Fréttablaðið - 26.10.2011, Page 10

Fréttablaðið - 26.10.2011, Page 10
26. október 2011 MIÐVIKUDAGUR10 PIPA R\TBW A • SÍA • 112841 SUCCESS AND FAILURE IN ENGINEERING: A Paradoxical Relationship Dr. Henry Petroski, öndvegisfyrirlesari Verkfræði- og náttúruvísindasviðs, flytur erindið: Dr. Henry Petroski er verkfræðingur og prófessor í byggingarverkfræði og sagnfræði við Duke-háskólann í Suður-Karólínufylki í Bandaríkjunum. Hann hefur ritað fjölda bóka um verkfræði, nýsköpun og hlutverk mistaka í verkfræðilegri hönnun. Fyrirlesturinn er í röð öndvegisfyrirlestra á aldarafmæli Háskóla Íslands og fer fram í Hátíðasal skólans, Aðalbyggingu, laugardaginn 29. október nk. kl. 14.00. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. 2Gravérmaskiner og mærkningsudstyr Gravograph heimsækir Ísland. Gravograph mun frá 30. október til 3. nóvember heimsækja Reykjavík, Ísland. Við munum búa á Icelandair hótel í Reykjavík þar sem við höfum sýningarherbergi með eftirfarandi tæknibúnaði. LS100 C 35Watt M40 M20 RV Þar að auki munum við, ef það er hægt, heimsækja þá viðskiptavini í Reykjavík sem eftir því óska. Ef þú vilt fá okkur í heimsókn, þá ertu beðin/n um að hafa samband við Gravograph dk í síma (+45) 4613 9600 eða í síma: (+45) 4031 9021 og leggja inn ósk um að við heimsækjum þig. Við munum gera okkar besta til að heimsækja viðskiptavini mánudaginn 31. október. Gravograph dk A/S - Industrisvinget 9 - DK-4030 Tune, Danmark Tölvupóstur: gravo@gravograph.dk Komið og sjáið sýninguna okkar - eða við getum komið til ykkar! Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00 VIÐSKIPTI Samkeppniseftirlitið er með rekstur Arion banka á Penn- anum til athugunar og kannar hvort nauðsynlegt sé að setja eign- arhaldi bankans á Pennanum frek- ari skilyrði. Þetta kemur fram í til- kynningu sem eftirlitið sendi frá sér í gær. Þar segir einnig að Arion banki hafi haldið því fram að eftirlitið hafi ekki lagaheimildir til að setja rekstri bankans á Pennanum frekari skilyrði. Hann hafi þó lýst yfir vilja til að ræða hugs- anlegar úrbæt- ur. Sú rannsókn stendur enn yfir og hefur Sam- keppniseftir- litið meðal ann- ars kallað eftir upplýsingum um fjárhagsleg samskipti bankans og Pennans. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að Eignabjarg, félag í 100% eigu Arion banka, hefði aukið hlutafé sitt í Pennanum um 200 milljónir króna í september. Nýi Penninn, sem var stofnaður í apríl 2009, tapaði samtals rúmum millj- arði króna á árunum 2009 og 2010 þrátt fyrir að skuldir upp á um 8 milljarða króna hafi verið skild- ar eftir í þrotabúi gamla Pennans og að Arion banki hafi breytt um 1,2 milljarða króna skuld í hlutafé þegar félagið var sett á fót. Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að sala Penn- ans hafi tekið allt of langan tíma. „Stundum fara hlutirnir ekki eins og til var ætlast. Ég verð að segja að það hefur gengið alveg ein- staklega illa að koma Pennanum í söluhæft ástand. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Þetta er flókn- ari rekstur en margur annar. Það voru ákveðnar fyrirstöður varð- andi leigusamninga og ýmislegt slíkt. En burtséð frá öllu þessu þá hefur þetta bara tekið allt of lang- an tíma. Ég er þeirrar skoðunar.“ Hann vill þó árétta að Arion reki ekki Pennann heldur virði bankinn armslengdarsjónarmið í þeim efnum. „Rekstur Pennans er í ákveðnum strúktúr eins og hjá öðrum fyrirtækjum sem við höfum tekið yfir. Þar er haldið utan um þessa eignarhluti, fólk fengið í stjórn fyrirtækjanna og stjórnendur ráðnir til að reka þau. Við erum ekki hér alla daga að reka bókabúð. Armslengdarsjónar- mið eru mjög í heiðri höfð í þessu.“ Penninn sendi einnig frá sér yfirlýsingu í gær til að svara því sem stjórnendur fyrirtækis kalla aðdróttanir í garð Pennans. Þar kemur meðal annars fram að rekstur Pennans sé jákvæður og að engir peningar frá Arion banka hafi farið í rekstur fyrirtækisins. Þá hafnar Penninn því alfarið að vera í „mjúkum faðmi bankans“. thordur@frettabladid.is Kanna rekstur Arion banka á Pennanum Samkeppniseftirlitið ætlar að kanna hvort nauð- synlegt sé að setja eignarhaldi Arions á Pennanum frekari skilyrði. Bankastjóri Arion segir söluferli Pennans hafa tekið „allt of langan tíma“. HLIÐ VIÐ HLIÐ Penninn er að koma sér fyrir í þriggja hæða skrifstofuhúsi við hlið húsgagnaverslunarinnar Casa í Skeifunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VESTFIRÐIR Unnið er að stofnun samtaka áhugafólks um hrein- dýr á Vestfjörðum. Samtökin munu beita sér fyrir því að gerð- ar verði rannsóknir á smithættu milli sauðfjár og hreindýra. Þetta kemur fram á fréttavef Bæjarins besta. Þá vilja samtökin að gerð verði rannsókn á gróðurfari á Vest- fjörðum í þeim tilgangi að athuga hvort nægjanlegt æti sé fyrir hreindýr á svæðinu. Stofnfund- ur verður haldinn laugardaginn 3. desember og geta þeir orðið félagsmenn sem eiga lögheimili á Vestfjörðum, eiga þar fasteignir eða jarðir. - sv Áhugafólk um hreindýr á Vestfjörðum: Stofna hreindýrasamtök HREINDÝR Áhugamenn um hreindýr á Vestfjörðum vilja láta gera rannsóknir á smithættu milli sauðfjár og hreindýra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Við erum ekki hér alla daga að reka bóka- búð. Armslengdarsjónarmið eru mjög í heiðri höfð í þessu HÖSKULDUR ÓLAFSSON BANKASTJÓRI ARION BANKA HÖSKULDUR ÓLAFSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.