Morgunblaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2010 Í fyrradag undirrituðu Kristín Ing- ólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Guðmundur Magnússon, for- maður Öryrkjabandalags Íslands, tvo samstarfssamninga um kennslu og rannsóknir á sviði fötlunarfræða við Háskóla Íslands. Markmiðið er að efla fræðastörf á sviði fötlunar- fræða og styrkja þannig kennslu, rannsóknir, framþróun og stefnu- mörkun á fræðasviðinu. Samning- arnir fela það í sér að Öryrkja- bandalag Íslands kostar hálft starf lektors í fötlunarfræðum til tveggja ára og veitir jafnframt sex milljóna króna framlag til rannsókna á fé- lagslegum og efnahagslegum að- stæðum og mannréttindum fatlaðs fólks. Fötlunarfræði Forsvarsmenn Bændasamtaka Ís- lands og Landssambands smábáta- eigenda héldu í gær fund um dóm Hæstaréttar vegna gengistryggðra lána. Ákveðið var að gefa út sam- eiginlega yfirlýsingu. Þau undrast fálmkennd og ómarkviss viðbrögð stjórnvalda og fjármálafyrirtækja við skýrum dómi Hæstaréttar og skora á öll fjármálafyrirtæki að hlíta afdrátt- arlausri niðurstöðu réttarins. Höfuðstóll gengistryggðra lána verði færður til þeirrar upphæðar sem tekin var að láni og lántökum verði endurgreitt að teknu tilliti til samningsvaxta. Allar inn- heimtuaðgerðir verði stöðvaðar. Undrast fálmkennd viðbrögð við dómi Settar hafa verið nýjar siðareglur fyrir starfsmenn Hafnar- fjarðarbæjar. Markmið þeirra er að skilgreina hátterni og viðmót sem ætlast er til að starfsmenn sýni af sér við störf sín fyrir bæinn. Siðareglunar voru unnar á starfs- mannaskrifstofu Hafnarfjarð- arbæjar að höfðu samráði við stjórn- endur bæjarins. Leitað var fanga hjá öðrum opinberum stofnunum, sveit- arfélögum og víðar við gerð regln- anna. Þær voru kynntar í bæjarráði þann 24. júní sl. og voru staðfestar af bæjarstjóra samdægurs. Hægt er að kynna sér reglurnar á heimasíðu bæjarins. Setja siðareglur Ný stjórn og ný siðanefnd var kjörin á aðal- fundi Almanna- tengslafélags Ís- lands sem fram fór sl. mánudag. Andrés Jónsson var endurkjörinn formaður félags- ins. Aðrir í stjórn eru Hjördís Árnadóttir (varafor- maður), Lovísa Lilliendahl (gjald- keri), Snorri Kristjánsson (ritari) og G. Pétur Matthíasson (með- stjórnandi). Varamaður er Eva Dögg Þorgeirsdóttir. Í siða- nefndina voru kjörin þau Árdís Sig- urðardóttir, Þorsteinn G. Gunn- arsson, Ólafur Hauksson, Helga Guðrún Jónasdóttir og Magnea Guðmundsdóttir. Andrés endurkjör- inn formaður Andrés Jónsson STUTT Laugaveg 53 • sími 552 3737 Opið mán. - föst. 10-18 • laug. 10-17 Útsalan hefst í dag 30-70% afsláttur af öllum vörum NÝ SENDING Kjólar 7.900 kr. Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Fleiri litir • Str. 40-56 útsalan hefst í dag 30%-70% afsláttur www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 St. 38-56 Hlynur Orri Stefánsson hlynurorri@mbl.is Þónokkur hópur fólks beið fyrir ut- an Héraðsdóm Reykjavíkur í gær- morgun þar sem tekið var fyrir mál nímenninganna, sem svo eru nefnd- ir, en þeir eru m.a. ákærðir fyrir brot gegn Alþingi og valdstjórninni. Strax um klukkan átta byrjaði fólk að safnast saman á Lækjartorgi, en taka átti málið fyrir kl. 8:30. Þegar loks var hleypt inn í dómshúsið, á slaginu hálfníu, biðu um fimmtíu einstaklingar, þar af þónokkrir lög- regluþjónar. Starfsmenn dómsins töldu inn í dómshúsið, en þar sem stærsti sal- urinn rúmar aðeins um þrjátíu manns þurftu margir frá að hverfa. Allt fór þó friðsamlega fram og seg- ir starfsmaður dómsins að þeir sem bíða þurftu úti hafi sætt sig við það án mikilla mótmæla. Sjö af níu sak- borningum voru mættir í dómssal- inn og var samhugur í hópi hinna ákærðu, sem skemmtu sér konung- lega yfir háðsglósum í garð ákæru- valdsins og lögreglu. Ragnar Aðalsteinsson, sem er verjandi fjögurra sakborninganna, krafðist frávísunar þar sem settur saksóknari, Lára V. Júlíusdóttir, væri vanhæf. „Ég lít svo á að settur saksóknari sé vanhæfur vegna þess að hún er með trúnaðarstöðu fyrir Alþingi í stjórn Seðlabanka Íslands. Alþingi er meintur brotaþoli í mál- inu, sá sem kærði málið og gerði þá kröfu sem birtist í ákæruskjali,“ sagði Ragnar í samtali við Morg- unblaðið. Lára er formaður stjórnar Seðlabankans, skipuð af Alþingi. Verjandinn mótmælti því einnig að þinghald skyldi vera „lokað að verulegu leyti“. Pétur Guðgeirsson héraðsdómari sagði hins vegar að þinghald væri opið en takmarkað við þann fjölda sem kæmist inn í sal- inn. „Það er algjör óþarfi að loka hús- inu og réttarhaldinu í þessu máli frekar en öðrum,“ sagði Ragnar og gagnrýndi að réttarhöldin skyldu vera „háð undir lögreglustjórn“. Þá hefði tveimur hinna ákærðu ekki verið hleypt inn í dómssalinn síðast þegar málið var tekið fyrir þrátt fyrir að hafa gert grein fyrir sér. „Þessi málsmeðferð er öll í hálf- gerðu skötulíki,“ sagði Ragnar. „Mér hefur verið meinaður aðgang- ur að grundvallargögnum í málinu. […] Það er t.d. skýrsla frá þeim sem rannsakaði málið á vegum lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Síðan hef ég ekki fengið aðgang að þeim gögnum sem safnað var en ekki voru lögð fram, en þau gætu verið hagkvæm skjólstæðingum mínum. Ég hef rétt á aðgangi að þeim.“ Þinghald í málinu fer næst fram hinn 17. ágúst. Friðsamleg Færri komust að en vildu þegar mál nímenninganna var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Morgunblaðið/Eggert Verjandi segir réttarhöldin „háð undir lögreglustjórn“  Krefst frávísunar í máli nímenninganna þar sem settur saksóknari sé vanhæfur vegna setu í bankaráði Seðlabankans  Færri en vildu komust í dómshúsið Dr. Kjartan G. Ott- ósson, prófessor í ís- lensku við Oslóarhá- skóla, er látinn. Kjartan fæddist 14. janúar 1956, sonur hjónanna Gyðu Jónsdóttur og Ottós A. Michelsen. Kjartan útskrifaðist stúdent frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð árið 1974, þá átján ára að aldri, og var dúx úr áfangakerfi. Hann lauk BA-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands árið 1979 og kandí- datsprófi frá sama skóla árið 1982. Doktorsprófi lauk Kjartan frá Lundi árið 1992 en að auki lagði hann stund á doktorsnám við háskólann í Mary- land á árunum 1988-1992. Kjartan var skipaður prófessor í ís- lensku við Háskólann í Osló árið 1992 og starfaði þar til dauðadags. Allt sitt líf stundaði Kjartan rannsóknir og fræði- störf auk kennslu. Eft- ir hann liggja fjölmarg- ar rannsóknir á sviði íslensku og norrænna málvísinda. Hann rit- aði jafnframt fjölda greina og bóka sem birst hafa á Íslandi og erlendis. Í febrúar 2008 hlaut Kjartan hin kunnu Ingrid Dal-verðlaun fyrir rannsóknir sínar á indóevrópskum tungumálum og sögu íslenskrar tungu. Kjartan vakti þjóðarathygli á ungaaldri þegar hann aðeins fimmtán ára gamall afrekaði það að ná tíu í meðaleinkunn á Landsprófi. Kjartan var barnlaus. Hann lætur eftir sig móður, þrjú alsystkini og tvö hálfsystkini. Andlát Kjartan G. Ottósson „Okkur vantar blóð. Lagerbirgð- irnar eru í lágmarki hjá okkur og það má ekkert koma upp á. Stórar ferðahelgar eru framundan og þetta er það sem við þurfum að grípa til og senda um land allt ef eitthvað gerist,“ segir Sigríður Ósk Lárusdóttir, deildarstjóri hjá Blóð- bankanum. Blóðbankinn hefur sent frá sér neyðarkall þar sem landsmenn eru hvattir til þess að koma í Blóðbank- ann á næstu dögum og gefa blóð. Sérstaklega er skortur á blóði í blóðflokknum O mínus, svokölluðu neyðarblóði. Landsmenn hvattir til að gefa blóð Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.