Fréttablaðið - 12.10.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.10.2011, Blaðsíða 8
12. október 2011 MIÐVIKUDAGUR8 Sigurður Hjörtur Kristjánsson sérfræðingur í lyflækningum og hjartasjúkdómum opnar hinn 24. október n.k. stofu í Læknasetrinu Þönglabakka 6, 109 Reykjavík. Tímapantanir í síma 535 7700 Fimmtudagur 13.10.11 Sinfónían á Airwaves Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is Frá kr. 69.900 Fimm nátta helgarferð - allra síðustu sæti! Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á allra síðustu sætunum í fimm nátta ferð 18. október til hinnar einstöku perlu Búdapest. Búdapest er ótvírætt ein fegursta borg Evrópu og hún býður einstakt mannlíf, menningu og skemmtun auk frábærra veitinga- og skemmtistaða. Í boði er mjög takmarkaður fjöldi herbergja á einstökum kjörum, m.a. á Hotel Star Inn Centrum sem er gott og frábærlega staðsett hótel í miðborginni. Verðlagið í Búdapest er frábært svo hér er tilvalið að versla og njóta lífsins á einstaklega hagkvæman hátt. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Budapest 18. - 23. október Frá kr. 69.900 Hotel Star Inn Centrum * * * Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í 5 nætur á Hotel Star Inn *** með morgunverði. Sértilboð 18. október. Ath. verð getur hækkað án fyrirvara. DÓMSMÁL Kona á fertugsaldri hefur verið ákærð fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir stórfelldan fjár- drátt. Konunni er gefið að sök að hafa sem bókari og gjaldkeri, hjá fast- eignasölunni Hraunhamri í Hafn- arfirði, dregið sér á árunum 2007 og 2008 fjármuni og önnur verð- mæti frá félaginu, alls rúmlega sex milljónir króna. Konan tók út vörur, samtals að verðmæti 905.239 krón- ur, í 24 skipti í heimildarleysi, leysti út í nafni Hraunhamars og nýtti í eigin þágu. Meðal annars keypti hún sjónvarp, tölvu og myndavél. Þá er konunni gefið að sök að hafa greitt seljanda fasteignar, sem konan hafði sjálf fest kaup á, fyrir milligöngu Hraunhamars, þrjár milljónir króna af bankareikningi fasteignasölunnar, sem greiðslu vegna afhendingar fasteignarinnar. Konan hafði áður aðeins lagt tvær milljónir inn á reikning Hraunham- ars. Þá dró konan sér tæplega 4,5 milljónir með því að gefa út tékka af bankareikningum Hraunhamars. Þá dró hún sér ríflega 200 þúsund frá starfsmannafélagi Hraun hamars. - jss Ákærð fyrir stórfelldan fjárdrátt frá fasteignasölunni Hraunhamri: Sökuð um að stela sex milljónum Í EIGIN VASA Konan tók fjármunina til eigin nota. ÚKRAÍNA Júlía Tímosjenko, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Úkraínu, var í gær dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að hafa misnotað völd sín þegar hún var forsætisráðherra árið 2009. Dómarinn var lengi að lesa upp dóminn, en Tímosjenko beið ekki eftir að hann lyki lestrinum heldur hóf að ræða við blaðamenn í dóm- salnum áður en lestrinum var lokið. Hún líkti réttarhöldunum við sýndarréttarhöld Stalíns og sakaði Viktor Janúkovitsj forseta um að hafa samið dóminn sjálfur. Þegar Kíríjev dómari gekk úr réttarsalnum hrópaði Oleksandr Tímosjenko, eiginmaður Júlíu, að dómarinn muni sjálfur fá sams konar dóm einhvern daginn. Tímosjenko var í forystusveit appelsínugulu byltingarinnar svo- nefndu árið 2004, þegar stjórnar- andstöðunni tókst með víðtækum stuðningi almennings að hrekja bæði Leoníd Kútsjma úr embætti forseta og Janúkovitsj úr embætti forsætisráðherra. Janúkovitsj er nú orðinn forseti og Tímosjenko sakar hann um að standa að baki þessum réttarhöld- um. Catherine Ashton, utanríkismála- fulltrúi Evrópusambandsins, segir niðurstöðu dómarans valda sér miklum vonbrigðum. Réttarhöldin hafi ekki staðist alþjóðlegar kröf- ur og dómsniðurstaðan staðfesti að dómsvaldið sé notað í pólitískum til- gangi gegn stjórnarandstöðunni. Hún segir að Evrópusamband- ið muni nú endurskoða samskipti sín við Úkraínu. Evrópusambandið hefur unnið að því að taka upp nán- ara samstarf við Úkraínu. Réttarhöldin snerust um samn- ing, sem gerður var við Rússa árið 2009 um að Úkraína greiði Rússum sambærilegt verð fyrir gas og tíðk- ast í Vestur-Evrópu. Samkomulagið var gert á fundum Tímosjenko með Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, en undirritað af yfirmönnum gasfyr- irtækja landanna beggja, Gazprom í Rússlandi og Naftogaz í Úkraínu. Andstæðingum Tímosjenko þykir samningurinn óhagstæður Úkraínu og dómarinn komst að þeirri niður- stöðu að hún hefði farið út fyrir valdsvið sitt sem forsætisráðherra þegar hún gerði samninginn við Pútín. Fyrir það eigi hún skilið sjö ára fangelsi. Lögfræðingar Tímosjenko hafa ákveðið að áfrýja dómnum og Tímosjenko hefur sagst ætla að fara með hann fyrir Mannréttindadóm- stól Evrópu. gudsteinn@frettabladid.is Réttarhöldin sögð pólitísk- ar ofsóknir Júlía Tímosjenko, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, var í gær dæmd í sjö ára fangelsi að loknum réttarhöldum, sem ESB segir ekki standast alþjóðlegar kröfur. Dómari taldi hana hafa misnotað völd sín. FÓLK Tveir athafnamenn óska nú eftir því að fá lóð í Reykjavík undir stórhýsi fyrir skemmti- og fræðslugarðinn Auga Óðins. Sama verkefni var í bígerð í Hveragerði um nokkurt skeið. Þema garðsins er ásatrú. Guðbrandur Gíslason og Ólaf- ur Viðarsson óska eftir fundi með fulltrúum Reykjavíkur- borgar um það hvort hægt sé að finna starfseminni stað í borg- inni. Sjálfir vilji þeir helst vera austan Kringlumýrarbrautar. Segja þeir flatarmál hússins þurfa að vera á bilinu átta til tíu þúsund fermetrar og lofthæðina yfir 25 metrar. Byggingin verði „finnskt stálgrindarhús með frönskum segldúk“. Ráðgert sé að opna Auga Óðins vorið 2013. - gar Vilja lóð fyrir skemmtigarð: Auga Óðins í finnsku seglhúsi 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 Togstreita valdamanna Þau Júlía Tímosjenko og Viktor Jústsjenko voru í fararbroddi appelsínugulu byltingarinnar í Úkraínu árið 2004, þegar stjórnarandstaðan sakaði Leoníd Kútsjma forseta og Viktor Janúko- vitsj forsætisráðherra um kosningasvindl. Þau Tímosjenko og Jústsjenko komust til valda í kjölfarið, hún sem forsætisráðherra en hann sem forseti. Fljótlega slettist upp á vinskapinn og Jústsjenko rak Tímosjenko og ríkisstjórn hennar haustið 2005. Hún komst aftur til valda árið 2007 en 2010 bauð hún sig fram til forseta gegn fjandvini sínum Janúkovitsj, og beið lægri hlut. Stuttu síðar samþykkti þjóðþing landsins vantraust á ríkisstjórn hennar. 24. jan. - 8. sept. 21. nóv. 2002 - 7. des. 2004 28. des. 2004 - 5. jan. 2005 25. feb. - ? 19. júlí 1994 - 23. jan. 2005 23. jan. 2005 - 25. feb. 201018. des. 2007 - 4. mars 2010 Júlía Tímosjenko f. 1960 Viktor Janúkovitsj f. 1950 Leoníd Kútsjma f. 1938 Viktor Jústsjenko f. 1954 ■ Forsætisráðherra ■ Forseti

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.