Fréttablaðið - 12.10.2011, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 12.10.2011, Blaðsíða 29
H A U S MARKAÐURINN Ú T T E K T 5MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2011 MYND/HARI var ráð fyrir hærra neysluvið- miði leiddi að þeirri niðurstöðu að 17.800 heimili væru í vanda, eða 24 prósent heimila með íbúðaskuldir. Sérfræðingahópurinn skoðaði hins vegar ekki aðrar skuldir heimila en íbúðaskuldir. Þær afskriftir sem fram- kvæmdar hafa verið og þau úr- ræði sem þegar hefur verið grip- ið til hafa sennilega að nokkru leyti fegrað þá stöðu sem dregin var upp í þessum tveimur grein- ingum. Samkvæmt tölum Seðla- banka Íslands urðu skuldir ís- lenskra heimila mestar árið 2008 þegar þær námu 127 prósentum af landsframleiðslu. Í lok mars á þessu ári höfðu þær lækkað niður í 110 prósent af landsframleiðslu. Sem hlutfall af ráðstöfunartekjum hafa skuldir heimilanna lækkað úr 237 prósentum af landsframleiðslu árið 2009 í 213 prósent á þessu ári, að því er fram kom í Morgunkorni Íslandsbanka í gær. HVAÐ HEFUR VERIÐ GERT? Ýmis úrræði hafa verið í boði fyrir skuldara frá hruni. Fyrstu úrræð- in voru tímabundið leyfi fyrir út- tekt séreignarsparnaðar, greiðslu- jöfnun og frysting lána. Greiðslu- jöfnun fól í raun í sér hægari hækkun mánaðarlegra afborgana en á móti lengdist í láninu, þó að hámarki um þrjú ár og félli það sem eftir stæði niður að þeim tíma loknum. Frysting fól aftur á móti í sér að hlé var gert á afborgunum tímabundið. Umfangsmestu úrræðin sem í boði hafa verið er þó hin svo- kallaða 110 prósenta leið og sér- tæk skuldaaðlögun. Hafið var að bjóða 110 prósenta leiðina í upp- hafi þessa árs en hún felur í sér að séu íbúðaskuldir umtalsvert hærri en nemur verðmæti veðsettrar eignar býðst skuldara að fá eftir- stöðvar lánsins færðar niður að 110 prósentum af verðmæti fast- eignar. Lokað var fyrir umsóknir um 110 prósenta leiðina í lok júlí en alls bárust 15.594 umsóknir samkvæmt nýjustu tölum. Þar af var í lok ágúst búið að samþykkja 8.551 umsókn og nam niðurfærsla þeirra lána samtals 27,19 milljörð- um króna. Áður höfðu bankar og sparisjóðir afgreitt 1.150 umsókn- ir samkvæmt eldri útgáfu úrræð- isins og nam sú niðurfærsla 9,864 milljörðum króna. Sérfræðingahópur um skulda- vanda heimilanna taldi í skýrslu sinni að 110 prósenta leiðin gæti nýst allt að 15.203 heimilum og myndi kosta um 89 milljarða króna. Fjöldi umsókna bendir því til þess að stærstur hluti þeirra heimila hafi sóst eftir úrræðinu en enn er ekki orðið ljóst hve stór sá hópur sem fær úrræðið samþykkt verður að lokum. Sértæk skuldaaðlögun er úr- ræði fyrir heimili í það alvarleg- um vanda að 110 prósenta leiðin eða önnur vægari úrræði duga ekki. Þá eru skuldir og eignir lag- aðar að greiðslugetu. Í lok ágúst höfðu 1.372 einstaklingar sótt um sértæka skuldaaðlögun og 894 fengið samþykki. Var heildarfjár- hæð niðurfærslna 6,2 milljarðar króna. Ólíkt 110 prósenta leiðinni er enginn sérstakur gildistími á úrræðinu. Því má búast við því að umsóknum fjölgi en athygli vekur að talsvert færri hafa sótt um úr- ræðið en búist var við að þyrftu á því að halda í skýrslu sérfræð- ingahópsins. Þá var það talið geta nýst 2.605 heimilum og kosta lán- veitendur á bilinu 18 til 26 millj- arða króna. Því má telja líklegt að nokkur fjöldi heimila í alvarlegum skuldavandræðum hafi enn ekki fengið úrlausn sinna mála. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, lagði svokall- aða Þjóðhagsáætlun 2012, skýrslu um efnahagsstefnu, fyrir Alþingi í síðustu viku. Þar var að finna um- fjöllun um skuldaaðlögun heim- ila og fyrirtækja. Þar segir að endurskipulagning skulda heim- ila og fyrirtækja sé langt á veg komin. Slíkar aðgerðir séu hins vegar oft flóknar og tímafrekar, og enn fremur sé óhætt að full- yrða að verulegur árangur hafi náðst við skuldaaðlögun heimil- anna þótt krefjandi verkefni séu fram undan. Í skýrslunni er að finna nýj- ustu upplýsingar um afskriftir lána. Þar segir að í lok ágúst hafi verið búið að færa niður lán heim- ila um alls 164 milljarða króna en þar af sé 131 milljarður vegna end- urútreikninga á gengistryggðum lánum. Af þeim 131 milljarði voru 92 milljarðar vegna íbúðalána og 38 milljarðar vegna bílalána. AFSKRIFTASVIGRÚM Í umræðunni um skuldavanda heimilanna hefur mikið verið rætt um hið svokallaða afskriftasvig- rúm, það er hve mikið olnboga- rými íslenskar fjármálastofnan- ir hafa til að afskrifa lán í lána- safni sínu. Þá er yfirleitt miðað við þann afslátt sem nýju bank- arnir fengu af lánasöfnum gömlu bankanna í kjölfar bankahrunsins. Virði krafna bankanna á heimilin var bókfært með talsverðum af- föllum en nákvæmar upplýsingar um afföllin hafa ekki verið birtar opinberlega. Í svari Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn á síðasta þingi um það hve háa fjárhæð húsnæðislán gömlu bankanna hefðu verið af- skrifuð við kaup nýju bankanna, kom hins vegar fram að nýju bank- arnir hefðu keypt húsnæðislánin á að meðaltali 72 prósentum af kröfuvirði við yfirfærsluna frá gömlu bönkunum. Afföllin hafi því samtals verið 90 milljarðar króna miðað við upphaflegan efnahags- reikning nýju bankanna. Sé það rétt er ljóst að afskriftir á íbúða- lánum eru þegar orðnar meiri en sem nemur þessu svigrúmi, aðal- lega vegna endurreikninga á geng- istryggðum lánum. Því hefur þó verið haldið fram að svigrúmið hafi verið talsvert meira. Ljóst er hins vegar að endurútreikningar á gengistryggðum lánum hafa veru- lega gengið á afskriftasvigrúmið og þótt endurreiknuð lán hafi verið skuldurum til hagsbóta hafa þeir endurreikningar vitaskuld ekki gagnast þeim meirihluta skuld- ara sem tók ekki gengistryggð lán. Bankarnir lýstu því yfir í nóvember á síðasta ári að afskrifta svigrúmið væri orðið fullnýtt. Jóhanna Sigurðardótt- ir forsætisráðherra kallaði hins vegar nýverið saman sérfræð- ingahópinn, sem vann skýrslu um skuldavanda heimilanna í fyrra, og er honum nú ætlað að meta hvort þetta svigrúm til af- skrifta hafi verið nýtt heimilum landsins til hagsbóta. Úr því verð- ur því varla skorið hér. Sé það hins vegar rétt að afskrifta svigrúmið sé fullnýtt er ljóst að frekari afskriftir verða einungis framkvæmdar á kostn- að eigenda fjármálastofnana. Í tilfelli Íbúðalánasjóðs eru það ís- lenskir skattgreiðendur en þar að auki á ríkissjóður 81,3 pró- senta hlut í Landsbankanum, 13 prósenta hlut í Arion banka og 5 prósenta hlut í Íslandsbanka auk hluta í nokkrum sparisjóðum. Því er ljóst að mikil niðurfelling skulda umfram það sem þegar hefur verð gert, gæti orðið ríkis- sjóði ansi kostnaðarsöm. NOKKUR FJÖLDI SENNILEGA ENN Í VANDA Af opinberum gögnum er ljóst að ýmislegt hefur áunnist í glímunni við skuldavanda heimilanna. Þær skuldaniðurfærslur sem þegar hefur verið ráðist í hafa hjálpað þúsundum heimila við að standa undir afborgunum og létt undir með þúsundum öðrum. Líklegt má hins vegar telja að enn sé töluverð- ur fjöldi heimila í greiðsluvand- ræðum og verður forvitnilegt að sjá hvernig og hvort komið verð- ur til móts við þau heimili á næstu misserum. Þar segir að í lok ágúst hafi verið búið að færa niður lán heimila um alls 164 milljarða króna en þar af sé 131 milljarður vegna endurútreikninga á gengistryggðum lánum. Af þeim 131 milljarði voru 92 milljarðar vegna íbúðalána og 38 milljarðar vegna bílalána. Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040 w w w .h ir zl an .i s SKRIFSTOFUHÚSGÖGN á miklu betra verði ! Hæðarstillanleg N Ý J U S T U T Ö L U R U M N I Ð U R F Æ R S L U R Fjöldi umsókna 20.000 15.000 10.000 5000 0 1.372 15.594 Sérstök skuldaaðlögun 110% leiðin Umsóknir sem hafa verið samþykktar 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 894 8.551 Sérstök skuldaaðlögun 110% leiðin Samtals niðurfærsla 30.000.000.000 25.000.000.000 20.000.000.000 15.000.000.000 10.000.000.000 5.000.000.000 0 6.200.000.000 27.190.000.000 Sérstök skuldaaðlögun 110% leiðin Samkvæmt Þjóðhagsáætlun 2012 sem lögð var fyrir Alþingi í síðustu viku

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.