Fréttablaðið - 12.10.2011, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 12.10.2011, Blaðsíða 14
14 12. október 2011 MIÐVIKUDAGUR Mannleg reisn er sögð koma fram í umgengni við dýr. Mannúð sömuleiðis. Á ferðum sl. vetur sá ég horuð hross híma án skjóls í freðnum úthaga. Veit reyndar að slíkt er undantekning en ekki regla. Ég hef mætt troð- fullum flutningabílnum sem aka þarf mörg hundruð kílómetra með sláturfé vegna hagræðingar í þeim geira. Ég hef séð skelfileg- ar myndir í íslensku sjónvarpi af meðferð sláturdýra í útlöndum. Eitt sinn átti ég orðastað við refa- skyttu sem elti dýrin á snjósleða og ók yfir þau. Ekki steypi ég þessu öllu í einn stamp sem ein- hverri ákæru, heldur vegna þess að dæmin hafa lengi vakið mig til umhugsunar. Tími til kominn Tími er til þess kominn að ekki verði aðeins hægt að rekja kjöt- afurðir til ábyrgs framleiðanda, þ.e. bóndans eða búsins. Líka á að vera hægt að sýna fram á eða votta að við uppvöxt og slátrun dýra sé álag á þau ásamt aðferð- inni við flutning og aflífun í sam- ræmi við fyllstu mannúð. Þetta er verðugt verkefni handa sam- tökum bænda og sláturleyfishafa. Tími er til þess kominn að við- urkenna að ætli menn að hafa umtalsverð áhrif á stofnstærð í dýraríkinu og halda stofni við ákveðið mark, þarf að deyða mjög stóran hóp. Líffræðingar nefna 10-30%, ef mig minnir rétt, allt eftir dýrategund. Nærtækt dæmi er íslenski hreindýrastofn- inn. Tal um að afar takmark- aðar veiðar á t.d. hvölum eða sel (sem hefur fækkað mjög án umtalsverðs veiðiálags) séu leið til að hamla fæðuöflun skepna stenst ekki rýni. Ætli menn t.d. að fækka hrefnu að marki eða afmarka t.d. hálfan núverandi stofn, þyrfti að deyða þvílíkan fjölda að engu tali tæki; hvað þá ef menn héldu sig þess umkomna að fara eins að við önnur sjávar- spendýr. Tími er til kominn að menn láti af drápum á friðuðum fuglum eða fuglum á válista. Allir sem hafa umgengist skotvopn að ein- hverju marki þekkja dæmi þessa. Oftar en ekki er um algenga rán- fugla að ræða en líka aðra stóra fugla svo sem álftir. Og þess utan smyrla, uglur, fálka og jafn- vel erni. Einhverjir gera þetta „að gamni sínu“ en aðrir telja sig vera að vernda aðra fugla eða nytjavarp. Fátt annað er til ráða en að biðja fuglunum griða og höfða til mannlegrar reisnar þess sem á vopninu heldur. Annað mál er að e.t.v. mætti leyfa veiðar á fuglum sem eru nú óheimilar. Tími er til þess kominn að taka upp veiðikvóta í laxveiði- ám í stað þess að sleppa veiddum fiski. Ástæðurnar eru tvíþætt- ar. Það er ónærgætni við bráð að takast á við hana í þeim tilgangi að skemmta sjálfum sér. Engum dytti í hug að snara hreindýr og stimpast við það í langa stund og sleppa svo dýrinu. Engum dytti í hug að læðast að gæsum til að skjóta í þær deyfilyfi og sleppa þeim síðan. Sú hugmyndafræði að sleppa veiddum laxi er í litlu samræmi við grunngildi veiða: Yfirvegun í samvirkni manns, bráðar og náttúru við að afla matar á sjálfbæran hátt. Hin ástæðan er auðvitað sú stað- reynd að lítið er vitað um örlög laxfisks sem hefur verið þreytt- ur með krækju einhvers staðar í skrokknum. Rannsóknir á sjáv- arafla við krókaveiðar benda til 30-50% affalla við sleppingu. Og tófan … Tími er til kominn að láta af harðri samkeppni við rándýr í náttúrulegu umhverfi sínu. Sú undarlega kenning er á lofti að rándýr fjölgi sér ótæpilega sé þeim ekki eytt að verulegu marki. Þetta er rangt; þ.e. innan tiltekins vistkerfis sem fær að þróast eðlilega. Við landnám vomuðu ekki þúsund ernir yfir þögulu landi, tugþúsund svang- ir refir eigruðu ekki um fugla- laus svæði og þúsundir háhyrn- inga syntu ekki um fiskilaust landgrunn. Ástæðan er einföld. Stofnar leita innbyrðis jafnvægis og rándýr eru óðalsdýr sem helga sér tiltekið svæði. Hve mörg refa- pör ætli séu í gæsafylltum Þjórs- árverum og hve langt ætli sé milli þekktra arnarvarpsstaða, gamalla og nýrra? Snemma á búsetuöldum voru hér á að giska 200-300 arnarpör og allmörg þús- und refapör. Við höfum orðið að þola skyndilega aðkomu minks- ins sem breytti jafnvæginu í vist- kerfum. En aðrir umhverfisþættir, svo sem breytt byggðamynstur, fleira fólk, skotveiði, margs konar mannvirki, umferð, aukið álag á farfuglastofna utanlands og stað- bundin fjölgun refa, koma líka við sögu. Með það í huga er fráleitt að kenna einni fugla- eða dýrateg- und um hrun í lífríki í landinu í heild eða veifa vopnum t.d. með orðum um að nú sé refur, kjói, sílamáfur eða eitthvert annað rándýr orðið að faraldri og um það bil að útrýma einhverjum fuglastofninum. Því miður hafa miskunnarlaus rándýradráp og aukin landþrengsli gengið allt of nærri eða útrýmt mörgum helstu rándýrastofnum Evrópu og þar eru víti að varast. Sambýli nátt- úrunytjafólks og rándýra í full- um rétti á að vera kleift án alls vargatalsins sem er hvorki byggt á mannúð né yfirvegun. Ég hef kynnst refaveiðum og séð dýrbit- in lömb en hvorugt fær mig til að horfa framhjá skynsamlegri sam- búð manna og refa í landinu. Efa- lítið eru margir mér ósammála en þá eru umræður til alls fyrstar. Við og dýrin Ef fólk greiðir atkvæði með fótunum, þá er það ákveðn- ari mælikvarði en flestir aðrir. Ég hef nú tekið saman tölur um heimsóknir hjá fimm stærstu almenningsbókasöfnum lands- ins samkvæmt ársskýrslum á vef þeirra. Þau fengu 1.279.614 heimsóknir 2010 sem samsvarar tæpum tveimur milljóna heim- sókna í almenningsbókasöfn á landsvísu, eða 6,2 heimsóknir á hvert mannsbarn. Þessi tala hækkaði um tæp 9% árið 2009 og stóð svo í stað 2010. Þá á eftir að telja heimsóknir fólks í önnur bókasöfn, skólabókasöfn, Lands- bókasafn og rannsóknabókasöfn. Í nýrri rannsókn meðal breskra skólabarna á aldrinum 8 til 17 ára sést að þau börn sem lesa eina bók á mánuði utan skól- ans eru nú í minnihluta. Eldri börnin lesa færri bækur utan skólans en þau yngri (sjá The Reads and the Read-Nots á litera- cytrust.org.uk). Eðlilega hefur fólk áhyggjur af því að börn sem ekki alast upp við að njóta lestr- ar, lendi í erfiðleikum með lestur á fullorðinsárum, eins og einn af hverjum sex Bretum. Ný íslensk rannsókn meðal nemenda í 5-7. bekk sýnir betri stöðu en meðal Breta. Þar kemur þó fram að fimmti hver nemandi í 5. og 6. bekk les ekki bækur utan skólabóka, og fjórði hver í 7. bekk, og að strákar lesa minna en stelpur (sjá Ungt fólk 2011 á rannsoknir.is). Hvernig er þetta vandamál leyst ef ekki er til gott skólabókasafn, eða ef safnið er ekki opið nema stuttan hluta af skólavikunni? Hvernig lítur gott skólabókasafn út án skólasafn- varðar? Sístækkandi hluti af hverjum árgangi Íslendinga fer nú í fag- nám eða háskólanám. Fótspor þeirra liggja að tölvunni. Tölur Landsbókasafns - Háskólabóka- safns sýna síaukna notkun á öllum rafrænum miðlum. Nærri 10 milljónir heimsókna voru á vefi sem safnið rekur eitt eða með öðrum á síðasta ári. Stærsti hluti þeirra og mesta aukningin er í vefnum timarit.is sem slær allt út í vinsældum. Hann er ekki það sama og hvar.is, þar sem finna má erlend tímarit af öllum sviðum mannlífsins, en gegn- um aðgang þar voru tæpar tvær milljónir tímaritsgreina sóttar til viðbótar. Í þessu umhverfi hefur fólk áhyggjur af aðferðum fólks til að ná í heimildir, vinna úr þeim og setja þær fram. Ritstuldur og óheimil meðferð heimilda er sífellt áhyggjuefni. Á móti þessu verður unnið með faglegri vinnu á bókasöfnunum. Við sjáum nú dæmi um niður- skurð á þjónustu fagfólks á söfn- unum. Þetta er í mörgum tilfell- um algert neyðarbrauð stjórnenda en niðurstaðan er öll á sama veg. Oft er látið eins og hægt sé að skera niður kostnað án þess að skera niður þjónustu, en notend- ur safnanna vita að einungis er boðið upp á styttri afgreiðslutíma eða færra starfsfólk. Niðurstaðan er fyrirsjáanleg. Á veltiárunum 2006 og 2007 fengu bókasafnsfræðingar launahækk- anir sem héldu því miður ekki einu sinni í við verðbólgu. Það er þess vegna ekki launakostnaður þeirra sem íþyngir, heldur hverf- ur þjónustan einfaldlega þegar þeirra nýtur ekki lengur við. Á stóru bókasafni eins og Heil- brigðisvísindabókasafni Land- spítala, sem þjónar bæði spítal- anum og heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, var bókasafns- fræðingum fækkað um helming í sumar. Um fimmti hver nemandi í HÍ, eða tæplega 3.000 stúdent- ar eru við þetta svið. Er þetta það sem Háskóli Íslands og starfsfólk spítalans vilja? Vilja foreldrar að skólasafnverðir séu skornir við nögl? Hvernig fer það saman að gera Reykjavík að bókmennta- borg og draga um leið úr þjónustu bókasafna? Bókasöfn án fagfólksUmgengni við dýrAri Trausti Guðmundsson jarðvísindamaður og rithöfundur Menntamál Sveinn Ólafsson formaður Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga Tími er til kominn að láta af harðri sam- keppni við rándýr í náttúrulegu um- hverfi sínu. Sú undarlega kenning er á lofti að rándýr fjölgi sér ótæpilega sé þeim ekki eytt að verulegu marki. Þetta er rangt; þ.e. innan tiltekins vistkerfis sem fær að þróast eðlilega.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.