Morgunblaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 21
Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2010 ✝ Helga FanneyStefánsdóttir fæddist á Mýrum í Miðfirði 11. júlí 1926. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 16. júní 2010. Foreldrar hennar voru Jónína Pálsdóttir frá Þverá í Miðfirði, f. 14.5. 1888, d. 15.11. 1955, og Stefán Ásmundsson frá Snartartungu í Bitrufirði, bóndi á Mýrum, f. 8.9. 1884, d. 3.8.1976. Hún er næstyngst fimm systkina, Ingi- björg Ástríður (Ásta), f. 24.4. 1917, d. 25.2. 1998, Páll, f. 6.3. 1918, d. 25.5. 2001, Ása Guðlaug, f. 7.7. 1925, og Erla, f. 27.6. 1929. Helga Fanney giftist 23. desem- ber 1965 Ólafi Norðfjörð Kárdal, f. 25.8. 1910 á Blönduósi, d. 3.11. 1988. Foreldrar hans voru Guð- finna Kristín Þorsteinsdóttir, f. 14.4. 1877, d. 30.10. 1934, og Jón Konráðsson, f. 12.1. 1859, d. 11.8. 1938. Börn Helgu Fanneyjar og Paige, f. 6.7. 1994 og Stefan Peter, f. 19.2. 2000. 2) Margrose Andrea, f. 23.7. 1977, búsett í Morden, Manitoba, gift Shawn Madak, f. 2.6. 1978. Helga ólst upp á Mýrum og gekk í barnaskóla í Ásbyrgi og síðar í Reykjaskóla í Hrútafirði veturna 1944-46. Um tvítugt var hún ráðin til kennslu í einn vetur í Vest- urhópi en hélt svo til Reykjavíkur. Helga vann til margra ára við saumaskap í Reykjavík og m.a. á Saumastofunni Kápunni og á Prjónastofunni Malín. Á þessum ár- um aðstoðaði hún einnig föður sinn við rekstur heimilisins á Mýrum og var með annan fótinn fyrir norðan. Árið 1962 hélt Helga utan til Vesturheims í örlagaríkt ferðalag. Þetta var fyrsta skipulagða ferðin sem var farin til Bandaríkjanna og Kanada á slóðir Vestur-Íslendinga. Þar kynnist hún Ólafi sem þá var orðinn ekkill. Árið 1965 heldur hún utan til St. Paul Minnesota, giftist Ólafi og búa þau Helga þar til árs- ins 1976. Það ár, 1976, ákveða Helga og Ólafur að flytjast búferl- um og búa dætrum sínum heimili á Íslandi. Helga og Ólafur voru bú- sett að Rauðagerði 12 og bjó hún þar til æviloka. Útför Helgu verður gerð frá Bú- staðakirkju í dag, 30. júní 2010, og hefst athöfnin kl. 15. Ólafs eru: 1) Jónína, f. 8.11. 1966, gift Þor- birni Vignissyni, f. 23.9. 1970. Dætur þeirra: Helga, f. 1.10. 2003 og Hugrún, f. 23.9. 2006. 2) Anna María, f. 17.5. 1969, gift Ásgeiri Karli Ólafssyni, f. 25.11. 1965. Þeirra börn eru Ólafur Axel, f. 17.12. 1996, Sigríður Helga, f. 25.2. 2000 og Ágústa Erna, f. 1.8. 2004. Anna María og fjölskylda eru búsett í Bandaríkj- unum. Ólafur átti dóttur frá fyrra hjónabandi, Sylviu May Peiluck, f. 1.5. 1941, búsett á Gimli, Manitoba, Kanada. Móðir hennar var Sylvia Guðnadóttir Kárdal, f. 1.8. 1910, d. 10.6. 1961. Eiginmaður Sylviu May var Anthony Peiluck, f. 3.9. 1933, d. 15.6. 2003. Þeirra börn eru: 1) Anthony Olafur Peter Peiluck, f. 29.6. 1971, búsettur á Gimli, Mani- toba, kvæntur Köru Peiluck, f. 25.11. 1973. Þeirra börn Aurora Mér veittist fyrst sú ánægja að kynnast Helgu Kárdal í janúar 1991. Við Anna María dóttir hennar vor- um þá farin að draga okkur saman og þótti Önnu tími til kominn að kynna mig fyrir móður sinni. Ég hafði ekki hitt Helgu fyrr, en hún og foreldrar mínir þekktust vel frá fyrri tíð. Helga tók mér opnum örmum frá upphafi og sýndi mér þann kærleika sem auðkenndi okkar samskipti alla tíð, sjálfsagt naut ég líka kynna hennar við foreldra mína. Ég fann strax að þar fór mjög ötul og sjálfstæð kona sem hafði afar heilbrigða afstöðu til lífsins. Þessir eiginleikar hennar komu sér vel þegar eiginmaður hennar féll frá nokkrum árum áður og hún stóð ein að uppeldi dætra sinna. Ég fann fljótt að Helgu hugnaðist vel sam- band mitt og dóttur hennar. Það sýndi sig glöggt á því hversu vel hún tók því þegar við tilkynntum henni eftir nokkurra mánaða kynni að Anna María hefði hug á að flytjast með mér til Bandaríkjanna þegar ég héldi þangað í framhaldsnám síðla sumars. Það varð raunin, og utandvölin sem átti upphaflega að standa í tvö ár, stendur enn. Jafnvel þó að við höfum búið erlendis í nítján ár þá var sambandið ávallt náið. Árlegar ferðir sumarlangt með barnabörnin til Íslands og heimsóknir Helgu til okkar voru okkur mikils virði og héldu fjölskylduböndunum sterkum. Á ferðalögum um landið nutum við fróðleiks hennar um sveitirnar norð- an heiða sem voru henni svo kærar. Ættir voru raktar og sögur sagðar af mikilli leikni og góðri þekkingu á mönnum og málefnum – allt gerði það umhverfið áhugaverðara og eft- irminnilegra. Helga naut ömmuhlutverksins og var barnabörnunum mjög kær, enda var hún ávallt reiðubúin til að taka þátt í því sem veitti þeim ánægju og gleði. Það var oft spennuþrungið andrúmsloftið þegar Helga og barnabörnin horfðu á beinar útsend- ingar frá kappleikjum í stofunni í Rauðagerði. Gaf það ekkert eftir því sem best gerist á áhorfendabekkj- um íþróttaleikvanga. Ekki verður komið tölu á dagsferðirnar til Þinga- valla, Gullfoss, Geysis og víðar þar sem þau nutu gönguferða í nátt- úrunni og var þá ferðunum gjarnan lokið með því að amma keypti ís með dýfu handa hópnum. Undanfarin ár fór aldurinn smám saman að segja til sín. Helga treysti sér ekki lengur til að heimsækja okkur til Bandaríkjanna, en áfram nutum við samvista við hana á Ís- landi. Síðastliðinn vetur var henni erfiður, en vonir stóðu til að heilsan myndi lagast með vaxandi sól – voru ýmis merki um að svo myndi verða. En óvænt veikindi lögðust ofan á þann veikleika sem fyrir var og eftir stutta legu á sjúkrahúsi lést hún í faðmi dætra sinna og nánustu fjöl- skyldu. Helgu verður sárt saknað, en við sem áttum samleið með henni mun- um búa að mörgum góðum minn- ingum um ókomin ár. Ásgeir Karl Ólafsson. Nú þegar Helga hefur kvatt okk- ur og horfið til nýrra heimkynna, rifjast upp minningar löngu liðinna ára vestur í Minnesota. Við hjónin vorum nýflutt til Minneapolis þar sem maðurinn minn var í framhalds- námi, er við vorum kynnt fyrir Vest- ur-Íslendingnum Ólafi Kárdal, hjálparhellu íslenskra námsmanna þar um slóðir. Það var meiri breyt- ing að flytja frá Íslandi til Banda- ríkjanna árið 1964 en það er í dag og var þá gott að geta leitað ráða hjá Óla Kárdal, sem ávallt var boðinn og búinn að rétta fram hjálparhönd. Hann varð góður vinur og samskipt- in tíð. Það var svo snemma árs 1965, að það spurðist að Óli ætti von á konu, Helgu Stefánsdóttur, frá Íslandi og stæði brúðkaup fyrir dyrum. Þau höfðu fyrst kynnst þegar Helga kom sem ferðamaður á vegum Þjóðrækn- isfélagsins um slóðir Vestur-Íslend- inga og skrifast á æ síðan, einnig höfðu ferðir Óla orðið tíðari til gamla landsins eftir að þessi kynni komust á. Svo kom Helga um vorið; glæsileg kona, vel gefin, fróð og skemmtileg, heiðarleg og hrein- skiptin. Brúðkaup var haldið og að ári fæddist eldri dóttir þeirra Jónína og síðan Anna María þremur árum síðar. Árin liðu, við hjónin fluttumst aft- ur til Íslands en Helga og Óli bjuggu áfram í St. Paul þar til Óli lét af störfum. Það hafði alltaf verið draumur Óla að verja elliárunum á gamla landinu og létu þau hjónin þann draum rætast við þessi tíma- mót og fluttu hingað 1976. Það var Helgu mikið áfall er Óli lést snögglega árið 1988, þá reyndi á kjark og þor. Hún hélt áfram fyrri störfum, veitti dætrum sínum styrk og stuðning, hvatti þær óspart til frekara náms og vann þeim allt til heilla. Árið 1995, nánar tiltekið í ágúst það ár, var mikill gleðidagur í fjölskyldum okkar beggja er Anna María Kárdal og Ásgeir Karl sonur okkar hjóna gengu í hjónaband. Það var stolt móðir er leiddi dóttur sína upp að altarinu þennan dag og ánægðir tengdaforeldrar buðu Önnu Maríu velkomna í fjölskyldu sína. Síðastliðin ár hafa verið Helgu nokkuð erfið, heilsan brást hinni kjarkmiklu dugnaðarkonu. Hún lést eftir skamma sjúkrahúsvist umvafin ástúð dætra sinna og dótturbarna. Blessuð sé minning Helgu Stef- ánsdóttur. Sigríður Ásgeirsdóttir. Það var árið 1977 sem ég hitti Helgu og fjölskyldu fyrst. Jónína dóttir hennar var ný í bekknum mín- um því fjölskyldan var nýflutt heim frá Bandaríkjunum. Helga móðir hennar hafði farið í ferðalag til Bandaríkjanna þar sem hún kynnt- ist manninum sínum honum Ólafi. Ólafur fylgdi Helgu til Íslands þeg- ar dæturnar voru 7 og 10 ára. Á unglingsárum urðum við Jónína óaðskiljanlegar vinkonur og urðum heimagangar hvor hjá annarri. Heimsóknir í Rauðagerðið voru daglegt brauð. Heimilislífið ein- kenndist af skemmtilegri blöndu úr norðlenskri sveit þar sem boðið var upp á íslenskt soðbrauð með kaffinu og framandi réttum ættuðum frá Ameríku eins og fylltum kalkúni og meðlæti. Ánægjulegustu minningarnar eru frá kaffiboðunum á jóladag þar sem Helga bauð upp á úrval af smákök- um og mandarínur. Kaffiboð með fjölskyldunni héldust langt fram á fullorðinsár okkar Jónínu. Helga vann á kaffistofu Ríkisút- varpsins á Skúlagötu en þar nutum við vinkonur góðs af. Við fórum stundum til Helgu eftir skóla í heitt kakó. Vinnan á Ríkisútvarpinu átti vel við Helgu því hún hlustaði á allar fréttir, þekkti marga fréttamenn og vissi alltaf hvað var að gerast hvar sem var í heiminum. Þótt Helga væri víðsýn þá var hún líka af gamla skólanum þar sem sparsemi og nýtni var höfð að leið- arljósi. Oft man ég eftir henni við saumavélina þar sem hún var að sauma föt á dæturnar rétt áður en þær fóru á böll og þær stóðu á sokkabuxunum og biðu eftir af- rakstrinum sem var ekki síðri en fötin í tískuverslunum þess tíma. Helga var vel gefin kona og sá til þess að dæturnar menntuðu sig vel og yrðu sjálfstæðar. Helga hvatti þær áfram í námi og starfi og gátu þær alltaf leitað til hennar. Helga var hrein og bein og fór ekki í graf- götur með skoðanir sínar. Það varð Helgu mikið áfall þegar Ólafur maður hennar lést skyndi- lega í nóvember 1988. En það birti upp að nýju þegar barnabörnin fæddust. Ég gleymi seint samtali sem ég átti við Helgu í síma þegar Ólafur Axel, fyrsta barnabarnið, fæddist. Hún var alveg að springa úr monti. Ekki var hamingjan síðri þegar fjórar fallegar telpur bættust í hópinn, þar af tvær nöfnur hennar. Á meðan heilsan leyfði leit Helga stundum á mig þegar ég var að vinna í verslunarmiðstöð en þar fékk hún sér göngutúra á veturna. Við settumst þá á bekk og spjöll- uðum um heima og geima. Ég þakka Helgu allar góðu stund- irnar síðustu þrjá áratugi og votta dætrum hennar og fjölskyldum samúð mína. Hvíli hún í friði. Hólmfríður Petersen. Helga Fanney Stefánsdóttir Við hjónin kveðjum kæran vin, Magnús Stephensen. Lát hans átti stuttan aðdrag- anda, og það var fyrst fyrir hálfum mánuði að ég frétti, að hann ætti skammt eftir ólifað. Þá var ég staddur í aðalsal flugstöðvar Leifs Eiríksson- ar. Því húsi tók Magnús við fokheldu á sínum tíma, og stjórnaði vinnu Hag- virkis hf. við að ljúka því á undrastutt- um tíma. Þegar mest gekk á voru mörg hundruð iðnaðarmenn að störf- um samtímis í húsinu. Þessu verkefni hélt Magnús í greip sinni, sló aldrei af gæðakröfum og skilaði því til eigenda á tilsettum tíma. Það var þrekvirki. Nú, aldarfjórðungi síðar hefur húsið tekið miklum breytingum, en þó má víða enn sjá hve vandað þetta verk var. Magnús var fyrst og síðast stjórnandi. Hann stýrði á sinni starfs- Magnús Stephensen ✝ Magnús Steph-ensen var fæddur í Reykjavík 12. des- ember 1939. Hann lést á líknardeild Landspítalans 17. júní 2010. Útför Magnúsar var gerð frá Vídal- ínskirkju í Garðabæ 25. júní 2010. ævi fjölda verkefna, og skilaði þeim af sér með sóma. Hann naut sín best við stór og flókin verkefni og missti aldr- ei yfirsýn. Hann braut verkefnin niður í smærri einingar og skipulagði fram- kvæmdir út í æsar. Hann setti mönnum sínum markmið og fylgdi fast eftir að þau næðust. Lentu þeir í vanda, stóð hann við hlið þeirra í leit að fag- legri lausn. Það er engin lognmolla á stórum byggingastöðum. Magnús var ákveðinn og stórlyndur og ekki alltaf blíðmáll, en alltaf sanngjarn. Hann gerði aldrei meiri kröfur til annarra en sjálfs sín. Hann var drenglyndur, og áberandi að ódrengskapur manna hryggði hann mjög. Hann vildi ekki trúa illu um fólk og gerði það ekki fyrr en í lengstu lög. Magnúsi og fjöl- skyldu hans kynntumst við Kristín fyrst að marki fyrir 30 árum við bygg- ingu Mjólkárvirkjunar. Þá var stofn- að til vináttu sem aldrei hefur borið skugga á. Við þökkum honum sam- fylgdina, og biðjum honum eilífrar blessunar. Aðalsteinn Hallgrímsson. Afi var alltaf frá því að ég man eftir honum gamall. Ein af fyrstu minningum mínum um afa frá því ég var lítill er klæðnaður hans, en hann var alltaf spariklæddur sama hvert hann fór; hvort sem hann var á leið út í búð eða í veislu. Hann var ekki eins og unga fólkið sem klæðist bol og gallabuxum, nei hann afi var flott- ur á því í leðurjakka og sparibuxum. Í þau skipti sem ég hef upplifað Sigurður Guðleifsson ✝ Sigurður Guð-leifsson fæddist í Oddgeirshólahöfða í Hraungerðishreppi 16. mars 1917. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 29. maí síðast- liðinn. Útför Sigurðar var gerð frá Bústaða- kirkju 7. júní 2010. andlát ættingja hefur það verið sorgartími og yfirleitt löngu fyrir tíma ættingjans. En hjá afa var allt á hár- réttum tíma. Afi var tilbúinn að kveðja. Hann vissi allt um barnabörnin og var stoltur af þeim öllum. Ég er þess fullviss að við Gullna hliðið stendur afi og hvetur aðra í átt að ljósinu. Ég lifi’ í Jesú nafni, í Jesú nafni’ eg dey, þó heilsa’ og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti’ eg segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgrímur Pétursson) Gunnar Gunnarsson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GÍSLI SIGURÐSSON, frá Úthlíð, blaðamaður og listmálari, Löngulínu 14, Garðabæ, sem andaðist á Landspítalanum sunnudaginn 27. júní, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 2. júlí kl. 15.00. Jóhanna Bjarnadóttir, Bjarni Már Gíslason, Hrafney Ásgeirsdóttir, Hrafnhildur Gísladóttir, Jóhanna Bjarnadóttir, Sverrir Már Bjarnason. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, HANNA ÁRMANN, Sléttuvegi 17, sem lést mánudaginn 28. júní á Landspítalanum, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 6. júlí kl. 13.00. Finnur Björnsson, Valdís Ella Finnsdóttir, Jónas Ólafsson, Ólafur Jónasson, Finnur Jónasson, Elvar Finnur Grétarsson, Heiðar Kristján Grétarsson, Hannar Sindri Grétarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.