Morgunblaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2010 10 Daglegt líf Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is D adi Guizar er fædd á Indlandi og einn af helstu leiðtogum Bra- ham Kumaris World Spiritual University en Lótushús er miðstöð þeirra andlegu samtaka á Íslandi. Hún er á níræð- isaldri og hefur ástundað hugleiðslu frá 8 ára aldri. Hún þykir búa yfir mikilli visku og innri friði. Jayanti Kirpalani er líka ind- versk en býr í London og þýddi allar spurningar og svör Guizar sem talaði enga ensku. Kirpalani er boðberi nýrra tíma og eftirsóttur fyrirlesari um allan heim. Hún varpar skýru ljósi á atburðarás og málefni líðandi stundar og hefur unnið ómælt starf við að stuðla að jákvæðri vitund- arvakningu í heiminum. Þær komu í sína fyrstu heim- sókn til Íslands nýverið á vegum Lót- ushúss og héldu meðal annars and- lega samkomu í Salnum í Kópavogi þar sem fjöldinn allur af fólki hlýddi á orð þeirra. Skynjaði litla neikvæðni Það var lítil samkoma sem átti sér stað í Lótushúsi þegar mig bar að garði. Það var hálfgerður spurt og svarað-tími og var ástand heimsins gestum hugleikið. Guizar lagði áherslu á að hver og einn þyrfti að byrja á því að breyta sjálfum sér til að geta haft áhrif á heiminn. Eftir samkomuna var ég svo heppin að fá að eyða nokkrum mín- útum með þessum yfirveguðu kon- um. Það er ekki fyrir óþolinmóða að spjalla við Guizar sem talar rólega og vandar augljóslega orðaval sitt þó ég Djúp innri sátt er fræið að velgengninni Það var yfirvegað og rólegt andrúmsloft sem mætti blaðamanni þegar hann gekk inn á samkomu í hugleiðsluskólanum Lótushúsi þar sem Dadi Guizar og Jayanti Kirpalani frá Indlandi voru í heimsókn. Þær eru meðal áhrifaríkustu andlegu leiðtoga heimsins í dag. Þetta var fyrsta heimsókn þeirra til Íslands og voru marg- ir sem sóttu í að innbyrða visku þeirra. Morgunblaðið/Ernir Vitur Dadi Gulzar er á níræðisaldri og hefur hugleitt síðan hún var 8 ára. Beliefnet.com er vefsíða þar sem finna má ýmislegt um trúarbrögð heimsins, andleg efni og innblástur. Þetta er afskaplega björt og jákvæð síða þar sem margt gagnlegt og áhugavert má lesa. „Þó enginn geti farið til baka og byrjað upp á nýtt geta allir byrjað upp á nýtt núna og fengið splunku- nýjan endi,“ eru höfuðorð síðunnar en þau sagði Carl Bard. Umfjöllun um öll trúarbrögð heimsins er á síðunni, sérhver trúar- brögð hafa sína síðu og þar geta þeir sem eru þeirrar trúar fengið ýmsa vitneskju og styrk. Undir liðnum innblástur er margt fallegt að finna eins og hjartnæmar sögur, innblásandi kvót og kjúklinga- súpu fyrir sálina. Heilsa og skemmt- un fá sína liði sem og ást og fjöl- skylda. Blogg er á síðunni þar sem allskonar ráðgjafar og annað fólk skrifa um málefni tengd umfjöll- unarefni síðunnar. Einnig er boðið upp á allskonar sjálfspróf þar sem er m.a hægt að athuga hverrar trúar þú ert, hversu bjartsýn/n þú ert, eða hversu auðvelt þú átt með að fyr- irgefa. Trúarnetið er hin besta síða fyrir sálina. Vefsíðan www.beliefnet.com Reuters Hamingja Það er margt gott um lífið að finna á Beliefnet.com. Bjart og jákvætt trúarnet Komin er út hjá Skruddu bókin Fjalla- skálar á Íslandi eftir Jón G. Snæland. Í bókinni er í máli og myndum lýst hartnær 400 skálum, gömlum og nýj- um, sem reistir hafa verið víðs vegar á Íslandi. Bókin hefur að geyma fróð- leik um skálana, sögu þeirra og bún- að, auk þess sem getið er eigenda og umsjónarmanna. Ljósmynd er af öll- um skálunum og staðsetning þeirra mörkuð með GPS-punkti og á landa- korti. Greinargóðar leiðarlýsingar eru að skálunum og víða er sagt frá nátt- úruperlum í nágrenni þeirra. Þetta er gagnleg bók fyrir þá sem ferðast um fjöll og firnindi. Endilega… …kynnið ykkur fjallaskála Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Þetta hefur farið vel af stað ogvið getum ekki verið annaðen glaðar yfir viðtökunum. Netsíðan er á íslensku og fyrst og fremst ætluð fyrir Íslendinga, við höfum eitthvað selt af vörum til útlanda en það er lítið enn sem kom- ið er,“ segir Stella Stefánsdóttir sem er ein af fimm kvenna hópi sem stendur að vefversluninni Bútik.is. „Við erum fimm konur sem komum allar hver úr sinni áttinni, okkur langaði til að fara að gera eitthvað sjálfar. Við erum allar mæður og búnar að vera úti á vinnumarkaðinum, flestar í við- skiptalífinu, en langaði nú að gera eitthvað spennandi og vera með sveigjanlega vinnutíma. Síðastliðinn vetur unnum við okkar fyrsta verk- efni saman þegar við aðstoðuðum ís- lenska hönnuði við að markaðssetja sig í Þýskalandi. Í framhaldi af því kom þetta verkefni upp í hendurnar á okkur og við ákváðum að vinna það í samstarfi við vefsíðuna Press- una,“ segir Stella um aðdragandann að síðunni. Ásamt henni eru það: Auður Einarsdóttir, Gréta Hlöð- versdóttir, Svanhvít Hrólfsdóttir og Soffía Steingrímsdóttir sem standa að Bútik.is en verslunin var opnuð í síðustu viku. Alltaf í tímaþröng „Okkur fannst vanta vefverslun með fjölbreytt vöruúrval fyrir þá sem eiga erfitt um vik að fara út að versla, hvort sem það er vegna fjar- lægðar frá verslunum eða tíma- skorts. Við höfum allar verið úti í at- vinnulífinu og erum allar uppteknar mæður sem eru alltaf í tímaþröng svo okkur fannst vanta alhliða net- verslun fyrir nútímafólk. Það er til fjöldinn allur af frábærum litlum netverslunum en okkur fannst vanta vettvang þar sem hægt er að kaupa meira en bara vörur frá ein- stökum hönnuðum eða vörumerkj- um. Við sáum þetta fyrst og fremst sem vettvang til að bjóða upp á fjöl- breytt vöruval innan tísku- og lífs- stíls,“ segir Stella og bætir við að þær stefni meðal annars að því að bjóða vörur sem hafi hingað til ekki fengist hérlendis. Stella segir að þær leggi mikið upp úr því að bjóða góða þjónustu. „Þó það sé kannski furðulegt að tala um þjónustu í svona netverslun þá býður Bútik góðan skilafrest og við tökum alltaf vel á móti fólki á opn- unartíma í Akralindinni, þar sem við erum staðsettar, og aðstoðum fólk eftir bestu getu í símann. Ann- ars er þetta bara hefðbundin net- verslun, einföld í notkun. Það er hægt að borga með kreditkorti á vefnum okkar, koma til okkar og borga með korti eða staðgreiða og við tökum líka við símgreiðslum. Síðan er varan bara send heim, á pósthús eða sótt til okkar,“ segir Stella. Hún hefur mikla trú á því að netverslun geti borið sig á Íslandi. „Við höfum séð það í nágrannalönd- unum að netverslun er ört vaxandi í smásölu. Við stólum á það að Ís- lendingar sem eru ákaflega net- væddir fylgi í fótspor nágranna sinna.“ Verslun Fimm konur opna vefverslun Bútik-konurnar Auður, Svanhvít, Stella, Soffía og Gréta. www.butik.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.