Fréttablaðið - 26.10.2011, Page 39
MIÐVIKUDAGUR 26. október 2011 23
saltdreifarar
Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ.
Sími 480-0000 · www.aflvelar.is
- sala
- varahlutir
- þjónusta
NÀTTÚRULEG VELLÍÐAN
ÞURRKUR KLÁÐI SVEPPASÝKINGAR?
Veltir þú fyrir þér hvað þú ert að nota á þitt viðkvæmasta svæði
LÍFRÆN dömubindi og tíðatappar
án klórs
án ilmefna
án plastefna
Tónlist ★★★
Kebab diskó
Orphic Oxtra
Flott framhald
Hljómsveitin Orphic Oxtra vakti
athygli í fyrra bæði með líflegu
tónleikahaldi og fyrstu plötunni
sinni sem bar nafn sveitarinnar, en
á henni var fjörmikil danstónlist
af balkönskum uppruna. Á Kebab
diskó heldur sveitin áfram á svip-
uðum slóðum, en nú blandar hún
fleiri bragðtegundum við balkan-
og klezmer-grunninn.
Það eru þrettán meðlimir í
Orphic Oxtra á plötunni og þeir
sýna fín tilþrif á hljóðfærin. Lögin
ellefu eru frumsamin. Þau standa
öll ágætlega fyrir sínu, en eru samt
miseftirminnileg. Mín uppáhalds-
lög á plötunni eru titillagið Kebab
diskó, Banvænn bílaeltingarleikur
á götum Damaskusborgar, Maritsa
og Skeletons Having Sex On a Tin
Roof, en það síðastnefnda er að
einhverju leyti byggt á samnefndu
lagi með Swords of Chaos.
Kebab diskó er fín plata sem
sýnir að það er mikill hugur í með-
limum Orphic Oxtra og þeir eru
opnir fyrir því að taka nýja strauma
inn í tónlistina. Það verður spenn-
andi að fylgjast með því hvernig
tónlist sveitarinnar þróast á næstu
plötum.
Trausti Júlíusson
Niðurstaða: Balkansveitin Orphic
Oxtra rúllar plötu númer tvö upp
með stæl.
Vandræðagemlingurinn Lindsay
Lohan deyr ekki ráðalaus en nýj-
ustu fregnir herma að hún hafi
tekið tilboði Hughs Hefner um að
fletta sig klæðum fyrir Playboy.
Samkvæmt vefsíðunni tmz.
com hljóðar tilboðið upp á
rúmar 115 milljónir íslenskra
króna og er þegar búið að
taka hluta af myndunum.
Lohan hefur ekki átt sjö dag-
ana sæla undanfarið heldur
verið inn og út úr meðferðum
og fangelsum. Í vikunni sást til
hennar á líkhúsi í Los Angeles
þar sem hún sinnir samfélags-
þjónustu til að bæta fyrir brot
sín en Lohan hefur margoft verið
tekin með eiturlyf í fórum sínum
og fyrir að keyra undir áhrifum.
Fjölmiðlar vestanhafs telja að
nektarmyndatakan í Playboy sé
liður í að lappa upp á feril Lohan
en einnig að leikkonan sé peninga-
þurfi enda ekki unnið neitt að ráði
í mörg ár.
Lindsay Lohan
flettir sig klæðum
NEYÐIN KENNIR … Leikkonan Lindsay
Lohan ætlar að sitja í fyrsta sinn fyrir
allsnakin í tímaritinu Playboy.
NORDICPHOTOS/GETTY
Noel enn hundfúll
Noel Gallagher segir það útilokað að hann komi
aftur fram með hljómsveitinni Oasis. Rætt hefur
verið um að sveitin fagni 20 ára afmæli plötunnar
(What‘s the Story) Morning Glory? árið 2015 með
tónleikum en Noel hyggst ekki taka þátt í þeim.
Bróðir hans Liam megi hins vegar vel halda slíka
tónleika kjósi hann svo. „Hann má spila plötuna
ef hann vill. Mér er sama,“ segir Noel. Liam
hafði áður lýst yfir áhuga á að koma aftur
fram með bróður sínum.
Noel hætti í Oasis árið 2009 eftir rifrildi
við bróður sinn. „Það er ástæða fyrir því
að ég hætti í hljómsveitinni og hún stendur
enn,“ segir Noel, sem gaf á dögunum út fyrstu
sólóplötu sína. Liam gaf fyrir skemmstu út
plötu með hljómsveitinni Beady Eye.
NOEL GALLAGHER Vill
ekki troða upp með
bróður sínum.