Morgunblaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 27
Menning 27FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2010 Á fimmtudag verða fyrstu há- degistónleikarnir í sumar- tónleikaröðinni Alþjóðlegt org- elsumar í Hallgrímskirkju sem haldnir eru í kirkjunni í sam- vinnu við Félag íslenskra org- anista. Friðrik Vignir Stefánsson, organisti Seltjarnarneskirkju, og Eygló Rúnarsdóttir, messó- sópran, flytja þar bæði orgel- verk og kirkjuleg sönglög frá ýmsum tímum. Á efnisskránni eru orgelverk eftir Händel og Lefébury-Wély, Ave Maria eftir Caccini, Ave Maria eftir Cherubini, Pie Jesu eftir Fauré ásamt fleiru. Tónlist Orgel og sópran í Hallgrímskirkju Friðrik Vignir Stefánsson Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl er nú á leið til Dan- merkur að lesa upp á Hróars- kelduhátíðinni. Hann tekur þátt í tveimur uppákomum, annars vegar mun hann sýsla með textaendurvinnslutólið RE ACT OR á föstudaginn klukkan 16:30 og hins vegar lesa upp (hljóðaljóð, fyrst og fremst) klukkan 18:00 á fimmtudag, en þess má geta að Eiríkur verður 32 ára þann dag. Frekari ferðalög eru framundan há Eiríki því hann kemur fram á Kuopio Sound Poetry Sem- inar í Kuopio í september og einnig mun hann lesa upp í London og Varsjá í nóvember. Bókmenntir Eiríkur Örn á Hró- arskelduhátíðinni Eiríkur Örn Norðdahl Næstu tónleikar Sumar- tónleikaraðar Jazzklúbbsins Múlans verða næstkomandi finmmtudag, og þá leikur Kvartett Matthíasar Hem- stocks. Auk Matthíasar, sem spilar á trommur, leika í kvart- ettnum Ari Bragi Kárason sem leikur á trompet, Agnar Már Magnússon sem spilar á píanó og Þorgrímur Jónsson sem spilar á bassa. Þeir munu leika valin lög eftir Miles Davis frá tímabilinu 1956- 1964. Tónleikar Múlans fara fram í Jazzkjallaranum á Bar 11 (áður Cultura), Hverfisgötu 18 og hefjast kl. 21:00. Tónlist Matthías Hemstock Quartet á Múlanum Matthías M.D. Hemstock Gudmundur Ingólfsson ljósmyndari vinnur nú að skrásetningu verka Valtýs Péturssonar og leitar að einni mynd Valtýs til að ljósmynda hana og mæla. Myndin, sem sést hér fyrir ofan, heitir Á svörtum grunni og var máluð 1951. Þeir sem vita um viðkomandi mynd geta haft samband við Guð- mund í síma 893 5608. Leitað að mynd Valtýs Ásgerður Júlíusdóttir asgerdur@mbl.is Listahátíðin Æringur verður opnuð í Salthúsinu á Stöðvarfirði næstkom- andi laugardag. Þetta er í fyrsta skipti sem hátíðin er haldin en um tuttugu íslenskir listamenn taka þátt auk nokkurra erlendra listamanna, hljómsveita og rithöfunda. Markmið hátíðarinnar er að gefa listamönnum tækifæri til að vinna verk í nýju um- hverfi og í samstarfi við heimamenn. „Ég vildi setja listamenn inn í um- hverfi sem þeir þekkja lítið til og þurfa því að þreifa fyrir sér til að skapa listaverk út frá þeirri reynslu,“ segir Þorgerður Ólafs- dóttir sem er einn aðstandenda há- tíðarinnar auk Unu Bjarkar Sigurð- ardóttur en þær eru báðar myndlistarkonur. „Ég fór hringinn í fyrra og kom á Stöðvarfjörð. Stöðvarfjörður er eitt af þessum fiskiþorpum þar sem iðn- aður lagðist bókstaflega af og nú stendur iðnaðarhúsnæðið nánast autt. Bæjarbúar treysta á ferða- mannastrauminn og þegar ég kom í Salthúsið í fyrra þar sem nokkrar konur seldu handverk sá ég gríðar- stórt rými þarna á bak við þær þar sem þær sátu fremst í húsinu. Ég hugsaði með mér að þarna væri hægt að gera eitthvað myndlistar- tengt,“ segir Þorgerður. „Helmingurinn af listamönnunum kemur frá Gallerí Crymo í Reykja- vík, sem ég rek sjálf ásamt Solveigu Pálsdóttur vinkonu minni. Hópurinn gistir hérna í samkomuhúsinu og á tjaldsvæðinu. Tveir listamenn koma frá Belgíu og einn frá Svíþjóð. Þetta eru allt ungir listamenn sem hafa nýlega lokið BA-námi eða eru í mastersnámi.“ Þorgerður tekur fram að aðalatriðið sé að það sé eng- in hátíð eins og þessi. „Það eru há- tíðir hér á landi eins og LungA og Jónsvaka þar sem myndlist er með en engin sérstök hátíð sem snýst al- gjörlega um myndlist. Það verða tónleikar og ljóðalestur á opnuninni og partí fram eftir nóttu. Sýningin sjálf samanstendur af listafólki sem sýnir í Salthúsinu verk sem þau hafa unnið nýlega á Stöðvarfirði.“ Spurð um nafn hátíðarinnar segir Þorgerður það hafa að minnsta kosti tvær augljósar vísanir. „Það vísar annars vegar í að hún er haldin ár- lega, líkt og tvíæringshátíðir erlend- is eru haldnar á tveggja ára fresti þá er þessi hátíð haldin á hverju ári, fyrstu helgina í júlí og tekur mið af því bæjarsamfélagi sem hún er hald- in í. Hin vísunin er í róðrarbát og getur þýtt að hátíðin flakkar á milli staða eins og árabátur en næsta há- tíð verður líklegast haldin á Bolung- arvík.“ Ljósmynd/Þorgerður Ólafsdóttir Flakkarar Una Björk Sigurðardóttir og Þorgerður Ólafsdóttir, aðstandend- urnir listahátíðarinnar Ærings á Stöðvarfirði. Stefnt á árleg- an Æring á Stöðvarfirði » Til viðbótar við myndlistar- uppákomur koma fram hljóm- sveitirnar Jökull Snær, Miri, Mark Zero, Hemóla og Donald Anderson auk annarra óvæntra gesta. » Ókeypis verður á tjaldsvæði bæjarins. » Herlegheitin hefjast með opnun listsýningarinnar kl. 17:00 og standa fram á nótt.  Myndlistarhátíð hefst á laugardag Altaristaflan í Vídalínskirkju í Garðabæ hefur á undanförnum misserum tekið reglulegum breyt- ingum en söfnuðurinn tók þá ákvörðun fyrir tveimur árum ásamt sr. Jónu Hrönn Bolladóttur að skipta út trékrossi sem hafði verið á vegg kórsins, fyrir nýja altaristöflu. „Það hefur ekki verið nein altaris- tafla nema trékrossinn og það hefur reglulega komið upp umræða um að setja þarna altaritöflu en það er mik- ið verkefni og stórt fyrir einn söfnuð. Ég kom með þá hugmynd að gera tilraun með breytilega altaristöflu. Við höfum prófað verk eftir ýmsa listamenn eins og Jóhannes Kjarval, Eirík Smith, Kristínu Gunnlaugs- dóttur og fleiri. Þetta hafa verið ansi hraðar skiptingar sem hafa skapað miklar umræður,“ segir sr. Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur. Í kringum altari kirkjunnar eru steindir gluggar eftir Leif Breið- fjörð og segir sr. Jóna Hrönn að það hafi komið upp hugmyndir um að setja inn altaristöflu úr einhvers konar handverki. „Við ræddum því við textíllistakonuna Ingibjörgu Styrgerði Haraldsdóttur um hvað við gætum sett þarna upp og úr varð verk úr vefnaði eftir hana.“ Verk Styrgerðar eru harla óvenjuleg og sýna hugleiðingar um krossa málaða á ferkantaða hampdúka sem upp- haflega voru hugsaðir sem messu- skrúðar. Verkin eru unnin út frá frá- sögn Jóhannesar guðspjallamanns um klæði Krists en þau eru tileinkuð Maríu guðsmóður. Síbreytileg altaristafla í Vídalínskirkju Morgunblaðið/Jakob Fannar Óvenjuleg Altaristafla Ingibjargar Styrgerðar Haraldsdóttur í Vídalínskirkju í Garðabæ er tileinkuð Maríu guðsmóður.  Tilraun gerð með breytilega altaristöflu í kirkjunni Hrefna Harðardóttir opnar sýningu í Café Karólínu á Akureyri næst- komandi laugardag. Á sýningunni er myndverkið Tengja sem saman- stendur af tólf ljósmyndum af kon- um búsettum við Eyjafjörð sem allar eru virkar í menningarlífi Akureyr- ar. Myndirnar eru svarthvítar með einum lit þar sem við á og eru þær rammaðar inn af efnisvafningum sem er tilvísun í menningu kvenna. Myndirnar voru sérstaklega gerðar fyrir sýningu á Café Karólínu en Karólína þessi var nefnd eftir gisti- og veitingahúsinu Caroline Rest, sem þýskfæddur Ameríkani að nafni George Schrader rak á þessum slóð- um skömmu eftir fyrri aldamót og nefndi í höfuðið á móður sinni. Hver kona valdi sér einn hlut sem tengist þeim á einn eða annan hátt, eitthvað sem þeim þykir vænt um eða hafa fundið, verið gefið eða hefur haft áhrif á þær. Konurnar tengjast einnig bæði inn á við og út á við sem vinkonur, frænkur, mæðgur, vinnufélagar, kollegar, kórfélagar og sem sterkir og litríkir einstaklingar í sínu um- hverfi. Einnig kemur úr ljósmyndabók af sýningunni og getur fólk pantað hana hjá Hrefnu. Hrefna sýnir í Café Karólínu  Ljósmyndir af konum við Eyjafjörð Tenging Hrefna Harðardóttir sýnir myndir af konum á sýningunni. Þó ber ekki að óttast það að verða dreginn inn í dimmt húsasund í Grasse 30 » Sýningin Úrvalið, íslenskar ljós- myndir frá 1866 til 2009, verður opn- uð á Norðurbryggju í Kaupmanna- höfn 10. júlí næstkomandi. Á sýningunni gefst gott tækifæri til að kynnast 150 ára langari sögu ljós- myndunar á Íslandi. Sýndar verða sögulegar sem og nútímalegar ljós- myndir af náttúru landsins, iðnaði, bæjarlífi og íbúum – þekktum sem óþekktum – við vinnu og sérstök til- efni. Sýningastjóri er Einar Falur Ingólfsson. Úrvalið til Danmerkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.