Fréttablaðið - 12.10.2011, Blaðsíða 34
12. október 2011 MIÐVIKUDAGUR
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
tengdasonur, afi og langafi,
Arnfinnur Ingvar
Sigurðsson
Flétturima 38, Reykjavík,
lést laugardaginn 8. október. Útförin fer fram frá
Grafarvogskirkju föstudaginn 14. október kl. 15.00.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landspítalans
á deild11G og líknardeild Landakotsspítala fyrir
kærleiksríka umönnun.
Sjöfn Arnfinnsdóttir
Snorri Arnfinnsson Ósk Gunnarsdóttir
Skúli Arnfinnsson Sólrún Ingimundardóttir
María Kristjánsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Björn Andrés Eiðsson
húsasmíðameistari, Sléttuvegi 15,
lést á Hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 7. október.
Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn
14. október kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er
bent á Minningarsjóð Eirar.
Sigurrós Gísladóttir
Svava Björnsdóttir Sigurbjörn Björnsson
Eiður Björnsson María M. Guðmundsdóttir
Gísli Björnsson Anna D. Tryggvadóttir
Anna Björnsdóttir Róbert B. Agnarsson
Sigurrós Birna Björnsdóttir Guðmundur Kr. Hallgrímsson
afabörn og langafabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Hanna Vigdís
Sigurðardóttir
frá Oddsstöðum í Lundarreykjadal,
andaðist föstudaginn 7. október á Dvalarheimili
aldraðra í Borgarnesi. Útförin fer fram frá
Lundarkirkju laugardaginn 15. október kl. 12.00.
Ragnar Sveinn Olgeirsson
Sigurður Oddur Ragnarsson Guðbjörg Ólafsdóttir
Olgeir Helgi Ragnarsson Theodóra Þorsteinsdóttir
og ömmubörn.
Ástkær eiginmaður minn og besti vinur,
faðir okkar, sonur, bróðir,
mágur og tengdasonur,
Þorbergur Auðunn
Viðarsson
Kristnibraut 35, Reykjavík,
lést aðfaranótt þriðjudagsins 4. október í faðmi ástvina
sinna á líknardeild Landspítalans í Kópavogi.
Útför fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn
13. október kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Auður Magnúsdóttir
Óttar Ingi Þorbergsson
Elísabet Huld Þorbergsdóttir
Laufey Eva Stefánsdóttir
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Helga Sigríður
Ólafsdóttir
áður Flókagötu 16a og Hjallabraut 33,
lést 29. september á Hjúkrunarheimilinu Eir.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Starfsfólki á deild 2 suður á Eir sem og starfsfólki
heimahjúkrunarinnar á Sólvangi
er þökkuð öll aðstoð og aðhlynning.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jón Ólafur Sigurðsson Ragnheiður Þórðardóttir
Guðný Sjöfn Sigurðardóttir
Þórarinn Sigurðsson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Bryndís Sveinsdóttir
Sunnuvegi 9, Selfossi,
lést mánudaginn 10. október. Útförin fer fram frá
Selfosskirkju laugardaginn 15. október kl. 11.00.
Ingvar Jónsson Þórdís Kristjánsdóttir
Þórir Jónsson
Pálmi Jónsson Guðrún Elíasdóttir
Guðmundur Jónsson Áslaug Pálsdóttir
Haukur Jónsson Aldís Anna Nielsen
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri
Þorsteinn Steingrímsson
Eyjabakka 14, Reykjavík,
sem lést á heimili sínu miðvikudaginn 6. október, verð-
ur jarðsunginn frá Bústaðakirkju, fimmtudaginn
13. október kl. 13.00.
Kristrún Ellertsdóttir
Kolbrún Þorsteinsdóttir Matthías Loftsson
Þorsteinn Rúnar Kjartansson Arna Huld Sigurðardóttir
Lilja Björg Kjartansdóttir Erlendur Ingi Jónsson
og barnabarnabörn.
Faðir okkar,
Erlingur E. Halldórsson
rithöfundur,
er látinn.
Kristján Erlingsson
Vigdís Erlingsdóttir
Ástkær faðir okkar, tengafaðir,
afi og kær vinur,
Adolf L. Steinsson
Jaðarsbraut 25, Akranesi,
andaðist á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi
föstudaginn 7. október sl. Útförin fer fram frá
Háteigskirkju þriðjudaginn 18. október og hefst
athöfnin kl. 15.00.
Ólafur Adolfsson Steinar Adolfsson
Svandís Erla Ólafsdóttir Hafrún Jóhannesdóttir
Arnar Steinn Ólafsson Alexandra Berg
Stefanía Berg
Arna Berg
Hansína Jóna Traustadóttir
timamot@frettabladid.is
HUGH JACKMAN LEIKARI er 43 ára.
„Að leika á Broadway er nútímaútgáfa þess
að vera munkur.“
43
„Þetta er mikill heiður og mjög gaman,“ segir Steinunn
Sigurðardóttir fatahönnuður sem á laugardag hlaut ný
verðlaun Fatahönnunarfélags Íslands, Indriðaverðlaunin.
Verðlaunin sem eru kennd við klæðskerann Indriða Guð-
mundsson heitinn, sem þekktur var fyrst og fremst fyrir
gæði og fagmennsku, verða veitt annað hvert ár framvegis
og í ár hlaut Steinunn þau sem sá fatahönnuður sem þykir
hafa skarað fram úr á árunum 2009-2011.
Steinunn segir heiðurinn tvíþættan. „Í fyrsta lagi þá
eru það meðlimir Fatahönnunarfélagsins sem tilnefna til
verðlaunanna og það er mikill heiður að fá viðurkenningu
úr þeim geira. Í öðru lagi þá er það náttúrulega það sem
Indriði stóð fyrir sem var fagmennska og gæði,“ segir
Steinunn. „Indriði var einn af frumkvöðlunum hér í karl-
mannafatnaði og vann með einstaklega flottri verksmiðju
á Ítalíu sem leggur ofuráherslu á gæði. Hjá þeim skiptir
hálfur millimetri máli í sníðamennskunni.“
Steinunn segir skemmtilegt að segja frá því að þegar
verið var að vinna að stefnumótun fyrir fatahönnuði í
kringum árið 2000 hafi Indriði komið fram með þá hug-
mynd að veita verðlaun fyrir fatahönnun. „Ég vil þakka
Fatahönnunarfélaginu fyrir það að hafa hrint þeirri hug-
mynd hans í framkvæmd. Ég þekkti Indriða og það var til-
finningaþrungið augnablik þegar ég tók við verðlaununum
á laugardaginn.“
Steinunn tekur þátt í Norræna fatahönnunartvíæringnum
í Seattle sem hófst 30. september og er mjög hrifin af þeirri
framkvæmd. „Þarna er tíska tvinnuð saman við myndlist
sem mér finnst mjög áhugavert. Allt safnið var opnað fyrir
tískunni þannig að þetta varð eins og innsetning sem var
alveg frábært að horfa á. Þetta var mjög gott framtak sem
opnaði augu Bandaríkjamanna fyrir hönnun frá Íslandi,
Færeyjum og Grænlandi og sérstaklega gaman að þessi
sýning skuli vera í gangi á tíu ára afmæli Fatahönnunar-
félagsins. Hún sýnir hvað fatahönnun hér er komin langt
á skömmum tíma. Hún er búin að slíta barnsskónum og
komin á fullt skrið og hér eru mjög margir fatahönnuðir að
gera frábæra hluti. Og Reykjavík Runway og allt þetta sem
búið er að vera í gangi á þessu ári sannar það hversu mikil
gróska er í fatahönnuninni hér.“
Steinunn segist ekki í vafa um að Indriðaverðlaunin
verði fatahönnuðum hvatning til enn frekari afreka. „Ég
get alveg séð þessi verðlaun verða stór og mikil eftir nokk-
ur ár þegar nýliði ársins kemur fram, aukahlutir verða
viðurkenndir, blaðagreinar og svo framvegis. Fatahönn-
unarfélagið er komið það langt að það er kominn tími til að
breikka viðmiðin.“ fridrikab@frettabladid.is
STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR FATAHÖNNUÐUR: FÉKK INDRIÐAVERÐLAUNIN
Tvíþættur heiður og gleði
HANDHAFI INDRIÐAVERÐLAUNANNA „Það var tilfinningaþrungið
augnablik þegar ég tók við verðlaununum á laugardaginn,“ segir
Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA