Morgunblaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2010
Sjálfstæðisflokkurinn tók afger-andi afstöðu til aðlögunar-
viðræðna að ESB. Það var gert í
lýðræðislegri kosningu á lang-
stærsta stjórnmálafundi helg-
arinnar, en þeir voru ekki færri en
þrír. Kannanir sýna að 60-70%
þjóðarinnar eru sömu skoðunar og
landsfundarfulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins, þótt afstaðan þar hafi
reyndar verið enn meira afger-
andi.
Samfylking-armenn
hafa farið al-
gjörlega af lím-
ingunum vegna
þessarar
ákvörðunar
Sjálfstæð-
isflokksins.
Stóryrði og
sleggjudómar eru hvergi sparaðir.
Hvers vegna?
Þeir saka sjálfstæðismenn um aðhafa tekið ólýðræðislega af-
stöðu. Hvernig geta þeir það?
Mál fer til umræðu. Rök erufærð með og á móti og menn
reyna að afla sínum málstað fylgis.
Þingforsetinn hefur sömu skoðun
og Samfylkingin í málinu. Enginn
sjálfstæðismaður fann að því. At-
kvæði eru greidd fyrir opnum
tjöldum og í beinni útsendingu.
Niðurstaðan er í góðu samræmi
við þjóðarviljann. Lýðræðislegra
getur það ekki orðið.
Hvernig stóð Samfylking aðsömu málum um sömu helgi?
Fór einhver umræða fram um ESB
og rök færð með og á móti? Var
fundurinn sá opinn fjölmiðlum og
sýndur jafnharðan á netinu? Áttu
70% þjóðarinnar einhvern tals-
mann í ESB-málum á þeirra fundi?
Er virkilega enginn samfylking-
armaður til sem hefur aðra skoðun
en forystan í þessu máli og á sam-
leið með þjóð sinni? Hver er að
tala um lýðræðisleg vinnubrögð?
Lýðræðisskertir af límingunum
Veður víða um heim 29.6., kl. 18.00
Reykjavík 13 skýjað
Bolungarvík 10 rigning
Akureyri 13 skýjað
Egilsstaðir 10 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 10 alskýjað
Nuuk 11 léttskýjað
Þórshöfn 11 alskýjað
Ósló 22 skýjað
Kaupmannahöfn 23 léttskýjað
Stokkhólmur 24 heiðskírt
Helsinki 23 heiðskírt
Lúxemborg 27 heiðskírt
Brussel 26 heiðskírt
Dublin 18 skýjað
Glasgow 20 léttskýjað
London 26 léttskýjað
París 29 heiðskírt
Amsterdam 22 léttskýjað
Hamborg 25 heiðskírt
Berlín 30 heiðskírt
Vín 28 léttskýjað
Moskva 25 heiðskírt
Algarve 28 heiðskírt
Madríd 29 léttskýjað
Barcelona 26 léttskýjað
Mallorca 29 léttskýjað
Róm 29 léttskýjað
Aþena 27 léttskýjað
Winnipeg 16 skýjað
Montreal 16 skúrir
New York 30 léttskýjað
Chicago 22 skýjað
Orlando 32 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
STAKSTEINAR
VEÐUR
30. júní Fjara m Flóð
REYKJAVÍK 2.45 0,6 8.45
ÍSAFJÖRÐUR 4.49 0,3 10.33
SIGLUFJÖRÐUR 0.46
DJÚPIVOGUR 5.45
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Jón Sigurðsson, fyrrverandi formað-
ur Framsóknarflokksins og fyrrver-
andi seðlabankastjóri, ritar grein í
veftímaritið Stjórnmál og stjórnsýslu
þar sem hann leitast við að varpa ljósi
á stöðu og málstað framsóknar-
manna í Alþingiskosningunum 2007.
Jón varð formaður Framsóknar-
flokksins í ágúst 2006 og viðskipta-
og iðnaðarráðherra í júní 2006 og
frambjóðandi í Reykjavíkurkjör-
dæmi norður vegna Alþingiskosn-
inga í maí 2007, en náði ekki kjöri og
hætti þátttöku í stjórnmálum í kjöl-
far þess.
Í síðara hluta greinarinnar víkur
greinarhöfundur að eftirleik kosn-
inganna, viðræðum um nýja ríkis-
stjórn og þeim straumum sem léku
um forystu Framsóknarflokksins eft-
ir versta afhroð í sögu hans, eins og
höfundur orðar það. Þar segir hann
m.a. að þótt hrunið 2008 hafi ekki
orðið á vakt framsóknarmanna, þá
beri þeir „enn pólitíska meðábyrgð á
aðdraganda og forsendum þess“.
Sviðinu lýst
Jón segir að langvinn óánægja hafi
grafið um sig í Framsóknarflokkn-
um, óhróður um forystumenn Fram-
sóknarflokksins hafi náð langt inn í
flokkinn sjálfan og menn í forystunni
hafi tekið þátt í því. Efnt hafi verið til
sérstakra þingflokksfunda síðla í
september 2006 til að sætta og friða
hópinn innbyrðis.
Orðrétt segir Jón: „Framsóknar-
flokkurinn var í kreppu sem staðið
hafði lengi og dýpkað með fjölmiðla-
máli, öryrkjamálum, Íraksmáli, hús-
næðismálum, eftirlaunamáli, borgar-
stjórnarkosningum og
formannaskiptum. […]
Margir voru orðnir vanir spilling-
arglósum um flokkinn en mér féllu
þær illa. Lærdómsríkt var að
kynnast viðskiptahugmyndum
sumra um stjórnmálin; þau
ættu að vera kaup kaups: Þið gerið
fyrst eitthvað fyrir okkur og svo
styðjum við ykkur á eftir. Forystu-
menn samtaka þóttust geta boðið at-
kvæði almennra félagsmanna í sam-
ræmi við þetta. Aðrir virtust skynja
að við værum í bráðum vandræðum
og vildu nýta sér þá stöðu fyrir sér-
hagsmuni sína.“
Og síðar segir Jón: „Ég þótti þung-
ur og leiðinlegur – „kennaralegur“
var það kallað – en þó þótti flokks-
mönnum gott að fá tækifæri til að tjá
sig frjálslega í kallfæri við forystuna.
Augljóst var að ég náði ekki út fyrir
fylgiskjarna flokksins.“
Nýmælið „Icesave“
Jón rifjar upp að hann sem við-
skiptaráðherra lét í árslok 2006 afla
upplýsinga frá Fjármálaeftirlitinu
um nýmælið „Icesave“ og „fékk þau
svör að það væri öruggt og ekki
ástæða til að hafa áhyggjur af því.
[…] Icesave varð ekki að skrímsli
fyrr en um vorið 2008. Margföldun
innstæðuskuldbindinga Icesave á
nokkrum mánuðum snemmárs 2008
var skelfileg en á vitorði fárra“.
Um samstarfið í ríkisstjórn Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks
undir forystu Geirs H. Haarde segir
Jón: „Samstarfsandi var yfirleitt
góður í ríkisstjórninni. Geir H.
Haarde er góður samstarfsmaður,
tillitssamur og jarðbundinn miðju-
maður en tók ekki mikið frumkvæði.
Ég vildi forðast allt sem gæti vakið
efasemdir um stöðu flokksins í
stjórnarsamstarfinu. Slíkt gæti að-
eins valdið sundrung og vantrausti út
á við.“
Langstæð óánægja gróf um
sig í Framsóknarflokknum
Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður, gerir upp við Framsóknarflokkinn
Morgunblaðið/ÞÖK
Í ræðustól Jón Sigurðsson segir um stjórnmálaþátttöku sína að hún hafi kitlað og sviðið – ósigur, mistök og afhroð.
Jón lýsir í grein sinni heimsóknum
sínum til forsetans á Bessastöðum:
„Forseti Íslands bauð mér nokkrum
sinnum til Bessastaða til viðræðu.
Við höfðum lengi verið málkunn-
ugir. Samtöl okkar voru vinsamleg
og skemmtileg. Hann var að leita
upplýsinga um eitt og
annað, en jafnframt
kom greinilega fram
að hann beitti emb-
ætti sínu alveg sjálf-
stætt og án tillits
til ríkisstjórn-
arinnar. Mest
var það á þessum tíma áhrærandi
viðskiptalífið og útrásina en einnig
á sviði umhverfismála. Einu sinni sá
ég mig knúinn til þess að segja hon-
um að ég teldi mér skylt að láta for-
sætisráðherra og utanríkisráðherra
vita um fyrirætlanir hans. Hann tók
þessu vel en kippti að sér hendinni
og sló viðfangsefninu á frest. Mér
fannst forsetinn vera að leita að
tækifæri til að taka sjálfstætt frum-
kvæði í einhverju málefni – bæði að
leita að málefninu og tækifærinu –
til að staðfesta sjálfstætt eigið
hlutverk og áhrifavald.“
Forsetinn og útrásin
Á BESSASTÖÐUM
Ólafur Ragnar Grímsson