Fréttablaðið - 12.10.2011, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 12.10.2011, Blaðsíða 41
MIÐVIKUDAGUR 12. október 2011 25 26. og 27. nóvember. 3. og 4. desember. Hádegishlaðborð með Latabæ: Bókaðu núna á hotelsaga@hotelsaga.is, eða í síma 525 9930. www.hotelsaga.is Jólahlaðbor ð, Lati og Örn Ár na ske Hótel Saga býður upp á hádegisjóla h fjölskylduna . Hlaðborði ð er með s íg ríkulegu úrv ali girnilegra forrétta, að Einnig er sé rstakt hlaðb orð fyrir bö Íþróttaálfur inn og Solla stirða verð Örn Árnaso n skemmtir gestum ei einum lagið . Tilvalið tæ kifæri fyrir njóta aðven tunnar sam an. Húsið opn ar kl. 11.30 og dagsk P IP A R \ P IP A R \T B W A • S ÍA • 11 27 0 0 b m lað ildu alré rnin a í j ns o fjöl rá h ær mta! borð fyrir a ívafi, með tta og eftir . ólaskapi og g honum e skylduna að efst kl. 12 lla rétta. r .00. Bíó ★★★ Real Steel Leikstjórn: Shawn Levy Aðalhlutverk: Hugh Jackman, Dakota Goyo, Evangeline Lilly, Kevin Durand, Hope Davis, James Rebhorn Bardagavélmennið Atom er sam- sett úr gömlu brotajárni og vara- hlutum úr öðrum vélmennum. Að sama skapi er kvikmyndin Real Steel byggð á meira en 50 ára gam- alli smásögu og fær að láni stemn- inguna úr Stallone-stórvirkjunum Rocky og Over the Top. Ryðgað- ur en vel nothæfur samtíningur, alveg eins og vélmennið. Hugh Jackman leikur Charlie Kenton, misheppnaðan fyrrum hnefaleikamann, sem virðist aldrei hafa gert neitt rétt. Ken- ton er aumingi og ónytjungur og situr uppi með 11 ára gamlan son sinn eftir að barnsmóðir hans deyr. Þeir deila þó áhuga sínum á bardagavélmennum og strák- gemlingurinn hirðir fyrrnefndan Atom af ruslahaugunum, föðurn- um til mikillar gremju. Að sjálf- sögðu reynist vélmennið ekki eins galið og útlit var fyrir í fyrstu, og smám saman minnka illindin milli feðganna. Real Steel er formúlumynd frá A til Ö. Áhorfandinn er yfirleitt skrefinu á undan myndinni, en Hugh Jackman og vélmennin eru nægilega skemmtileg til að halda athygli hans. Þá eru tæknibrell- urnar sérstaklega vel heppnaðar og aldrei yfirgengilegar. Útkom- an er hin sæmilegasta fjölskyldu- skemmtun. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Töluvert síðri en Rocky, en aðeins betri en Over the Top. Nothæft af haugunum Tónlist ★★★ Mood Beggi Smári Bestur í blúsnum Beggi Smári hefur í nokkur ár starfrækt hljómsveitina Mood, sem þessi fyrsta sólóplata hans er nefnd eftir. Beggi er góður blústónlistarmaður eins og heyra má í Don´t Believe It´s True, Let Me Know og í lögunum What! og Moody Rudy þar sem gítar- leikur hans er sérlega flottur. Beggi bregður sér í ballöðugírinn af og til en tekst ekki alveg eins vel upp þar. Warm & Strong er sæmileg poppballaða en It Hurts Me Too, No Sense og Wait For Me lítt eftirminnileg, þó svo að sólóið í því síðastnefnda sé reyndar fallegt. Peace er svo mjög flott ósungið blúslag sem endar þennan ágæta frumburð Begga á fagmannlegan hátt. Freyr Bjarnason Niðurstaða: Blúslög Begga eru fyrirtak en poppballöðurnar ekki eins áhugaverðar. „Þetta gerðist í sumar og var virkilega stór biti fyrir okkur. Þeir verða með fullt af stórum og dýrum mynd- um og ætla sér stóra hluti á næstu árum,“ segir Geir Gunnarsson hjá dreifingar- fyrirtækinu Myndform. Fyr- irtækið náði nýlega samning- um við framleiðslufyrirtækið MGM og tryggði sér þar með dreifingarréttinn að næstu James Bond-mynd, Robocop og Hobbitanum. Myndform hefur verið litli aðilinn á bíódreifingar-mark- aðinum þar sem Sena og Sambíóin hafa ráðið ríkjum. Myndform hefur hins vegar verið að sækja í sig veðrið og náði nýlega að tryggja sér öll viðskipti Universal sem þýðir að það mun meðal annars dreifa Contraband, fyrstu Hollywood-kvikmynd Baltas- ars Kormáks. MGM varð næstum gjald- þrota árið 2010 en nýir aðilar, Spyglass, tóku yfir fyrir- tækið og ætla sér stóra hluti. Ljóst er Myndform hefur komist í feitt með samningn- um við MGM því á næsta ári verður hálf öld liðin frá því að fyrsta Bond-myndin var frumsýnd. Og ef marka má áhorfstölur síðustu þriggja Bond-mynda er ljóst að menn þurfa ekki að hafa miklar áhyggjur af aðsókn: rúmlega 62 þúsund sáu Die Another Day, 55 þúsund Cas- ino Royal og 63 þúsund Quant- um of Solace. - fgg Myndform tryggir sér gullnámu NÝIR DREIFINGAR- AÐILAR James Bond hefur fundið sér nýtt heimili á Íslandi, Laugarásbíó.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.