Fréttablaðið - 12.10.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 12.10.2011, Blaðsíða 16
16 12. október 2011 MIÐVIKUDAGUR Frá tækifærum til tekjuöflunar Sjávarútvegsráðstefnan er samskiptavettvangur allra þeirra sem koma að sjávarútvegi á Íslandi. Innan þessa hóps eru þeir sem starfa við veiðar, eldi, frumvinnslu, framhaldsvinnslu, sölu og markaðs- setningu, þjónustu og rannsóknir og þróun, einnig opinberir aðilar, kennarar og nemendur, fjölmiðlar og aðrir áhugamenn. Grand Hótel Reykjavík, 13.-14. október 2011 Sjávarútvegsráðstefnan 2011 Fimmtudagur 13. október Fyrirlestrar: Íslenskur sjávarútvegur - Fundarstjóri: Sjöfn SigurgísladóttirKl. 10:00-11:45 Málstofa A: Markaðstækifæri í Evrópu - Málstofustjóri: Erla KristinsdóttirKl. 13:15-15:00 Málstofa B: Sóknarfæri í veiðitækni - Málstofustjóri: Halla JónsdóttirKl. 13:15-15:00 Málstofa A: Markaðssvæði framtíðarinnar Málstofustjóri: Inga Jóna Friðgeirsdóttir Kl. 15:30-17:00 Málstofa B: Vöruþróun - Málstofustjóri: Anna K. DaníelsdóttirKl. 15:30-17:00 Föstudagur 14. október Málstofa A: Sjávarútvegur og fjölmiðlar - Málstofustjóri: Katrín PálsdóttirKl. 08:30-09:35 Málstofa B: Tækifæri erlendis - Málstofustjóri: Elín Björg RagnarsdóttirKl. 08:30-09:35 Málstofa A: Evrópusambandið og íslenskur sjávarútvegur Málstofustjóri: Guðný Káradóttir Kl. 09:55-11:00 Málstofa B: Sjávarklasinn á Íslandi - Málstofustjóri: Stefanía K. KarlsdóttirKl. 09:55-11:00 Samantektir, pallborðsumræður og verðlaunaafhending Fundarstjóri: Guðbrandur Sigurðsson Kl. 11:30-13:00 www.sjavarutvegsradstefnan.is S W O O S H 0 9 /2 0 1 1 Ráðstefnuslit - Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherraKl. 13:00 Afhending fundargagnaKl. 09:00-10:00 Rannsóknastofa í næringar-fræði við Háskóla Íslands og Landspítala rannsakar nær- ingu og heilsu viðkvæmra hópa í íslensku samfélagi. Verkefni stof- unnar eru tvenns konar. Í fyrsta lagi er um að ræða rannsóknir sem eru nauðsynlegar í öryggis- skyni. Þær gera það mögulegt að meta bæði hættu á næringarefna- skorti og hættu á ofgnótt og eitr- unum vegna efna í mat og áhrif þessa í líkamanum. Í öðru lagi eru vísindarannsóknir sem auka þekkingu á tengslum næringar og heilsu á alþjóðavísu og nýtast í stærra samhengi víðs vegar um heim, einnig meðal þeirra þjóða þar sem aðstæður eru allt aðrar en hér á landi og matarskortur viðvarandi. Oft fara þessar rannsóknir saman og það sparar ógrynni fjár og tryggir gæði að vísinda- rannsóknir, sem eru styrktar af erlendum og innlendum rann- sóknarsjóðum, hafa gefið nauð- synlegar upplýsingar til íslensks samfélags um öryggi matvæla og heilsu þeirra sem viðkvæm- astir eru. Til viðkvæmra hópa teljast börn, barnshafandi konur, aldraðir og sjúkir. Sambærilegar rannsóknir á samspili næringar og heilsu þessara hópa eru ekki gerðar annars staðar hér á landi en á Rannsóknastofu í næringar- fræði. Ekki eru neinar fastar fjárveit- ingar til þessa mikilvæga málefn- is og byggja þær því fjárhagslega á elju háskólakennara og nem- enda við umsóknir um rannsókna- styrki sem og á framlögum sjóða og fyrirtækja. Fjáröflunin er auð- vitað tímafrek og framlög hvorki örugg né nægileg. Við þetta verður ekki búið leng- ur. Það er geysimikilvægt fyrir íslenskan almenning að rann- sóknir á því hvað fólk borðar og áhrif þess á heilsuna séu gerðar á faglegan hátt og tryggðar með eðlilegum fjárveitingum. Margs konar rannsóknir á atvinnu- starfsemi og iðnaði njóta fastra fjárveitinga hér á landi. Stöð- ugar breytingar í umhverfinu og í matvælaiðnaði valda því að of áhættusamt og tímafrekt er að byggja eingöngu á samkeppnis- og styrktarfé þegar framkvæma þarf nauðsynlegar rannsóknir af þessu tagi. Málefnið krefst aðferðafræði næringarfræðinnar og mikillar sérfræðiþekkingar sem þróast hefur innan Rannsóknastofu í næringarfræði. Kennarar og nemendur á stofunni hafa skrifað fjölda greina og birt í alþjóðleg- um vísindatímaritum, en það telst vera gæðastimpill á aðferðafræði og marktækni verkefnanna. Sam- félagslegt mikilvægi þeirra felst í því að meta mataræði með tilliti til næringarefna, annarra inni- haldsefna matvæla, hollefna og eitur- eða aðskotaefna. Sem dæmi má nefna að þegar greindur var járnskortur í um 40% ungra barna og tengsl við minni þroska barnanna við upp- haf skólagöngu, leiddi það til end- urbættra almennra ráðlegginga um næringu ungra barna. Önnur dæmi eru til dæmis tengsl offitu og fæðuvals, of lítil inntaka D-vít- amíns, og rannsóknir á mengun- arefnum úr mat. Allt þetta hvetur síðan til betri ráðlegginga um mataræði og eftirlits með mat- vælum sem miða að bættri heilsu Íslendinga. Verkefni stofunnar hafa einnig snúist um umhverfi, hegðun og fleiri þætti sem tengj- ast mataræði. Nauðsynlegt er einnig að nefna rannsóknir á áhrifum einstakra matvæla og til- raunir með mjólk, fisk, lýsi, mysu, grænmeti og ávexti sem gera það kleift að meta á nákvæman hátt áhrif á heilsufarsþætti. Höfundur þessarar greinar vill vekja lesendur til umhugs- unar um mikilvægi þess að tryggja öryggi neytenda mat- væla, sérstaklega þeirra yngstu og viðkvæmustu. Fjöldi íslenskra rannsóknar- og þjónustustofn- ana, utan háskóla með kennslu- og rannsóknarskyldu, er rekinn fyrir fjárframlög frá ríkinu. Við spyrjum okkur of sjaldan að því hvort þessi framlög skattborgar- anna skili almenningi nauðsyn- legum upplýsingum, öryggi og lífsgæðum. Hvort verkefnavalið sé gott og hvort það skili því sem við viljum fyrir féð. Skattfé fer meðal annars til stuðningsrann- sókna atvinnulífs sem tengist matvælaframleiðslu, bæði frum- framleiðslu og iðnaði. Þessar línur eru skrifað- ar að áeggjan þeirra sem telja reglulega ríkistryggða vöktun á tengslum næringar og heilsu ungra barna og annarra við- kvæmra hópa bráðnauðsynleg- ar. Það vill svo til að hér á landi hafa slíkar rannsóknir þróast á Rannsóknastofu í næringarfræði í skjóli Háskóla Íslands og Land- spítala sem veita kennurum laun og stofunni aðstöðu. Rannsókn- irnar hafa þó þróast án fastra fjárveitinga. Löndin í kringum okkur tryggja ekki bara rann- sóknir á framleiðslu matvæla með fjárframlögum, heldur ekki síður rannsóknir á neyslu þeirra og áhrifum á heilsu fólks. Hérlendis er breytinga þörf. Um fjárveitingar til rannsókna á mataræði og heilsu á Íslandi Enn er fyrirsögnin höfð eftir séra Matthíasi. Í áður tilvitnaðri grein í Frétta- blaðinu 18.06.’06 eftir Illuga Gunnarsson, þingmann Sjálf- stæðisflokksins, segir svo: „Vandi Framsóknarflokksins er ekki sá að flokkurinn geti ekki verið stoltur af verkum sínum eða stefnu, þvert á móti.“ Og enn kvað Illugi um kynni manna af höfðingjanum Halldóri Ásgrímssyni: „Þau kynni hefðu átt að duga því fólki til að vita að Halldór Ásgrímsson myndi ein- ungis vinna eftir bestu sannfær- ingu.“ Þau dæmi eru auðvitað svo mýmörg að enginn kostur er til þeirra allra að vitna í örstuttum pistli. Svo eitt sé tekið: Sem utanríkis- ráðherra var Halldór yfirmaður Keflavíkurflugvallar og þess sem þar fór fram. Hann stóð því fyrir sölu á Íslenskum aðalverktökum. Fyrirtækið var boðið út og til- boð bárust. Þar á meðal frá eðal- bornum Framsóknarmanni og félögum hans, sem raunar reynd- ist vera formaður Einkavæðing- arnefndar, Jón lögmaður Sveins- son. Hans tilboð reyndist þó ekki vera það bezta sem barst. Þar sem tilboðsgjafar sátu á fundi og ræddu málið kvaddi sér skyndilega hljóðs sérlegur fulltrúi utanríkisráðherra, Helgi hinn horski Guðmundsson svo segjandi: „Það er tilgangslaust að ræða þetta frekar. Halldór hefur ákveðið hver fær pakkann.“ Sem reyndist vera formaður Einkavæðingarnefndar, áður- nefndur Jón Sveinsson. Allt auðvitað gert eftir beztu sannfæringu. Og söluverðið rúmir 3 – þrír – milljarðar króna. Nú veit greinarhöfundur auðvi- tað ekkert um raunvirði fyrirtæk- isins. Hitt vakti athygli að rétt fyrir hrun birtust fréttir um sölu lóða í landi Blikastaða, en allmik- ið land hafði þar fylgt með í sölu Aðalverktaka, og var nú boðið til kaups. Þáverandi málgagn Hall- dórs og Davíðs, Morgunblaðið, skýrði svo frá, að söluverð feng- ist ekki uppgefið, en það væri af vísum mönnum talið 16-18 millj- arðar króna. Sem er álitlegt verð enda „bezta sannfæring“ sjálfs utanríkisráðherrans með í kaup- unum. Svo enn sé vitnað í þingmann- inn núverandi í grein hans 18. júní 2006: „En framhjá því verð- ur ekki horft að þegar stjórn- málasaga síðasta aldarfjórðungs verður skrifuð mun nafn Halldórs Ásgrímssonar verða fyrirferðar- mikið. Samstarf hans og Davíðs Oddsonar í ríkisstjórn var þjóð- inni einkar gæfuríkt og vand- fundinn annar eins uppgangstími í sögu þjóðarinnar.“ Ekki er saga hins „gæfuríka“ stjórnartímabils á enda kljáð. Ýmsir hafa þó drepið niður penna, t.d. Rannsóknarnefnd Alþingis í 9 – níu – binda verki sínu. Aftur á móti munu enn vera áhöld um hvort „sérstakur“ saksóknari í Hrunmálum sé skrifandi. En vísa séra Matthíasar er öll á þessa leið: Vesæla land! Setið er nú meðan sætt er, senn er nú étið hvað ætt er, vesæla land! „Vesæla land“ Heilbrigðismál Inga Þórsdóttir prófessor í næringarfræði Stjórnmál Sverrir Hermannsson fyrrverandi alþingismaður Óskynsamleg menningar- og efnahagspólitík Árið 2006 var undirritað sam-komulag milli fjármálaráð- herra og menntamálaráðherra annars vegar og félaga í kvik- myndagerð hinsvegar. Sam- komulagið gerði ráð fyrir upp- byggingu kvikmyndasjóða á næstu 4 árum úr um 372 m króna í 700 m árið 2010. Þessi samning- ur gerði kvikmyndaiðnaðinum kleift að gera lengri tíma áætlan- ir og þar með hefja nauðsynlega endurnýjun og fjárfestingu, m.a. í stafrænum búnaði og tækjum í ljósi þess að langtíma samningur var kominn á. Á fjárlögum 2009 var samn- ingurinn skorinn niður um 5%, eitthvað sem kvikmyndagerðin gat sætt sig við í ljósi aðstæðna og í samræmi við nauðsynlegan samdrátt í opinberum útgjöldum. Í fjárlögum 2010 var hinsveg- ar skorið niður um 35% frá því sem samningurinn hafði gert ráð fyrir. Greinin var flutt aftur um 10 ár. Þessi niðurskurður á eina menningargrein var ekki í neinu samræmi við annað á fjárlögum í mennta- og menningarmálum. Árið 2010 voru heildarframlög til mennta- og menningarmála nær óbreytt að krónutölu milli ára. Hvergi sást viðlíka niður- skurður og í kvikmyndasjóðum. Félög í kvikmyndagerð gáfu út skýrslu í fyrra um hvernig kvikmyndaverk eru fjármögn- uð þar sem m.a. var sýnt fram á að hver króna sem ríkið legg- ur í kvikmyndagerð skilar sér í fimmfaldri veltu og laun og launatengdar greiðslur stæðu að fullu að baki framlagi ríkis- ins til kvikmyndasjóða. Áætlað veltutap greinarinnar var fyr- irsjáanlegt um 5 milljarðar á 4 árum eftir að sjóðir voru skornir niður og allt að 100 störf myndu tapast. Allt þetta er nú að koma á daginn. Bókin „Hagræn áhrif kvik- myndalistar“ eftir dr. Ágúst Einarsson er nýkomin út. Ágúst hefur ásamt samstarfsfólki farið í víðtæka greiningarvinnu, m.a. með því að fara í gegnum árs- reikninga allra fyrirtækja í kvikmyndagerð. Niðurstöðurn- ar eru mjög skýrar og eru hinu opinbera mun hagfelldari en áður var talið. Ríkissjóður fimm- faldar tekjur af sínu framlagi til kvikmyndasjóða – árlega! Kvikmyndaiðnaðurinn stend- ur núna eftir 3 ára og yfir hálfs milljarðs króna niðurskurð kvik- myndasjóða með neikvætt eigið fé. Ríkissjóður hefur orðið af meira en þremur milljörðum í tekjur og yfir 100 manns hafa tapað störfum sínum, með til- heyrandi kostnaði sem leggst á ríkissjóð. Framundan er síðan minna af íslensku kvikmynda- efni fyrir Íslendinga á íslensku. Það sér það hver sem vill að þetta er hvorki skynsamleg menningarpólitík né efnahags- pólitík. Nú er lag að viðurkenna að mistök voru gerð og snúa á rétta braut. Menning Hilmar Sigurðsson framleiðandi og ritari SÍK – Sambands íslenskra kvikmynda- framleiðenda

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.