Morgunblaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2010 www.tsmaskin.no - www.jobbistangeland.no Við höfum mjög góða reynslu af íslenskum véla og verkamönnum sem eru nú þegar starfandi hjá fyrirtækinu. Við erum nú að leita að fleira fólki til starfa hjá okkur. Við erum að leita að hæfileikaríku fólki til vinnu í lengri tíma, í varanleg störf. Við stefnum að því að vera leiðandi verktakafyrir- tæki í Noregi og leggjum áherslu á að allir sem starfa með okkur séu vel skipulagðir í sínu starfi. Ef þetta lýsir þér, eru líkur á að þú munir njóta dvalarinnar með okkur. Þú verður að hafa gott skap, njóta vinnunnar með hæfileikaríku samstarfsfólki, hafa góða þekkingu á vinnu þinni og vera tilbúin að þróa -masafahðaarælðagomesinræfgougnikkeþ skipti á norsku. Við aðstoðum með gistingu fyrstu 4 vikurnar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf eins fljótt og unnt er, eða eftir 2. ágúst 2010. Umsóknarfrestur: 04.07.2010. Umsókn (á ensku eða norsku) skal senda í on.niksamst@dnalol.raoj:lititsópuvlöt Valdir umsaekjendur verða kallaðir í viðtal miðvikudaginn, 7. júlí í Reykjavík. Ferilskrá (CV) og meðmæli (á ensku eða norsku) eru nauðsynleg fyrir viðtal. Vinsamlegast ekki hika við að hafa samband við starfsmannastjóra okkar Joar Løland (47) 51 44 40 34 til að fá meiri upplýsingar. Sjá einnig vefsíðu okkar: www.tsmaskin.no LO K O M O T IV M E D IA .F o to :M im ik k v /F re d ri k R in g e T Stangeland Maskin AS (TS) er í hefðbundnum norskum byggingariðnaði, fyrirtæki með 430 starfsmönnum. TS hóf starfsemi árið 1959 af stofnanda fyrirtækisins Tryggve Stangeland, og hefur fyrirtækið verið þróað af syni hans Ólav í að vera eitt af stærstu og nútímalegustu fyrirtækjum á sínu sviði. Við höfum heilbrigt og öruggt hagkerfi og notalegt vinnu- umhverfi. Velta árið 2009 var 1,135,000,000 NOK. Við eigum meðal annars 102 gröfur, 19 bora, 50 trukka, hjólskfl ur og jarðýtur. T Stangeland Maskin AS er hluti af Stangeland Group sem einnig á 50% af stærsta rekstraraðila í Skandinavíu af bílkrönum, Nordic Crane Group. gröfumönnum með mikla reynslu og verkamönnum Við leitum að sem vilja vinna í Noregi Við erum með mikið framboð af vinnuafli og mörg ný verkefni á döfinni í nánustu framtíð. Gísli Baldur Gíslason gislibaldur@mbl.is Íslandsvinurinn Vladimír Ashken- azy mun fyrstur stíga á svið í full- kláraðri Hörpu hinn 4. maí á næsta ári. Þar mun hann stjórna Sinfón- íuhljómsveit Íslands, eins og hann hefur svo oft gert. „Ashkenazy hefur verið mikill stuðningsmaður þessa verkefnis í áratugi, þannig að það er sjálfsagt að hann stjórni opnunartónleikunum,“ segir Pétur J. Eiríksson, stjórnar- formaður Portus ehf. „Hinn 14. maí verður svo opnunarhátíð. Þá verður blönduð tónlistardagskrá með öllum tegundum af tónlist, allt frá klassík til popptónlistar.“ Aðalsalur Hörpu, sem mun rúma átján hundruð gesti í sæti, er nú þegar uppbókaður frá opnun til jóla, að sögn Péturs. Listahátíð mun notfæra sér húsið næsta vor og um sumarið verður söngleikur sýndur á stóra sviðinu. Nokkrar ráðstefnur munu fara fram í húsinu og tónleikar erlendra listamanna. Enn er óvíst hverjir það verða. Íslenska óperan og Sinfónían munu eiga aðsetur sitt í Hörpu og flytja þangað næsta vor. Tveir veitingastaðir verða í hús- inu. Á fjórðu hæð verður fínn veit- ingastaður með útsýni yfir höfnina, Faxaflóa og Snæfellsjökul á góðum degi. Á jarðhæðinni verður hvers- dagslegri veitingastaður. Pétur segir að verið sé að finna rekstraraðila fyrir staðina. Einnig verða gjafavöruverslun, tónlistar- verslun og líklega bókabúð í húsinu. Hönnun Hörpu er samvinnu- verkefni dönsku arkitektastofunnar Henning Larsen og Ólafs Elíassonar listamanns. Sá síðarnefndi skapaði glerhjúpinn um húsið sem smám saman er að taka á sig mynd við Reykjavíkurhöfn. Tónlistarhúsið opnað í hörpu  Ashkenazy stjórnar Sinfóníunni á opnunartónleikum Hörpu 4. maí á næsta ári  Aðalsalurinn fullbókaður til jóla  Áætlaður kostnaður 17,7 milljarðar Morgunblaðið/Ómar Sköpunarverkið kynnt Fulltrúar dönsku arkitektastofunnar Henning Larsen, listamaðurinn Ólafur Elíasson og Pétur J. Eiríksson frá Portus ehf, sem sér um framkvæmdina, kynntu gesti fyrir Hörpu í gær. Næstu 35 árin munu ríkið og Reykjavíkurborg greiða tæpan milljarð króna á ári til að borga niður lán vegna byggingar Hörpu. Pétur J. Eiríksson segir að byggingarkostnaður Hörpu muni á endanum nema 17,7 milljörðum. Hið opinbera mun ekki koma að rekstrinum fyrst um sinn, en tekur við honum á endanum. „Við reiknum með já- kvæðu fjárstreymi strax á þriðja ári. Fram að þeim tíma verðum við að fjármagna okkur með rekstrarkostnaði.“ En er hann bjartsýnn á að reksturinn muni standa undir sér? „Hann verður eiginlega að gera það. Við leggjum áherslu á mjög víðtæka og mikla starfsemi hér í hús- inu.“ Greiða rúma 30 milljarða RÍKI OG BORG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.