Morgunblaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 14
FRÉTTASKÝRING Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Sú staða gæti komið upp að dómur Hæsta- réttar um ólögmæti gengistryggðra lána hefði neikvæð áhrif á þrotabú gömlu viðskiptabank- anna. Heimild er fyrir því í lögum um gjald- þrotaskipti að lýsa kröfu í þrotabú eftir að formlegur frestur til þess rennur út, sé ákveðnum skilyrðum fullnægt. Eitt þeirra skil- yrða er að krafan verði til eftir úrskurð um að bú skuli tekið til gjaldþrotaskipta. Krafan kemur þá til skoðunar sem almenn krafa, hún nyti ekki forgangs. Nýlegur dómur Hæstarétt- ar hefur skapað töluverða óvissu um afdrif gengistryggðra lána og hvernig endurgreiðslu þeirra skuli háttað. Fari svo að miðað verði við samningsvexti eða vexti Seðlabanka Íslands er líklegt að fjöldi lánþega muni hafa greitt of mikið af lánum sínum og krefjist í kjölfarið leiðréttingar á því. Krafan verður m.ö.o. til eft- ir úrskurð um gjaldþrotaskipti. Gömul lán dregin fram á ný? Þau lán sem gerð voru upp á árunum fyrir hrun færðust hvorki yfir í nýju bankana né í þrotabú hinna gömlu, þar sem þau töldust úr sögunni. Nú kann hins vegar að reynast ástæða til að dusta rykið af þeim. Samkvæmt úrskurði Hæstaréttar, sem vísar til laga um vexti og verðtryggingu frá 2001, er gengis- trygging lána frá þeim tíma ólögmæt, og gildir því einu hvort þau eru að fullu gerð upp nú þeg- ar dómur er loks fallinn. Nokkuð er um liðið síðan frestur til að lýsa nýjum kröfum í þrotabú gömlu bankanna rann út, en Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitanefndar Glitnis, segir það kunna að vera mögulegt að þeir sem greitt hafi upp lán sín við gömlu bankana geti komið kröfu að á grundvelli áðurnefndrar laga- heimildar. Slitastjórn muni taka afstöðu til þeirra, þegar og ef þeim verði lýst. Steinunn áréttar að þetta kunni líka að virka í hina átt- ina, þ.e. að Glitnir geti talið sig eiga kröfu vegna vangreiddra lána. Gengisvísitala ís- lensku krónunnar lækkaði til að mynda all- nokkuð frá því síðari hluta árs 2002, til ársloka 2006. Þetta þýðir með öðrum orðum að krónan styrktist á umræddu tímabili, og ættu þeir að hafa notið góðs af þeirri þróun sem voru með skuldbindingar í annarri mynt en krónu. Þeir sem greiddu upp gengistryggð lán sín á þeim tíma eru því hugsanlega ekki lausir allra mála og gætu jafnvel átt von á kröfu sér á hendur. Hagsmunir þeirra eru jafnframt beinlínis gagnstæðir hagsmunum þeirra sem horft hafa upp á lán sín hækka upp úr öllu valdi. Umfang hugsanlegrar leiðréttingar er enn í lausu lofti, og mikill munur á útkomunni eftir því hvort miðað er við samnings- eða seðlabankavexti. Ríkisstjórn, Seðlabanki og Alþjóða gjaldeyr- issjóðurinn hafa öll lýst því yfir að það sé Hæstaréttar að skera úr um þann ágreining. Glugginn opnast fyrir nýjar kröfur Morgunblaðið/Jim Smart Uppspretta óvissu Dómur Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar lána, sem féll á dög- unum, heldur enn áfram að vekja spurningar. Þess er nú beðið að óvissunni verði eytt.  Lánþegar sem greiddu upp gengistryggð lán við gömlu bankana gætu átt þess kost að gera kröfu í þrotabú þeirra, hafi gengi verið þeim óhagstætt á lánstímanum  Bankar gætu svarað í sömu mynt Gömul lán upp á borðið » Heimild er fyrir því í lögum um gjaldþrotaskipti að lýsa kröfu í þrotabú eftir að auglýstur frestur renni út, sé hægt að sýna fram á að krafan hafi orðið til eftir þann tíma. » Úrskurður Hæstaréttar um ólög- mæti gengistryggðra lána gefur ástæðu til að ætla að gerðar verði kröfur á gömlu bankana fyrir hönd lánþega sem greiddu upp lán sín fyrir hrun, og urðu fyrir neikvæðum áhrif- um vegna gengisþróunar krónunnar. 14 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2010 ● Forsvarsmenn Apple segja að á laug- ardag hafi fyrirtækið verið búið að selja 1,7 milljónir iPhone 4-snjallsíma, þrem- ur dögum eftir að tækið var sett í sölu. Steve Jobs, forstjóri Apple, hefur beð- ist afsökunar á því að ekki hafi verið til nægilega mikið magn af símum, en margir hafa orðið tómhentir frá að hverfa. Jobs segir í tilkynningu að fyr- irtækið hafi einfaldlega ekki annað eft- irspurn. „Þetta er besti árangur nýrrar vöru í sögu Apple,“ sagði Jobs. iPhone 4 rokselst fyrstu þrjá dagana í sölu REUTERS iPhone 4 Selst eins og heitar lumm- ur og Apple annar ekki eftirspurn. ● Skuldabréfavísitala GAM Manage- ment, GAMMA: GBI, lækkaði um 0,6% í gær, í miklum viðskiptum. Viðskipti með skuldabréf námu 17,5 milljörðum króna. Verðtryggða vísitalan, GAMMAi: Verðtryggt, lækkaði um 0,9% í 8,1 millj- arðs króna viðskiptum og sú óverð- tryggða, GAMMAxi: Óverðtryggt, lækk- aði um 0,1% í 9,4 milljarða króna veltu. Það sem af er ári hefur heildar- vísitalan, GAMMA: GBI, hækkað um 9,3%. Vísitalan yfir verðtryggð bréf hef- ur hækkað um 7,75% og óverðtryggða vísitalan hefur hækkað um 13,17%. Kauphöllin Mikil velta í gær. Mikil viðskipti með skuldabréf í kauphöllinni í gær ● Evrópska flugfélagið Ryanair ætlar að draga úr flugframboði um 16% næsta vetur um breska flugvelli. Skýrist það af háum sköttum og flugvallargjöldum, samkvæmt tilkynningu frá Ryanair. Tekur breytingin gildi í nóvember og þýðir hún að farþegum Ryanair um breska flugvelli fækkar um tvær milljónir í vetur. Forstjóri Ryanair, Michael O’Leary, vísar til spænska fyrirtækisins BAA sem á og rekur sex breska flugvelli og segir að Ryanair muni beina viðskiptum sín- um til þeirra landa sem bjóði ferðamenn velkomna í stað þess að skattleggja þá. Segir hann háa skatta í Bretlandi og há flugvallargjöld BAA fæla ferða- menn frá Bretlandi. Þetta geti þýtt að um tvö hundruð manns missi vinnuna. Ryanair dregur úr framboði ● Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur ákveðið að hætta að bjóða nýjum starfsmönnum þær ríflegu eftirlauna- greiðslur, sem tíðkast hafa innan fyr- irtækisins fram til þessa. Einkageirinn í Bretlandi hefur að undanförnu skert mjög lífeyrisgreiðslur til starfsmanna, og nú þurfa starfsmenn opinberra fyr- irtækja og stofnana að sætta sig við viðlíka skerðingu, í ljósi fjármálakrepp- unnar, að því er segir í frétt Wall Street Journal. Fjármálastjóri BBC, Zarin Pat- el, segir að breytingarnar spari fyrir- tækinu u.þ.b. þriðjung af árlegum greiðslum. Á árinu 2009 greiddi BBC 222 milljónir punda í lífeyrissjóð sinn. BBC minnkar lífeyri                      !  "   " #  " $ % & '  '  $ ()$( $ *! +,-./- +0/.1/ +,,.1- ,+.2+, +0.33+ +4.1,- ++3.0, +.1143 +-0./, +54.1- +,-.40 +0/.0 +,,.-1 ,+.23/ +0.-,0 +4.134 ++-.,5 +.1520 +-0.-- +54.0, ,+1./014 +,0 +01./3 +,/., ,+.+/1 +0.--3 +4.5,1 ++-.5- +.155+ +02.11 +53./4 Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Farið er óblíðum orðum um Jón Ásgeir Jóhannesson og viðskiptafélaga hans í umfangsmikilli umfjöllun í nýjustu helgarútgáfu norska viðskiptablaðsins Dagens Nærings- liv. Ber umfjöllunin fyrirsögnina „Bankaræningjar“ og í henni er farið yfir það hvernig Jón Ásgeir byggði upp sitt viðskiptaveldi í samvinnu við ættingja og félaga eins og Jóhannes Jónsson, Pálma Haraldsson og Hannes Smára- son. Styðjast blaðamennirnir að miklu leyti við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og málshöfðanir Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri, Pálma, Lárusi Welding og fleirum. Í umfjölluninni er mikil áhersla lögð á að segja frá veisluhöldum og gjálífi útrásarvíkinganna, jafnvel eftir að bankarnir voru lagstir á hliðina. Sagt er frá veislum í glæsisnekkjunni Thee Viking í Bandaríkjunum, gríðar- legum hátíðahöldum í Mónakó og dýrum málsverðum hér á landi. En einnig er farið yfir viðskiptahætti Jóns Ásgeirs og félaga, eins og þegar Sterling flugfélagið var selt fram og til baka á milli FL Group og fyrirtækja Pálma Haraldssonar og umfangsmikilla uppkaupa Baugs á breskum verslanakeðjum. Vitnað er til ummæla breskra athafnamanna um „ís- lensku leiðina“, sem fólst í því að kaupa fyrirtæki dýrum dómum með lánsfé. Einn á að hafa sagt við félaga sinn: „Þú átt hund og ég á kött. Við verðleggjum dýrin á millj- arð dollara hvort um sig. Ég kaupi hundinn af þér og þú köttinn af mér og nú erum við ekki lengur gæludýraeig- endur. Nú erum við fjármálamenn með milljarð dala í eigið fé.“ Þróun mála í Glitni eftir að bankinn komst í hendur Jóns Ásgeirs, Pálma og Hannesar er einnig gerð skil í greininni. Er fjallað um það hvernig lán bankans til tengdra aðila tvöfölduðust eftir eigendaskiptin og það hve greiðan aðgang eigendur höfðu að fjármagni frá bankanum, jafnvel eftir að ljóst var að í óefni stefndi. „Bankaræningjarnir“  Norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv fjallar um viðskiptaveldi Jóns Ásgeirs og hrun íslensku bankanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.