Fréttablaðið - 12.10.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.10.2011, Blaðsíða 18
MARKAÐURINN12. OKTÓBER 2011 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar Skuldakreppan á evrusvæðinu mun hvorki leiða til nánara samstarfs um stjórn efnahagsmála né þess að evrusamstarfið liðist í sundur. Þetta er mat greining- ardeildar Citigroup sem hefur unnið ýtarlega skýrslu um stöðu og horfur evrusvæðisins. Matið hefur vakið nokkra athygli undanfarið en niðurstaða deildarinnar er sú að brugðist verði við kerfisvanda evrusvæðisins innan þess pólitíska ramma sem þegar sé fyrir hendi. Telur deildin þó að skipulagi evrusamstarfsins verði breytt á ýmsan hátt þannig að tryggt verði að evruríkin þurfi ekki að hlaupa undir bagga hvert með öðru í hvert sinn sem eitt eða fleiri lenda í vandræðum. Niðurstaða deildarinnar byggir fyrst og fremst á því mati að hinir valmöguleikarnir, uppbrot evr- unnar og aukin sameiginleg stjórn efnahagsmála, komi ekki til greina. Í skýrslunni segir að uppbrot evru samstarfsins yrði gríðarlega dýrt fyrir evru- ríkin og sérstaklega þau sem verst standa. Því verði eftir fremsta megni reynt að komast hjá þeirri nið- urstöðu. Þá komi frekara framsal á fullveldi evru- ríkjanna ekki til greina af pólitískum ástæðum, en mikil andstaða er gegn frekari efnahagslegum sam- runa meðal almennings á evrusvæðinu. Í skýrslu greiningardeildarinnar segir að þess í stað sé líklegt að gerðar verði breytingar á stofn- unum og regluverki evrusamstarfsins án þess að gengið sé á fullveldi aðildarríkjanna. Þannig yrðu greiðsluvandræði eins aðildarríkis leyst með samn- ingum milli ríkisins og skattgreiðenda þess annars vegar og kröfuhafa þess hins vegar. Ekki ætti hins vegar að vera þörf á stuðningi frá skattgreiðend- um annarra evruríkja. Þá yrði að sama skapi séð til þess að greiðsluvandræði kerfislega mikilvægra fjármálastofnana myndu fyrst og fremst bitna á kröfuhöfum en ekki á skattgreiðendum. Áður en til þessara breytinga kemur þarf þó að leysa yfirstandandi kreppu. Telur Citigroup að það verði tæplega gert án þess að ráðist verði í takmark- aða útgáfu evru-skuldabréfa í þeim tilgangi að lækka fjármögnunarkostnað krísuríkjanna. Þá muni Seðla- banki Evrópu áfram þurfa að beita sér til að lægja öldur á mörkuðum. Þetta sé sá kostnaður sem greiða verði fyrir þá kerfisgalla sem komið hafa í ljós í evru samstarfinu. Uppbrot evrusvæðis of dýrt fyrir evruríkin Kerfisvandi evrusvæðisins verður ekki leystur með nánara samstarfi um stjórn efnahagsmála eða með uppbroti evrusvæðisins. Þetta er niðurstaða greiningar Citigroup. SARKOZY OG MERKEL Greiningardeild Citigroup spáir því að aðgerðir stjórnmálamanna við skuldakreppunni á evrusvæðinu verði áfram máttlitlar á næstu mánuðum. Hún telur þó að að lokum verði sterkara evrusvæði niðurstaðan. B A N K A B Ó K I N Samanburður á vaxtatöflum bankanna *Miðað er við 250.000 króna innlegg og sem skemmsta bindingu. A Bundinn í tíu daga. B Bundinn í sjö daga. C Úttektargjald hjá gjaldkera 0,25% Athugið að ekki er tekið tillit til árgjalds, sem getur fylgt yfirdráttarreikningum. Hæstu Yfirdráttarvextir Yfirdráttarlán innlánsvextir eru hæstir fyrirtækja Markaðsreikningur 1,50%A 11,50% 11,45% Vaxtaþrep 2,05% 11,35% 11,35% Vaxtareikningur 1,35%B 11,30% 11,30% MP Sparnaður 9,65 til 1,95% 11,15% 11,15% PM-reikningur 11,2 til 2,05% A 11,30% 11,3% Netreikningur 1,90% C 11,45% 11,45% Sparnaðarreikningur 2,00% 10,95% Ekki í boði. Sterkar líkur eru á því að bandaríski bankinn Goldman Sachs hafi verið rekinn með tapi á þriðja fjórðungi þessa árs, en það yrði aðeins í annað skiptið frá því að fyrirtækið var sett á markað, árið 1999, sem slíkt gerist. Fyrra skiptið var við hrunið árið 2008. Greiningardeildir hafa getið sér þess til að tapið verði á bilinu 180 til 392 milljónir dala. Sérfræðingar á Wall Street segja að Goldman Sachs og aðrir fjárfestingarbankar hafi átt erfitt uppdráttar að undanförnu, en venjulegir viðskipta- bankar hafa hins vegar verið á uppleið. Hægfara efnahagsbati og skuldavandi Evrópu- landanna hefur reynst dragbítur á gengi fjárfest- ingarbanka það sem af er ári og hefur gengi hluta- bréfa í Goldman Sachs til að mynda lækkað um 43 prósent frá áramótum. Takist stjórnvöldum á næstunni að lægja öld- urnar austan megin Atlantshafs má vænta þess að hagur bankanna vænkist, jafnvel á síðasta árs- fjórðungi þessa árs, en alltént á næsta ári. Stóru bankarnir hafa þó þurft að draga saman seglin að undanförnu til að skera niður í útgjöldum og tilkynnti Bank of America nýlega að til stæði að fækka um 30.000 störf á næstu árum. Fyrstu ársfjórðungsskýrslur stóru bankanna verða birtar á morgun. en Goldman Sachs birtir sínar tölur á þriðjudag. - þj Blóðugur fjórðungur stórbanka Útlit fyrir stórtap fjárfestingarbanka á þriðja ársfjórðungi. Yrði annar tapfjórðungur Goldman Sachs frá upphafi. SLÆMAR HORFUR Fjárfestingarbankar hafa tapað stórfé síðustu mánuði. Útlit er fyrir að Goldman Sachs tilkynni tap á þriðja ársfjórðungi. FRÉTTABLAIÐ/AP Stefnt er að því að um 90 pró- sent af framleiðslu hins kunna rótgróna danska postulínsfram- leiðanda Royal Copenhagen verði utan Danmerkur. Flutningur framleiðslunnar hefur staðið síðan 2004 en nú er verið að ljúka ferlinu. Ekki er full- ljóst hversu margir starfsmenn munu missa vinnuna í Dan- mörku. Eitt þekktasta og jafn- framt dýrasta stell Royal Copenhag- en er Flora Danica. Framleiðsla þess verður áfram í Danmörku. Sömuleiðis verður öll hönnunar- og þróunarvinna fyrir- tækisins áfram þar. Saga Royal Copenhagen nær 236 ár aftur í tímann. Fyrirtæk- ið hefur í mörg ár glímt við tap- rekstur en forráðamenn þess boða að árið 2011 verði betra en árin á undan. Í fyrra nam tap Royal Copenhagen liðlega 270 milljónum íslenskra króna sem var mun s k á r r i a f - k o m a e n ár ið 20 0 9 þegar fyrir- tækið tapaði nærri þrem- ur milljörðum króna. Royal Copenhagen yfirgefur Danmörku FLORA DANICA Myndir af jurtum úr danskri flóru prýða stellið Flora Danica en það verður áfram framleitt í Danmörku. Horfur í efnahagslífi Bretlands eru ekki sem bjartastar að mati viðskiptaráðs þar í landi og margt sem bendir til þess að stöðnun- artímabil sé fram undan. Þetta kemur fram á vef BBC. Þar segir að neikvæður vöxtur hafi verið á þriðja ársfjórðungi og nú sé ekki að vænta nema 1,1 pró- sents hagvaxtar á árinu. Margt liggur þar að baki, til að mynda minnkaði neysla innan- lands sem og útflutningur og fjár- festing í iðnaði hefur dalað. Viðskiptaráðið segir enn hægt að koma í veg fyrir samdráttar- skeið en þá þurfi stjórnvöld að taka erfiðar ákvarðanir varðandi útgjöld. - þj Stöðnun í kortunum Sala á rafbókum hefur aukist verulega í vefversl- un Eymundsson síðustu vikur. 1. nóvember næst- komandi lækkar virðisaukaskattur á rafbókum úr 25 prósentum í 7 prósent en verslunin hefur þegar skilað verðlækkuninni í verðlag sitt. Rekur verslun- in söluaukninguna til lægra verðs. Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Ey- mundsson, segir aukningu síðustu vikna þó sennilega bara byrjunina. Sé reynsla annarra landa skoðuð komi í ljós að sala rafbóka aukist mikið eftir því sem fleiri heimili komi sér upp raftækjum sem auðveldi lestur slíkra bóka. Ingibjörg segir að von sé á fyrstu íslensku titlunum í vefverslunina nú fyrir jólin. Um árabil hefur verið lagður 25 prósenta virðis- aukaskattur á rafbækur en einungis 7 prósenta skatt- ur á venjulegur bækur. - mþl Sala rafbóka eykst á Íslandi IPAD Aukin útbreiðsla raftækja á borð við iPad frá Apple og Kindle frá Amazon er líkleg til að valda auknum vinsældum rafbóka. Eymundsson hefur brátt sölu á íslenskum bókum í rafrænu formi. MARKAÐURINN/AP DIMMAR HORFUR Í Bretlandi hefur rneysla minnkað og útflutningur og fjárfesting í iðnaði dalað. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.