Fréttablaðið - 12.10.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.10.2011, Blaðsíða 2
12. október 2011 MIÐVIKUDAGUR2 Kínversk fræði við HÁSKÓLA ÍSLANDS konfusius@hi.is | www.konfusius.hi.is Allir velkomnir, aðgangur ókeypis Nánar á viðburðaskrá www.hi.is Konfúsíusarstofnunin Norðurljós og KÍM kynna hádegisfyrirlestur Hjörleifs Sveinbjörnssonar: Fyrirlestraröð í tilefni 40 ára afmælis stjórnmála- sambands Íslands og Alþýðulýðveldisins Kína Huang Nubo og kínversk- íslenski menningarsjóðurinn Árnagarður 301, 14. okt. kl. 12:00 Ragnar, eru þetta þá stolin lög? „Já, nema ég finni þau aftur.“ Tónlistarmaðurinn Ragnar Árni Ágústsson varð fyrir því að hljóðfæri hans, upp- tökubúnaður og hljóðritunum var stolið í innbroti í síðustu viku. MENNTAMÁL „Það kom mér á óvart en þannig er þetta víst,“ segir Kjartan Ágúst Pálsson sem útskrifast sem fyrsti íslenski karlkyns kjólameistarinn í 55 ár. Kjartan er í Tækniskólan- um. Hann mun útskrifast sem kjólameistari á laugardaginn og hyggst ljúka klæðskeranáminu öllu um næstu áramót. Þannig verður hann jafnvígur á karl- mannsföt og kvenmannsflíkur. Í útskriftarhópnum á laugar- daginn eru fjórtán manns og er Kjartan eini karlinn í þeim flokki því þótt annar kynbróðir hans sé nú við klæðskeranám við Tækni- skólann leggur sá ekki fyrir sig að sauma á konur. Aðspurður segir Kjartan nemendahópinn vera frábæran. „ Hópur i nn er ótr ú lega skemmtilegur og uppbyggjandi eins og öll þessi stétt er. Þær sem eru í þessu eru það af mikilli ástríðu. Og þær eru í þessu til að hjálpa öðrum – það virðast allir vera tilbúnir að hjálpa manni,“ segir Kjartan. Að sögn Kjartans hefur hann gaman af öllu sem tengist grein- inni sem hann hafi brennandi áhuga á og vilji gera að lífsstarfi. Hann hafi að undanförnu ein- blínt talsvert á tímabilið í kring- um stríðsárin og þann sígilda stíl sem þá réði ríkjum. „Ég var alveg fastur í kvik- myndastjörnum. En uppáhald- ið er samt alltaf það sem ég er að gera hverju sinni – öll flór- an. Maður getur séð fyrir sér að starfa í hverju sem er á þessum vettvangi,“ segir hann. Kjartan sem er 32 ára hefur verið fimm ár í náminu. „Nú fer maður að finna sér einhverja stofu til að vinna á og afla sér reynslu til að geta komið ein- hverju á fót sjálfur seinna meir,“ segir hann um það sem tekur við að náminu loknu. Hann kveður atvinnumögu- leikana vera furðu góða. „Eftir kreppuna virtist þessi markaður blómstra. Fólk fór að hugsa betur um það sem það átti – hafði ekki lengur endalaust fjármagn til að kaupa. Þannig að það er verið að gera við föt og fólk fór að kaupa sér vandaðri flíkur – eitthvað sem endist,“ segir Kjartan Ágúst. gar@frettabladid.is Karl að kjólameistara eftir hálfrar aldar hlé Kjartan Ágúst Pálsson útskrifast frá Tækniskólanum sem kjólameistari á laugardaginn. Kjartan er fyrsti íslenski karlinn sem lýkur náminu í 55 ár. Hann kveðst hafa brennandi áhuga á faginu og nóg sé af atvinnutækifærum. KJARTAN ÁGÚST PÁLSSON Kjólameistarinn tilvonandi með nokkra af þeim kjólum sem hann hefur gert. Kjartan er eini karlinn meðal fjórtán útskriftarnema. Hann útskrifast svo sem klæðskeri um áramót. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ég var alveg fastur í kvikmyndastjörnum. En uppáhaldið er samt bara alltaf það sem ég er að ger- ast hverju sinni – öll flóran. KJARTAN ÁGÚST PÁLSSON KLÆÐSKERANEMI ÞJÓÐKIRKJAN Biskupsstofa sendi frá sér yfirlýsingu í gær í kjölfar viðtals við Guðrúnu Ebbu Ólafs- dóttur á sunnudagskvöld. Karl Sigurbjörnsson biskup hefur ekki viljað svara spurningum fjölmiðla, hvorki fyrir né eftir að yfirlýsing- arnar voru sendar út. Í yfirlýsingu frá biskupi segir meðal annars að viðtalið hafi vakið upp mikla sorg, reiði og harm í huga þjóðarinnar og framkoma Guðrúnar Ebbu hafi vakið aðdáun vegna þess kjarks, virðingar og yfirvegunar sem hún sýndi. „Við erum öll í sársaukafullu lærdómsferli. Það er harms- efni að erindi Guðrúnar Ebbu til Kirkjuráðs 2009 hafi ekki verið svarað strax skriflega og hefur biskup beðist afsökunar á því í ræðu og riti og persónulega. Það skal þó skýrt tekið fram að vangá við skráningu erindis hennar hafði ekki áhrif á málsmeðferð- ina,“ segir í yfirlýsingunni, sem er undirrituð af Karli, Jóni Aðal- steini Baldvinssyni, vígslubiskupi á Hólum, og Kristjáni Vali Ingólfs- syni, vígslubiskupi í Skálholti. Kristján Valur vill ekki tjá sig persónulega um málið að öðru leyti en því sem fram kom í yfir- lýsingunni. „Sem hluti af biskupsembættinu tel ég að ég eigi ekki að tjá mig ef biskup Íslands hefur ákveðið að tjá sig ekki að öðru leyti en í gegnum fréttatilkynningu,“ segir Kristján Valur. „Þessi mál eru í farvegi. Mér finnst það ekki á nokkurn hátt tímabært að tjá mig meira.“ Spurður hvort hann telji að Karl Sigurbjörnsson eigi að segja af sér svarar Kristján Valur: „Biskup á allavega ekki að segja af sér fyrir það sem Ólafur Skúlason hefur gert.“ Ekki náðist í Jón Aðalstein Bald- vinsson, vígslubiskup á Hólum. - sv Biskup Íslands og vígslubiskuparnir tveir senda frá sér yfirlýsingu vegna viðtals við Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur: Harmsaga að málinu hafi ekki verið svarað strax KRISTJÁN VALUR INGÓLFSSON KARL SIGURBJÖRNSSON KOSIÐ Ellen Johnson Sirleaf, forseti Líb- eríu, sýnir hér kosningaspjald sitt þegar hún kaus í forsetakosningunum í gær. NORDICPHOTOS/AFP LÍBERÍA, AP Mótframbjóðendur Ellen Johnson Sirleaf, forseta Líb- eríu, eru engan veginn ánægðir með tímasetninguna á tilkynning- unni um að hún hljóti friðarverð- laun Nóbels í ár. Norska Nóbelsnefndin skýrði frá þessu á föstudag, fjórum dögum fyrir kosningar í landinu þar sem Sirleaf sækist eftir umboði lands- manna til annars kjörtímabils. Fimmtán manns buðu sig fram á móti henni. Mikil fátækt er í Líb- eríu og mikill ójöfnuður milli ríkra og fátækra, þannig að óánægja er útbreidd sem gæti skilað sér í því að Sirleaf tapi kosningunum, þrátt fyrir þá virðingu sem hún nýtur á alþjóðavettvangi. Kosningar voru haldnar í gær, en fái enginn frambjóðenda ein- faldan meirihluta verður haldin önnur umferð milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fengu. - gb Kosningarnar í Líberíu: Óánægðir með tímasetningu verðlaunanna Slysavarnahús opnað Velferðarráðherra hefur opnað mið- stöð slysavarna, Slysavarnahúsið, þar sem Árvekni – verkefnastjórn um slysavarnir barna og unglinga er til húsa. Einstök aðstaða er í húsinu til kennslu fyrir foreldra og aðra sem þurfa að fræðast um öryggi barna. FÉLAGSMÁL SAMGÖNGUR ÍAV og svissneska fyrirtækið Marti áttu lægsta tilboðið í Vaðlaheiðargöng, en tilboðin voru opnuð í gærmorgun. Tilboðið hljóðar upp á 8,9 millj- arða króna, sem nemur 95 prósentum af kostnaðaráætl- un Vegagerðarinnar vegna verksins. Hún hljóðaði upp á rúma 9,3 millj- arða króna. Þrjú önnur tilboð bárust en þau voru öll yfir kostnaðaráætlun. Kristján L. Möller, stjórnarmaður í Vaðlaheiðargöngum hf., segir til- boðin nú verða skoðuð áfram og slíkt geti tekið allt að tvo mánuði. „Sérfræðingar Vegagerðarinn- ar munu nú fara yfir tilboðin og sjá hvort það verði einhverjir fyrirvar- ar þar,“ segir hann. „Í framhaldi af því munum við sjá hvort verkið verði gerlegt eða ekki.“ Kristján segist bjartsýnn á að framkvæmdir geti haf- ist fljótlega eftir áramót, þótt hann hafi vonast til þess að tilboðin yrðu lægri. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra bíður nú eftir greinargerð frá stjórn Vaðlaheiðarganga. „Nú er það hennar að meta hvort framkvæmdin verði sjálfbær í efnahagslegu tilliti,“ segir Ögmundur. „Ég fagna því ef þetta er að ná fram að ganga á þeim for- sendum sem var lagt upp með. En þær eru alveg skýrar – þetta verkefni verður ekki fjármagnað úr ríkissjóði, heldur einvörðungu úr notendagjöldum.“ Vaðlaheiðargöng verða 7,5 kílómetrar og munu stytta hringveginn um 16 kílómetra. Gert er ráð fyrir opnun í árslok 2014. - sv Þingmaður bjartsýnn á að framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng hefjist fljótlega: Vonaðist eftir lægri tilboðum VAÐLAHEIÐI Göngin í gegn um Vaðlaheiði munu stytta hring- veginn um 16 kílómetra. KRISTJÁN L. MÖLLER FÓLK „Það stefnir í eitthvað mjög frábært. Allt gengur mjög vel, það er mikið líf alls staðar og bærinn er að fyllast af fólki,“ segir Grím- ur Atlason, framkvæmdastjóri tón- listarhátíðarinnar Iceland Airwaves sem hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Von er á þrjú þúsund erlendum gestum á hátíðina, þar á meðal fjölda fréttamanna sem munu fjalla um hátíðina. Svipaður fjöldi lands- manna mun einnig mæta. Mikið hefur verið rætt um mikilvægi hátíðarinnar og í fyrra var sagt að hún velti um milljarði króna beint og óbeint. Hátíðin hlýtur því að hafa mikil jákvæð áhrif á rekstur versl- ana og veitingahúsa, svo dæmi séu tekin? „Já, þetta er alveg gríðarlega mikilvægt.“ Þá er ekki nauðsynlegt að eiga aðgöngumiða á hátíðina til að njóta þeirra tónlistarmanna sem koma fram. Svokölluð off-venue dagskrá er orðin mjög stór hluti af hátíðinni að sögn Gríms. Þá spila listamenn- irnir oftar og ekki aðeins á kvöldin fyrir gesti hátíðarinnar. - þeb Iceland Airwaves hefst í dag: Gríðarlega mikilvæg hátíð HEILBRIGÐISMÁL St. Jósefsspítala í Hafnarfirði verður lokað um áramótin. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, tilkynnti þetta á starfsmannafundi í gærdag. Frá þessu var greint í fréttum RÚV. Þar kom fram að reynt verði að finna starfsfólki spítalans önnur störf á Landspítalanum en upp- sagnir verði óhjákvæmilegar. Alls starfa 29 manns á St. Jós- efsspítala. Sjúklingar sem þar dvelja verða færðir á Landspítal- ann. Gert er ráð fyrir því að um 190 milljónir sparist með því að loka spítalanum en Landspítalan- um er gert að skera niður um 630 milljónir samkvæmt fjárlögum næsta árs. - sv Uppsagnir óhjákvæmilegar: St. Jósefsspítala verður lokað SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.