Fréttablaðið - 12.10.2011, Blaðsíða 17
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Veffang: visir.is – Sími: 512 5000
Er prentverkið
Svansmerkt?
Þjónusta Veitingahús Verslun HeildsölurÍþrótta- og félagasamtök Ríki- og sveitarfélögFerðaþjónusta
Greiðslulausnir sniðnar að þinni atvinnugrein.
Traust er forsenda góðs sambands.
Það á jafnt við í hestamennsku
og viðskiptum.
Einar Bollason, framkvæmdastjóri Íshesta
Hver einasti viðskiptavinur okkar er einstakur og þarfirnar geta verið
ólíkar. Með þetta að leiðarljósi höfum við þróað lausnir – sniðnar að
þinni atvinnugrein. Hafðu samband og í sameiningu finnum við
greiðslulausn sem hentar þínum rekstri.
Fyrirtækjalausnir Valitor sími 525 2080 www.valitor.is fyrirt@valitor.is
Tapfjórðungur hjá Goldman Sachs
Annar frá upphafi
Uppbrot evrusvæðis
Of dýrt fyrir
evruríki
2
Heimilin
Baráttan við
skuldavandann
H E L S T Í Ú T L Ö N D U M
Miðvikudagur 12. október 2011 – 15. tölublað – 7. árgangur
STÓRFELLD
SKULDANIÐURFELLING
Jean-Claude Juncker, sem er í
forsvari fjármálaráðherra evru-
svæðisins, hefur lýst því yfir í
fyrsta sinn að nú sé rætt um að
fella niður meira en 50 eða 60 pró-
sent af skuldum gríska ríkisins.
Hann viðurkenndi einnig að evr-
ópskir ráðamenn hefðu verið sein-
ir að bregðast við skuldavanda
Grikklands.
KÍNASTJÓRN KAUPIR BANKA
Kínversk stjórnvöld hafa keypt
hlutafé í fjórum stórum kínversk-
um einkabönkum í þeim tilgangi
að styrkja bæði kínverska ríkis-
banka og fjölmörg fyrirtæki, sem
skulda einkabönkunum verulegar
fjárhæðir.
OPEC SPÁIR SAMDRÆTTI
Bandalag olíuframleiðsluríkja,
OPEC, spáir minnkandi eftir-
spurn eftir olíu vegna efnahags-
legrar óvissu víða um heim.
Næsta árið telur OPEC að eftir-
spurn eftir olíu muni verða um
það bil 88 milljónir tunna á dag.
Olíuverð féll í kjölfar tilkynning-
ar frá OPEC um þetta.
Þorgils Jónsson
skrifar
Fjárfestingarsjóðurinn Warburg Pincus, sem rekur
meðal annars bresku verslanakeðjuna Poundland,
er meðal fjölmargra aðila sem hafa sýnt því áhuga
að festa kaup á lágvöruverslanakeðjunni Europris.
Í fréttum Financial Times og Dagens Næringsliv
kemur fram að mörg fyrirtæki í verslunargeiran-
um séu um hituna, en áætlað söluverðmæti Euro-
pris sé á bilinu 65 til 80 milljarðar íslenskra króna.
Meðal þeirra sem enn eru með í ferlinu er nor-
ræni fjárfestingarsjóðurinn Nordic Capital.
Europris ætti að vera íslenskum neytendum að
góðu kunn, enda eru reknar sex verslanir hér á landi
til viðbótar við um 180 verslanir í Noregi. Hluti
verslananna er í eigu Europris-keðjunnar, en sumar
eru reknar í sérleyfisformi.
Europris var sett á laggirnar í Stavangri árið
1992, en árið 2004 festi sjóðurinn IK Investment
Partners kaup á meirihluta í keðjunni frá Terje Höili
og fjölskyldu hans, sem halda enn 16 prósenta hlut.
IK hefur nýlega selt þrjú önnur evrópsk fyrir-
tæki og er að sögn að búa í haginn fyrir næsta ár.
Warburg Pincus er risastór sjóður sem stýrir
eignum að verðmæti um 4.000 milljarðar króna í á
fjórða tug landa um allan heim.
Warburg keypti Poundland á síðasta ári en í þeirri
keðju einni sér eru um 335 verslanir í Bretlandi.
Samkvæmt heimildum Financial Times stendur
ekki til að sameina Poundland og Euro pris ef af
kaupunum verður.
JPMorgan og SEB hafa umsjón með söluferlinu
og er ráðgert að ljúka því á næstu vikum.
Hvorki IK Investment né Höili og fjölskylda vildu
tjá sig við fyrrnefnda fjölmiðla.
Risafjárfestingarsjóður
vill kaupa Europris
Eigandi bresku keðjunnar Poundland meðal áhugasamra
um kaup á Europris. Söluvirði allt að 80 milljörðum króna.
VEKUR ÁHUGA Fjárfestingarsjóðurinn Warburg Pincus er meðal
áhugasamra um að kaupa lágvöruverslanakeðjuna Europris, sem
er með sex verslanir hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Íslenska leikjafyrirtækið Plain
Vanilla hefur tilkynnt að nýr
tölvuleikur þess, The Moogies,
sem ætlaður er fyrir iPhone,
iPad og iPod touch verði á næst-
unni settur á markað í Apple-net-
versluninni.
Plain Vanilla hefur hannað og
framleitt leikinn hér á landi í sam-
vinnu við bandaríska tölvuleikja-
útgefandann Chillingo.
The Moogies er tölvuleikjasería
fyrir börn sem kemur á markað í
nóvember.
Chris Byatte, framkvæmda-
stjóri Chillingo, segir að hönnun
leiksins og framsetning hafi strax
vakið hrifningu innan fyrirtækis-
ins og eftir fyrstu kynningu hafi
strax verið farið að vinna í því að
koma leiknum að í Apple netversl-
un, að því er segir í tilkynningu.
Íslenskur leikur
í sölu hjá Apple
THE MOOGIES Íslenska fyrirtækið Plain
Vanilla framleiðir leikinn.
4-5 2