Fréttablaðið - 12.10.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 12.10.2011, Blaðsíða 36
12. október 2011 MIÐVIKUDAGUR20 BAKÞANKAR Sifjar Sigmars - dóttur Pantaðu í síma 565 600 0 eða á w ww.som i.is Frí heim sending * TORTILLA VEISLUBAKKI EÐALBAKKI LÚXUSBAKKI DESERTBAKKI GAMLI GÓÐI TORTILLA OSTABAKKI 30 bitar 30 bitar 20 bitar 20 bitar 20 bitar 50 bitar Fyrir 10 manns Aðeins 1.900 kr. ÁVAXTABAKKI Fyrir 10 manns ÁVAXTABAKKI Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. FERSKT & ÞÆGILEGT 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. blöðru, 6. hvort, 8. léreft, 9. meðal, 11. í röð, 12. toga, 14. splæs, 16. pot, 17. aur, 18. fát, 20. ekki heldur, 21. þjappaði. LÓÐRÉTT 1. trúi, 3. belti, 4. land, 5. sár, 7. einn, 10. flík, 13. útdeildi, 15. felldi tár, 16. einatt, 19. svörð. LAUSN LÁRÉTT: 2. bólu, 6. ef, 8. lín, 9. lyf, 11. bd, 12. draga, 14. stang, 16. ot, 17. for, 18. fum, 20. né, 21. tróð. LÓÐRÉTT: 1. held, 3. ól, 4. líbanon, 5. und, 7. fyrstur, 10. fat, 13. gaf, 15. grét, 16. oft, 19. mó. Blessaður Vito, hvernig skrifarðu aftur eftirnafnið þitt? Sjáðu kall! Sjáðu Bjarni! Og hann hefur verið svona síðan. Flott! Vona að hann verði alltaf svona! Varstu að kalla? Já, haltu gardínunum uppi meðan ég ryksuga undir þeim. Af því þá gæti ég skemmt parkettið. Af hverju treðurðu ekki bara ryksugunni undir þær? Hvaða máli skiptir það þegar það sést hvort eð er ekki? Þú hugsar hlutina ekki alltaf til enda. Mitt hlutverk er alltaf erfiðast þegar ég bið um hjálp. Jæja, þá erum við bara tvær eftir fyrst Solla og Hannes eru byrjuð aftur í skólanum. Í samanburði við heilt sumar með þremur börnum í húsinu verður þetta bara léttur andvari. And- vari sem kallast Lóa fellibylur. Hví l í f riði Vit o Þegar ég var tólf fór ég um allt með Stríð og frið á bakinu. Klárlega staurblind á hvað var félagslega svalt meðal jafnaldra minna þóttist ég með puttann á púlsinum þegar kom að vali á bókmenntum sem flott væri að lesa. Einhverju sinni í frímínútum er ég virtist óvenjuniðursokkin í þennan heim rússneskra aðalsmanna rak skóla- félagi óvænt nefið ofan í doðrantinn. Í ljós kom að ekki var allt sem sýndist. Inni í fagurlega innbundnu stórvirkinu var opin önnur bók. Tolstoj mátti snúa sér í gröf- inni er hann vék fyrir bókmenntaverki sem ég hafði laumast til að fá lánað á skóla- bókasafninu: Tár, bros og takkaskór eftir Þorgrím Þráinsson. Í DAG hefst Bókasýningin í Frankfurt þar sem Ísland er heiðursgestur. Þar verð- ur fagnað því besta, fegursta, lífseigasta og vinsælasta sem skrifað hefur verið á íslenskri tungu. Nýlegar fréttir af bágum lesskilningi íslenskra unglingsdrengja og að því er virðist hægum dauða skólabóka- safnsins í reykvískum skólum varpa þó óneitanlega skugga á hátíðarhöld- in. Grunnforsenda áframhaldandi bókmenningar hér á landi hlýtur að vera að börn læri að lesa. Það þarf þó meira til. FYRIR NOKKRUM árum birtist í Morgunblaðinu viðtal við fyrr- nefndan unglingabókahöfund sem setið hefur í mér síðan. Þar greindi Þorgrímur frá því að á þeim 20 árum sem hann hafði sótt um starfslaun listamanna í launasjóð rithöfunda hefði hann 19 sinnum fengið neitun. TIL AÐ þær háu bókmenntir sem kynntar verða í Frankfurt í vikunni eigi sér fram- tíð er ekki nóg að börn dagsins í dag kunni að lesa. Þau þurfa líka að vilja lesa. Lestur sem dægradvöl á í vök að verjast gegn skemmtun á borð við sjónvarp og tölvuleiki. Af mörgum er lestur ekki einu sinni talinn til dægradvalar. Hann er álitinn verkfæri. Tól sem maður notar til að útskrifast úr skóla og sinna vinnu, rétt eins og kústur er áhald sem maður sópar gólf með. ÞÓTT ÞAÐ hafi vissulega göfgað tólf ára andann að lesa Tolstoj var það með jafn- öldrum mínum í bókum Þorgríms Þráins- sonar sem ég gleymdi mér. Það var við lest- ur íslenskra barnabóka sem gerðust í þeim reynsluheimi sem ég þekkti að mér varð ljóst að lestur var ekki aðeins „til gagns“ heldur einnig gamans. Úr þeim útskrifaðist ég svo yfir í suma þeirra höfunda sem fagn- að verður í Frankfurt í vikunni. Það útskrif- ast hins vegar enginn úr tölvuleiknum „Grand Theft Auto“ yfir í Halldór Laxness. Gleymum því ekki að minnast þessarar mikilvægu bókmenntagreinar um leið og stórvirkjum íslenskra bókmennta er fagn- að. Barnabókmenntir eru ekki skúmaskot hverrar bókmenntaþjóðar heldur grunnur hennar. Skúmaskot bókmenntaþjóðarinnar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.