Fréttablaðið - 12.10.2011, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 12.10.2011, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 12. október 2011 13 REEBOK FITNESS HOLTAGÖRÐUM OPNAR 11.11.11 Hóptíma kennara námskeið 29-30. október frá 9-16 báða dagana. ReebokFitness Vegna opnun nýrrar líkamsræktarstöðvar leitum við af fersku, ungu, hressu fólki sem er í góðu formi og er tilbúið í skemmtilega þjálfun. Námskeiðið verður fjölbreytt þar sem allir fá að spreyta sig í kennslu og æfingum. Við veljum svo 10-15 einstaklinga sem fá áframhaldandi þjálfun og vinnu við að kenna tíma. Skráning á gurry@reebok.is og gigja@reebok.is Verð aðeins 5000kr. Gígja Hrönn Árnadóttir: Gígja er með 10 ára reynslu sem hóptíma kennari. Hún er master í Æfinga og heilsufræði frá Kingston University og Íþróttafræðingur frá íþróttakennara háskólanum að Laugavatni. Kennara réttindi í Crossfit level 1, LesMills réttindi í cxworks, Kettelbell level 1 frá Steve maxwell, Paul Chek science coach, NASM (Performance enhancement specalist). Gíjga er stöðvarstjóri ReebokFitness. Guðríður Erla Torfadóttir: Gurrý hefur kennt hóptíma í 12 ár. Hún er ÍAK einkaþjálfari, Trainer í LesMills. Kennara réttindi í body balance, body combat, body attack, body pump, cxwork. B.S í viðskiptafræði. Gurrý er sölustjóri hjá Reebok. Kennarar eru: Um miðjan september hleypti VR nýrri herferð af stokkun- um sem vakið hefur mikla athygli. Herferðin snýst um að að beina sjónum almennings að því órétt- læti sem kynbundinn launamunur er en auk auglýsingar, sem hefur látið mörgum bregða í brún, þá skoraði VR á fyrirtæki að gefa konum 10% afslátt í nokkra daga til að sýna fram á hversu afkára- legt þetta misrétti væri. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og m.a. kærði ungur maður for- mann VR til jafnréttis- ráðs. Hann vildi ekki una því að vera mis- munað, jafnvel ekki í 5 daga af 365 dögum árs- ins, og ég held að flest- ar konur skilji afstöðu hans vel. Ég vænti mikils af þessum unga manni í framtíðinni í baráttu fyrir réttlæti og jafnrétti. Greiðvikni, hugvit og blómstrandi æsku Með herferðinni hefur VR tek- ist að koma af stað nýjum krafti í umræðu um launamál kynjanna. Ég heyrði af kaffistofuspjalli um daginn þar sem yfirmaður fullyrti við undirmenn að innan deildar þeirra væri launajafnrétti og hann væri þess meðvitaður að mismuna ekki kynjum. Þetta við- horf er til fyrirmyndar og væri óskandi að fleiri stjórnendur sett- ust yfir launamál starfsmanna sinna og hefðu það markmið að mismuna ekki konum í launum. Ég efast samt ekki um að ef yfirmenn væru spurðir að því hvort þeir mismunuðu starfsfólki sínu í launum eftir kynjum þá myndu flestir svara því neitandi. Samt sitjum við uppi með þennan óútskýrða launamun og veltum fyrir okkur hvað sé til ráða. Ég bæti við tálsýn töfra og vona Ég skora á konur að flykkjast til yfirmanna sinna og fara fram á 10% launahækkun. Til að fá raunhæfan samanburð á launum í starfsgreinum er hægt að kanna meðallaun á heimasíðu VR. Sam- kvæmt kjarasamning- um eiga launþegar rétt á launaviðtali árlega en launa- könnun VR sýndi að þeir sem fara í slíkt viðtal eru að meðaltali með 20.000 króna hærri mánaðarlaun en hinir sem ekki gera það. Sækjum þessar prósentur og losum þjóðfélagið við þennan skammarblett sem kynbundinn launamunur er. Dætur okkar eiga ekki að fá þá arfleifð frá okkar kynslóð að þurfa sætta sig við: „… og talsverðan launamun af því þú ert kona“. Í viðtali í morgunútvarpinu á Rás 2 miðvikudaginn 5. október var fjallað um það hvort strákar ættu erfitt með nám í grunnskólanum. Þar vitnaði viðmælandi í skýrslu starfshóps á vegum skóla- og frí- stundasviðs Reykjavíkurborgar um námsárangur drengja og sagði að þroskamynstur stelpna og stráka væri afar mismunandi. Viðmælandi nefndi að samkvæmt skýrslunni hefðu stelpur náð ákveðnum þroska við 11 ára aldur sem strákar næðu ekki fyrr en við 15 ára aldur. Í skýrslunni kæmi líka fram að heili stráka væri minni en heili stelpna. Af þessu mætti því draga þá álykt- un að hugsanlega gerðu skólar of miklar kröfur til stráka. Þetta hlýtur flestum þeim sem starfa við rannsóknir á þroska barna að þykja athyglisverðar fréttir, enda hefur ekki verið hægt að draga sambærilegar ályktanir af þeim rannsóknum á þroskamun kynjanna sem gerðar hafa verið fram til þessa. Að slakan námsár- angur stráka mætti rekja til þess að þeir væru með minni heila en stelpur. Í skýrslunni segir: „mikilvægt [er] að áherslur í námi séu í sam- ræmi við vitsmunaþroska barna og ekki sé verið að leggja áherslu á þætti sem heilinn hreinlega ræður ekki við“. „Rannsóknin sýnir að stúlkur nái ákveðnum þroska um 11 ára en drengir sama þroska ekki fyrr en 15 ára. Ung kona nær svo fullum þroska í heilastarfsemi milli 21-22 ára en ungir piltar ekki fyrr en næstum 30 ára gamlir. Rann- sakendur benda á að þessi munur er miklu meiri en munurinn á kynj- um t.d. út frá hæð líkamans. Þetta á líka við um stærð heilans; nánast enginn munur er á stærð heila full- orðinna kvenna og karla en mjög mikill hjá stúlkum og drengjum“ (bls. 37). Þetta má auðveldlega túlka sem svo að stelpur séu með stærri heila en strákar þótt ekki sé það sagt berum orðum. Rannsóknin sem starfshópurinn vitnar í er gerð af Lenroot og félögum og birtist í Neu- roImage árið 2007. Í rannsókninni voru teknar sneiðmyndir af höfði (MRI) barna og ungs fólks á mis- munandi aldri. Þátttakendur voru á aldrinum 3-27 ára. Rannsóknin snerist um það að skoða hvernig heilinn og mismunandi svæði hans stækka og breytast á þessum aldri. Meðal annars var skoðað hvernig hlutfall milli gráa og hvíta efnis heilans þróast og hvernig ummál heilans breytist. Starfshópurinn dregur víðtækar ályktanir af rannsókninni og segir m.a. að hún veiti okkur „miklu betri innsýn inn í líðan og hæfni barna til að takast á við verkefni“ (bls. 37). Meðal tillagna starfshópsins er að skoða þurfi hvort þroskafræðilegur munur á strákum og stelpum eigi að hafa áhrif á skipulag náms og kennslu: „Það sem er þroskafræði- lega hentugt fyrir 6 ára stelpu gæti verið mjög óhentugt fyrir 6 ára dreng“ (bls. 37). Ljóst er að starfs- hópurinn vill vel og vitnað er í þann vísindalega grunn sem hann byggir hugmyndir sínar um betrumbætur í skólakerfinu á. Í rannsókn Lenroot og félaga kemur fram að sannarlega er munur á kynjunum. Heili stráka er að með- altali um 10% stærri að ummáli en heili stelpna og þessi munur er ljós þegar við 7 ára aldur. Heili kynjanna nær hámarksummáli á mismunandi tíma, þannig að við 10,5 ára aldur er heili stelpna mest- ur um sig en ummál heila stráka verður mest við 14,5 ára aldur. Eftir að hámarksummáli er náð byrjar heilinn að minnka aftur og um 18 ára aldur, hjá báðum kynjum, er komið á n.k. jafnvægi. Hvergi í greininni er dregin sú ályktun að ummál heila segi til um þroska- stöðu barna og höfundar taka það skýrt fram að ekki sé hægt að draga neinar slíkar ályktanir (bls. 6). Það er því merkilegt að starfshópur borgarinnar skuli velja að vitna í rannsókn Lenroot og félaga til að styðja hugmynd sína um mismun- andi hæfni kynja eftir aldri. Vitaskuld er það þarft verk að finna leiðir til að bæta námsár- angur drengja í grunnskólum. En maður verður að spyrja sig hvort besta leiðin til að ná því marki sé að klastra saman skýrslu þar sem því er svo gott sem logið upp á stráka að þeir séu með minni heila en stelpur og hafi af þeim sökum ekki burði til að sinna sömu verkefnum og þær. Grein þeirra Lenroot og félaga má m.a. finna hér: http://www. ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/ PMC2040300/pdf/nihms27353.pdf Skýrsla starfshóps á vegum skóla- og frístundasviðs Reykja- víkurborgar: http://strakar.files.wordpress. com/2011/09/starfshc3b3pur-um- nc3a1msvanda-drengja-20111.pdf Ég skora á konur að flykkjast til yfirmanna sinna og fara fram á 10% launahækk- un. Litlir heilar og stórir Menntamál Sólveig Hlín Kristjánsdóttir sálfræðingur Tinna Ásgeirsdóttir ritstjóri Við færum þér dugnað, gáfur og gæsku Jafnrétti Eyrún Ingadóttir stjórnarmaður í VR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.