Morgunblaðið - 09.07.2010, Side 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Skúli Á. Sigurðsson
skulias@mbl.is
Stjórn Íbúðalánasjóðs frestaði
ákvörðun um ráðningu nýs fram-
kvæmdastjóra sjóðsins á fundi sín-
um seinnipartinn í gær. Ráða átti í
stöðuna frá og með 1. júlí síðastliðn-
um en Guðmundur Bjarnason
gegndi stöðunni til 30. júní. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
er ekki samkomulag innan stjórnar
um hver verði ráðinn næsti fram-
kvæmdastjóri en af 27 umsækjend-
um voru fjórir boðaðir í viðtal.
„Ég vil orða það svo að það var
að minnsta kosti samstaða um að
fresta ráðningunni,“ segir Jóhann
Ársælsson, stjórnarmaður, um hvort
sundrung sé innan stjórnar um
hvern skuli ráða framkvæmdastjóra.
Hann kveður ekki liggja fyrir hve-
nær ráðningin verður tekin fyrir í
stjórninni að nýju; hún muni funda á
næstunni en ekki sé víst að málið
verði á dagskrá.
Frestunin ótímabundin
Ásta H. Bragadóttir, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs,
mun gegna starfi framkvæmda-
stjóra þar til ráðið hefur verið í stöð-
una en hún hefur gegnt henni síðan
Guðmundur lét af störfum. Mun
Ásta að sögn Jóhanns gegna starfinu
ótímabundið.
Frestunin mun að sögn Jóhanns
ekki hafa nein áhrif á störf
Íbúðalánasjóðs, þau muni
ganga sinn vanagang.
„Við erum ekki í
neinum vandræð-
um, við
treystum
Ástu vel
fyrir
þessu,“ seg-
ir Jóhann.
Stjórnin frestar stjóranum
Hafa frestað ráðningu framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs
Aðstoðarframkvæmdastjóri gegnir starfinu ótímabundið
Sumarútsölur eru nú í fullum gangi og í miðri
efnahagskreppu eru þær enn mikilvægari kjara-
bót en áður.
Ferðamenn, sem hafa notið góðs af sögulega
veiku gengi krónunnar, hafa líklega sjaldan get-
að gert betri kaup hér á landi.
Þetta par sem var á Laugavegi í gær lét ekki
smáskúrir hindra sig í að kíkja á útsöluvörurnar,
reikna út afsláttinn og síðan gengið.
Skin og skúrir á útsölum
Morgunblaðið/Ómar
Gunnþórunn Jónsdóttir
gunnthorunn@mbl.is
Makrílveiðar virðast ganga vel og
það hefur mikil jákvæð áhrif. „Það
er uppgangur hjá okkur, það er
ekki hægt að neita því,“ segir Sig-
urgeir B. Kristgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar
í Vestmannaeyjum. „Það sem er al-
gjörlega nýtt í þessu er að makríll
er bara hérna við bæjardyrnar hjá
okkur. Veiðar á makríl hafa ekki
verið heimilaðar fyrir vestan
ákveðna gráðu suður af Suðaust-
urlandi.“
Fituástandið mjög mikilvægt
Spurður um gæði makrílsins seg-
ir Sigurgeir fiskinn vera að fitna.
„Hann fitnar svona eins og við karl-
arnir, þetta kemur svona utan á
ístruna á okkur,“ segir hann í
gamni. „Þegar hann verður bráð-
feitur þá er fiskholdið ekki stinnt
og gott heldur verður það laust í
sér. Fiskurinn verður viðkvæmur
og holdið dettur í sundur. Það er
varasamt að vinna af mjög miklum
krafti fisk sem er ekki af þeim gæð-
um að fólk vilji borða hann.“ Það er
því mikilvægt að fituástand fisksins
sé rétt en þegar hann er sem feit-
astur þá er ómögulegt að vinna
hann. „Hættan er sú að Ísland
stimpli sig inn sem framleiðanda á
mjög lélegum makríl,“ segir Sig-
urgeir.
Verðmætastur í haust
Sigurgeir sagði makrílinn verð-
mætastan eftir 1. september en
verðlítinn þegar hann er horaður.
„Þegar fitan er gengin inn í holdið
á fisknum, þá er hann verðmæt-
astur,“ segir hann. „Núna er hann
ekki eins verðmætur og hann verð-
ur í haust.“ Hann taldi að um það
bil 30-40% af fisknum færu í fryst-
ingu til manneldis. Framleiðslan er
nær öll seld til Rússlands og því að-
eins einn markaður fyrir makrílinn.
Makríllinn þokkalegur
Feitur Á leið til Rússlands.
Fiskurinn verður viðkvæmur og holdið dettur í sundur
þegar hann er bráðfeitur Útilokað að flaka fiskinn núna
Hópur mótmælenda safnaðist sam-
an fyrir utan heimili Steingríms J.
Sigfússonar, fjármálaráðherra, í
gærkvöldi. Að sögn sjónarvottar á
staðnum voru um tuttugu mótmæl-
endur samankomnir í götu ráð-
herrans til að láta í sér heyra.
Mótmælendurnir þeyttu vúvú-
zela-lúðra en létu ekki ófriðlega.
Héldu þeir sig á götu og gangstétt
við húsið en fóru ekki inn í garð eða
á lóð þess. Stöldruðu mótmælend-
urnir stutt við; fólk bar að um kl.
átta og voru flestir eða allir á brott
um níuleytið.
Ekki var að sjá nein viðbrögð
fólks innandyra en nágranni telur
víst að Steingrímur og annað heim-
ilisfólk hafi ekki verið heima við.
Sjónarvotturinn segist ekki hafa
áttað sig á hverju nákvæmlega hóp-
urinn vildi mótmæla.
skulias@mbl.is
Mótmæltu
við heimili
Steingríms
Þeyttu vúvúzela-lúðra
en létu ekki ófriðlega
„Hérna er svoleiðis dúndurfjör í dag
og allir mættir í bæinn. Veðrið hérna
var rosalega ógeðslegt í byrjun vik-
unnar, svo slæmt að við þurftum að
redda þeim sem voru í verstu tjöld-
unum gistingu,“ segir Stefán Magn-
ússon, forsvarsmaður rokkhátíð-
arinnar Eistnaflug í Neskaupstað.
Hátíðin hófst formlega klukkan
hálffjögur í gær. „Þetta er orðið
rosalegt partí – hér er dúnalogn og
bærinn er troðfullur. Svo er aðal-
númerið, Napalm Death, að byrja á
eftir.“ Að sögn Stefáns gekk greið-
lega að aðstoða fólk í veðurofsanum í
fyrrinótt. „Verstu tjöldin þarna fóru
bara hreinlega í rúst – steinlágu.
Það hefði verið hægt að æfa sund-
tökin inni í þeim en við vorum ekki
lengi að koma fólkinu í almennilegt
skjól. Rauði krossinn aðstoðaði okk-
ur í því.“ Eistnaflug stendur yfir
fram á sunnudag. haa@mbl.is
Gátu æft
sundtökin
í tjöldunum
Veðrið þaggar ekki
niður í rokkurunum
Guðmundur Bjarnason gegndi
starfi framkvæmdastjóra Íbúða-
lánasjóðs frá árinu 1999 en þá
tók sjóðurinn við hlutverki Hús-
næðisstofnunar. Sjóðurinn
var stofnaður með lögum
árið áður.
Sigurður E. Guð-
mundsson gegndi
starfi fram-
kvæmdastjóra Hús-
næðisstofnunar frá
árinu 1971 til ársloka
1999.
Sátu lengi
FYRRI STJÓRNENDUR ÍLS