Fréttablaðið - 12.10.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.10.2011, Blaðsíða 10
12. október 2011 MIÐVIKUDAGUR10 Verð kr. 2.260.000 Verð kr. 2.260.000 fjármögnun býðst fyrir allt að 10 ára gamla bíla · Allt að 60% fjármögnun Jafnar greiðslur á samningstíma · Lánstími allt að 7 ár · Engin stimpil- eða þing- lýsingargjöld · Gull- og platinumhafar Ergo fá afslátt af lántökugjöldum og betri vaxtakjör · Ef þú kýst að skipta út bílnum á samningstímanum geturðu sameinað eldri samning og nýjan eða fengið tækjaskipti · Þú eignast bílinn að samningstíma loknum Það er hvorki umfram- né uppgreiðslugjald á þessum samningum. Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Opið virka daga frá 9-18 Laugardaga frá 12-16 Nánar á www.askja.is 1 79 Verð kr. 2.390.000Verð kr. 2.260.000 . 3.69 . Kia Sorento Ex árg. 2008, ekinn 72 þús. km 2500cc, dísel, sjálfsk. Álfelgur 3,5 tonna dráttargeta Álfelgur Vel með farinn Volkswagen Golf árg. 2007, ekinn 104 þús. km 1598cc, bensín, sjálfsk. Audi A3 árg. 2007, ekinn 40 þús. km 1595cc, bensín, beinsk. Álfelgur Vel með farinn gullmoli Kia cee’d árg. 2010, ekinn 36 þús. km 1400cc, bensín, beinsk. Álfelgur Lítið ekinn Mánaðarleg afborgun kr. 66.775 m.v. 1.107.000 kr. útborgun og lán til 48 mánaða. Mánaðarleg afborgun kr. 40.654 m.v. 537.000 kr. útborgun og lán til 36 mánaða. Mánaðarleg afborgun kr. 28.822 m.v. 678.000 kr. útborgun og lán til 72ja mánaða. Mánaðarleg afborgun kr. 54.239 m.v. 717.000 kr. útborgun og lán til 36 mánaða. BOLSHOI-LEIKHÚSIÐ OPNAÐ Bolshoi- leikhúsið í Moskvu hefur verið lokað vegna viðgerða en verður opnað í lok október. NORDICPHOTOS/AFP SVÍÞJÓÐ Íbúi í Lundi í Svíþjóð hefur verið dæmdur í átta mán- aða fangelsi og til að greiða jafngildi 700 þúsund íslenskra króna í sekt fyrir að hafa beitt eiginkonu sína ofbeldi í mörg ár. Hann reyndi jafnframt að reka úr henni illa anda. Árið 2006 afplánaði maðurinn fangelsisdóm fyrir sams konar brot. Í ágúst síðastliðnum skildu hjónin, sem höfðu verið gift í níu ár og eiga tvö lítil börn, að borði og sæng. Konan óttaðist manninn og fékk móður sína og vinkonu með sér til að ganga úr skugga um að íbúð hennar væri mannlaus. Þær töldu svo vera en þegar konan fór á snyrtinguna kom maðurinn undan sturtuhenginu og reyndi að kyrkja hana. - ibs Í fangelsi fyrir ofbeldi: Rak illa anda úr konunni FRIÐARMERKIÐ MÓTAÐ 30 börn af leik- skólanum Nóaborg heimsóttu Höfða í gær í tilefni afmælisins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SAMFÉLAGSMÁL Börn af leikskól- anum Nóaborg heimsóttu Höfða í gær. Tilefni heimsóknarinnar var að 25 ár voru liðin frá því að leið- togafundur Ronalds Reagan, for- seta Bandaríkjanna, og Mikhaíls Gorbatsjov, leiðtoga Sovét- ríkjanna, var haldinn í Höfða. Börnin á Nóaborg hafa verið að fjalla um friðarhugtakið í leikskól- anum og mynduðu þau friðarmerk- ið á hringtorginu framan við húsið. Börnin færðu Reykjavíkurborg mynd í anda friðar að gjöf. Að því loknu var sungið og fræðst stutt- lega um sögu hússins hjá Evu Ein- arsdóttur borgarfulltrúa. - sv 25 ár frá friðarfundi í Höfða: Börn mynduðu friðarmerki Kærði til Hæstaréttar Karlmaður, sem stal sprengiefni úr tveimur rammgerðum gámum í síðustu viku, var á reynslulausn. Eftir yfirheyrslu var hann færður í Héraðs- dóm Reykjavíkur sem úrskurðaði að hann skyldi hefja afplánun þegar í stað. Hann var því færður í fangelsi en um er að ræða eftirstöðvar um 300 daga refsingar. Maðurinn hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. DÓMSMÁL FRÉTTASKÝRING Hvað vilja þingmenn varðandi virkj- anir? Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkis stjórnina á þingi í gær fyrir aðgerðaleysi í virkjanamálum. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, var málshefjandi og lagði til grundvallar skýrslu um efnahagsleg áhrif af rekstri og arðsemi Landsvirkjunar til ársins 2035. Jón sagði að ef framkvæmda- stefnu fyrirtækisins væri fylgt ykist hagvöxtur um 1,5 til 2,5 pró- sent á næsta ári, auk þess sem um það bil 2.000 störf myndu skapast. Virkjanakostirnir sem áætlunin næði til ættu ekki að vera umdeild- ir, enda lentu þeir allir í nýtingar- flokki rammaáætlunar. Ekki væri spurning um hvort þeir væru virkj- aðir, heldur hvenær. Málið þoldi enga bið og þegar í stað ætti að stuðla að virkjunum. Jón sagði ljóst að annar stjórnar- flokkurinn, Vinstri græn, hefði líf ríkisstjórnarinnar í gíslingu, vegna andstöðu við virkjanir í neðrihluta Þjórsár. Kaupendur væru fyrir hendi, orkan væri fyrir hendi. Það eina sem vantaði væri kjarkur í ríkis stjórninni. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra sagði ekkert óljóst í málinu. Rammaáætlun um vernd og orku- nýtingu náttúrusvæða, sem hefði verið allt of lengi í smíðum, væri komin í ákveðið ferli. Fráleitt væri að ætla að taka virkjanakosti út úr því ferli, enda væri rammaáætlun- inni ætlað að skapa umhverfi þar sem hægt væri að lyfta sér upp yfir þær deilur sem klofið hefðu þjóðina í allt of langan tíma. Hún mundi gjörbreyta öllum forsendum til orkunýtingar til lengri tíma. Fjölmargir þingmenn kváðu sér hljóðs í umræðunni og eins og oft áður skiptust skoðanir eftir línum stjórnar og stjórnarandstöðu. Það var þó ekki algilt. Þór Saari, þing- maður Hreyfingarinnar, sagði málshefjanda vilja hunsa ramma- áætlunina og fara strax af stað. „Enn einu sinni er verið að dingla lottóvinningum framan í landsmenn á kostnað vandvirkni og umhverf- isins.“ Nauðsynlegt væri að vanda umræðuna. Guðmundur Steingrímsson, þing- maður utan flokka, sagði skýrslu Landsvirkjunar boða byltingar- kennda grundvallarhugsun, sem væri ný fyrir marga í sal Alþing- is. „Landsvirkjun ætlar sér að selja orkuna, sem hún aflar úr sameigin- legum auðlindum þjóðarinnar, háu verði.“ Eðlilegt væri að fá sem hæst verð fyrir orkuna. Stjórnarandstæðingar brigsluðu ríkisstjórninni um að standa í vegi fyrir þjóðþrifaframkvæmdum, en stjórnarþingmenn sögðu á móti að krafan um að taka nokkra virkjana- kosti út fyrir rammaáætlunina lýsti æðibunugangi. Ljóst er að umræðan í gær er forsmekkur að því sem koma skal þegar þingmenn takast á um flokka rammaáætlunar. Hún er nú í opnu umsagnarferli sem stendur til 12. nóvember. Þá mun tillagan fara fyrir Alþingi og verða unnin áfram í nefndum. Eftir stendur að þing- menn munu þurfa að taka afstöðu til virkjanakosta og verndarsvæða. Rammaáætlunin gæti því reynst ríkisstjórninni óþægur ljár í þúfu. kolbeinn@frettabladid.is Enn deila þingmenn um virkjanir og vernd Ríkisstjórnin var sökuð um að styðja ekki nægilega við uppbyggingu virkjana. Málið sagt vera í eðlilegum farvegi rammaáætlunar. Brigslað um æðibunugang og skort á hugrekki. Forsmekkur að deilum um rammaáætlun í vetur. ALÞINGI Iðnaðarráðherra sagðist efast um að nokkur ríkisstjórn hefði gert jafn mikið í að gera áætlanir um orkunotkun til framtíðar. Einni virkjanaframkvæmd væri nýlokið og þrjár komnar á framkvæmdastig. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.