Morgunblaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.06.2010, Blaðsíða 30
AF ILMVATNI María Ólafsdóttir maria@mbl.is Að þefa er list. Í það minnsta í heimiilmvatnsins og kannski líka ef mað-ur er jólasveinn að nafni Gáttaþef- ur. Svokölluð nef heimsins eru mikilvægur þáttur í því að búa til ný ilmvötn en ein- stakt lyktarskyn hjálpar til við að gera magnaða blöndu úr ólíkri angan sem síðan ratar ofan í fallegt ilmvatnsglas. Athygl- isvert er að eingöngu karlmenn eru starf- andi sem nef en ástæðan fyrir því ku vera sú að lyktarskyn þeirra helst óbreytt á meðan lyktarskyn kvenna breytist með hormónasveiflum. Ilmvatnsborgin Grasse í Frakklandi er sannkölluð mekka þeirra sem hafa áhuga á ilmvatnsgerð. Þar er hægt að heimsækja ilmvatnsframleiðendur og skoða alþjóðlegt ilmvatnssafn.    Segja má að það sé skylda þeirra semheimsækja Grasse að hafa séð kvik- myndina Perfume, The Story Of a Murde- rer. Annars flokkast maður varla sem al- vöru ilmvatnsnörd og fellur ekki jafn vel inn í gestahópinn. Kvikmyndin er byggð á metsölubók Patricks Süskinds og segir af lífshættulegri þrá aðalpersónunnar Jean- Baptiste Grenouille til að skapa hinn full- komna ilm. Grenouille er sannkallaður listamaður í heimi ilmvatnsins en hann er þeirrar náttúru gæddur að vera með ein- staklega gott lyktarskyn og þegar hann finnur fullkomna lykt af ungri stúlku lætur hann ekkert stöðva sig við að endurskapa ilminn. Þessu fylgja nokkuð óhefðbundnar að- ferðir Grenouille við að sanka að sér ilmi stúlknanna en til þess að takast ætl- unarverk sitt töfrar hann til sín konur sem hann myrðir og notar húð þeirra til að búa til ilmvatn. Þó ber ekki að óttast það að verða dreginn inn í dimmt húsasund í Grasse, þar sem samkvæmt áreiðanlegum heimildum leiðsögumanns um Fragonard- ilmvatnssafnið í Grasse er eingöngu notuð dýrafita til að ná fram angan þeirra plantna og blóma sem notuð eru við fram- leiðsluna. Já, ég segi það satt, Perfume, The Story Of a Murderer er skemmtileg og áhugaverð kvikmynd en ekki byggð á stað- reyndum.    Í Grasse hefur ilmvatn verið framleittsíðan á 16. öld. Ilmvatnið er þó ekki eina listgreinin sem þar hefur verið stund- uð en ilmvatnsglösin eru líka listasmíð. Í hinu alþjóðlega ilmvatnssafni í Grasse má gleyma sér í margar klukkustundir við að skoða flösku eftir flösku af ilmvatnsglösum og sjá hvernig þau hafa breyst í gegnum árin. Einnig má þar fræðast um hégóma mannkynsins allt frá því að grískir gæjar notuðu kol sem augnblýant. Listin að þefa og ilmvatnsgerð Sniff Jean-Baptiste Grenouille dreymir um að búa til hinn fullkomna ilm á óvenjulegan hátt. » Já, ég segi það satt, Perf-ume, The Story Of a Murderer er skemmtileg og áhugaverð kvikmynd en ekki byggð á staðreyndum. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚNÍ 2010 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Killers kl. 3:30 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára Leikfangasaga 3D kl. 3:30 - 5:45 íslenskt tal LEYFÐ Killers kl. 8 - 10:10 LÚXUS Toy Story 3D kl. 3:30 - 5:45 enskt tal / ótextað LEYFÐ Grown Ups kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20 LEYFÐ The A-Team kl. 8 - 10:40 B.i. 12 ára Grown Ups kl. 3:30 - 5:45 LÚXUS Get Him to the Greek kl. 8 - 10:25 B.i. 12 ára SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI H E I M S F R U M S Ý N D SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI -T.V. - Kvikmyndir.is ÞEIR VORU PLATAÐIR - ÞEIR VORU SVIKNIR - HEFNDIN ER ÞEIRRA MISSIÐ EKKI AF FYRSTU STÓRMYND SUMARSINS! -S.V. - Mbl. -J.I.S. - DV SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI Sími 462 3500 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Killers kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára Grown Ups kl. 8 LEYFÐ The A-Team kl. 10 B.i. 12 ára Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti teng

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.