Fréttablaðið - 12.10.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 12.10.2011, Blaðsíða 24
12. október 2011 MIÐVIKUDAGUR4 ÞAÐ ER KOMINN TÍMI Á DEKKJASKIPTI. KOMDU NÚNA OG SLEPPTU VIÐ BIÐRÖÐINA. UMFELGUN FRÁ 5.641 KR. FLESTAR STÆRÐIR HEILSÁRS- OG VETRARDEKKJA FYRIR FÓLKSBÍLA OG JEPPLINGA. FJÖLDI TEGUNDA Á GÓÐU VERÐI. RAUÐHELLU 11 HJALLAHRAUNI 4 DUGGUVOGI 10 HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA RVK HFJ 568 2020 PITSTOP.IS HFJ WWW SÍMI ÓNEGLD VETRAR- OG HEILSÁRSDEKK – UMHVERFISVÆNNI KOSTUR Ný gerð Toyota Prius, svokall- aður Prius Plug-in, er væntanleg á markað á næsta ári. Toyota hafði nýlega til umráða slíkan bíl hér á landi sem fólki stóð til boða að prófa, meðal annars blaðamanni Fréttablaðsins. Það sem greinir Prius Plug in frá hinum hefðbundna Prius er Lithium-Ion batterí sem má hlaða þannig að keyra má bílinn tuttugu kílómetra á rafmagni eingöngu á allt að hundrað kílómetra hraða á klukkustund. Þar fyrir utan er Priusinn venjulegur bensínbíll með 1,8 l vél, sjálfskiptur og með allan venjulegan búnað bíla af þessari stærð. Prius Plug-In er aðallega ætlað- ur til notkunar í borgum þar sem hann er notaður til styttri ferða. Ef bíllinn er hlaðinn heima og jafn- vel í vinnu geta notendur nánast eingöngu ekið bílnum á rafmagni. Talið er að meðallengd bílferða í Reykjavík sé 4,17 km og frá Lækj- artorgi upp í Mosfellsdal eru 20 km og frá Gróttu á Seltjarnarnesi að Elliðavatni eru 17,3 km. Því kemst Priusinn ansi víða á hleðsl- unni þó að 20 km hljómi auðvitað ekki mikið. Þó er ekki stór skaði skeður þótt hleðslan klárist, því þá er hægt að keyra á bensínvélinni eins og á venjulegum bíl. Um níu- tíu mínútur tekur að hlaða bílinn og hleðslan kostar um 52 krónur sem aka má á 20 km. Hins vegar kostar 374 krónur að aka 20 km á bíl sem eyðir 8 l/100km. Talið er að fólk geti ekið bílnum á rafmagni 80 prósent tímans. Út frá því má reikna að meðaleyðsla á bensíni sé 2,6 lítrar á 100 km og útblástur CO2 um 49g km. Prius Plug-in Prius Plug-in er með Lithium-Ion batteríi sem má hlaða þannig að hægt er að aka bílinn tuttugu kílómetra á rafmagni eingöngu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Snúra er tengd í tengil á bílnum og síðan í innstungu. Í mælaborðinu er hægt að fylgjast með hve lengi er hægt að aka á hleðslunni. Októberferð Litlunefndar Ferðaklúbbsins 4x4 verður farin í Hrafntinnusker á laugardaginn. Litlanefndin heldur í dagsferð 15. október á lítið breyttum og óbreytt- um jeppum. Í fyrsta áfanga verð- ur farið að Keldum, austan Hellu en þegar malbikinu sleppir verður mýkt í dekkjum fyrir áframhaldið. Stefnt er á að fara hluta Fjallabaks- leiðar syðri norður fyrir Laufafell og þaðan að íshellunum við Hrafn- tinnusker að sögn Ólafs Magnús- sonar formanns Litlunefndar. Frá Hrafntinnuskeri á síðan að halda yfir þúsundmetrahólinn, niður Pokahrygg, á Landmannaleið og eftir henni á Landveg. Síðasti skráningardagur í ferðina er í dag á www.f4x4.is. - gun Á þúsundmetrahól Ólafur segir farið á lítið breyttum og óbreyttum jeppum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.