Morgunblaðið - 07.07.2010, Síða 20

Morgunblaðið - 07.07.2010, Síða 20
20 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JÚLÍ 2010 Elfur Logadóttir skrifar svona á heima- síðu sína: „Þegar Kópa- vogsbrúin var kynnt fyrir kosningastjórn- inni, sem átti að vera strategískur ákvörð- unaraðili kosningabar- áttunnar, var ljóst að ákvörðun hafði þegar verið tekin um að þetta yrði aðalkosningamálið. Okkur voru sýndir útreikningar sem skiluðu verkefninu í tapi – en með loforði um að þetta yrði reiknað í hagnað. At- vinnuþáttur hugmyndarinnar var góðra gjalda verður en ég lýsti efa- semdum um húsnæðisþáttinn og þörf þeirra sem gætu greitt fullt verð fyrir húsnæðið – og ég var skeptísk á útreikningana, ég sá þar skekkjur. Svör oddvita og varaoddvita við efasemdum mínum voru nær orð- rétt: Það þyrfti ekki endilega að standa við þetta kosningaloforð. Þetta svar toppar í raun allt sem yfir hefur dunið – þessar yfirlýsingar eru ekki sæmandi framboði Samfylk- ingarinnar, við aðstæður vantrausts og efasemda, þar sem kjósendur eru sannfærðir um að kosningaloforð séu ávallt innihaldslaus með engum ásetningi til efnda. Það eru takmörk fyrir óskammfeilni þegar miklir hagsmunir almennings eru í húfi. … Ég gat og get ekki stutt verk- efnið í óbreyttu formi þekkingar minnar vegna – það kölluðu félagar mínir óbilgirni og skort á trausti – sem útilokaði mig frá formennsku í þeirri nefnd sem ég óskaði eftir … … Ég gagnrýndi valdið – og valdið svaraði. Skilboðin eru skýr: „Berufs- verbot“. Við þær aðstæður er mér gert ómögulegt að vinna. … Ég er fyrsti varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og tek sæti á þeim bæjarstjórnarfundum sem mér ber … og því aðeins að ég forfallist hafa þau heimild til að kalla til aðra varabæjarfulltrúa …“ Fleirum en mér þótti þarna skýrt að orði kveðið hjá skýrleikskonu. Hún ætlaði að mæta og standa á sínum skoð- unum. Og Elfur var í nokkra daga álitin al- vörustjórnmálamaður sem þyrði að nefna hlutina réttum nöfnum. En eins og hin mikla fyrirmynd allra jafn- aðarmanna, ISG, sagði vegna gefins en svikins loforðs: „Það var þá.“ Í Morgunblaðinu skrifar Elfur svofellt til að svara grein frá Gunnari Birgissyni: „Gunnar fer rangt með þegar hann fullyrðir að ég hafi í blogg- færslu minni sakað félaga mína um ásetning um að svíkja kosningalof- orðið um Kópavogsbrú. Sannleik- urinn er að í bloggfærslunni gagn- rýndi ég vinnubrögð umhverfis hugmyndina. Ég hafði séð ágalla (sic!) á þessari fyrstu tillögu og fram- setningu hennar, taldi að þar þyrfti að bæta annars ágæta hugmynd (sic!). Þá var bent á þá þekktu stað- reynd sem iðkuð hefur verið (og mætti Gunnar Birgisson þar líta í eigin barm), að „ekki þurfi endilega að standa við kosningaloforð“. (sic!) Mér ofbauð, ég reiddist mjög og var refsað fyrir, bæði gagnrýnina og reiðina (sic!). Það er þessi skilyrð- islausa krafa um jákvæð viðbrögð, þetta óþol gagnvart gagnrýni, það eru baktjaldamakk og vinnubrögð refsingar sem ég var ósátt við og gagnrýndi í bloggi mínu. Að félagar mínir hafi verið með ásetning um svik við kosningaloforð er tilbún- ingur (sic!) Gunnars í skotgraf- arhernaði gamaldags stjórnmála – þeirra stjórnmála sem ég berst gegn af fullum krafti.“ Ja hérna. Er ekki ráð fyrir Elfi að umskrifa fyrsta bloggið svo að við skiljum það? Ég get ekki skilið þetta öðruvísi en að hún dragi allt til baka í fyrri grein- inni og skipti því út fyrir andúð á Gunnari Birgissyni svo og útskýr- ingum að hún hafi ekkert meint með því nema vinsamlegar ábendingar við annars ágæta hugmynd um Kópavogsbrúna? Er það allt í einu Gunnar Birg- isson sem ber ábyrgð á fyrri skrifum Elfar? Var Gunnari en ekki Elfi of- boðið þegar hún skrifaði fyrra blogg- ið? Ber hún enga ábyrgð á eigin yf- irlýsingum sem afvegaleiddu téðan Gunnar? Á ábyrgðin að færast yfir á Gunnar af því han les þær orðrétt? Hún ætlar núna að mæta í bæj- arstjórn og vera þæg og góð við Guð- ríði. Hvaða refsingum er beitt í Sam- fylkingunni til þess að þvo svona heila eins og Elfi? Skyldi Guð- mundur Oddsson sjá um rassskell- ingar á villuráfandi sálum svo þær þagni og éti allt ofan í sig sem Guð- ríði og Hafsteini finnst óþægilegt? Hvernig var þetta Berufsverbot á Elfi útfært sem gat virkað svona hressilega? Það er orðið vandlifað ef kjós- endur þurfa túlk frá Samfylkingunni til að lesa það sem Samfylking- arframbjóðendur skrifa en meina svo öðruvísi en þeir skrifa. Elfur fossar svo sannarlega á blogginu, síðan hvítfyssar hún stjórnlítið í Mogga og falla þá öll vötn upp í móti. En allt í einu er komin þurrkatíð og þar sem vötnin áður ruddust fram komin smáspræna sem enginn tekur eftir, hvað þá getur drukknað í. Mér fannst Elfur öll tilkomumeiri í hlutverki stórfljótsins en spræn- unnar. Elfur hvítfyssar Eftir Halldór Jónsson » „… tek sæti á þeim bæjarstjórnarfund- um sem mér ber og því aðeins að ég forfallast hafa þau heimild til að kalla til aðra varabæj- arfulltrúa …“ Halldór Jónsson Höfundur er verkfræðingur. Kæru lesendur, nú þegar allt er hrunið getum við verið sam- mála um eitt atriði. Það er ekkert val, við verðum að byggja nýtt í stað þess sem hrundi. Fyrir rúmum 100 árum kvað eitt af þjóðskáldum okkar, Þorsteinn Erlingsson, kvæðið Skilmálana. Fyrsta erindi þess er svona: Ef þér ei ægir allra djöfla upphlaup að sjá og hverri tign að velli velt sem ver- öldin á, og höggna sundur hverja stoð sem himnana ber, þá skal ég syngja sönginn minn og sitja hjá þér. Það þarf ekki að rýna djúpt í þennan texta til þess að skilja að það er manngerður himinn sem skáldið vill sjá hrynja og hann fyll- ist af eldmóði og segir: Ef þú hat- ar herra þann sem harðfjötrar þig. Mér finnst við vera stödd á krossgötum í mörgum skilningi. Þó gervihiminn hins frjálsa mark- aðar hafi hrunið með miklu braki og brestum, er fljótlegt að lenda í nýjum fjötrum. Margs konar lausnir eru í boði. Nú á að fara að máta þær við okkur og við að máta þær. Engan þarf að undra þótt ESB geri okkur góð tilboð, því auðvitað er ekki eftir litlu að slægjast þar sem eru auðlindir okkar litla lands og stóra sjávar sem við höfum þó áunnið okkur rétt til að nytja. Við erum líkt sett og ungi maðurinn í þjóðsögunni, sem beið á kross- götum á nýársnótt og álfarnir sem áttu leið hjá reyndu að heilla til sín með því að bjóða honum gull og gersemar. En það sem varð honum að falli voru ekki dýrar gersemar, heldur einungis skál með floti. Var ekki einhver að tala um lágt matvælaverð hjá ESB? Kannski var það í fyrra eða hitteðfyrra, eða var gengið bara dálítið hátt skráð? Í öðru lagi erum við stödd á krossgötum á jarðarkringlunni. Hér er og verður þjóð- braut á milli heims- álfna og stórvelda. Landið okkar liggur á flekamótum. Þetta er alveg magnað, að vera búsettur á hinum náttúrulegu mörkum gamla og nýja heimsins. Nú þegar siglingaleiðir um N-Íshafið eru að opnast, til Japans og Kína og fleiri landa, er rétt að hugleiða, hvort ekki sé skynsamlegt að vera frjáls að því að semja á jafnréttisgrunni við þá sem þessar nýju þjóðbrautir munu nota í vaxandi mæli. Geta samið óþvingað um verslun og við- skipti til allra átta. Ég hygg að slík samningagerð flyttist til Brussel værum við aðilar að ESB. Sumir segja að við eigum að tengj- ast þeim, sem okkur eru líkastir að siðum og menningu, þeim sem eiga sameiginlega sögu með okkur. Þess vegna sé eðlilegt að ganga í Evrópusambandið. Í afar veiga- miklum atriðum er samt saga okk- ar allt önnur en hinna Evrópuríkj- anna. Öll þau voldugustu eru fyrrverandi nýlenduveldi. Við er- um fv. nýlenda Dana. Við áunnum okkur rétt til þess að vera frjáls og fullvalda þjóð með sögulegum rökum. Ekki með hernaði heldur með því að skrimta af landsins gæðum. Þau lönd sem hafa fengið frelsi og sjálfstæði á liðinni öld og öldum hafa oftast náð því marki eftir blóðuga baráttu. Og enn verða þjóðir að upplifa það, að frelsisbarátta þeirra sé skilgreind sem hryðjuverkastarfsemi, enda gagnkvæm virðing yfirleitt víðs- fjarri í þeim átökum. Þið kannist öll við nöfn eins og Baska og Kúrda, svo ekki sé minnst á Pal- estínumenn. Vegna þessa höfum við meiri möguleika en flestar aðrar þjóðir, að taka frumkvæði í að afneita hernaði. Það er í raun bæði réttur okkar og skylda. Ykkur finnst kannski oflæti að þessi volaða ör- þjóð sé að þykjast hæf til að taka frumkvæði í stórum málum. Þá er gott að minnast barnsins í æv- intýri H.C. Andersen sem þorði að segja það sem hinir fullorðnu þorðu ekki, að keisarinn væri ekki í neinum fötum! Hvað þarf stóra þjóð til að segja satt, sagði líka Þorsteinn skáld Valdimarsson fyr- ir hálfri öld. Mér finnst að þið sem eruð að semja um inngönguskilmála í ESB, ættuð að spyrja, hversu stór hluti hagkerfis þess er hern- aðarlegur, hvað er vopnasalan til þriðja heimsins mikil? Hvað er neyðarhjálpin mikil. Í lok þessarra orða vil ég ítreka að viðskiptafrelsið er hornsteinn að farsælli framtíð. Að hlutverk þeirra sem á krossgötum búa er að veita öllum beina á sömu for- sendum, eftir hvaða vegi sem þeir koma. Og að sérstaðan er kannski okkar stærsta auðlind. Tungu- málið, húsdýrin. Hugsið ykkur, hver einasta tegund þeirra býr yf- ir eiginleikum sem eru einstakir og erfitt að meta til fjár. Mann- auðurinn má samt síst gleymast. Vissulega erum við agalaus og heimtufrek, en í raun ekki heift- rækin og með mikla aðlög- unarhæfni. Ef við föllum ekki í þá freistni að afhenda hinar verald- legu auðlindir alltaf meir og meir í hendur þeirra afla, sem við ráðum engan veginn við, þá mun okkur vel farnast. Þjóð á krossgötum Eftir Sævar Sigbjarnason » Engan þarf að undra þótt ESB geri okkur góð tilboð, því auðvitað er ekki eftir litlu að slægjast þar sem eru auðlindir okkar litla lands... Sævar Sigbjarnason Höfundur er fv. bóndi frá Rauðholti. Ég átti nýskeð því láni að fagna að fá sæti í ferð á Íslendingaslóðir í Kan- ada. Ferðin var skipulögð af Jónasi Þór, fyrir kór Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. Það sem knýr mig til að segja fá þessari ferð var sú gleði og það stolt sem ég fann til þegar ég heyrði frábæran tónlistarflutning unglinganna (sem voru frá 12 ára til 16 ára). Kórinn fagnar nú 45 ára tilveru sinni. Kórstjóri er Brynhildur Auð- bjargardóttir en Egill Friðleifsson var í upphafi stofnandi og stjórnandi kórsins. Það var greinilegt að Brynhildur er bæði hæf og vel menntuð sem kórstjóri, aukinheldur sem fram- koma og ögun unglinganna var slík að það vakti aðdáun og gleði allra sem viðstaddir voru tónleika. Ekki má gleyma að segja frá þeim sem studdu unglingana með ráðum og dáð alla ferðina, en það voru þrjár mömmur og einn pabbi. Skólastjóra- hjónin voru einnig með í för. Skóla- stjórinn Erla Guðjónsdóttir sagði mér að foreldrasamstarfið í skól- anum væri með eindæmum gott enda leyndi sér ekki að þarna hafði verið lögð mikil vinna í allan und- irbúning af hálfu foreldra og skóla. Þarna voru á ferðinni frábærir fulltrúar lands og þjóðar, svo við getum öll verið stolt og ham- ingjusöm yfir. Mér er kunnugt um að víða í grunnskólum landsins er verið að vinna mjög gott starf og því meira sem aðstandendur eru tilbúnir að leggja af mörkum, því meiri verður árangur. Börnin eru jú fólk fram- tíðar. GUÐRÚN G. JÓNSDÓTTIR (Edda), kennari á eftirlaunum. Segjum líka góðu fréttirnar Frá Guðrúnu G. Jónsdóttur (Eddu) Guðrún G. Jóns- dóttir (Edda) Nokkur umræða hefur verið um föstu að undanförnu og þá helst í tengslum við Detox Jónínu Bene- diktsdóttur. Ég undrast nei- kvæðni embættis- manna í garð þess- arar starfsemi og ég fæ ekki betur séð en á skorti faglega ígrundun í umfjöllun Landlækn- isembættisins. Umræðan hefur verið sett í neikvæðan farveg al- gerlega forsendulaust og land- læknir er með sleggjudóma um at- riði sem hann kann greinilega ekki skil á. Fasta er iðkuð í öllum helstu trúarbrögðum mannkynssögunnar og er að finna í öllum menningar- heimum. Í kristni er lögð áhersla á föstu og fastan hefur verið snar þáttur í trúariðkun manna frá örófi alda. Lýðheilsu Íslendinga er ógnað. Við erum að glíma við lífsstíls- sjúkdóma hérlendis sem ógna heilsu fjölmargra. Trúlega er hið almenna ástand Íslendinga verra nú en fyrir t.d. þremur áratugum. Ekki er annað að sjá. Menn verða að spyrna við fótum. Einn þáttur þess er að leita þeirra úrræða sem ekki hafa verið nýtt gegn þessari ógn. Fasta, sem framkvæmd er af þekkingu, skilar mönnum betri heilsu og getur í ýmsum tilfellum unnið bug á ástandi sem slæmur lífsstíll hefur kallað yfir menn. Fasta undir leiðsögn og fræðsla um heilsu- tengt mataræði og lífs- stíl hefur sannarlega valdið því hjá all- mörgum að menn hafa hlotið bata, aukið lífs- gæði sín og hætt á lyfjum. Ég hef fastað reglu- bundið í rúma þrjá áratugi og nú síðustu sex ár með Detox- hópnum, bæði í Pól- landi og hérlendis. Ég hef séð marga ná ótrúlegum árangri og þá er ég að tala um að menn hafa auk- ið lífsgæði sín með varanlegum hætti. Ég átta mig ekki á neikvæðni þeirra, sem eiga að bera heilsu landans fyrir brjósti, í garð þeirra sem sannarlega eru að bæta heilsu okkar og gera það hófstilltum og margreyndum aðferðum. Við vitum að ástandið hér er verra í lýðheilsumálum en í lönd- unum sem við berum okkur saman við, sérlega er lyfjanotkun landans í undarlegum farvegi. Hefur landlæknir, Matthías Halldórsson, ekki nóg að gera? Fasta Eftir Gunnar Þorsteinsson Gunnar Þorsteinsson »Ég átta mig ekki á neikvæðni þeirra, sem eiga að bera heilsu landans fyrir brjósti … Höfundur er forstöðumaður í Krossinum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.