andvirði nær 60 milljarða danskra króna, sem svarar 1.200 milljörðum íslenskra. Viðskiptafréttavefur danska dag- blaðsins Berlingske Tidende skýrði frá þessu í gær og sagði þetta mestu tryggingarfjárhæð sem krafist hefði verið í heiminum vegna olíuborunar á hafsbotni. Nota ætti féð til að greiða hugsanlegar skaðabætur og standa straum af kostnaði vegna olíuhreinsunar ef mengunarslys yrði, líkt og þegar sprenging í bor- palli í Mexíkóflóa olli mesta olíu- mengunarslysi í sögu Bandaríkj- anna. Breska fyrirtækið Cairn Energy og Petronas í Malasíu hafa fengið leyfi til að bora eftir olíu undan norð- vesturströnd Grænlands. Fyrir- tækin samþykktu kröfuna og fram- kvæmdir eiga að hefjast á næstu dögum. bogi@mbl.is Kröfðust mettryggingar  Grænlendingar krefja olíufyrirtæki um 1.200 milljarða kr. vegna olíuleitar Morgunblaðið/RAX Ríkt Grænland á margar auðlindir. Hindúaprestar sitja í pottum fullum af vatni og fara með sérstaka bæn til að sefa Varun, einn af guðum hindúa, í borginni Ahmedabad á vestanverðu Indlandi. Varun er guð himinsins, vatnsins og regnsins í goða- fræði hindúa. Gert er ráð fyrir því að monsúnrigningar hefjist á Indlandi á morgun eftir tíu daga hlé. Reuters Reynt að sefa regnguð hindúa Lúanda, höfuðborg Afríkuríkisins Angóla, er orðin dýrasta borg heims, að því er fram kemur í árlegri úttekt fyrirtækisins Mercer. Úttektin tekur til verðlags á um 200 hlutum og veitir því góða vísbend- ingu um á hverju ferðamenn mega eiga von í viðkomandi borgum. Afrísk borg hefur aldrei áður verið í efsta sæti listans en að auki eru Libreville, höfuðborg Gabons, og Ndjamena, höfuðborg Tsjads, á listanum. Fyrirtækið kannaði verðlag í 214 borgum um víða veröld en það þykir ýta undir verðlagið fyrir aðkomumenn í afrísku borgunum að greiða þarf hátt verð fyrir örugga gistingu og húsnæði. Athygli vekur að Reykjavík er ekki lengur á lista Mercer yfir 50 dýrustu borgir heims en vart þarf að rekja ástæður þess. Til sbr. áætlaði greining- ardeild Economist að hún væri sjötta dýrasta borgin 2007. baldura@mbl.is 4 6 2 10 5 3 8 7 1 8 Heimild: Mercer * Jafn dýrar borgir Á heimslista DÝRUSTU BORGIR HEIMS Þrjár afrískar borgir eru nú í fyrsta sinn á meðal tíu dýrustu borga veraldar á árlegum lista fyrirtækisins Mercer. Niðurstaðan vitnar um aukna hagsæld í Afríku. EFTIR HEIMSHLUTUM AMERÍKA 21. Sao Paulo, Brasilíu 27. New York, Bandaríkjunum 29. Rio de Janeiro, Brasilíu 45. Havana, Kúbu 55. Los Angeles, Bandaríkjunum EVRÓPA 4. Moskva, Rússlandi 5. Genf, Sviss 8. Zürich*, Sviss 10. Kaupmannahöfn, Danmörku 11. Ósló*, Noregi MIÐAUSTURLÖND/ AFRÍKA 1. Lúanda, Angóla 3. Ndjamena, Tsjad 7. Libreville, Gabon 13. Viktoría, Seychelles-eyjum 19. Tel Aviv, Ísrael ASÍA/KYRRAHAF 2. Tókyó, Japan 6. Osaka, Japan 8. Hong Kong*, (Kína) 11. Singapúr*, Singapúr 14. Seúl, Suður-Kóreu Kaupmannahöfn Danmörk Moskva Rússland Zürich* Sviss Tókýó Japan Osaka Japan Genf Sviss Ndjamena Tsjad Hong Kong* (Kína) Libreville Gabon Lúanda Angóla ÞÆR 10 DÝRUSTU Singapúr Viktoría Sao Paulo New York HavanaLos Angeles Rio de Janeiro Tel Aviv Seúl Ósló Afríka á dýrustu borgina í fyrsta skipti í sögunni Fjallað er um málið á vef tímarits- ins Business Week með þeim orð- um að á olíusvæðum Grænlands á hafi úti sé að finna allt að 17 millj- arða tunna af olíu og ígildi 9,3 milljarða tunna af fljótandi gasi, auk gríðarlegs magns af jarðgasi. Tímaritið segir Grænland deila hluta hafsvæðanna með Kanada en að því gefnu að Grænlendingar eigi bróðurpartinn er ljóst að þarna er um gríðarlegar fjárhæðir að ræða. Nægir þar að margfalda tunnufjöldann af olíu með heims- markaðsverðinu í dag sem er um 75 Bandaríkjadalir. baldura@mbl.is Svart gullið undir ísnum EFTIR MIKLU AÐ SLÆGJAST Niðursveiflan í Bretlandi hefur víða áhrif og er nú svo komið að Karl Bretaprins hefur séð sig knúinn til að draga úr útgjöldum vegna gesta- móttaka við hirðina. Bretaprins hefur náð góðum árangri ef marka má nýjar tölur frá bresku konungsfjölskyldunni en þar kemur fram að hún hafi tekið á móti 9.396 gestum í fyrra, eða á móti tæp- lega sama fjölda og árið á undan. Til að draga úr útgjöldum vegna þessa var ákveðið að skipta út þriggja rétta málsverðum eins og kostur væri en bjóða þess í stað upp á hanastél og „standandi borð“ með pinnamat og ódýrari réttum. Árangurinn lætur ekki á sér standa því útgjöldin minnkuðu um helming, fóru úr 102 milljónum króna niður í um 49 milljónir. Sendiráðið og hirðin Niðurskurðurinn vekur athygli, ekki síst í því ljósi að upplýst hefur verið að íslenska sendiráðið í Svíþjóð bauð hátt í 400 manns til móttöku á þjóðhátíðardegi Íslendinga, eða sama fjölda og breska hirðin tekur á móti á ríflega hálfs mánaðar fresti að meðaltali. baldura@mbl.is Bretaprins skiptir út þrírétta málsverðum fyrir hanastél Karl Bretaprins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.