Morgunblaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 22
22 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2010 ✝ Lárus HrafnKvaran fæddist í Reykjavík 8. mars 1951. Hann lést í Lúx- emborg 5. júní 2010. Foreldrar hans eru Hrefna Lárusdóttir, húsmóðir, f. 3.4. 1929, og Ragnar G. Kvaran, flugstjóri, f. 11.7. 1927. Systkini Lár- usar voru Ragnar, f. 14.8. 1947, d. 8.2. 2009, og Anna Ragn- hildur, f. 25.7. 1956. Lárus kvæntist fyrri konu sinni Mai Vongnu 1979. Barn þeirra er Anna Sugila, f. 31.8. 1979. Dóttir hennar er Tara Lee, f. 21.6. 1996. Seinni kona Lárusar er Zoreh Aletaha (Gitty), f. 26.3. 1960. Börn þeirra eru Einar Artin, f. 29.12. 1990, og Talla Björk, f. 7.7. 1995. Lárus lauk atvinnu- flugmannsprófi frá Flugskóla Helga Jónssonar 28.9. 1974. Hann vann allan sinn starfsferil hjá flug- félaginu Cargolux í Lúxemborg. Lárus var jarð- settur í Niederanven í Lúxemborg 10. maí síðastliðinn. Minningarathöfn verður haldin í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 30. júní 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Systursonur minn, Lárus Hrafn Kvaran flugmaður, lést í Lúxem- borg vel um aldur fram, en hann hafði barist við banamein sitt, krabbamein, í allnokkurn tíma af mikilli hetjulund og var æðruleysi hans viðbrugðið í þeirri baráttu. Alla tíð frá því að Lalli frændi fæddist hef ég litið á hann sem yngri bróður minn og talið hann til minna bestu vina þó svo að við hittumst alltof sjaldan þar sem hann starfaði og bjó nær öll sín fullorðinsár í Lúx- emborg, og ég hér, en þó héldum við góðu sambandi allt til þess síðasta. Lalli var einstakt ljúfmenni og drengur góður og átti ekki vel við hann að ryðjast og troðast eða vaða yfir nokkurn mann þó svo hann gæti verið fastur fyrir og fylginn sér þeg- ar því var að skipta. Eins var hann húmoristi hinn mesti og gat verið skemmtilega stríðinn og alltaf stutt í hláturinn. Hann var músíkalskur og spilaði á gítar og söng og kom a.m.k. eitt lag með tríói, sem Lalli var í, út á plötu á áttunda áratugnum og kom fyrir að hann tróð upp á skemmt- unum, með öðrum, hér sem og í Lúx- emborg. Flugið varð starfsvettvangur hans og lágu leiðir okkar saman í flugnámi. Þá var umtalað hversu nettur flugmaður hann væri og er slíkt allmikið hól komandi frá öðrum flugmönnum. Nær allan sinn starfs- aldur starfaði Lalli hjá Cargolux í Lúxemborg og var farsæll flugmað- ur og lítt fyrir að troða sér upp met- orðastigann. Ragnar bróðir Lalla, sem var flugstjóri hjá Cargolux, lést á síð- asta ári og hafa því aldraðir foreldr- ar þeirra misst báða syni sína á til- tölulega stuttum tíma og einkasystir séð á eftir báðum bræðrum sínum. Eiginkona Lárusar, þrjú börn og barnabarn sjá nú á eftir ástríkum eiginmanni, föður og afa en fjöl- skyldan var honum eitt og allt og er missir þeirra mikill. Þeim, ásamt með foreldrum og systur, sendum við Sísí okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Megi almættið styrkja þau í þeirra miklu sorg. Jón Lárusson (Nonni frændi). Í byrjun júní dó Lárus Hrafn frændi minn á sjúkrahúsi í Lúxem- borg eftir erfið veikindi. Lárus hef- ur alið aldur sinn að stærstum hluta þar ytra og kom lítið hingað til lands síðustu áratugina. Því eru minning- ar mínar um Lalla frænda fyrst og fremst tengdar barnæsku og ung- lingsárum þegar hann bjó enn á Ís- landi. Í tvö sumur vorum við saman í sveit á Lýtingsstöðum í Holtum og á ég kærar minningar frá samveru- stundum okkar þar. Sjálfur var ég þá 11 og 12 ára en Lalli tveimur ár- um eldri sem skipti heilmiklu máli á þessu aldursskeiði þegar menn eru að þroskast og átta sig á lífinu og til- verunni. Ég bar ótakmarkaða virð- ingu fyrir þessum lífsreynda frænda sem virtist geta leyst öll verkefni fumlaust og örugglega. Það skipti engu hvort það var umgengni við skepnur eða vélar, allt lék í hönd- unum á honum. Annað sumarið glímdi hann til dæmis við það í frí- stundum að taka í sundur og setja saman forláta armbandsúr sem hann hafði komið með í sveitina. Ég fylgdist með því fullur efasemda þegar hann tók úrið í sundur stykki fyrir stykki þar til eftir lá sorgleg hrúga af tannhjólum, öxlum og pínu- litlum skrúfum. Síðan hófst mikið þolinmæðisverk við að koma gripn- um aftur saman. Nokkrum vikum síðar kom hann með það til mín sigri hrósandi og þá var úrið aftur tekið að mæla tímann af sömu nákvæmni og áður. Lalli varð fljótt lunkinn gítarleik- ari og sýndi litlum frænda mikla þol- inmæði þegar hann kenndi mér fyrstu gítargripin. Á þessum árum voru Bítlarnir að leggja heims- byggðina að fótum sér. Lalli varð strax mikill aðdáandi og kenndi mér að meta tónlistina þeirra. Hann var fljótur að pikka Bítlalögin upp á gít- arinn og þar sem Ríkisútvarpið sýndi þessari tónlist fálæti á þessum fyrstu árum var leitað á önnur mið. Á síðsumarkvöldum þegar farið var að skyggja og skilyrði til að nema útsendingar erlendra útvarpsstöðva voru góð mátti heyra í gegnum brak og bresti tónlist Bítlanna berast upp í svefnherbergið okkar á Lýtings- stöðum. Þar sat ég löngum stundum við fótskör stóra frænda og hlustaði andaktugur á hann útskýra snilld Bíltanna og spila vinsælustu lögin þeirra. Ekki voru þær síður fróðleg- ar og spennandi stundirnar þegar hann leiddi mig í sannleika um sam- skipti kynjanna. Ef það er eitthvað sem strákar á þessum aldri eru smeykir við þá er það hitt kynið. Því þóttu mér lýsingar hans á því hvern- ig ætti að kyssa stelpu í senn ógn- vekjandi og spennandi. Seinna fékk ég staðfest að útlistanir Lalla á þessum samskiptum voru í aðalat- riðum réttar og talsvert nákvæmar. Þótt samvistir mínar við þennan ljúfa frænda hafi einskorðast við stutt skeið í æsku hygg ég að fáir hafi kennt mér meira en hann. Fyrir það vil ég þakka nú þegar komið er að leiðarlokum. Undanfarin misseri hafa verið þungbær fyrir fjölskyldu Lalla. Ekki er nema rúmt ár síðan Ragnar eldri bróðir hans lést, einnig langt fyrir aldur fram. Við Snæfríður vott- um Ragnari og Hrefnu foreldrum Lalla, Önnu systur hans og fjöl- skyldu hans í Lúxemborg okkar dýpstu samúð. Gunnar E. Kvaran. Það var á táningsárunum á því tímabili sem 68-kynslóðin er kennd við sem leiðir okkar Lalla lágu fyrst saman. Það má segja að það hafi verið gítarinn sem tengdi okkur í fyrstu en báðir vorum við að stíga okkar fyrstu spor í gítarleik. Eitt það fyrsta sem ég heyrði af Lalla var þegar systir mín kom úr Þórs- mörk og sagði að þar hefði hann heillað stelpurnar með því að spila á gítar og syngja lög eftir Donovan. Ekki minnkaði áhuginn á gítarleik við það og skömmu síðar vorum við farnir að stilla saman strengi og syngja æðri tónlist þeirra ára eftir Bob Dylan, Donovan og Incredible String Band. Um tvítugsaldurinn var Lalli í námi fyrir ævistarf sitt, flugið. Ragnar, pabbi hans, hafði keypt flugvél svo hann gæti safnað flugtímum. Þær voru ófáar stund- irnar og skemmtilegar sem við Lalli þeyttumst um landið í tveggja sæta Piper Cub og þar fékk ég mína fyrstu leiðsögn í flugheiminum. Það var svo um haustið ’74 sem Lalli benti mér á að það væri verið að auglýsa eftir nemum í flugumferð- arstjórn. Þar með varð hann einn af stóru áhrifavöldunum í mínu lífi því nú, 36 árum síðar, er ég enn að störf- um við flugumferðarþjónustuna. Það var mér ekki sársaukalaust þeg- ar Lalli fluttist alfarinn af landi brott til Lúxemborgar 1975. Þar starfaði hann síðan sem flugmaður hjá Cargolux ásamt föður sínum og bróður. Eftir það urðu samveru- stundir okkar stopular en góðar þegar við hittumst og milli okkar var þráður vináttu óslitinn alla tíð. Við Guðrún sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til Ragnars, Hrefnu, Önnu og Gitty og barnanna í Lúxemborg. Lalli, gamli vinur, þakka þér fyrir það sem samveru- stundir okkar gáfu mér. Hver veit nema við eigum eftir að stilla saman strengi okkar aftur og ég kveð þig að sinni með orðum KK: „I’ll see you again when it‘s my time to go.“ Jón Árni Þórisson (Joddi). Lárus Hrafn Kvaran ✝ Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vinarhug og sendu minningarkort, við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SIGURSTEINS H. HERSVEINSSONAR rafeindavirkjameistara og kennara, Sóltúni 12, Reykjavík. Ingibjörg Kolbeinsdóttir, Margrét Árný Sigursteinsdóttir, Sigurður Leifsson, Þórir Sigursteinsson, Birna Einarsdóttir, Gunnar Hersveinn, Friðbjörg Ingimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, amma, langamma og systir, ÁSTA ÓLAFSDÓTTIR BECK, Snorrabraut 56 B, Reykjavík, sem andaðist á Vífilsstöðum mánudaginn 21. júní, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 1. júlí kl. 13.00. Ása Beck, Ólöf Una Beck, Ulf Beck, Magnús Haukur Jökulsson, Þórunn Magnúsdóttir, Gyða Ólafsdóttir. ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN SÖLVI HELGASON, Efra – Apavatni, Bláskógabyggð, lést á heilbrigðisstofnun Suðurlands sunnudaginn 27. júní. Rúna Jónsdóttir, Jón Þór Ragnarsson, Eyjólfur Óli Jónsson, Emilía Jónsdóttir, Guðbjörg Þóra Jónsdóttir, Jóhann Reynir Sveinbjörnsson, Sigríður Jónsdóttir, Örvar Ólafsson og barnabarnabörn. ✝ Sonur minn, bróðir okkar og mágur, DR. KJARTAN G. OTTÓSSON prófessor, við háskólann í Osló, lést mánudaginn 28. júní. Gyða Jónsdóttir, Óttar Ottósson, Helga Ottósdóttir, Stefán S. Guðjónsson, Geirlaug Ottósdóttir, Grímur Guðmundsson, Theodór Ottósson, Árný Elíasdóttir, Helga Ehlers, Reinhard Wolf. ✝ Jóhann BjörnDagsson fæddist á Eskifirði 14. júlí 1931. Hann lést á dvalarheimilinu Víði- hlíð í Grindavík 21. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin María Matthíasdóttir, f. 5.6. 1891, d. 12.10. 1953, og Dagur Jóhanns- son, f. 31.10. 1892, d.30. 6. 1974. Jóhann Björn átti eitt systkini, Guðrúnu Dagsdóttur. Hinn 7. des. 1957 kvæntist Jó- hann Margréti Jónu Jónsdóttur frá Gjögri í Strandasýslu, f. 14.7. 1931, d. 5.10. 2007. Foreldrar hennar voru hjónin Benonía Bjarnveig Friðriksdóttir, f. 3.6. 1897, d. 10.4. 1989, og c) Lindu Ósk, f. 6.6. 1994. 4) Ingiþór Björnsson, f. 13.2. 1964, hann á tvær dætur, Margréti Ósk, f. 14.7. 1990, og Heiðu Björk, f. 12.4. 1993. 5) Bjarnveig Björns- dóttir, f. 24.9. 1965, hún á þrjár dætur, a) Laufeyju, f. 21.1. 1989, b) Signýju Jónu, f. 14.11. 1994, og c) Helenu Rós, f. 31.7. 1997. Jóhann átti einn son fyrir, Eyjólf Guðna, f. 21.11. 1955. Jóhann Björn ólst upp á Eski- firði ásamt systur sinni. Ungur fór hann suður á vertíð og vann við beitningu fyrstu árin. Hann kynn- ist Margréti við silfurbergsnámu við Helgustaði í Eskifirði. Þau fluttu suður til Keflavíkur og byggðu sér saman hús að Heið- arvegi 24. Hann vann við rukkun hjá Olíufélagi Keflavíkur en síð- ustu árin vann hann við afgreiðslu hjá ÁTVR. Þau flytja í Víðihlíð í Grindavík sumarið 2004 og and- aðist hann þar 21. júní 2010. Útför Jóhanns fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 30. júní 2010, og hefst athöfnin klukkan 13. 1976, og Jón Magn- ússon, f. 11.12. 1886, d. 5.6. 1946. Börn Jó- hanns Björns og Mar- grétar eru: 1) Dag- bjartur Björnsson, f. 10.7. 1957. 2) Valur Björnsson, f. 9.8. 1958, hann á eina dóttur, Berglindi, f. 16.2. 1982, og eitt barnabarn, Snævar Orra, f. 10.4. 2001. Sambýliskona hans er Erla Guðjóns- dóttir, f. 11.9. 1959, og á hún 2 drengi, Gunnar Þór, f. 11.11. 1979, og Skúla Rúnar, f. 29.12. 1981. 3) María Björnsdóttir, f. 10.2. 1960, maki Georg Svavar Einarsson, f. 9.6. 1960, þau eiga þrjú börn, a) Einar Sædal, f. 18.1. 1987, b) Jóhann Sædal, f. 30.10. Elsku afi. Í hjarta okkar munum við geyma þig alltaf afi. Allar minningar mun- um við varðveita og allar þær stundir sem við áttum saman. Við söknum þín sárt afi. Við vitum að þú ert á betri stað hjá ömmu. Ást okkar til þín er óendanleg. Kveðja, Margrét Ósk og Heiða Björk. Bæn: Afi Bjössi við söknum þín. Ég bað Guð um að blessa afa minn og gera honum sem best kvöldið áð- ur en hann dó. Hann var búinn að vera mikið lasinn og ákvað að fara til ömmu. Nú er hann kominn á betri stað. Ég trúi að núna líði hon- um vel hjá ömmu. Elsku afi, minn- ing þín mun ávallt búa í hjarta okk- ar og við minnumst þín á hverjum degi. Ástkæri afi, við söknum þín. Amen. Ljóð til þín. Afi minn ég sakna þín, þú býrð í hjarta mínu. Ég elska þig afi sama hvar þú ert, ég minnist þín á hverjum degi. Ég trúi því að þér líði vel, hjá ömmu í himnaríki. Ég elska þig afi sama hvar þú ert, af lífsins sálarkröftum. (HRG) Helena Rós Gunnarsdóttir. Jóhann Björn Dagsson Minningar á mbl.is Magnús Ó. Stephensen Höfundur: Elín Káradóttir. Meira: Meira:mbl.is/minningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.