Morgunblaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2010 „Skógarmítillinn getur borið borrelía-bakter- íuna [Lyme-sjúkdóm] og veiru sem veldur heila- bólgu,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir, en kveður að ekki hafi komið upp tilfelli slíks smits frá mítlinum hér á landi ennþá. Hann seg- ir þó að rétt að reikna með möguleika á smiti og því sé æskilegt að fólk þekki deili á mítlinum og viti hvernig bregðast skal við. Sníkjudýrið skógarmítill er liðfætla og berst hingað til lands með farfuglum. Með hlýnandi veðri hafa lífsskilyrði mítilsins batnað og er talið að hann hafi þegar náð fótfestu í skóglendi hér. „Þetta geta verið hættulegir sjúkdómar, borrelía getur valdið liðvandamálum og heila- himnubólgu. Ef hún nær fótfestu í mönnum get- ur verið erfitt að eiga við hana,“ segir Haraldur og kveður mikilvægt að fólk leiti læknis sem fyrst sé það bitið eða verði vart einkenna. Bíti mítillinn og festi sig við fólk verður að fjarlægja hann sem fyrst. Með því má mögulega komast hjá smiti. „Fólk verður hundveikt af henni,“ segir Har- andur um heilabólguna en hún getur dregið fólk til dauða. Hann segir því brýnt að fólk fari rétt að sé það bitið af skógarmítli. Skógarmítill getur valdið heilabólgu  Sóttvarnalæknir hvet- ur fólk til að vara sig á blóðsjúgandi smitbera sem hefst við í skóglendi Ljósmynd/landlaeknir.is Roðahringur Sýking af völdum bits skógarmítilsins getur orsakað roða og önnur einkenni. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það eru um 700 nemendur í tölv- unarfræði og þeim verkfræði- og raunvísindagreinum sem nýst gætu í fyrirtækjum tengdum hugverka- geiranum hér við verkfræði- og nátt- úruvísindasviðið. Ef fjármunum yrði sérstaklega beint í þessar greinar mætti anna þessari auknu eftir- spurn,“ segir Ólafur Pétur Pálsson, forseti iðnaðarverkfræði-, vélaverk- fræði- og tölvunarfræðideildar Há- skóla Íslands, aðspurður hvort há- skólarnir muni geta þjálfað þá 1.000 til 1.500 starfsmenn sem hugverka- geirinn telur sig þurfa til að manna lausar viðbótarstöður á næstu árum. „Við sjáum á aðsóknartölum að það er mjög mikill áhugi á tölvunar- fræði og tengdum greinum. Maður hefur heyrt það frá hugbúnaðar- fyrirtækjum að það sé mikil eftir- spurn eftir fólki með þessa menntun. Það er því líklegt að eftirspurnin verði meiri en framboðið á næstu misserum ef ekki verður stutt sér- staklega við þessar greinar.“ Áhrif netbólunnar Björn Þór Jónsson, forseti tölv- unarfræðideildar Háskólans í Reykjavík, segir sömu sögu. „Ég tel að atvinnumöguleikar í hugbúnaðariðnaði séu góðir hér á landi. Ég tel líka að það sé nóg af tækifærum fyrir fólk sem vill þróa eitthvað nýtt til að hasla sér völl á markaðnum. Sjálfur vildi ég sjá miklu fleiri fara í nám sem gagnast við upplýsingatengd störf. Ég óttast alls ekki að það verði mettun á þessu sviði á næstu árum,“ segir Björn Þór sem telur lok netbólunnar enn móta afstöðu margra til greinarinnar. „Netbólan sprakk árið 2001 og þá varð það útbreidd skoðun að það væri ekkert að gera hjá tölvunar- fræðingum. Staðreyndin var hins vegar sú að þótt margir misstu vinn- una fékk stór hluti aftur vinnu. Það var í mörgum tilfellum fólk sem hafði litla reynslu sem missti vinnuna þá. Sú þjóðsaga hefur síðan verið við lýði að það sé lítið að gera hjá tölv- unarfræðingum. Raunveruleikinn er hins vegar sá að fyrirtæki hafa mörg hver ekki haft fyrir því að auglýsa eftir fólki þar sem þau vissu að það myndi ekki bera árangur. Þótt ekki sé sama rífandi eftir- spurn eftir vinnuafli núna og þegar góðærið stóð sem hæst sýnist mér staðan þrátt fyrir allt vera sú að ný- útskrifað fólk sé að skila sér í vinnu. Það tekur bara aðeins lengri tíma. Tölur frá öðrum löndum um mannaflsþörf í tölvugreinum sýna að hún fer vaxandi á meðan námsþátt- taka fer minnkandi. Það er áhyggju- efni.“ – Telurðu því að of fáir nemendur hafi lagt tölvunarfræði fyrir sig? „Já. Ég tel svo vera. Þegar netból- an sprakk dalaði aðsókn að tölvunar- fræðinámi verulega. Árið 2005 sner- ist dæmið við og aðsóknin fór að stíga upp á við aftur. Meira þarf þó til svo hún haldi í við eftirspurn markaðarins.“ – Hvernig eru launakjörin? Hafa launin lækkað eftir netbóluna? „Nei. Ég held að laun tölvunar- fræðinga hafi haldið sér. Sumir kunna þó að hafa orðið fyrir launa- skerðingu í kreppunni því bankarnir greiddu mjög vel. Hins vegar eru byrjunarlaun tölvunarfræðings býsna góð en oft er talað um að þau séu um 350.000 krónur. Það eru ekki margar stéttir sem gera betur.“ – Á hvaða sviðum ríkir bjartsýni? „Leikjaiðnaðurinn hefur verið mjög áberandi. Annar geiri tengist notkun gervigreindar en almennt lofar notkun hennar á ýmsum svið- um góðu,“ segir Björn Þór um tæki- færin framundan. Stefnir í skort á tæknifólki  Háskólarnir munu að óbreyttu eiga í erfiðleikum með að anna eftirspurn markaðarins  Hugverka- geirinn mun líklega fara fram úr matvælaiðnaði í ár  Vöxturinn hefur gífurlega þjóðhagslega þýðingu Vöxtur sprotafyrirtækjaÚtflutningsverðmæti 2009 í milljörðum kr. Gjaldeyrisskapandi iðnaður (Bráðabirgðatölur) Sa m ta ls :7 81 ,1 m a. 175-200 ma. Matvæla- iðnaður (sjávarútv., landb. o.fl.) Stóriðja Ferðaþjónusta, samgöngur Hugverka- iðnaður Velta hugverka- iðnaðarins erlendis 220,7 (28,2%) 187,5 (24%) 191,3 (24,5%) 181,6 (23,3%) Upplýsingarnar um veltuaukningu sprota- fyrirtækja byggja á greiningu í tengslum við Vaxtarsprotann, verðlaun sem veitt eru því fyrirtæki sem hraðast hefur vaxið. Samtök sprotafyrir- tækja, HR og RANNÍS standa að valinu. Tölur yfir útflutnings- verðmæti hugverka- geirans byggja á greiningu SI. Um bráðabirgðatölur er að ræða en þær byggja á gögnum frá Hagstofu Íslands. Heildstæðar tölur yfir vöxt hugverka- geirans og mannafla- þörf á Íslandi á síðustu árum liggja ekki fyrir. Gert er ráð fyrir 20-30% vexti í ár, eða um allt að 54,5 ma. Frá 2001 til 2010, ásamt spá fyrir næstu 3 ár (í milljónum króna) CCP Stjörnu-Oddi NimbleGen Marorka Gagarín Caladris Gogogic Mobilitus HugurAX AGR Betware Vaki Tellmetwin Sauma tech Ice consult Oxymap Sagasstem Mind games 45.000 40.000 35.000 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 5.000 0 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2010 16-17 ma. kr. Spá fyrir 2013 44 ma. kr. Einkenni smits Verði smit getur myndast roði í hring kringum bitið. Roðinn getur komið fram allt að 30 dögum eftir bit. Önnur möguleg einkenni eru þreyta, hiti, hrollur og verkir sem oft vara lengi. Sé um heilabólgu að ræða getur komið til krampa og lömunar. Meðferð sjúkdómanna Lyme-sjúkdómur er meðhöndlaður með sýklalyfjum eða bólgueyðandi lyfja- meðferð. Engin sértæk meðferð er til við heilabólgu en til eru bóluefni við henni. Fyrirbyggjandi aðgerðir Klæðist fatnaði sem hylur vel þegar farið er um skóglendi og notið mýflugufælandi áburð. Frekari upplýsingar eru á www.landlaeknir.is. Roði, hiti og verkir HEILABÓLGA OG LYME-SJÚKDÓMUR Hugbúnaðarfyrirtækið AGR er í hópi fjölda fyrirtækja á sínu sviði sem hljótt hefur verið um. Fyrir- tækið var stofnað 1997 en helsta söluvara þess er innkaupa- og birgðastýringarbúnaður sem hefur verið í þróun frá árinu 2000. „Í framhaldi af því fórum við að selja inn á íslenskan markað og höf- um síðan nokkurn veginn náð að metta hann. Flest stærri fyrirtæki á landinu sem hafa háa birgðastöðu eru að nota okkar kerfi,“ segir Finnur Tjörvi Bragason, markaðs- stjóri AGR, um sögu fyrirtækisins. Árið 2005 hóf fyrirtækið sókn á erlenda markaði en það hefur nú skrifstofur í Árósum og Bretlandi. Starfsmenn eru 18 og eru 5 er- lendis. Stefnt er að fjölgun í ár. Við- skiptavinir eru yfir 60 í 18 löndum. Frá hugmynd að alþjóðlegri starfsemi Morgunblaðið/Eggert Hugbúnaðargerð AGR hefur aðsetur á efstu hæð gamla Morgunblaðshússins í Kringlunni. Ljósmynd/Erling Ólafsson a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.