Morgunblaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 4
FRÉTTASKÝRING Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Verðbólga á ársgrundvelli mælist 5,7% samkvæmt mælingum Hag- stofu Íslands og hefur ekki mælst minni síðan við árslok 2007. Verðlag í júní lækkaði um 0,33% frá fyrri mán- uði og höfðu verðlækkanir á elds- neyti, mat og drykkjarvöru mest áhrif. Vísitala neysluverðs miðað við verðlag í júní mælist nú 364,1 stig. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 346,3 stig og lækkaði hún um 0,46% frá því sem hún var í maí. Vísitala neysluverðs hefur þó hækkað um 5,7% sé litið til síðustu tólf mánaða og um 7,5% án húsnæðis á sama tímabili. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,3% sem jafngildir 1,3% verðbólgu á ári samkvæmt Hagstofu Íslands. Möguleg gengisáhrif Samkvæmt upplýsingum Hagstof- unnar hefur verð á bensíni og dísel- olíu lækkað um 5,9%. Þá lækkun má að verulegu leyti rekja til verðstríðs olíufyrirtækjanna og lækkandi heimsmarkaðsverðs. Guðrún Ragn- heiður Jónsdóttir, deildarstjóri vísi- töludeildar Hagstofunnar, tekur þó fram, að ekki sé hægt að útiloka gengisáhrif á lækkun eldsneytis- verðs. „Við erum ekki alveg tilbúin að staðhæfa gengisáhrif, til þess þurfum við aðra mælingu, en líklegt er að gengið hafi einhver áhrif,“ seg- ir Guðrún. Möguleg gengisáhrif sjást þó víð- ar. Athygli vekur að áfengisverð lækkaði um 0,3% á milli mánaða og segir Guðrún lækkunina að öllum líkindum mega rekja til sterkara gengis krónunnar en áfengisverð haldist að jafnaði frekar stöðugt. Þá lækkaði verð á mat og drykkjarvöru um 1,5% og að sögn Guðrúnar ráða að mestu árstíða- bundnar verðlækkanir á grænmeti. „Við sjáum tólf prósent lækkun á grænmeti á milli mánaða sem er að miklu leyti árstíðarbundin,“ segir Guðrún og bætir við, að það skýrist helst af því að á sumrin þurfi ekki að sækja grænmetið eins langt auk þess sem sömuleiðis komi þá innlend framleiðsla á markað. „Þetta eru betri tíðindi en við höf- um séð lengi og það er jákvætt út af fyrir sig, en niðurstöðurnar koma þó ekki á óvart“ segir Henný Hinz, hag- fræðingur hjá ASÍ. Hún segir mæl- ingar Hagstofunnar í samræmi við spár. Áfram sé gert ráð fyrir að verðbólga fari hratt minnkandi, þ.e. á næstu mánuðum. Verðbólga ekki mælst minni síðan árið 2007  Matar- og eldsneytisverð lækkar Vænt Grænmetisverð hefur áhrif til lækkunar vísitölu neysluverðs. Lækkanir » Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,33 prósent í júní miðað við fyrri mánuð. » Verðlækkanir á eldsneyti, mat og drykkjarvörum hafa mest áhrif til lækkunarinnar. » Greina má áhrif styrkingar krónunnar í mælingum Hag- stofu Íslands. » ASÍ gerir ráð fyrir að verð- bólga fari hratt minnkandi á næstu mánuðum. 4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2010 www.noatun.is Nóatúni Nýttu þér nóttina í Verslanir Nóatúns eru opnar allan sólarhringinn Anna Sigríður Einarsdóttir annaei@mbl.is Gott gengi íslenska liðsins í A-riðli Evrópumeistara- mótsins í brids, sem nú stendur yfir í Oostende í Belg- íu, hefur vakið vonir um að Íslendingar öðlist keppn- isrétt á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Hollandi haustið 2011. Tæp 20 ár eru frá því Íslendingar tóku þátt í heimsmeistaramóti síðast, en 1991 hampaði liðið heimsmeistaratitlinum eftir að hafa lent í 4. sæti á Evrópumeistaramótinu. Sex efstu lið Evrópumeistara- mótsins öðlast keppnisrétt á heimsmeistaramótinu og í gær unnu Íslendingar A-riðil mótsins með 358 stig. Næstir komu Ítalir með 350 stig. Björn Eysteinsson er bjartsýnn á árangur nú fyrir Íslands hönd, en hann var fyrirliði íslensku heimsmeist- aranna. „Þetta er gott lið og það gefur góðar vonir, en það er þó enn mikið eftir,“ segir Björn og varar við of mikilli bjartsýni. „Við höfum nokkrum sinnum áður verið nálægt því að komast á heimsmeistaramótið.“ Seinni hluti keppninnar, sem Ísland er þegar búið að tryggja sér þátttökurétt í, er enda erfiður því þar keppa níu efstu lið A-riðils við níu efstu lið B-riðils. „Það kemur sér vel að vera með mikið magn stiga og lenda ofarlega í riðlinum, því stigin fylgja liðunum upp og í því felst góður grunnur, auk hvatans sem fylgir því að vera upptendraður af góðu gengi.“ Hversu raunhæfur draumurinn um heimsmeistara- mótið sé skýrist væntanlega á næstu tveimur dögum. Íslenska landsliðið skipa að þessu sinni þeir Sigur- björn Haraldsson, Magnús Magnússon, Þröstur Ingi- marsson og Júlíus Sigurjónsson og svo þeir Jón Bald- ursson og Þorlákur Jónsson, sem unnu heimsmeist- aratitilinn í Yokohama í Japan ásamt Birni. Upptendraðir af góðu gengi  Íslenska landsliðið í brids vann A-riðil Evrópu- meistaramótsins Stund milli stríða Magnús Magnússon og Sigurbjörn Haraldsson slappa af milli briddsleikja. Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Önnur konan sem handtekin var fyrr í mánuðinum fyrir stórfellt amfeta- mínsmygl er rússnesk, en hin er frá Kasakstan. Báðar eru þær með þýskan ríkisborgararétt. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryf- irlögregluþjónn hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, gefur ekki upp hvaðan amfetamínið er komið né heldur hvaðan konurnar lögðu upp í för sína. Það sé í rann- sókn. Yfirheyrslur standi enn yfir og muni gera það á næstu dögum. Gæsluvarðhald yfir konunum rennur út á föstudaginn, en mál sem varða skipulagða glæpastarfsemi og hafa miklar erlendar tengingar taka oft langan tíma. Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksókn- ari, segir allt benda til þess að áfram- haldandi gæsluvarðhalds verði kraf- ist. Ekkert bendi til þess að þær séu fórnarlömb í málinu, heldur frekar að þær séu þátttakendur í þraut- þjálfuðu verkefni skipulagðra glæpasamtaka. Hann segir það ekki rétt að því hafi verið slegið föstu að konurnar séu hér á vegum lithásku mafíunnar. Önnur glæpasamtök hafi sóst eftir áhrifum hér. Hins vegar sé aðferðin sem notuð var við flutning efnanna vel þekkt í Eystrasaltslönd- unum og Póllandi. Lögreglan vinnur með Europol og Interpol að rann- sókninni. Athygli vekur að yfirbragð flutn- inganna var sakleysislegt og ekki notast við svartan BMW eða Benz eins og oft áður, heldur Volkswagen. Barn var einnig með í för. „Það er til dæmis orðið þekkt í flutningi á milli S-Ameríku og Evrópu að ráðsett hjón séu fengin til að gera þetta,“ segir Karl Steinar. Þetta hafi mikið breyst á síðustu misserum. Styrkur amfetamíns sem neytt er á Íslandi er á bilinu 5,8 til 10%. Lítrarn- ir tuttugu sem hald var lagt á duga því til að framleiða 150 til 264 kíló. Grammið af amfetamíni kost- ar um 5.000 krón- ur í smásölu og var verðmæti farmsins því lík- lega á annan milljarð króna. Önnur er Rússi en hin frá Kasakstan  Áframhaldandi gæsluvarðhalds verður krafist á föstudag Ljósmynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Tankurinn Efnin voru í flöskum inni í bensíntanki Volkswagen Passat-bifreiðar. Sú aðferð er mikið notuð í Eystra- saltslöndunum og Póllandi en þekkist einnig víðar. Lögreglan gefur ekki upp hvar konurnar tvær hófu ferð sína. Um 700 einstaklingar leggjast inn á Vog á hverju ári vegna amfetamínfíknar og á þriðja hundrað eru nýgreindir sem amfetamínfíklar á ári. „Þetta er stærsti vandinn sem kemur upp á okkar borð. Stærsti hópurinn sem notar ólögleg vímuefni notar amfetamín,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Nokkuð er síðan amfetamín velti kanna- bisefnum úr sessi sem stærsti vandinn, en flestir fíklar nota hvort tveggja. Valgerður segir amfeta- mínið faraldur sem enn sæki á og hafi gert frá 1995. Spíttið mesti vandinn FARALDUR GEISAR Karl Steinar Valsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.