Fréttablaðið - 12.10.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 12.10.2011, Blaðsíða 42
12. október 2011 MIÐVIKUDAGUR26 sport@frettabladid.is SPENNAN MAGNAST M ed ia G ro up e hf | H SÍ | 11 0 1 20 11 Haukar - Akureyri Ásvellir | Kl. 18.30 Fim. 13. okt. | N1-deild karla HK - FH Digranes | Kl. 19.30 Fim. 13. okt. | N1-deild karla Valur - Fram Vodafone-höllin | Kl. 19.30 Fim. 13. okt. | N1-deild karla Grótta - Afturelding Seltjarnarnes | Kl. 15.45 Sun. 16. okt. | N1-deild karla FH - Fram Kaplakriki | Kl. 18.30 Mið. 12. okt. | N1-deild kvenna Grótta - Valur Seltjarnarnes | Kl. 19.30 Mið. 12. okt. | N1-deild kvenna Stjarnan - HK Mýrin | Kl. 18.00 Fös. 14. okt. | N1-deild kvenna Fram-Haukar Framhús | Kl. 20.00 Fös. 14. okt. | N1-deild kvenna N1-deild karla N1-deild kvenna HELGI MÁR MAGNÚSSON , leikmaður sænska liðsins 08 Stockholm, fagnaði sigri á móti Íslendingunum í Sundsvall í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Helgi Már var með 16 stig og 7 fráköst í 75-74 sigri . Jakob Örn Sigurðarson skoraði 22 stig fyrir Sundsvall, Pavel Ermolinskji var með 11 stig og Hlynur Bæringsson bætti við 8 stigum og 11 fráköstum. Brynjar Þór Björnsson skoraði 5 stig í 986-84 sigri Jämtland á LF Basket og Logi Gunnarsson var með 11 stig í 84-71 tapi Solna á móti Södertälje. KÖRFUBOLTI KR og Keflavík munu verja Íslandsmeistaratitlana sína samkvæmt árlegri spá forráða- manna, fyrirliða og þjálfara lið- anna í Iceland Express-deildun- um og skipti það engu þótt bæði lið hefðu tapað í Meistarakeppn- inni á sunnudaginn. Njarðvík er spáð falli úr Ice- land Express-deild karla ásamt nýliðum Vals en hjá konunum er Fjölni spáð falli. Hér fyrir neðan má sjá hvar liðin enda samkvæmt spám. - óój Iceland Express karla: 1. KR 395 2. Grindavík 374 3. Stjarnan 373 4. Snæfell 328 5. Keflavík 293 6. ÍR 244 7. Þór Þ. 169 8. Haukar 149 9. Fjölnir 145 10. Tindastóll 136 11. Njarðvík 134 12. Valur 71 Iceland Express kvenna: 1. Keflavík 166 2. KR 163 3. Haukar 135 3. Valur 135 5. Snæfell 90 6. UMFN 84 7. Hamar 54 8. Fjölnir 37 Spáin fyrir körfuboltaveturinn: KR og Keflavík verja titlana ÁFRAM FAGNAÐ Í VESTURBÆ KR varð Íslandsmeistari í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Zoran Daníel Ljubicic var kynntur sem næsti þjálfari Kefla- víkur á blaðamannafundi í gær. Zoran, sem er 47 ára gamall og fyrrverandi leikmaður félagsins, hefur þjálfað yngri flokka Kefla- víkur síðustu ár og gerði 2. flokk félagsins að bikarmeisturum í sumar. „Það eru spennandi strákar í þessu liði og marga þeirra er ég búinn að vera að vinna með síðan í fjórða flokki. Ég er mjög ánægð- ur með að fá þetta tækifæri,“ sagði Zoran Daníel Ljubicic í gær. „Við ætlum að skoða betur leikstílinn og ég er á því að við getum gert betur en síðasta sumar. Ég vona að ég geti lagt meiri áherslu á sóknarboltann en það mun bara koma í ljós,“ sagði Zoran Daníel sem leggur áherslu á að hann ætli að byggja upp nýtt og ætli að fara rólega í markmiðssetningu. Hann er hins vegar bjartsýnn á að halda öllum leikmönnum hjá félaginu. - óój Zoran Daníel Ljubicic var í gær ráðinn þjálfari Keflavíkur í Pepsi-deild karla: Með marga strákana síðan í 4. flokki ZORAN DANÍEL LJUBIC. FÓTBOLTI Rússar, Danir, Grikkir, Frakkar og Svíar tryggðu sér sæti í úrslitakeppni EM í gærkvöldi á lokakvöldi undankeppni EM 2012 sem fram fer í Póllandi og Úkraínu næsta sumar. Frændur okkar Danir og Norðmenn unnu frábæra sigra og þá tryggðu bæði Grikkir og Frakkar sér sætið með dramatískum hætti. Rússland, Grikkland, Danmörk og Frakkland tryggðu sér sigur í sínum riðlum og bætast þar með í hóp með Þýskalandi, Ítalíu, Spáni, Hollandi og Englandi sem voru búin að vinna sína riðla fyrir leiki gær kvöldsins. Svíar komust einnig á EM sem sú þjóð sem var með bestan árangur af þeim sem enduðu í 2. sæti í sínum riðli. Danir unnu 2-1 sigur á Portúgal á Parken. Danir voru ekki í alltof góðri stöðu fyrir haustleikina en unnu bæði Norðmenn og Portúgal með sannfærandi hætti á Parken sem vóg þungt. Michael Krohn-Dehli og Nicklas Bendtner komu Dönum í 2-0 á móti slöku portúgölsku liði í gær en Cristiano Ronaldo minnkaði muninn með frábæru marki beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma. Danir litu ekki vel út í naumum sigri á Íslandi fyrir ári síðan en þeir fóru í gang á lokasprettinum og tryggðu sér sigur í riðlinum með því að vinna fjóra síðustu leiki sína. Portúgalir héldu 2. sætinu á markatölu en Norðmenn náðu þeim með 3-1 sigri á Kýpur í gær. Svíar unnu glæsilegan 3-2 sigur á Hollendingum sem voru búnir að vinna alla níu leiki sína í undankeppninni. Hollendingar voru búnir að tryggja sér sigur í riðlinum enn hefðu Svíar ekki unnið þá var sætið Portúgala. Kim Källström kom Svíum í 1-0 en Klaas-Jan Huntelaar Dirk Kuyt komu Hollandi í 2-1. Svíar svöruðu þá með tveimur mörkum á tveimur mínútum. Það fyrra skoraði Sebastian Larsson á 52. mínútu og það síðara skoraði Ola Toivonen mínútu síðar. Samir Nasri tryggði Frökkum sæti á EM þegar hann tryggði sínum mönnum 1-1 jafntefli á móti Bosníu með marki úr víti tólf mínútum fyrir leikslok. Liðsfélagi hans hjá Manchester City, Edin Dzeko, hafði komið Bosníu í 1-0 á 40. mínútu en þau úrslit hefðu komið Bosníumönnum á EM. A ngelos Char isteas , sá sami og tryggði Grikkjum Evrópumeistaratitilinn 2004, skoraði sigurmark Grikkja í Georgíu. Georgíumenn voru 1-0 yfir þegar 78 mínútur voru liðnar af leiknum en Grikkir skoruðu tvö mörk á síðustu ellefu mínútunum og tryggði sér efsta sætið á kostnað Króata. ooj@frettabladid.is Danir og Svíar inn á EM Fimm þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitakeppni EM í fótbolta á lokakvöldi riðlakeppninnar í gær og þar á meðal voru tvær Norðurlandaþjóðir. Danir unnu 2-1 sigur á Portúgal á Parken og Svíar skelltu Hollendingum í Solna. FRÁBÆRIR Á LOKAKAFLANUM Danir tryggðu sér sigur í okkar riðli í gær. MYND/AFP Undankeppni EM 2012 A-RIÐILL Kasakstan - Austurrík 0-0 Þýskaland - Belgía 3-1 1-0 Mesut Özil (30.), 2-0 Andre Schürrle (33.), 3-0 Mario Gomez (48.), 3-1 Fellaini (86.) Tyrkland - Aserbaídsjan 1-0 Lokastaðan: Þýskaland 30, Tyrkland 17, Belgía 15, Austurríki 12, Aserbaídsjan 7, Kasakstan 4. B-RIÐILL Irland-Armenía 2-1 1-0 Sjálfsmark (43.), 2-0 Richard Dunne (60.), 2-1 Henrik Mkhitaryan (62.) Rússland - Andorra 6-0 1-0 Alan Dzagoev (5.), 2-0 Andrei Arshavin (26.), 3-0 Roman Pavlyuchenko (30.), 4-0 Alan Dzagoev (44.), 5-0 Denis Glushakov (59.), 6-0 Diniyar Bilyaletdinov (78.) Makedónía-Slóvakía 1-1 Lokastaðan: Rússland 23, Írland 21, Armenía 17, Slóvakía 15, Makedónía 8, Andorra 0. C-RIÐILL Ítalía-Norður Írland 3-0 1-0 Antonio Cassano (21.), 2-0 Antonio Cassano (53.), 3-0 Sjálfsmark (74.) Slóvenía - Serbía 1-0 Lokastaðan: Ítalía 26, Eistland 16, Serbía 15, Slóvenía 14, Norður-Írland 9, Færeyjar 4. D-RIÐILL Albanía - Rúmenía 1-1 Frakkland - Bosnía 1-1 0-1 Edin Dzeko (40.), 1-1 Samir Nasri (78.) Lokastaðan: Frakkland, Bosnía, Rúmenía 14, Hvíta-Rússland 13, Albanía 9, Lúxemborg. E-RIÐILL Moldóva - San Marínó 4-0 Ungverjaland - Finnland 0-0 Svíþjóð - Holland 3-2 1-0 Kim Källström (14.), 1-1 Klaas-Jan Huntelaar (23.), 1-2 Dirk Kuyt (50.), 2-2 Sebastian Larsson (52.), 3-2 Ola Toivonen (53.). Lokastaðan: Holland 27, Svíþjóð 24, Ungverjal. 19, Finnland 10, Moldóva 9, San Marínó 0. F-RIÐILL Malta - Ísrael 0-2 Georgía - Grikkland 1-2 Króatía - Lettland 2-0 Lokastaðan: Grikkland 24, Króatía 22, Ísrael 16, Lettland 11, Georgía 10, Malta 1. G-RIÐILL Búlgaría - Wales 0-1 0-1 Gareth Bale (45.) Sviss - Svartfjallaland 2-0 Lokastaðan: England 18, Svartfjallaland 12, Sviss 11, Wales 9, Búlgaría 5. H-RIÐILL Danmörk - Portúgal 2-1 1-0 Michael Krohn-Dehli (13.), 2-0 Nicklas Bendtner (63.), 2-1 Cristiano Ronaldo (90.+2) Noregur - Kýpur 3-1 1-0 Morten Gamst Pedersen (26.), 2-0 John Carew (34.), 2-1 Okkas (41.), 3-1 Tom Høgli (65.) Lokastaðan: Danmörk 19, Portúgal 16, Noregur 16, Ísland 4, Kýpur 2. I-RIÐILL Spánn - Skotland 3-1 1-0 David Silva (6.), 2-0 David Silva (44.), 3-0 David Villa (54.), 3-1 David Goodwillie (66.) Litháen - Tékkland 1-4 Lokastaðan: Spánn 24, Tékkland 13, Skotland 11, Litháen 5, Liechtenstein 4. ÚRSLIT Í GÆR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.