Morgunblaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 26
26 Velvakandi
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2010
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
SLEIPT
ÞAK
ÉG VEIT AÐ ÞAÐ ER NÆSTUM
KOMINN KVÖLDMATUR...
OG KOMDU
AFTUR HINGAÐ
MEÐ ÚRIÐ
MITT!
ÞETTA SÉR
MAÐUR SKO EKKI
Á HVERJUM
DEGI...
LEIÐUR
DREKI!
STJÓRI, ÞAÐ ERU
SMÁ VANDRÆÐI HÉRNA
HJÁ JÓLASVEININUM
HVAÐ?!?
SKAL
GERT
PABBI ÖDDU FÆR VINNU YFIR JÓLIN
NÝI JÓLASVEINNINN ER
AÐ TALA BÖRNIN TIL
SVO ÞAU BIÐJI UM
ÓDÝRARI JÓLAGJAFIR.
HANN HELDUR AÐ HANN
SÉ AÐ GERA FORELDRUM
ÞEIRRA GREIÐA
LOSAÐU ÞIG VIÐ
HANN... EN REYNDU
AÐ GERA ÞAÐ ÁN
ÞESS AÐ TRUFLA
NÁÐI ÞÉR! ALLT Í LAGI! ÞÁ BREYTUM
VIÐ ÁÆTLUNINNI
HVAÐ ERTU
AÐ SEGJA? ER
TUMI LITLI Í
VANDRÆÐUM?
LÖGMANNS-
STOFA
Geltandi karlmenn
Ég var á göngu með
fjóra hunda af tegund-
inni Griffon. Þegar við
gengum framhjá
Landsbankanum í
Hafnarfirði (Bæjar-
hrauninu) var þar in-
dæl kona sem vildi
spjalla við hundana
sem nutu þess að fá
klór og klapp.
Þar sem við stöndum
þarna að tala saman
kemur út karlmaður,
rúmlega 60 ára, sem
geltir á hundana! Þeir
gelta auðvitað á móti
(enda hafa hundar fullan rétt til að
tjá sig gagnvart svona dónaskap) og
þá segir maðurinn: „Þegiðu!“ í
skammatón á leið sinni í bílinn. Ég
var svo steinhissa á framkomu
mannsins.
Til hvers? Til hvers var hann að
espa upp hundana og fá þá til að
gelta? Til þess eins að geta sagt
þeim að þegja? Til þess að geta rætt
það í næsta fjölskylduboði hvað smá-
hundar eru miklir
gjammarar? Þetta er
ekki fyrsta skiptið, og
því miður ekki síðasta,
sem ég lendi í geltandi
mannfólki. Það sem er
allra verst við þetta er
að börnin okkar sjá til
og apa eftir. Við, full-
orðna fólkið, erum
fyrirmyndirnar – og
mannfólk geltir ekki.
Óæskileg viðbrögð
geta skapast hjá hund-
um vegna slíkrar fram-
komu ókunnugra.
Smátt og smátt geta
hundarnir farið að
stimpla alla ókunnuga
sem „geltara“ og því eitthvað sem
hætta stafar af.
Sýndu því þroska og tillitssemi því
framkoma þín og hegðun hefur áhrif
á allt í kringum þig, hvort sem það
eru tvífætlingar eða fjórfætlingar.
Jóhanna S. R. Ragnarsdóttir nemi í
Hundaþjálfun IDBTS.
Ást er…
… minningar sem þú
býrð að alla ævi.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Opið frá kl. 9.
Árskógar 4 | Heilsugæsla kl. 10-11.30.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Fund-
ur með þátttakendum í ferð umVestfirði
verður á morgun, fimmtudag kl. 13.30.
Dagsferð verður í Landmannalaugar 7.
júlí og norðan við Skjaldbreið 14. júlí.
Laus sæti, uppl. í síma 588-2111.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Mynd-
list kl. 9, ganga kl. 10, kvennabrids kl.
13.
Félagsstarf Gerðubergi | Opið kl. 9-
16.30, m.a. handavinna, leikfimi o.fl. kl.
10. Vinnuskólinn er á svæðinu. Frá og
með fimmtud. 1. júlí er lokað v/
sumarleyfa starfsfólks, hádegisverður
er í Árskógum, panta þarf með dags
fyrirvara. S. 575-7720.
Hraunsel | Rabb kl. 9, pútt kl. 10, línu-
dans kl. 11, bingó kl. 13.30. Lokað frá
12. júlí til 9. ágúst. Sjá www.febh.is.
Hvassaleiti 56-58 | Opið kl. 8-16. Sam-
verustund kl. 10.30, lestur og spjall,
böðun fyrir hádegi, ganga kl. 14, kaffi-
sala.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkr-
unarfræðingur kl. 10.30, veitingar. Hár-
greiðslustofa, s. 552-2488.
Norðurbrún 1 | Sýning á ljósmyndum
Bergþórs Sigurðssonar. Félagsvist kl.
14.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Handa-
vinnustofan opin, morgunstund kl. 10,
verslunarferð kl. 12.20, dans kl. 14.
Sumarferð mánudaginn 5. júlí. Uppl. og
skráning í síma 411-9450.
Helgi Seljan sendir þættinumskemmtilega kveðju að vanda:
„Enn og aftur kærar þakkir fyrir
Vísnahornið.
Ég mætti jafnaldra á göngu og
hann hafði orð á þessu með ald-
urinn og horfði fast á mig.
Ég túlkaði orð hans lauslega:
Ekki er gott við því að gera,
galdur lífsins þannig er.
Aldur sumir illa bera.
Ekki sannast það á mér.
Við Sigurður Jónsson
Vísnahornsvinur stjórnuðum söng-
vöku síðasta vetur:
Tendrar birtu, yndi eykur,
yljar, hressir marga sál.
Sefar, hvetur, síungt leikur
söngsins ljúfa gleðimál.“
Pétur Stefánsson veltir fyrir sér
stöðu þjóðfélagsmála:
Þeir sem hérna ríkjum ráða
reyna lítt að bæta hag.
Ei á gott mín hrygga, hrjáða,
hjálparlausa þjóð í dag.
Af ástandinu er enginn hrifinn.
Aukist hefur mæða og sorg.
Brátt mun geysa blóði drifin
bylting hér um stræti og torg.
Hagyrðingar geta glaðst yfir því
að ljóðaúrval Hákonar Aðalsteins-
sonar kemur út 13. júlí næstkom-
andi, en þá eru 75 ár liðin frá fæð-
ingu hans. Hákon svaraði eitt sinn
þeirri spurningu hvort ætti að friða
hvalinn:
Fegurð dýra meta má
og mæra þau í orði.
En það er fögur sjón að sjá
súran hval á borði.
Vísnahorn pebl@mbl.is
Af galdri og fegurð
Að skrifa minningagrein
Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina.
Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar.
Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum
dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til
birtingar á mánudag og þriðjudag.
Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins
hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt
sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000
tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum,
þar sem þær eru öllum opnar.