Morgunblaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2010 Þeir voru þeir bestu hjá CIA en núna vill CIA losna við þá HHHH „Hún er skemmtileg“ - Roger Ebert Skotbardagar, hasar, sprengingar og húmor... frábær afþreying. Zoe Saldana úr Avatar sýnir stórleik í þessari stórkostlegu hasarmynd SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Miley Cyrus er æðisleg í sinni nýjustu mynd STÓRKOSTLEG SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI VIDDI, BÓSI LJÓSÁR OG HIN LEIKFÖNGIN ERU KOMIN AFTUR Í STÆRSTU OG BESTU TOY STORY MYNDINNI TIL ÞESSA SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI EITT MESTA ILLMENNI KVIKMYNDASÖGUNNAR ER KOMIÐ Í BÍÓ – FREDDY KRUEGER ÞESSI MYND Á EFTIR AÐ HALDA ÞÉR VAKANDI Í LANGAN TÍMA! STRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI HHHHH “ÓMENGUÐ SNILLD YST SEM INNST.” “HÚN HEFUR SVO SANNARLEGA ALLA BURÐI TIL AÐ VERÐA VINSÆLASTA OG BESTA MYND SUMARSINS” S.V. - MBL HHHHH - P.H. BOXOFFICE MAGAZINE HHHHH „ÞETTA VERÐUR EKKI MIKIÐ BETRA“ - Þ.Þ FRÉTTABLAÐIÐ HHHH "TOY STORY 3 ER ÞAÐ BESTA SEM ÉG HEF SÉÐ Í BÍÓ Á ÞESSU ÁRI HINGAÐ TIL OG ÉG GET EKKI BEÐIÐ EFTIR AÐ SJÁ HANA AFTUR!" - T.V. KVIKMYNDIR.IS TWILIGHT SAGA : ECLIPSE kl. 8 - 10:30 12 GET HIM TO THE GREEK kl. 8 12 THE LOSERS kl. 10:30 12 TWILIGHT SAGA : ECLIPSE kl. 8 - 10:35 12 LEIKFANGASAGA 3 3D ísl. tal kl. 5:403D L TOY STORY 3 m. ensku tali kl. 5:40 L SEX AND THE CITY 2 kl. 9 12 TWILIGHT SAGA : ECLIPSE kl. 8 - 10:30 12 GROWN UPS kl. 8 - 10:10 10 / KEFLAVÍK / SELFOSSI/ AKUREYRI Nýr dansviðburður, Var það gang- ári? á sér stað með óhefðbundnum hætti á Humarhátíðinni á Höfn, hinn 3. júlí 2010. Um er að ræða dans- göngu sem fólki er boðið að fara í en hún er samofin sögulegri leiðsögn um bæinn. Ragnar Ísleifur Braga- son, ljóðskáld og leikhúslistamaður, mun kynna okkur söguna en hann bregður sér í líki draugsins Gangára sem sér um leiðsöguna. Sá kann að hafa sopið marga fjöruna síðustu aldirnar og á að þekkja hvern krók og kima landsins. Það eru dans- ararnir Aðalheiður Halldórsdóttir og Valgerður Rúnarsdóttir sem hafa skapað heim Gangárans en saman starfa þær undir nafinu Vaðall. Þær hafa samið fjölda dansverka, m.a. fyrir Íslenska dansflokkinn og Reykjavík dansfestival á und- anförnum árum og þær hafa báðar verið tilnefndar til Grímunnar sem dansarar ársins. „Við vorum að horfa í kringum okkur í miðbæ Reykjavíkur þegar okkur fannst við sjá svo mörg tóm búðarrými, þannig að okkur fannst svolítið eins og við værum staddar í eyðibæ. Þá fengum við hugmyndina um Gangárann sem er flökkudraug- ur og við byrjuðum með þetta í Reykjavík þar sem hann þekkir allt og segir fólki sögur. Þetta byrjaði bara sem svona leiðsögn og svo vatt þetta upp á sig og við fylltum þetta af tónlist og lífi og dansviðburðum og hinu og þessu og svona eftir gönguna þá getum við spurt okkur, var þetta í alvöru flökkudraugur? Var hann raunverulegur þessi mað- ur, því hann talar um allt sem gerð- ist fyrir 5 árum eða 200 árum með sama hætti,“ segir Valgerður en Vaðalsstúlkurnar standa þó ekki einar með Ragnari Ísleifi að verk- efninu á Höfn heldur virðist þeim hafa tekist að virkja bæinn með sér í viðameira samvinnuverkefni. „Mér finnst gaman hvernig okkur hefur tekist að virkja fólk með okkur hérna og vekja áhuga þess. Allir eru að leggja sitt af mörkum og koma með það sem þau kunna, Kvenna- kórinn, Leikfélagið, Vinnuskólinn allur og aðrir áhugasamir. Það er búið að taka allt til hérna í bænum og gera allt fínt. Þetta verður bara spennandi,“ segir Valgerður að lok- um. gea@mbl.is Dansað til að muna  Söguleg dansganga með draugnum Gangára verður á Höfn hinn 3. júlí Morgunblaðið/Ásdís Dans Stúlkurnar í Vaðli færa okkur dansgönguna með Gangára. Veffyrirtækið Yahoo hefur gert samning við leikarann og leikstjór- ann Ben Stiller um gerð netþáttar þar sem málefni líðandi stundar verða tekin fyrir. Foreldrar Stillers verða í aðalhlutverki í þáttunum. Stiller er á alþjóðlegu auglýs- ingahátíðinni í Cannes á vegum Yahoo að kynna þennan fyrirhug- aða vefþátt, en hver þáttur verður innan við tíu mínútur að lengd og sýndur á Yahoo-vefnum. Foreldrar Stillers, Jerry Stiller og Anne Meara, eru þekktir grínistar og fá það hlutverk að ræða nýjustu frétt- ir á persónulegum nótum. Til stendur að sýna fyrsta þáttinn á Yahoo fyrir áramót. Stiller og fjölskylda Anne Meara, Christine Taylor, Ben Stiller og Jerry Stiller. Stiller vinnur með Yahoo Dansgangan Var það gangári? á sér stað laugardaginn 3. júlí á Humarhátíðinni á Höfn. Lagt verður af stað frá Pakkhúsinu klukkan 14:00 en þátttakendur fá sögu Hafnar beint í æð með dansi og leik. Leiðsögumaður er draugurinn Gangári. Gangári DAGSKRÁIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.