Fréttablaðið - 12.10.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.10.2011, Blaðsíða 12
12 12. október 2011 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Á undanförnum tveimur árum hefur orðið 140 milljarða viðsnúningur í rekstri ríkisins og ef ekki væri fyrir vaxtakostnað væri ríkissjóður rekinn með 40 milljarða hagnaði á næsta ári. 57% af þessu aðhaldi hafa átt sér í stað í gegnum útgjöldin – 43% í gegnum tekjurnar. Engu að síður hefur ríkisstjórnin aukið útgjöld til velferðar- mála, samanborið við fyrri ríkisstjórnir. Þá hafa skattar aldrei náð því að vera jafn stór hluti af landsframleiðslu í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og þeir voru í tíð ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðis- flokks. Það þýðir að í tíð íhaldsins tók ríkið á „góðæristímum“ stærri hluta af veltu þjóðfélagsins í skatta en ríkið gerir í dag. Það hefur líka gleymst að síðan ríkis- stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við hefur tekjuskattur lækkað hjá 60-70% einstak- linga. Þannig höfum við reynt að létta undir með þeim sem lægstu tekjurnar hafa. Alls greiða 85 þúsund manns að lægra hlutfall af tekjum sínum í skatt árið 2010 en árið 2008. Á fyrri helmingi þessa árs mældist hag- vöxtur á Íslandi 2,5% sem er meiri hag- vöxtur en hjá helmingi ríkja með þróað hagkerfi (innan OECD). Hrunið sópaði burt 13-14 þúsund störfum en nú hefur orðið viðsnúningur á vinnumarkaði. Síðustu tvö árin hefur störfum fjölgað um 3.600 eða nokkuð umfram fjölgun starfandi fólks. Þá hefur atvinnuleysi ekki verið minna síðan í ársbyrjun 2009 og er mjög lágt í alþjóðleg- um samanburði. Björgunaraðgerðum hrunsins er smátt og smátt að ljúka. Undanfarin ár hafa reynst okkur erfið og mörg okkar munu glíma við eftirköst hrunsins til einhverrar framtíðar. En við erum búin með það versta og smátt og smátt er hagkerfið að taka við sér. Margir ráðandi aðilar virðast uppteknir við að draga máttinn úr þjóðinni með nei- kvæðu tali. Látum af slíku enda erum við sjálfum okkur verst með bölmóði. Fjöl- margt er að færast til betri vegar og ef við tökumst á við óleyst verkefni með jákvæðni að vopni, mun okkur farnast betur. HALLDÓR Undanfarin ár hafa reynst okkur erfið og mörg okkar munu glíma við eftirköst hrunsins til einhverrar framtíðar. Árangur hefur náðst Efnahagsmál Magnús Orri Schram alþingismaður K ristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, skrif- aði góða grein hér í blaðið í gær um þá sjálfsblekkingu, sem alltof margir virðast enn lifa í, að „hægt sé að strika út efnahagsáhrif hrunsins og hverfa aftur til lífskjara ársins 2007“. Kristinn bendir á að lífskjör og kaupmáttur ársins 2007 hafi byggzt á alltof hátt skráðu gengi, viðskiptahalla og lántökum, með öðrum orðum verið blekking. „Pólitísk umræða er föst í 2007 og öll orkan fer í kröfur til stjórnvalda um að færa skuldurum aftur gærdaginn. Hagsmunasamtök heimilanna stjórna umræðunni og ístöðulitlir stjórnmálamenn keppast um að lofa því að strika út hrunið og færa kjósendum aftur 2007-lífið,“ skrifar Kristinn. „En það er alltaf einhver sem borgar.“ Hér skrifar maður sem nýtur reynslu og yfirsýnar stjórnmála- mannsins, en þarf ekki framar að sækjast eftir endurkjöri og getur fyrir vikið sagt hlutina eins og þeir eru. Stjórnmálamenn sem eru enn í bransanum eru ekki eins duglegir að segja okkur þá umbúðalaust. Umræðan um ríkisfjármálin ber þess oft merki. Of sjaldan horf- ist fólk í augu við hina einföldu staðreynd að við höfum ekki efni á þeim ríkisrekstri, sem á góðæristímanum var þaninn út yfir mörk hins forsvaranlega. Þótt enn sé hvorki búið að ná ríkisútgjöldunum niður í það sem þau voru í byrjun aldarinnar né fjölda ríkisstarfs- manna tala margir eins og verið sé að færa þjónustu ríkisins aftur um áratugi þegar reynt er að laga útgjöldin að tekjunum. Þegar Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra sagði í ágúst síðastliðnum að vel væri hægt að lifa með því að fara 3-4 ár til baka í þjónustu heilbrigðiskerfisins varð náttúrlega allt vitlaust. En Guðbjartur benti á það augljósa; að á árunum 2004 til 2006 var þjónusta heilbrigðiskerfisins í fremstu röð miðað við flest önnur ríki. Á útgjaldaaukningunni síðan þá höfum við ekki efni og eigum að horfast í augu við það. Það er alltaf einhver sem borgar, segir Kristinn H. Gunnarsson. Ekki örlar á miklum skilningi á því í umræðum um skuldavanda heimilanna sem stjórnmálamenn taka þátt í af miklu ábyrgðarleysi. Þar gleymist oft að þótt allir hafi það heldur verra en fyrir hrun, er það ekki nema um fimmtungur sem er í verulegum erfiðleikum. Hinir borga af lánunum sínum. Þegar rætt er um „leiðréttingu“ á lánum með því að fella niður allar verðbætur frá hruni gleymist líka að almenningur mun óhjá- kvæmilega bera kostnaðinn með einum eða öðrum hætti. Í tilfelli Íbúðalánasjóðs og Landsbankans myndu skattgreiðendur borga beint. Í tilfelli annarra banka er líklegt að skattgreiðendur yrðu að bæta þeim tjónið af því að fella niður skuldir, sem verið er að borga af. Í tilviki lífeyrissjóðanna myndu sjóðfélagarnir, launþegar í landinu, bera kostnaðinn. Á meðan markmiðin eru fullkomlega óraunhæf er umræðan föst í kviksyndi, segir gamli þingmaðurinn. Þeir sem nú sitja á þingi mættu gjarnan koma sér upp úr vilpunni og reyna að koma umræðunni á grunn hinna bláköldu staðreynda í staðinn fyrir að halda áfram að reyna að villa um fyrir fólki og skapa falskar vonir. Gamall þingmaður segir hlutina umbúðalaust: Upp úr kviksyndinu? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Þú greiðir f. símanr. og að ra n otk un skv . v er ðs kr á á si m in n. is Ef þú ert með GSM eða Internetið hjá Símanum færðu aðgang að Bestu lögunum fyrir 0 kr. í dag. Magnaður miðvikudagur! Bestu lögin fyrir 0 kr. í dag bestulogin.is Skannaðu hérna til að sækja Barcode Scanner Greitt skv. gjaldskrá. Nán ar á sim inn .is Hin heilaga þrenning Karli Sigurbjörnssyni er vandi á höndum. Ljóst er að hann brást rangt við þegar mál Guðrúnar Ebbu Ólafs- dóttur kom inn á borð til hans. Útkoma bókar Guðrúnar Ebbu og viðtal við hana í Kastljósi hefur enn á ný vakið upp spurningar um hvernig Karl vélaði um málið. Og hvernig bregst biskup við þessari erfiðu aðstöðu? Jú, hann lokar sig inni á fundi með kollegum sínum, vígslubiskupum á Hólum og í Skálholti. Hin heilaga þrenning setur saman yfirlýsingu, nokkurs konar fréttatil- kynningu, sem sett er á vef kirkjunnar. Þetta er eins og skrifað eftir handriti PR-manna, lokið ykkur af og lágmarkið skaðann. Ekki þjónn fólksins Á sama tíma eru allir fjölmiðlar lands- ins að reyna að ná tali af biskupi. Fjölmörgum spurningum er ósvarað, en Karl telur óþarfa að svara fjöl- miðlum. Það er trauðla þjónn fólksins sem lokar sig af og talar við það með yfirlýsingum. Af hverju sýnir Karl ekki dug og talar við fólkið í landinu, ekki síst þar sem kirkjan telur sig til- heyra þjóðinni? Hneykslun Bjarna Ben Á meðan kirkjan setur niður vegna viðbragðsleysis og þagnar forystu hennar, er rétt að rifja upp orð for- manns Sjálfstæðisflokksins úr síðustu eldhúsdagsumræðu. Þar skamm- aði hann þá þingmenn sem ekki mættu í kirkju og snupraði Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir að hafa íhugað að segja sig úr þjóðkirkjunni „án þess að gefa neinar skýringar“ í fyrra. Vandræðagangur kirkjunnar hefur líklega gert það að verkum að fleiri skilja þær hugleiðingar forsætisráðherra en hneykslan Bjarna Benediktssonar. kolbeinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.