Morgunblaðið - 07.07.2010, Page 18

Morgunblaðið - 07.07.2010, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fyrir réttumtveimur ár-um var Surtsey tekin inn á heimsminjaskrá UNESCO, en það var gert í fram- haldi af stækkun friðlands eyjarinnar fyrir nokkrum árum. Friðlýsingin náði áður aðeins til eyjarinnar sjálfrar, sem er rúmur einn ferkílómetri, en hún var frið- lýst í miðju gosi árið 1965. Eft- ir stækkun nær friðlýsingin til 66 ferkílómetra svæðis og inniheldur meðal annars neðansjávargíga og hafsvæði. Surtsey er meðal merkustu náttúruperla Íslands og varð til í einu lengsta gosi á sögu- legum tíma hér á landi, en Surtseyjareldar stóðu frá því í nóvember 1963 til júní 1967. Það er vel við hæfi og eðli- legt framhald af þeirri áherslu sem stjórnvöld hafa um árabil lagt á vernd náttúrunnar í Surtsey, að í Vestmannaeyjum skuli nú vera starfrækt gesta- stofa fyrir friðlandið, Surts- eyjarstofa, sem umhverf- isráðherra opnaði nýlega. Friðlýsing Surtseyjar í miðju gosi lýsir mikilli framsýni vís- indamanna og stjórnvalda á þeim tíma og gerir eyjuna ein- staka í veröldinni, eins og staðfest var þegar hún var tekin inn á heimsminjaskrána. Eyjan hefur frá fyrstu tíð ver- ið lokuð fyrir umferð annarra en þeirra sem átt hafa erindi vegna vísinda- og vernd- arstarfs. Með þessu hefur gefist tækifæri til að fylgjast með því hvernig lífverur nema land, hvernig lífið breið- ir úr sér og náttúran tekur á sig mynd. Saga Surtseyjar sýnir að náttúruvernd er ekki ný hér á landi og sem betur fer hafa Ís- lendingar lengi gert sér grein fyrir að þeir búa í einstöku landi með fallegri en oft og tíð- um viðkvæmri náttúru. Nátt- úruvernd tekur vitaskuld á sig ýmsar myndir og nánast alger friðlýsing eins og í tilviki Surtseyjar er og á að vera fá- tíð, um leið og hún er nauðsyn- leg þegar svona sérstaklega háttar til. Flest önnur friðlýs- ing leyfir jafnframt umferð mannsins þó að með ein- hverjum óhjákvæmilegum takmörkunum sé. Skilningur á náttúruvernd er ekki nýr hér á landi eins og dæmið um vernd Surtseyjar sýnir. Um leið er jákvætt að Íslendingar hafa alla tíð haft skilning á að náttúruvernd og nýting gæða náttúrunnar verður að fara saman. Hér á landi hefur í meginatriðum tekist vel að flétta saman verndun og nýtingu náttúr- unnar. Afar mikilvægt er að svo verði áfram. Friðlýsing Surts- eyjar er dæmi um langvarandi skilning á vernd náttúrunnar hér á landi} Útvörðurinn í suðri Bankar í Evr-ópu njóta ekki nægilegs trausts. Sumir þeirra eru beinlínis grunaðir um græsku. Radd- ir eru uppi um að upplýsingagjöf um styrk þeirra og afl til að standa af sér áhlaup séu iðulega villandi, ef ekki bein- línis röng. Ekki hefur tekist að kveða þennan orðróm í kútinn. Þvert á móti. Nú er vaxandi vantraust talið ógnun við ein- staka banka og jafnvel banka- kerfið sjálft. Nauðug viljug hafa yfirvöld í Evrópu dregist inn á samkomulag um að birta opinberlega álagspróf þau sem þar til bærar stofnanir hafa gert á bönkunum. Álagspróf fela í sér fjölmarga þætti sem til geta komið ef þróun verður einstökum bönkum óhagstæð og getu þeirra til að halda eig- infjárstöðu sinni innan sam- þykktra marka eða viðmið- unarmarka við slíkar aðstæð- ur. Geta þau tekið til verðlags og gengisþróunar, óhagstæð- ari vaxtakjara, rýrnunar eigna- verðs, jafnt fast- eigna sem verð- bréfa, minnkandi kaupgetu, vaxandi atvinnuleysis og lækkunar vænt- ingavísitölu og slíkra þátta, ýmist beint eða óbeint. Ekki er einhugur um að birting slíkra álagsprófa muni duga til að sannfæra efa- semdarmenn um nægjanlegan styrk bankanna. Álagsprófin eru ekki betri en þær tölur sem settar eru í þau. Íslensku bankarnir, sem rændir voru innan frá, stóðust öll álagspróf, allt til sinna ömurlegu enda- loka. Þau byggðu á því að talnagrundvöllurinn um stöðu þeirra og ársreikningar og árs- fjórðungsuppgjör væru raun- veruleiki en ekki rugl. Sjálf- sagt urðu slík próf til þess að íslensku bankarnir hrundu að- eins síðar en efni stóðu til. En fallið varð líka meira og marg- ur sem ekkert hafði til saka unnið beið mikið tjón. Birting álagsprófa bankakerfisins er ekki endilega sá bjargvættur sem evrópsk yfirvöld binda vonir við} Ótrúverðug álagspróf T ímarit eru eins og góð vín. Þau verða bara betri eftir því sem þau eldast. Helst er gömul tímarit að finna á biðstofum stofnana og rak- arastofa, en einnig í sumar- bústöðum. Í einum slíkum bústað komst ég fyrir skömmu yfir eintak af fræðsluritinu Lif- andi vísindum frá árinu 1998. Þar var löng og ýtarleg grein um hina hröðu framþróun í tölvu- og upplýsingatækni. Því var spáð í greininni að svokallaðir „staðgenglar“ myndu innan skamms ryðja sér til rúms. Þessir stað- genglar ættu eftir að koma að góðum notum við hvers konar snatt, ferðalög og erinda- gjörðir, sem venjulegt fólk þyrfti að sinna auk þess að lifa sínu hefðbundna hversdagslífi. Vitnað var í sprenglærða sérfræðinga við fínan háskóla í Bandaríkjunum, sem sögðu engan vafa á því að þetta væri framtíðin. Með tilkomu internetsins væri óþarft að fara sjálfur á staðinn, til dæmis ef eyða ætti sumarfríinu á Ítalíu, fara til Rómar að skoða hringleikahúsið Colosseum eða bara að fara eitthvert út í bæ að hitta einhvern. Bráðskemmtilegt myndefni með greininni sagði í raun alla söguna. Eflaust var hugmyndin á frumstigi en til að gera langa sögu stutta má lýsa staðgenglinum sem raf- geymi á hjólum. Upp af honum stóð eins konar grænt skólprör eða þakrenna, mannhæðarhá. Efst á því, í and- litshæð, var skjár með mynd af eiganda staðgengilsins, ásamt myndatökuvél og hljóðnema, svo notandinn gæti séð umhverfi staðgengilsins á tölvuskjánum heima hjá sér. Þetta var framtíðin árið 1998. Af útliti græjunnar einu saman mátti reyndar ljóst vera að hún hefði ekki sinnt er- indisrekstrinum eins og til var ætlast. Í fyrsta lagi komst hún augljóslega ekki leiðar sinnar, þar sem kantsteinar, tröppur og hvers kyns fyrirstöður tálmuðu för hennar. Í öðru lagi var hún svo asnaleg í útliti að aug- ljóst er að ungdómurinn hefði ekki látið slík- an ferðalang óáreittan á götum úti, heldur velt honum við, snúið út í horn eða klínt jórt- urleðri á myndavélarlinsuna. Til að selja hugmyndina hugsanlegum kaupendum var dæmið svo kórónað með því að sýna staðgengil einhvers manns að daðra við laglega unga konu við fjölfarna götu. Og konan hló að bröndurum þessa heillandi manns, sem spjallaði við hana í gegnum rafknúna græna þakrennu, til að þurfa ekki að fara út úr húsi. Þetta var auðvitað allt saman tóm vitleysa. Fólk vill fara sjálft til Ítalíu, en ekki senda rafgeyminn sinn þang- að fyrir sig. Ef fólk vill sjá myndir af hringleikahúsinu nær það sér í myndir frá öðrum, en tekur þær ekki sjálft með hjálp nettengds vélmennis. Núna, tólf árum síðar, er þessi ágæta tímaritsgrein dæmi þess hvernig tækni- og verkþekking er ekki nóg, ef hugmyndin sjálf sem unnið er eftir er einskis verð. Verð- mætir hlutir eru afurðir verðmætra hugmynda. onundur@mbl.is Önundur Páll Ragnarsson Pistill Andvana fædd vísindi STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Andri Karl andri@mbl.is Á greiningur um túlkun á ákvæði í útboðs- gögnum var forsenda kæru Háfells ehf. vegna ákvörðunar Vegagerð- arinnar um að taka tilboði Vélaleigu AÞ ehf. í útboði um tvöföldun Suður- landsvegar frá Lögbergsbrekku að Litlu kaffistofunni. Kærunefndin féllst á túlkun Háfells en hafnaði bótaskyldu á þeim grundvelli að til- boð félagsins hefði líkt og tilboð Véla- leigu AÞ verið ógilt. Í ákvæðinu er fjallað um þær kröfur sem gerðar eru til verktaka. Þar segir: „Einnig er gerð sú krafa að ársvelta fyrirtækis bjóðanda hafi að lágmarki verið sem nemur 50% af tilboði bjóðanda í þetta verk síðast- liðin 3 ár.“ Vegagerðin hefur á um- liðnum árum túlkað eigið ákvæði á þann hátt að meðaltalsvelta síðustu þriggja ára þurfi að hafa numið 50% af tilboði bjóðanda. Sé sú túlkun not- uð er tilboð Vélaleigu AÞ gilt enda meðaltalsveltan 53,8% af tilboðs- fjárhæð. Við þetta voru forsvars- menn Háfells ósáttir og vildu meina að túlka bæri ákvæðið á annan hátt, þ.e. að að velta bjóðanda skuli hafa numið 50% af tilboði bjóðanda á ári hverju í þrjú ár. Vélaleiga AÞ náði því lágmarki ekki árið 2007 og því sé tilboðið ógilt. Túlkað eftir orðanna hljóðan Kærunefndin féllst á það með Vegagerðinni að meðaltalsvelta yfir ákveðið tímabil gefi raunhæfari mynd af rekstri fyrirtækja en árs- velta, ekki síst hjá verktökum. Hins vegar er bent á, að hafi það verið ætl- un Vegagerðarinnar hefði einfaldlega átt að setja það fram í útboðslýs- inguna með skýrum hætti. Það hafi ekki verið gert og mat nefndarinnar var að túlka yrði ákvæðið samkvæmt orðanna hljóðan. Háfell átti næsta tilboð fyrir of- an Vélaleigu AÞ og hefði í ljósi þessa átt að semja við félagið. Það verður hins vegar ekki gert þar sem for- svarsmenn þess skiluðu ekki til Vegagerðarinnar staðfestingu á, að það væri í skilum með opinber gjöld og lífeyrissjóðsgjöld. Reyndar lögðu forsvarsmenn félagsins fram yfirlýs- ingu þess efnis að þeirra gagna yrði aflað ef gengið yrði til samninga og Vegagerðin gerði ekki athugasemdir við það. Það dugði þó ekki til. Vegna málsins hafa orðið nokkr- ar tafir á verkinu en til stóð að opna tvöfaldaðan veginn fyrir umferð um mitt næsta sumar. Hugsanlega þarf að hnika til dagsetningum vegna þessa en það er óvíst þar sem fleiri þættir spila inn í, s.s. veðurfar á Hellisheiði. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni leiðir einhvern kostnað af málinu og töfunum en hann hafi ekki verið reiknaður út. Líklega sé hann þó óverulegur og minnki eftir því sem verkinu miðar hraðar. Útboðið í heild ekki ógilt Vegagerðin gaf út í gær, að þar sem útboðið í heild hefði ekki reynst ógilt hefði verið ákveðið að kalla eftir frekari gögnum frá þremur verk- tökum, þ.e. þeim sem áttu fjórða til sjötta lægsta tilboðið. Þar á bæ er vonast til að hlutirnir gangi hratt og vel fyrir sig og fljótlega verði hægt að semja við verktaka sem stenst kröfur útboðsins. Fyr- irtækin eru Ingileifur Jónsson ehf., Árni Helgason ehf. og verktakafélagið Glaumur ehf. – þau voru með sameiginlegt tilboð – og KNH ehf. Misjafnt er hvað samn- ingar ganga hratt fyrir sig en venjulega tekur nokkrar vikur að ganga frá þeim. Tvöföldun tefst vegna ágreinings um túlkun Morgunblaðið/Júlíus Suðurlandsvegur Víravegrið ættu að vera óþörf eftir tvöföldun vegarins. Vegagerðin hefur undanfarin ár túlkað ákvæðið á þann veg að meðaltal tímabilsins gilti. Á þeim tíma hafa engar athugasemdir borist. Orðalag ákvæðisins verð- ur þó eftir niðurstöðu kæru- nefndar útboðsmála endur- skoðað og að öllum líkindum skýrt betur. Þetta staðfestir G. Pétur Matthíasson, upplýsinga- fulltrúi Vegagerðarinnar. Pétur tekur fram að fleira sé í skoðun þar sem verktakaiðn- aðurinn sé að breytast mikið um þessa mundir. „Nú eru ennþá meiri sveiflur í þessum geira en áður þannig að það verður að fara vel yfir allt saman. Einnig er undirbún- ingstími allur að lengjast þannig að fleira verður tekið til skoðunar.“ Ekki áður verið kvartað ORÐALAG ENDURSKOÐAÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.