Morgunblaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 28
Hugrún Halldórsdóttir
hugrun@mbl.is
„Þetta verður ógeðslega skemmti-
legt,“ segir Samúel Jón Sam-
úelsson, betur þekktur sem Sammi í
Jagúar, um tónlistarhátíðina Funk í
Reykjavík, sem haldin verður í
fyrsta skipti dagana 1.-3. júlí á Nasa
við Austurvöll. Sammi lætur sér
ekki nægja að skipuleggja hátíðina
heldur treður hann einnig upp með
hljómsveitum sínum Jagúar og
Samúel Jón Samúelsson Big Band.
Blaðamaður sló á þráðinn til
Samma, sem var önnum kafinn við
undirbúning.
Tónlist af afrískum meiði
-Hver var kveikjan að hátíðinni?
„Þetta byrjaði þannig að aðili
setti sig í samband við mig og
spurði hvort ég gæti sett saman
tónleika fyrir sig. Ég bjó til eitthvað
í kringum það, og þannig fór ég
upprunalega af stað með þetta. Ég
er samt búinn að ganga með hug-
myndina í maganum lengi.“
-Nú heitir hátíðin Funk í Reykja-
vík, en það spila ekki allir fönk eða
hvað?
„Nei, en mig langaði að hafa
áherslu á fönk og tónlistin á hátíð-
inni tengist því. Þetta er músík af
afrískum meiði, reggae, latin og
svona. Þetta eru allt systkin eig-
inlega. Mér fannst þetta líka svolítið
skemmtilegur titill, bæði vegna þess
að það var haldin hátíð fyrir mörg-
um árum sem hét Rokk í Reykjavík,
og nafnið er pínu útúrsnúningur úr
því, og svo hljómar hann skemmti-
lega á ensku, Funky Reykjavík.“
-Og verður spilað lengi fram eft-
ir?
„Á fimmtudeginum er húsinu lok-
að klukkan eitt, en á föstudags- og
laugardagskvöldinu stíga síðustu
böndin á svið um eittleytið. Þau
spila í um það bil níutíu mínútur og
svo tekur DJ við. Ætli þetta verði
ekki til svona þrjú. Það fer allt eftir
því hversu heitt verður í húsinu.“
Reyndir plötusnúðar
-Verða plötusnúðar öll kvöldin?
„Já. Á fimmtudaginn verður DJ-
Lucky, en hann rekur plötubúðina
Lucky Records á Hverfisgötunni og
á stærsta fönkplötusafn á Íslandi.
Hann spilar skemmtilega músík og
dót sem maður heyrir ekki á hverj-
um degi. Dj.Honky og konan hans
Lynne K. spila á föstudeginum, en
þau ferðast um heiminn og spila
gamlar 45 snúninga plötur.
Dj.Honky hefur spilað nokkrum
sinnum á Íslandi, til dæmis á Sirkus
þegar hann var og hét. Hann skipu-
lagði sumarfríið sitt til að geta kom-
ið hingað, því hann er ástfanginn af
Íslandi. Á laugardeginum er það svo
Gísli Galdur, Dj Magic hinn ís-
lenski.“
-Nú hlýtur að kosta eitthvað inn?
„Þúsundkall á hvert kvöld, einfalt
og ódýrt.“
Svefninn mætir afgangi
-Er ekki mikil vinna sem liggur
að baki hátíðinni?
„Hellings, og í rauninni miklu
meiri en mig óraði fyrir. Ég verð
sennilega sofandi á sunnudeginum.“
Fönk í „funky Reykjavík“
Samúel Jón Samúelsson Big Band 17 ungir hljóðfæraleikarar flytja frumsamda tónlist eftir Samúel á hátíðinni Fönk í Reykjavík.
Morgunblaðið/Eggert
Einbeittur Hljómsveitin Ojba-rasta kemur fram á föstudeginum.
Fönkið verður í aðalhlutverki Skapar grundvöll fyrir erlenda listamenn
-Áætlarðu að hafa þetta árlegan
viðburð hér eftir?
„Það er draumurinn. Það væri
gaman að geta tekið inn meira af
erlendum atriðum síðar meir. Ég er
að reyna að búa til grundvöll fyrir
því. Það er tvennt í þessu, mér
finnst vanta meiri fönk tónlist hérna
og svo er þetta líka bara tækifæri til
að geta flutt inn uppáhaldsböndin
mín,“ segir Sammi og hlær. Hann
skorar á fólk sem er í bænum um
helgina að kíkja á Nasa og upplifa
eitthvað nýtt. „Ef fólk hefur áhuga
á að eitthvað svona verði til, þá er
um að gera að styðja það og mæta.“
Fimmtudagurinn 1. júlí
Kl. 20 Dj-Lucky
Kl. 21 Samúel Jón Samúelsson
Big Band
Kl. 22 Jimi Tenor
Föstudagurinn 2. júlí
Kl. 20 DJ Honky and Lynne K.
Kl. 21 Tómas R. Einarsson
Kl. 22 Ojba-rasta
Kl. 23 Jagúar
Kl. 01 Hjálmar
Laugardagurinn 3. júlí
Kl. 20 Dj Magic
Kl. 21 Boba
Kl. 22 Kristín
Kl. 23 Africa Lole ásamt döns-
urum
Kl. 00 Moses Hightower
Kl. 01 Fela Kuti Tribute
Dagskráin
FJÖLBREYTT TÓNLIST
28 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2010
Lagið „Ólán,“ með Snorra
Helgasynin sem finna má á sum-
arstuð plötunni Hitaveitan sem ný-
lega kom út á vegum Kimi Re-
cords, er nú hægt að hala niður
ókeypis á vefsíðu breska nettíma-
ritins Snipe. Dálkahöfundur Snipe,
John Rogers segir Snorra svip-
aðan í útliti og Art Garfunkel og
fer fögrum orðum um rödd Snorra
sem sem virtist hafa komið honum
skemmtilega á óvart. Á síðunni
kemur einnig fram að Snorri
hyggi á tónleikahald í Lundúnum
síðar í ár og segist Rogers bíða
spenntur eftir að heyra meira efni
frá Snorra á tónleikum. Fyrsta
plata Snorra I’m Gonna Put My
Name On Your Door kom út í lok
síðasta árs og hefur hann verið
duglegur að fylgja henni eftir með
tónleikahaldi að undanförnu.
Snipe gefur lag með
Snorra Helgasyni
Fólk
Tónleikar verða haldnir á Café Rosen-
berg klukkan 20, fimmtudaginn 1. júlí
næstkomandi og kostar 500 krónur
inn. Tilefni tónleikanna er heimkoma
Elízu Newman, fiðluleikara og söngv-
ara Kolrössu krókríðandi en hún hef-
ur átt viðburðaríkan vetur í Lund-
únum. Elíza komst í fyrsta sæti
vinsældalistans síðasta sumar með
„Ukelele song for you“ af plötunni Pie
in the Sky.
Verður á Eistnaflugi
Ætlar Elíza síðan að halda út til
Neskaupsstaðar á Eistnaflug með Kol-
rössu Krókríðandi en á þeirri rokkhá-
tíð spila m.a. Celestine, Dr. Spock,
Mínus, Sólstafir og Napalm Death.
Fleiri ætla þó að leggja Elísu lið á
Café Rosenberg. Tónlistarmaðurinn
og upptökustjórinn Gísli Kristjánsson
spilar í fyrsta sinn efni af nýrri plötu
sinni sem mun koma út í haust. Gísli
var lengi á samningi hjá EMI records
úti og hefur unnið sem upptökustjóri
og lagahöfundur með listamönnum á
borð við Duffy, Roisin Murphy og Ja-
mie Cullum, að sögn forsvarsmanna
Lavaland Records. Ungsveitin Of
Monsters and Men kemur líka til með
að spila en sú hljómsveit vann Mús-
íktilraunir árið 2010.
Tónleikar með Elízu Newman á Café Rosenberg
Morgunblaðið/Kristinn
Elíza Er komin heim og spilar á Eistnaflugi.
Tónlistarmaðurinn Ben Frost
er einn af sex listamönnum sem í
ár hljóta Rolex verðlaunin í listum,
en verðlaunahafarnir voru til-
kynntir í Genf á dögunum. Frost
hlýtur verlaunin í flokknum tónlist
og var valinn af sjálfum Brian
Eno, en að auki eru veitt verðlaun
í fimm öðrum listgreinum.Verð-
launahafarnir eru Tracy K. Smith
í flokki bókmennta, Nicholas
Hlobo fyrir sjónlistir, Maya Zbib
fyrir leikhús, Lee Serle fyrir dans
og Annemarie Jacir í flokki kvik-
mynda. Frost hlotnast sá heiður að
vinna með Eno í heilt ár, og starfa
undir hans handleiðslu auk þess
sem hann hlýtur verðlaunafé að
upphæð 25.000 bandaríkjadollara
og möguleika á öðru eins til
vinnslu verkefnis á tímabilinu.
Ben Frost meðal Rolex-
verðlaunahafa
Dagskráin fyrir tónleikana
Iceland Inspires á fimmtudaginn
er klár og búið er að ákveða
hverjir munu spila í Hamragörð-
um á tónleikunum og í netútsend-
ingunni. Í Hamragörðum spila
Amiina, Damien Rice, Dikta,
Glen Hansard, Hafdís Huld, Hilm-
ar Örn Hilmarsson, Steindór
Andersen og Páll á Húsafelli, Lay
Low, Mammút, Parabólur, Pon-
dus, Seabear og Spiritualized:
AcousticMainlines. Í netútsend-
ingu verða einnig spiluð innslög
sem búið er að taka upp með
hljómsveitunum For a Minor Ref-
lection, Gus Gus, Hjaltalín og
Retro Stefson. Frítt er inn á tón-
leikana og eru þeir opnir öllum.
Hefjast tónleikarnir stundvíslega
kl. 20 annað kvöld.
Dagskráin klár fyrir
Iceland Inspires
Nánari upplýsingar á www.nasa.is