Morgunblaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2010 Tvær myndir verða frumsýndar í bíóhúsum í dag. Killers Ashton Kutcher og Katherine Heigl leika hjón í þessari gamanhasarmynd. Jen Kornfeldt (Heigl) heldur að hún muni ekki verða ástfangin aftur eftir sambandsslit en hittir þá mikinn drauma- prins í sumarfríi í Frakklandi, Spencer Aimes (Kutcher). Prinsinn virðist gallalaus og þau gifta sig og flytja í úthverfi eitt og upplifa mikla hjóna- bandssælu. Sælunni lýkur þó allhressilega einn dag með mikilli skothríð og í ljós kemur að Aimes er fyrrverandi njósnari Bandaríkjastjórnar og at- vinnumorðingi sem nú á að ráða af dögum. Leikstjóri myndarinnar er Robert Luketic. Eins og fyrr segir fara Kutcher og Heigl með aðal- hlutverk en í öðrum helstu hlutverkum eru Tom Selleck, Catherine O’Hara, Katheryn Winnick, Kevin Sussman, Lisa Ann Walter og Casey Wilson. Erlendir dómar: Metacritic: 21/100 The Hollywood Reporter: 20/100 Variety: 10/100 Time Out New York: 40/100 The Twilight Saga: Eclipse Þriðja kvikmyndin sem gerð hefur verið eftir skáldsögum Stephenie Meyer um vampíruna Edward Cullen og hina mennsku Bellu. Bella er enn á ný í mikilli hættu, dularfull morð eru framin í Seattle og illskeytt vampíra leitar hefnda. Ekki er nóg með það heldur þarf Bella að velja milli síns heittelskaða, Cullen vampíru, og vinar síns Jacobs sem er varúlfur. Varúlfar og vampírur elda grátt silfur saman og hætta á því að aldagöm- ul átök blossi upp að nýju milli þessara ólíku kynjavera, allt eftir ákvörðunum Bellu. Leikstjóri myndarinnar er David Slade en með að- alhlutverk fara Kristen Stewart, Robert Patt- inson, Taylor Lautner, Bryce Dallas Howard og Ashley Greene. Erlendir dómar: Metacritic: 62/100 The Hollywood Reporter: 80/100 Variety: 80/100 Orlando Sentinel: 63/100 Vampírur og morðingjar Ást vampíru og manns Cullen og Bella eiga notalega stund úti í náttúrinni. FRUMSÝNINGAR» Félagarnir Casper Christensen og Frank Hvam fá fimm milljónir danskra króna frá hinum danska kvikmyndasjóði til gerðar kvik- myndar eftir gamanþáttunum Klovn. Það jafngildir rúmum 105 milljónum íslenskra króna. Leik- stjórinn Mikkel Nørgaard kemur til með að stýra verkinu og er stefnt að frumsýningu myndarinnar í desem- ber nk. Gamanþættirnir Klovn ættu að vera flestum Íslendingum að góðu kunnir, Sjónvarpið hefur sýnt allar þáttaraðirnar sem gerðar hafa verið til þessa. Í þeim segir af félögunum Frank og Casper sem lenda í ýmsum ógöngum og þá oftast út af dóm- greindarleysi Franks. Trúðarnir Frank og Casper. Klovn fær fimm milljónir ÞEIR VORU PLATAÐIR - ÞEIR VORU SVIKNIR - HEFNDIN ER ÞEIRRA MISSIÐ EKKI AF FYRSTU STÓRMYND SUMARSINS! „Brjálaður hasar” -J.I.S. - DV „The A-Team setur sér það einfalda markmið að skemmta áhorfendum sínum með látum, og henni tekst það með stæl. Ekta sumarbíó!” -T.V. - Kvikmyndir.is „Sumarið er komið með kúlnaregni” -S.V. - Mbl. Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:20 SÝND Í SMÁRABÍÓI VIDDI, BÓSI LJÓSÁR OG HIN LEIKFÖNGIN ERU KOMIN AFTUR Í STÆRSTU OG BESTU TOY STORY MYNDINNI TIL ÞESSA. HHHH "TOY STORY 3 ER ÞAÐ BESTA SEM ÉG HEF SÉÐ Í BÍÓ Á ÞESSU ÁRI HINGAÐ TIL OG ÉG GET EKKI BEÐIÐ EFTIR AÐ SJÁ HANA AFTUR!" - T.V. KVIKMYNDIR.IS HHHHH - P.H. BOXOFFICE MAGAZINE "...ÁN EFA MYNDIN SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ Í SUMAR" "...BESTA TOY STORY MYNDIN TIL ÞESSA - MEIRI HLÁTUR, MEIRA FJÖR, MEIRA DÓT Í FRÁBÆRI ÞRÍVÍDD" "MEISTARAVERK! LANGBESTA MYND ÁRSINS!" “ÓMENGUÐ SNILLD YST SEM INNST.” “HÚN HEFUR SVO SANNARLEGA ALLA BURÐI TIL AÐ VERÐA VINSÆLASTA OG BESTA MYND SUMARSINS” HHHHH S.V. - MBL STÓRKOSTLEG SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI HHHH „Ofursvöl Scarface Norðurlanda“ Ómar Eyþórsson X-ið 977 Killers kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 12 ára Get Him to the Greek kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára Grown Ups kl. 5:45 - 8 - 10:15 LEYFÐ Snabba Cash kl. 6 B.i. 16 ára Robin Hood kl. 9 B.i. 12 ára Sýnd kl. 4 Sýnd kl. 4 - ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:10 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum www.laugarasbio.is 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á -bara lúxus Sími 553 2075 gdu Aukakrónum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.