Fréttablaðið - 12.10.2011, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 12.10.2011, Blaðsíða 23
CLAW 46”-54” Fyrir stóru strákana mtdekk.is Söluaðili: Sólning Selfossi, Gagnheiði 2, sími 482 2722 Skútuvogi 2 | 104 Reykjavík | Sími 568 3080Kópavogur, Smiðjuvegi 68–70 | Sími 544 5000 Njarðvík, Fitjabraut 12 | Sími 421 1399 Selfoss, Eyrarvegur 33 | Sími 482 2722 SÓLNING www.solning.is www.bardinn.is Veldu Continental þegar öryggið skiptir máli Continental er sigurvegari fjölmargra óháðra dekkjaprófana undanfarin ár. Continental dekk eru hönnuð fyrir akstur á norðlægum slóðun. Opnunartímar verkstæða Virka daga 8.00–18.00 LÁN Í6V AXTAL AUST MÁNUÐ I „Þetta er frábært og auðvitað fyrst og fremst meiri háttar viður- kenning á því starfi sem við höfum verið að vinna,“ hafði Hlynur Bjarki Sigurðsson, starfsmaður hjá Arctic Trucks, að segja í gær en þá varð ljóst að fyrirtækið hafði tryggt sér sess á spjöldum Heims- metabókar Guinness fyrir hröð- ustu yfirferð á landi á suðurskaut- inu. Kazakhstan National Geo graphic Society, KNGS, stóð fyrir leiðangr- inum sem var farinn frá Novo til suðurpólsins í desember á síðasta ári. Hlynur var bílstjóri og bifvéla- virki og auk hans tveir starfsmenn frá KNGS og einn frá The Antarc- tica Company. Ekið var á tveimur Arctic Trucks-bílum, það er fjór- hjóladrifnum AT44 Expedition sem eru smíðaðir á Toyota Hilux. Ferðalangarnir óku meðal ann- ars yfir stórt, ókannað sprungu- belti og upp í mikla hæð. Færi var oft erfitt, gríðarlegur kuldi og lang- ar veglengdir sem þurfti að keyra án þess að fá eldsneyti. Engu að síður tók það Hlyn og félaga aðeins 108 tíma að keyra 2.308 kílómetra á pólinn sem jafngildir meðalhraða upp á 21,4 kílómetra á klukkustund. Þeir gerðu tvisvar hlé á ferðinni, fyrst skömmu eftir að lagt var af stað í rúma tólf tíma til að fá hæð- araðlögun en hæðin sem farið er upp í jafngildir um 4.000 metrum. Seinna stoppuðu þeir í rúma fimm tíma til að bæta á eldsneyti, elda og hvíla sig. Félagarnir settu síðan í raun annað óskráð heimsmet á heim- leiðinni sem tók þá aðeins 84 tíma að aka, eða sem gildir meðalhraða upp á 27,5 kílómetra á klukkustund. Hlynur segir viðurkenninguna frá Guinness vera ánægjuleg- an endi á ferð sem hafi þó fyrst og fremst verið farin í þeim til- gangi að undirbúa vísindaleiðang- ur á suðurpólinn nú í desember á vegum KNGS. „Þetta var mik- ill sigur fyrir bílana sem stóðust prófraunina með prýði og allt gekk eins og í sögu. Viðurkenningarskjal Guinness er góð staðfesting á því.“ Við þetta má bæta að Arctic Trucks smíðaði annan bíl fyrir Thomson Reuters „Eikon“ byggðan á Toyota Tacoma sem mun reyna að bæta heimsmetið í desember. Hann leggur af stað frá Patriot Hills sem er styttri leið að suður- pólnum og á því ágæta möguleika að ná markmiðinu. roald@frettabladid.is Metið staðfest hjá Guinness Bílar frá íslenska fyrirtækinu Arctic Trucks settu nýtt heimsmet í hröðustu yfirferð á landi á Suðurheimskautslandinu þegar þeir keyrðu 2.308 kílómetra leið frá Novo til suðurpólsins í desember í fyrra. Sérstæð bílaleiga hefur verið opnuð í París. Hægt er að leigja litla rafbíla sem nefnast BlueCar til að skjótast á milli staða. Bílana má taka á einum stað og skilja eftir á öðrum. Öll afgreiðsla verður rafræn. Nánar á www.fib.is Arctic Trucks er ekki fyrsta íslenska fyrirtækið sem á þátt í að setja heimsmet á Suðurheimskautslandinu. Annað fyrirtæki, IceCool, með Gunnar Egilsson í fararbroddi, setti met á suðurheimskautinu árið 2005. Gunnar ók þá á sérútbúnum sex hjóla Ford 1.100 kílómetra leið frá Patriot Hills til suðurpólsins, sem er mun styttri leið en Arctic Trucks fór frá Novo og að pólnum. Leiðangurinn tók IceCool 69,3 tíma eða að meðaltali tæpa 16 kílómetra á klukkustund. Íslenskir pólfarar gera það gott Gunnar Egilsson setti hraðamet í akstri á suðurpólinn árið 2005. Þegar Fiat-Chrysler sendi frá sér tónlistar- myndband með söng- og leikkonunni Jennifer Lopez til að kynna nýja Fiat 500 bílinn létu viðbrögðin ekki á sér standa. Þótti ýmsum sem bíllinn væri þar algert aukaatriði en því meiri áhersla lögð á að sýna þokkafullan vöxt söngkonunnar. Forsvarsmenn Fiat-Chrysler brugðust við með því að senda frá sér yfir- lýsingu þess efnis að þetta væri alls ekki auglýsing heldur tónlistarmyndband sem fyrirtækið kostaði. Nú er komin í sýningu í bandarísku sjónvarpi ný auglýsing þar sem Fiat 500 er vissulega í öðru aðalhlutverkinu, en áhersl- an liggur þó á að sýna Lopez aka um götur gamla hverfisins síns í New York og segja frá því hve mikla hvatningu þetta hverfi veiti henni. Vonandi að bílaáhugamenn sætti sig betur við þessa nýju útgáfu. - fsb „Það var ævintýri líkast að koma upp á hásléttu Suðurheimskautslandsins, þessa hvítu auðn sem virtist engan endi ætla að taka. Maður fann verulega til smæðar sinnar í þessum framandi heimi.“ Þannig minnist Hlynur leiðangursins á suður- pólinn. Minna af JLo meira af Fiat 500 Jennifer Lopez er í aðalhlutverki í nýrri sjónvarpsauglýsingu frá Fiat, eftir að myndband með henni fór fyrir brjóstið á bílaáhugamönnum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.