Fréttablaðið - 26.10.2011, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 26.10.2011, Blaðsíða 31
MARKAÐURINN 7MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 201126. OKTÓBER 2011 MIÐVIKUDAGUR FJÁRVAKUR ER EKKI EINS OG ÖNNUR FJÁRMÁLAÞJÓNUSTUFYRIRTÆKI Á ÍSLANDI SÍMI 50 50 250 FJARVAKUR@FJARVAKUR.IS WWW.FJARVAKUR.IS ÞESSI TVENN GLERAUGU ERU EKKI ALVEG EINS Önnur þeirra hafa aldrei séð úrræði til að lækka kostnað fyrirtækja og ná fram hagræðingu. Hin eru eins og Fjárvakur. Þau búa að mikilli reynslu þegar kemur að því að koma auga á skilyrði fyrir hagræðingu og meiri árangri í rekstri. Fjárvakur sérhæfir sig í umsjón bókhalds, launavinnslu og annarra fjármálaferla fyrir meðalstór og stór fyrirtæki. Fagfólk okkar leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu, áreiðanlegar upplýsingar og að ná árangri með viðskiptavinum okkar. Með því að útvista fjármálaferlum til Fjárvakurs geta fyrirtæki dregið úr kostnaði og lagt meiri áherslu á kjarnastarfsemi sína. Aukin áhersla á kjarnastarfsemi stuðlar að meiri árangri í rekstri. Okkar kjarnastarfsemi er umsjón fjármálaferla. Hver er þín kjarnastarfsemi? KYNNTU ÞÉR HVAÐ VIÐ GETUM GERT FYRIR ÞITT FYRIRTÆKI ÍS L E N S K A S IA .I S I C S 5 30 76 1 0. 20 11 Hlutafé í Existu, sem nýverið var endurnefnt Klakki ehf., var aukið um 6,4 milljarð króna í lok ágúst. Allt hlutaféð var greitt með skuldajöfnun. Samkvæmt upp- lýsingum frá félaginu var um að ræða stóran hóp kröfuhafa, bæði innlendra og erlendra, sem lýstu kröfum sínum á Klakka/Existu fyrir allnokkru og hafa nú fengið umræddar kröfur viðurkenndar. Klakki /Exista gekk í gegn- um nauðasamning haustið 2010. Í honum fólst meðal annars að kröfuhafar félagsins breyttu um 10% af samningskröfum Existu í hlutafé og tóku félagið yfir í kjöl- farið. Eftirstandandi samnings- kröfum var breytt í lán að fjár- hæð 122 milljarðar króna. Ljóst er að kröfuhafarnir hafa afskrif- að stórar fjárhæðir í endurskipu- lagningunni því samkvæmt síð- asta birta ársreikningi námu skuldir Existu 486 milljörðum króna í lok árs 2009. Ársreikning- ur Klakka/Exista fyrir árið 2010 og árshlutareikningur þess fyrir fyrri hluta ársins 2011 liggja báðir fyrir. Framkvæmdastjóri Klakka/ Existu vildi ekki afhenda reikn- ingana þegar eftir því var óskað. 6,4 milljarða skuldum breytt í nýtt hlutafé Hagdeild ASÍ er heldur svart- sýnni á hagvaxtarhorfur hér á landi en aðrir spáaðilar. ASÍ birti í gær hagspá fyrir næstu ár, en þar er spáð 2,4 prósenta hagvexti á þessu ári, 1 prósents hagvexti á næsta ári, 2,7 pró- senta hagvexti árið 2013 og loks 1,5 prósenta hagvexti árið 2014. Spá ASÍ er í takti við aðrar spár um hagvöxt á þessu ári en er nokkuð svartsýnni um horfur á næstu árum en Seðlabankinn, AGS, OECD og Íslandsbanki, sem hafa til að mynda spáð hag- vexti á bilinu 1,6 til 3,1 prósents árið 2012. Í skýrslu hagdeildar ASÍ segir að verstu afleiðingar hrunsins séu komnar fram og hægur efnahagsbati sé fram undan. Hagur heimilanna vænkist nokkuð á næstu misserum en at- vinnuleysi haldist hátt og verði enn um 5 prósent í lok árs 2014. Ekki er í spánni gert ráð fyrir stórum framkvæmdum á næstu árum. Verði framkvæmdir við álver í Helguvík og orku- og iðjuver á Norðurlandi að veru- leika yki það hins vegar hagvöxt áranna um 3 prósentustig. Spáir hægum vexti næstu ár ÓLAFUR DARRI ANDRASON Aðal- hagfræðingur ASÍ segir deyfð blasa við næstu árin nema fjárfesting aukist verulega. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRN Pétur J. Eiríksson e-r stjórnarformaður Klakka/Existu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) og ríkisstjórn Íslands munu í sameiningu halda al- þjóðlega ráðstefnu um þann lær- dóm sem hægt er að draga af efnahagsbata Íslands í Hörpu á fimmtudag. Á meðal þeirra sem halda framsögu eru Nóbelsverð- launahafinn Paul Krugman og hagfræðingarnir Willem Buiter og Simon Johnson. Þeir munu meðal annars ræða um hvort önnur lönd geti dregið lærdóm af þeirri leið sem farin var hérlendis. Tilefni ráðstefnunar er lok efnahagsáætlunar Íslands og AGS. Henni lauk með síðustu endurskoðun hennar í lok ágúst síðastliðins. Íslendingar fengu samtals 2,1 milljarð dala, um 240 milljarða króna, að láni meðan á áætluninni stóð. Paul Krugman talar í Hörpu NÓBELSVERÐLAUNAHAFI Krugman verður á ráðstefnunni á morgun.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.