Fréttablaðið - 12.10.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.10.2011, Blaðsíða 6
12. október 2011 MIÐVIKUDAGUR6 ReykjavíkurvegiHoltagörðumBorgartúni Sími 414 9900 www.tekkland.is 15% afsláttur til N1 korthafa Mundu að framvísa N1 kortinu til að tryggja þér afsláttinn. Elsa Bára Traustadóttir sálfræðingur heldur námskeið í reiðistjórnun í húsi Kvíðameðferðarstöðvarinnar (KMS), Skútuvogi 1a. Námskeiðið er ætlað körlum og konum Reiði og neikvæð viðbrögð við reiði og lífsgæði fólks verulega. Nánari upplýsingar og skráning í síma 662-8318 eða með tölvupósti þar sem fram kemur nafn, kennitala og símanúmer á póstfangið: elsabt@simnet.is Námskeiðið hefst 17. október og lýkur 17. nóv Faxafeni 14 www.heilsuborg.is Viltu léttast og láta þér líða betur? Nýtt námskeið hefst 24. okt. Heilsulausn 3- Hentar einstaklingum sem glíma við offitu, ofþyngd, hjartasjúkdóma og /eða sykursýki. 12 mánaða námskeið að léttara lífi. Grunnnámskeið 2 mán. og framhaldsnámskeið 10 mán. Verð 14.900 kr. á mánuði í ár Að námskeiðinu standa læknar, íþróttafræðingar, hjúkrunarfræðingar, markþjálfi, sjúkraþjálfari og næringarfræðingur. Skráning á mottaka@heilsuborg.is eða í síma 560 1010. DÓMSMÁL Tæplega fertugur karl- maður, Redouane Naoui, neitaði sök við fyrirtöku máls í Héraðs- dómi Reykjavíkur í vikunni, þar sem hann er sakaður um mann- dráp. Naoui bar við minnisleysi um þá atburði sem áttu sér stað í júlí á veitingastaðnum Monte Carlo í Reykjavík, þar sem maður var stunginn með hnífi og lést síðan af völdum áverkanna. Redouane Naoui er gefið að sök að hafa að kvöldi fimmtu- dagsins 14. júlí 2011, á veitinga- staðnum Monte Carlo á Laugavegi 34 í Reykjavík, veist að íslensk- um manni með hnífi og stungið hann í hálsinn vinstra megin með þeim afleiðingum að slagæð fór í sundur. Árásarmaðurinn, sem hefur verið búsettur hér á landi í átta ár, var handtekinn á veitingastaðn- um eftir atlöguna. Maðurinn sem fyrir árásinni varð var fluttur á Landspítalann. Hann lést 26. júlí 2011 af völdum áverkanna. Aðstandendur hins látna krefj- ast þess að Naoui verði dæmdur til greiðslu bóta samtals að fjár- hæð ríflega fimm milljónir króna. - jss Ákærður fyrir að hafa valdið dauða annars manns, en ber við minnisleysi: Neitaði sök í manndrápsmáli DÓMSMÁL Karlmaður um fertugt hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að bíta lögreglumann. Manninum er gefið að sök að hafa í mars síðastliðnum ráðist með ofbeldi á viðkomandi lög- reglumann á lögreglustöðinni í Reykjanesbæ og bitið hann í þumalfingur hægri handar. Afleiðingarnar urðu þær að lögreglumaðurinn hlaut tveggja sentimetra skurð yfir fingurinn og annað bitsár rétt við naglrót hægri þumalfingurs. - jss Beitti tönnum á lögreglustöð: Beit í hönd á lögreglumanni REDOUANE NAOUI Fyrirtaka í máli gegn honum fór fram í héraðsdómi í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Alþingiskonan Siv Frið- leifsdóttir hefur beðið lögreglu að fara yfir öryggismál hennar vegna tölvupósts frá Þorsteini Húnboga- syni, fyrrverandi sambýlismanni hennar, sem hún telur að innihaldi hótanir. Þetta kom fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þar sem fram fór aðalmeðferð í máli ákæruvalds- ins gegn Þorsteini. Þorsteinn er ákærður fyrir brot á fjarskiptalög- um með því að hafa komið fyrir eft- irfararbúnaði í bíl sem hún hafði til umráða. Hann gat með því nálgast nákvæmar upplýsingar um ferðir hennar á lokuðu vefsvæði. Talsverður munur var á frásögn- um Þorsteins og Sivjar fyrir dómn- um. Saga Þorsteins er eitthvað á þessa leið: Hann hafi rætt það við Siv snemma árs 2010 að þau þyrftu að koma ökurita fyrir í bíl sínum því sonur þeirra væri að fara að nota hann í æfingaakstri og að loknu bílprófi. Um haustið, eftir að þau slitu sambúð, hafi hann síðan látið verða af því, farið með annan bíl þeirra á verkstæði og látið koma ökurita fyrir. Sé ökuriti í bíl þarf að auð- kenna hann með límmiða í hliðar- glugga bílstjóra og segist Þorsteinn hafa beðið um annan slíkan, enda kynni hann að vilja færa ökuritann í hinn bíl þeirra – þann sem Siv not- aði hvað mest. Það segist hann svo hafa gert, ekki til að njósna um Siv, heldur af því að sonur hans mundi líklega nota þann bíl meira. Hann hafi límt miðann sem hann fékk á verkstæð- inu í afturrúðuna. Þorsteinn segist alls ekki hafa verið kominn upp á lagið með að nota vefsvæðið sem fylgdi ökurit- anum þegar Siv kærði hann. Hann hafi því einfaldlega ekki kunnað að fylgjast með ferðum fólks með aðstoð hans. „Ef þessi kæra er lesin er hún bara hreinn og klár sóða- skapur,“ sagði Þorsteinn um kæru Sivjar. „Það er haugalygi,“ sagði Siv um þá fullyrðingu Þorsteins að þau hefðu rætt það fyrr á árinu að koma fyrir ökurita í bílnum. Að hennar sögn fór hún að verða vör við það skömmu eftir að hún sleit sambúðinni við Þorstein í fyrrahaust að hann virtist vita mikið um það hvar hún héldi sig dags daglega og birtist jafnvel á stöðunum eins og fyrir tilviljun. „Ég hélt fyrst að hann væri með manneskju að elta mig,“ sagði Siv. Hún hafi orðið mjög vör um sig og kvaðst hafa vitað til þess að Þor- steinn hefði beðið fólk að fylgjast með henni. Eftir því sem tilvikunum fjölgaði sagðist Siv hafa áttað sig á því að tæpast gæti verið um tilviljun að ræða. Hún hafi því að endingu farið með bílinn á verkstæði og beðið um að leitað yrði að njósnabúnaði í honum. Þar hafi þau svör fengist að engin ytri ummerki væru um slík- an búnað, til dæmis enginn límmiði í glugga. Við ítarleit hafi ökuritinn þó fundist. „Ég vildi helst ekki trúa þessu en það bara hlaut að vera. Mér mis- býður bara svona,“ sagði Siv. Að baki njósnunum byggi „einbeittur vilji til að reyna að knésetja“ hana. Siv sagðist halda að límmið- inn sem lögregla fann í afturrúðu bílsins hefði ekki verið þar fyrr en málið komst upp. Þá hefði Þor- steinn stolið gömlum límmiða af öðrum bíl og komið honum fyrir á sínum „til að þykjast hafa merkt bílinn“. Þessi kenning fékk nokkra stoð í framburði vitna. Þannig könnuðust starfsmenn fyrirtækisins þar sem Þorsteinn keypti ökuritann ekki við að hann hefði fengið aukalímmiða, auk þess sem miðinn sem fannst í glugganum var af gerð sem ekki hefur verið notuð í fimm ár. Þá bar lögregluþjónn að miðinn hefði verið snjáður, líkt og hann hefði verið notaður áður. Siv bar fleiri sakir á Þorstein í dómsalnum í gær, sem ekki koma málinu beint við. Málið sem nú væri fyrir dómi væri aðeins topp- urinn á ísjakanum. Hún sagði hann hafa sent sér „ógeðsleg sms“, hefði brotist inn í upplýsingar um sím- notkun hennar og sent þær út í bæ til greiningar og hótað henni í tölvupósti. „Ég varð mjög hrædd og vildi að lögregla færi yfir það hvort ég þyrfti að gera ráðstafan- ir,“ sagði Siv. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, sem flutti málið af hálfu ákæruvaldsins, sagði að Þorsteinn hefði með athæfi sínu brotið gróflega gegn friðhelgi einkalífs Sivjar og fór fram á að hann yrði dæmdur í tveggja mán- aða skilorðsbundið fangelsi. Brynjólfur Eyvindsson, lögmað- ur Þorsteins, sagði á móti að meint afbrot Þorsteins væru með öllu ósönnuð. Það eina sem lægi fyrir væri að hann hefði komið ökurita fyrir í bíl sem skráður hefði verið á son þeirra en hefði í raun verið eign Þorsteins. Honum hafi verið fyllilega heimilt að gera það, enda hafi Siv notað bílinn í heimildar- leysi eftir sambúðarslitin. Þá sagði Brynjólfur að engar sannanir væru fyrir því að Þor- steinn hefði nokkurn tímann notað kerfið sem fylgdi ökuritanum til að grafast fyrir um ferðir Sivj- ar. Meðal gagna í málinu er þó útprentaður listi sem Siv fann á heimili Þorsteins yfir staði sem hún hafði verið á tiltekinn dag. stigur@frettabladid.is Siv bað lögregluna að kanna öryggismál sín Siv Friðleifsdóttir segist hafa óttast um öryggi sitt vegna hegðunar fyrrverandi sambýlismanns síns, Þorsteins Húnbogasonar. Saksóknari fór í gær fram á að Þorsteinn yrði dæmdur á tveggja mánaða skilorð fyrir að njósna um Siv. Í HÉRAÐSDÓMI Í GÆR Gærdagurinn hjá Siv Friðleifsdóttur hófst með því að hurð í bílageymslu Alþingis skelltist á hönd hennar svo hún þríbrotnaði. Hún mætti síðan eftir hádegi í héraðsdóm og bar vitni í máli gegn fyrrverandi sambýlismanni sínum. Á myndinni til vinstri má sjá Þorstein ásamt lögmanni sínum, Brynjólfi Eyvindssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ég varð mjög hrædd og vildi að lögregla færi yfir það hvort ég þyrfti að gera ráðstafanir. SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR ALÞINGISMAÐUR Telur þú að Karl Sigurbjörnsson biskup eigi að segja af sér? JÁ 76,3% NEI 23,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Styður þú framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng? Segðu þína skoðun á Vísi.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.